Verktækni - 2015, Síða 58

Verktækni - 2015, Síða 58
58 VERKTÆKNI 2015/20 TÆKNI- OG vísINdaGreINar Míla hefur undafarið verið að uppfæra búnað sinn samkvæmt nýrri tækni á VDSL2 kerfi sínu. Tæknin nefnist Vigrun (e. Vectoring) en með henni er mögulegt að tvöfalda Internethraða á ljósveitukerfi Mílu. Hingað til hefur Internet hraði sem boðið er uppá verið 50 Mb/s en með þessari nýju tækni er nú hægt að bjóða 100 Mb/s Internet hraða á heimilistengingum. Síðustu ár hefur Míla unnið að uppbyggingu Ljósveitu um allt land. Ljósveitan nær nú til rúmlega 114 þúsund heimila á landsvísu. Í dag er Míla að bjóða upp á Ljósveitu byggða á VDSL2 17a tækni, en Ljósveitan byggir á ljósleiðara sem bakbeini kerfisins og frá götu­ skápum eru notaðar fyrirliggjandi koparlagnir og fyrrnefnd VDSL2 tækni (Very High Speed Digital Subscriber Line) síðasta spölinn að heimili. Vegalengd frá götuskáp og til endanotanda er að hámarki 400 metrar, sem er aðeins lítið brot af heildar vegalengdinni sem sam­ böndin fara. 100 Mb/s í ár og stutt í 1 Gb/s tengingar xDSL tæknin er í stöðugri þróun í heiminum og ætlar Míla að vera áfram í fararbroddi í því að bjóða viðskiptavinum sínum upp á nýjustu tækni með það að markmiði að auka hraða og stöðugleika tenginga á Ljósveitunni. Það er mikil hagkvæmni fólgin í því að þróa áfram tækni ofan á koparkerfin samhliða ljósleiðaravæðingu, þar sem mikil fjár­ festing liggur í koparkerfi Mílu líkt og annarra fjarskiptafyrirtækja víða um heim. Í dag er Míla að veita allt að 70 Mb/s1 niðurhalshraða á VDSL2 tengingum til sinna viðskiptavina og vinna við að uppfæra kerfin á höfðuborgarsvæðinu til að geta veitt a.m.k 100 Mb/s niðurhalshraða á Ljósveitunni lýkur nú í lok maí. Þessi nýja tækni, Vigrun (e.Vectoring) gengur út á að eyða svokall­ aðri milliheyrslu (e.crosstalk), en milliheyrsla er einn helsti óvinur xDSL tækninnar og takmarkar oft gæði og afköst lína. Vigrun felst í að gera stöðugar mælingar á milliheyrslu allra lína í kapli og eyða henni svo með því að senda merki í mótfasa. Markmiðið er að hver lína líti út fyrir að vera eina línan í viðkomandi streng. Með þessu móti aukast gæði sambanda og hægt er að auka gagnahraðann á þeim verulega. Nú þegar Vigrun hefur verið sett í gang mun Míla taka í notkun nýja villuleiðréttingatækni í xDSL kerfi sínu. Þessi villuleiðréttingartækni nefnist G.INP og er mun öflugri en FEC (e. Forward Error Correction) tæknin sem notuð er í dag. G.INP gengur út á villuleiðréttingu og endursendingar á bitaflutningslagi (e.physical layer) og er einn af kost­ um hennar sá að hún er aðeins í virkni þegar þarf á henni að halda á meðan FEC er alltaf til staðar sem þýðir að það er stöðug töf á gagna­ sendingu upp á u.þ.b. 20 ms. Með G:INP styttist þessi töf verulega eða niður í 3­6 ms. Mynd 1 sýnir hraða og ping mælinu á nokkuð dæmi­ gerðri línu með vigrunartækni. 1 50 Mb/s internethraði, auk 20 Mb/s bandbreidd sem er frátekin fyrir sjónvarp Ljósveita Mílu – framtíðarlausn í fjarskiptum Kristinn Ingi Ásgeirsson, forstöðumaður Aðgangsnets hjá Mílu Mynd 1: Gagnahraði og ping tími á línu með vigrunartækni og G.INP

x

Verktækni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.