Verktækni - 2015, Qupperneq 54

Verktækni - 2015, Qupperneq 54
54 VERKTÆKNI 2015/20 TÆKNI- OG vísINdaGreINar Flugleiða taldi hins vegar ekki unnt að taka afstöðu í þessu máli strax á árinu 1989 og hlaut tillagan því fyrst formlega afgreiðslu á stjórnar­ fundi 7. júní 1990. Þá var miðað við að nýju flugvélarnar yrðu teknar á tíu ára kaupleigu, með sérstakri heimild til að geta skilað einni þeirra eftir fimm ár. Fyrstu tvær Boeing 757­208 þoturnar, TF­FIH, Hafdís, og TF­FII, Fanndís,voru afhentar í Seattle 4. apríl og 3. maí 1990, og komu að morgni næsta dags til Keflavíkurflugvallar. Báðar þoturnar voru skráð­ ar hjá Flugmálastjórn Íslands sem eign Flugleiða. Í seinni afhendingunni var Vigdís Finnbogadóttir forseti Íslands sérstakur heiðursgestur Flugleiða og tóku allar athafnir Boeing þá mið af því. Í kynningu fyrir hana og aðra gesti félagsins var meðal annars skýrt frá hugmyndum Boeing um lengda gerð af 757, sem myndi bjóða upp á enn lægri sætiskostnað. Því miður varð veruleg töf á því að þróa þá gerð, því lengda 757­300 þotan flaug fyrst rúmum átta árum síðar. Þriðja Boeing 757­208 þotan, TF­FIJ, var afhent 26. maí 1991 og skráð sem eign Flugleiða. Hún var hins vegar í upphafi leigð í tvö ár til breska flugfélagsins Britannia, en kom inn í rekstur Flugleiða í sum­ arbyrjun 1993, og hlaut þá nafnið Svandís. Formlegir samningar um kaupleigu fjögurra nýrra Fokker 50 skrúfu­ þotna voru undirritaðir hjá Fokker í Amsterdam 30. júlí 1990. Var miðað við að allar fjórar flugvélarnar yrðu afhentar fyrir sumarbyrjun 1992. Fyrsta Fokker 50 skrúfuþotan, TF­FIR, Ásdís, var afhent 15. febrúar 1992 og flogið beint frá Amsterdam til Akureyrar. Heiðursgestur í því flugi var Halldór Blöndal samgönguráðherra. Sú næsta, TF­FIS, Sigdís, var afhent 25. febrúar og flaug til Egilsstaða. Hin þriðja, TF­FIT, Freydís, var afhent 24. apríl og var flogið til Ísafjarðar. Sú fjórða, TF­FIU, Valdís, var afhent 9. maí og flaug til Vestmannaeyja. Í því flugi voru meðal annarra forstjóri Fokker og Markús Örn Antonsson borgarstjóri. Þegar allar fjórar nýju Fokker 50 skrúfuþotunnar voru komnar til landsins 9. maí 1992 var lokið heildarendurnýjun alls flugflota Flugleiða á aðeins þremur árum. Meðalaldur nýja flugflotans var þá aðeins 1,3 ár, sá lægsti sem vitað var um. Í september 1988 hafði meðalaldur gamla flugflotans verið 19,9 ár. Stundvísi stórbatnaði í flugrekstri félagsins og rekstraröryggi hinna nýju flugvéla, sjö Boeing þotna og fjögurra Fokker skrúfuþotna, reyndist vera til mikillar fyrir­ myndar. Þá var hér um að ræða flugvélar sem hannaðar voru í sam­ ræmi við nýjustu framfarir í greininni og fullnægðu öllum ströngustu alþjóðlegu umhverfiskröfum um leyfileg hávaðamörk og útblástur skaðlegra efna frá hreyflum. Eldsneytiskostnaður í þoturekstri félagsins lækkaði að meðaltali um 35%, viðhaldskostnaður um 30%, flugáhafnakostnaður um 25% Fyrsta Fokker 50 skrúfuþota Flugleiða, TF-FIR, í fylgd F-16 orrustuþotu hollenska flughersins, rétt fyrir afhendingu hennar í febrúar 1992. 1990
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Verktækni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.