Verktækni - 2015, Page 67

Verktækni - 2015, Page 67
VERKTÆKNI 2015/20 67 TÆKNI- OG vísINdaGreINar með 63 A bræðivar. Þetta fyrirkomulag er nokkuð algengt þar sem val á bræðivari er skv. IEC 60787 og IEC 62271-05, einnig má sjá lista í bæklingi frá ABB um bræðivör [8]. Mynd 4 sýnir þessa uppsetningu. Við útreikninga má sjá að áætlað­ ur skammhlaupsstraumur á 400 V skinnu er um 22,6 kA. 100% ljósbogastraumur er því um 10,6 kA og í þessu tilfelli er orkuþéttni ljósboga meiri við 85% ljósbogastraum sem er áætlaður að vera um 9,03 kA. Straumurinn sem fer í gegnum bræðivarið miðað við 85% ljósboga­ straum er um 330 A. 63 A bræðivarið mun aðeins sjá þennan straum sem yfirálagsstraum og mun taka um 5,66 sek. að leysa út og einangra bilun. Orkan sem leysist út úr kerfinu við vinnufjarlægð á þessum tíma er áætluð að vera 106,7 cal/cm2. NFPA 70E staðallinn skilgreinir hæst 4. flokk (PPE 4) en hann nær að 40 cal/cm2. Í þessu tilfelli er ljósboga­ orkan langt yfir þeim mörkum. Vegna þess hve lágur ljósbogastraumur er miðað við skammhlaups­ straum er oft talað um að hann blekki varnarbúnað og bræðivör sem miðuð eru að því að leysa út skammhlaupsstraum. Með því að skoða fleiri dæmi með mismunandi spennastærðum kemur í ljós að þetta er ekki bundið við ákveðna stærð af spenni, sjá mynd 4. Eins og áður eru bræðivör valin eftir lista í ABB bæklingi. Það getur tekið 100 A bræðivar sem er við 1250 kVA spenni allt að 17 sek. að einangra ljósbogastraum sem myndast hefur á 400 V hlið spennis. Orkan sem leysist út úr kerfinu við vinnufjarlægð á þessum tíma er áætluð að vera 465 cal/cm2, eða meira en tíuföld sú orka sem NFPA 70E staðallinn skilgreinir inna hæsta PPE flokks. Kerfi með minni spenna koma betur út úr þessum útreikningum. Það tekur 40 A bræðivarið við 500 kVA spennir 0,68 sek. að leysa út, þar með myndi það kerfi flokkast innan PPE flokks 3. Sama bræðivar við 400 kVA spenni einangrar bilun og slekkur ljósbogastraum á 2,26 sek. Þetta er verulega langur tími fyrir varnarbúnað, en þar sem orkan er takmörkuð þá flokkast 400 V kerfið við þennan spenni innan PPE 4. Síðasta dæmi sem tekið er hér er 300 kVA spennir með 25 A bræði­ var á háspennuhlið spennis. Það tekur 25 A bræðivarið 0,42 sek að leysa út ljósbogastraum á 400 V dreifingu. Í þessu tilfelli myndi bún­ aðurinn flokkast innan PPE flokks 2. Miðað við þær forsendur sem dæmin hér að ofan miða við þá er ljóst að ljósbogastraumur getur verið blekkjandi fyrir bræðivör þar sem þau sjá ljósbogastraum sem yfirálagsstraum. Minni bræðivör við minni spenna ná þó að bregðast skjótar við ljósbogastraumi og þar með takmarka betur orkuna sem brýst út við atvikið. Innleiðing ljósbogavarna Við innleiðingu ljósbogavarna er byrjað á því að meta rafbúnaðinn sem hætta getur stafað af. Fyrsta skref er að safna upplýsingum um gerð búnaðar, stillingar varnarbúnaðar, lengd strengja, eiginleika spenna og fleira. Þessar upplýsingar eru notaðar til þess að byggja upp hermilíkan sem reiknar út þéttni ljósboga sem hlutfall af fjarlægð frá uppruna ljósboga. Með þessu má meta PPE flokk kerfis og skilgreina hættusvæði ljósboga. Greining sem þessi leiðir líka í ljós ef stillingar varnarbúnaðar eru of háar fyrir ljósbogastraum og taki þar með of langan tíma að einangra bilun af völdum ljósbogaatviks. Eftir að greining á kerfinu hefur verið gerð eru rafmagnsskápar merktir. Merkingarnar eru skv. NFPA 70E staðli, en þar er gerð krafa um að ákveðnar upplýsingar skuli komi fram á merkingu. Merkingin er til þess að upplýsa starfsmann um hættusvæði ljósboga og hvaða öryggisfatnaði og búnaði starfsmaður skal klæðast við vinnu innan hættusvæðis. Lykilatriði er að fræða starfsmenn um ljósbogahættur, hvernig lág­ marka má hættu vegna ljósbogaatviks og hvernig skal unnið eftir þeim upplýsingum sem koma fram á skápaskiltum ljósbogahættu. Síðustu árin hefur Verkís aðstoðað minni sem stærri fyrirtæki við innleiðingu öryggiskrafna við ljósbogahættu. Verkís býr yfir sérþekk­ ingu á sviðinu og vinnur með sérhæfð forrit til þess að greina ljósboga­ hættur rafbúnaðar. Einnig hefur fyrirtækið aðstoðað og veitt upplýs­ ingar um innleiðingu öryggiskrafna við ljósbogahættu. Mynd 6 Dæmi um skilti sem sett eru á skápa og upplýsa starfsfólk um hættusvæði ljósboga og til hvaða öryggisráðstafanir starfsmaður skal taka við vinnu innan hættusvæðis. Mynd 5: Útreikningar á ljósbogaatvikum lágspennu megin við spenni, mismunandi spennastærðir.

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.