Verktækni - 2015, Síða 64

Verktækni - 2015, Síða 64
64 VERKTÆKNI 2015/20 TÆKNI- OG vísINdaGreINar Mat á ljósbogahættum Bjarni Freyr Guðmundsson, rafmagnsverkfræðingur Verkfræðistofan Verkís, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík. Fyrirspurnir: bfg@verkis.is og snj@verkis.is Hvernig ljósbogahætta er metin Viðurkennd aðferðafræði við útreikninga á ljósbogastraumi og orku­ þéttni ljósboga sem og varnir gegn ljósbogaatvikum er tillögulega ný miðað við 130 ára sögu rafdreifikerfa. Tæknigreinin „The other elect- rical hazard:electric arc burns“ eftir Lee [1] sem gefin er út 1982, gaf til kynna að slys af völdum rafmagns væru að stærstum hluta vegna ljósbogaatvika. Þrettán árum síðar (1995) var gefin út fimmta útgáfa NFPA 70E Standard for Electrical Safety in the Workplace, þar var fyrst til sögu kynnt hugtakið nálgunarmörk (e. limits of approach) og orðið ljósbogi (e. arc) kom í fyrsta sinn fram í staðlinum. Í dag fjallar staðallinn ítar­ lega um þær ráðstafanir sem gera skal til þess að draga sem mest úr áhættu af völdum ljósboga. Síðan ljósbogaatvik hafa verið til umræðu sem einn helsti slysavald­ ur af völdum rafmagns hafa verið nokkrar kenningar um hvernig eigi að meta hættu af völdum ljósboga og hver mögulegur skaði er hverju sinni. Hinn mikli hiti sem myndast við ljósbogaatvik getur leitt til alvarlega brunasára og jafnvel dauða. Auk hitans getur bráðnuðum málmi rignt yfir þá sem nálægt eru. Síðustu 30 árin hafa nokkrar aðferðir verið þekktar til þess að meta hættu af völdum ljósbogaatviks. Á sama tíma hafa margar rannsóknir verið gerðar á mun milli fræðilegrar og raunverulegrar (mældri) orku­ þéttni, sem er orka á flatarmál sem hlutfall fjarlægðar frá uppruna ljósboga. Í dag er algengast að miða við orku á hvern fersentímetra (cal/cm2 eða J/cm2), en það er aðferð sem bæði er viðurkennd af NFPA [2] og IEEE [3]. Árið 2002 gaf IEEE út leiðbeiningar um hvernig hægt væri að áætla hitaorku sem hlutfall af fjarlægð fyrir mismunandi búnað og spennu á einfaldan en skilvirkan hátt. Munur á ljósbogastraumi og skammhlaupsstraumi Ljósbogastraumur er frábrugðin skammhlaupsstraumi að því leiti að viðnám er til staðar í straumleið. Þetta leiðir til þess að ljósbogastraum­ ur er ávallt minni en skammhlaupsstraumur. Í kerfum með spennu undir 1 kV er þessi munur töluverður en fer hverfandi með hærri spennu. Til að útskýra hvernig ljósbogastraumur myndast og hvert eðli hans er þá er hér að neðan lýsing á mismunandi stigum ljósbogamyndunar í réttri tímaröð. Umræður um ljósbogahættur í raforkukerfum hafa verið áberandi síðustu árin. Færst hefur í vöxt að fyrirtæki geri kröfur um að raforkukerfi þeirra uppfylli staðla um öryggi á vinnustöðum við ljósbogaatvikum þrátt fyrir að þess sé ekki krafist með lögum. Slys vegna ljósbogaatvika eru sem betur fer ekki algeng á Íslandi en geta valdið verulegum skaða á fólki og mannvirkjum. Að innleiða kröfur staðla um varnir á vinnustöðum gegn ljósbogahættum eykur því rekstraröryggi fyrirtækja og eykur öryggi á vinnustöðum. Helstu áverkar af völdum ljósbogaslysa eru brunasár, sár vegna sprengjuagna, heyrnar­ og sjónskaði. Að auki getur höggbylgjan við sprenginguna kastað nærstöddum einstaklingi frá atvikastað með tilheyrandi afleiðingum. Bæði IEEE og NFPA hafa á síðustu árum vakið athygli á þeirri hættu sem stafar af ljósbogaatvikum. Samtökin hafa sameinað krafta sína við að styrkja rannsóknir og prófanir á sviði ljósbogaútreikninga og ­varna með það að markmiði að efla þekkingu á fagsviðinu og vekja vitund meðal almennings og fagaðila. Markmið þessarar greinar er að auka skilning fagaðila á þeim hættum sem stafa af ljósbogaatvikum. Fjallað verður meðal annars um hvernig ljósbogahætta er metin, hvernig ljósbogastraumur er frábrugðin skammhlaupsstraumi og hvaða ráðstafanir eru gerðar til persónuvarna. Að lokum er skoðað hvernig ljósbogastraumur getur blekkt varnarbúnað þar sem áhersla er lögð á mikilvægi þess að reikna með ljósbogastraumi í hönnun. INNGANGUR Breyttar forsendur Breytingar í kerfinu verða til þess að setja af stað ljósbogaatvik: Aukin spennumunur, ryk, raki, tæring, minnkuð einangrunarfjarlægð, breyting á eiginleikum einangrandi gass (lofti). Jónun gass Spenna verður nógu há til þess að jóna hlutlaust atóm við spennuhaf­ andi punkt/flöt, með því að losa rafeind. Þegar rafeind bindur sig svo aftur við atóm með jákvæða hleðslu losnar orka og við það myndast bláleitur ljómi. Streymir myndast Einangrandi gasið (loftið) heldur áfram að jónast í mismunandi áttir og um leið byggist upp hleðsla í jónuðu loftinu.

x

Verktækni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.