Verktækni - 2015, Page 77

Verktækni - 2015, Page 77
TÆKNI- OG vísINdaGreINar verktækni 2015/20 77 Kennslurými Hefðbundin kennslustofa í FMOS er um 60 m2. Gera má ráð fyrir að hljóðvist annarra kennslurýma að þessari stærð verði sambærileg og því voru niðurstöður nýttar fyrir önnur sambærileg rými. Gert var ráð fyrir steinull í loft kennslurýmanna og u.þ.b. 4 m2 af ullarlistaverkum á veggi ásamt seglum. Í 90 m2 kennslurýmum skal koma fyrir 6 m2 af sambærilegu listaverki. Miðað við þetta efnisval mun niðurstaðan liggja á mörkum hljóð- flokks A/B og C. Hljóðísogandi efni innan kennslurýmanna eru öll í flokki C og því verður ómtímaferillinn ójafn yfir tíðnisviðið, þar sem ómtíminn reiknast talsvert hærri við 125 og 250 Hz samanborið við hærri tíðnir (f>1000 Hz). Engu að síður uppfyllir þessi niðurstaða settar kröfur og á sama tíma að uppfylla kröfur arkitekta.                                        Mynd 11: Niðurstöður hljóðvistarreikninga í Odeon v.10.1 í kennslurými FMOS- viðarklæðning. Flokkun samkvæmt frÍST45:2011 fyrir kennslurými og fundarherbergi. Mynd 10: Úr kennslurými framhaldsskólans í Mosfellsbæ. Ljósmyndari: Íris Ríkharðsdóttir. Opin vinnurými Stærð opinna vinnurýma í FMOS er nokkuð breytileg en það vinnu- rými sem sett var upp í hugbúnaðinum er um 143 m2. Búast má við að hljóðvist opinna vinnurýma verði með sambærilegum hætti og það sem hér hefur verið sett upp í hugbúnaðinum. Stærð Hljóðísogsflokkur Auka kröfur Annað Loft Allur loftflötur(steinull), 145 m2 C, αw≥0.6 50 mm steinull í lofti ásamt álímdum glertrefjadúki Veggir Viðarklæðning, 50 m2 C, αw≥0.75(LM) Tafla 11: Hljóðísogs-aðgerðir í kennslurými. Mynd 12: Skjámyndir úr Odeon, opið vinnurými FMOS.

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.