Morgunblaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 9. M A Í 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 117. tölublað . 109. árgangur .
SPÁIR 70-80%
NÝTINGU HÓT-
ELA Í ÁGÚST
ÞEGAR
HEIMURINN
STÖÐVAÐIST
GJÖRNINGUR
BOÐINN UPP
HJÁ GALLERÍI
NÝ MYND ANDRA OG ANNI 32 LOKAVERKEFNI 33VIÐSKIPTAMOGGINN
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Vinnsla umsókna um rekstrarleyfi
til laxeldis í Ísafjarðardjúpi er kom-
in í bið. Ástæðan er athugasemd eins
fyrirtækisins, Arnarlax, við tillögu
að rekstrarleyfi fyrir annað, Háafell,
dótturfélag Hraðfrystihússins –
Gunnvarar, sem Matvælastofnun
auglýsti í byrjun mars.
Matvælastofnun ákvað að verða
við kröfu Arnarlax um að rannsaka
hvort Skipulagsstofnun hefði af-
tæplega 25 þúsund tonn eða tvöfalt
það magn sem áhættumat heimilar.
Reglur eldri laga gilda um útgáfu
rekstrarleyfa þannig að umsókn
þess fyrirtækis sem Skipulags-
stofnun afgreiddi fyrst hefur for-
gang að leyfum. Það er að Háafell og
Arctic Fish fengju eitthvað en
Arnarlax ekkert. Arnarlax telur sína
umsókn hafa átt að vera fyrst í röð-
inni og Matvælastofnun beri að
endurmeta röðunina. Gangi það eftir
fær Arnarlax megnið af framleiðslu-
heimildunum. »10-11
greitt matsskýrslur fyrirtækjanna
vegna umhverfismats í réttri röð.
Heimilt er að vera með allt að 12
þúsund tonna lífmassa af frjóum laxi
í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi. Það var
leyft eftir að stjórnvöld afléttu banni
við laxeldi þar vegna hættu á erfða-
mengun laxastofna.
Fjögur fyrirtæki höfðu áform um
að nýta þessar heimildir og hafa þrjú
þeirra lokið umhverfismati. Þau
sækja um alls tæplega 31 þúsund
tonn af laxi og fyrirtækin þrjú sem
koma til greina sækja samtals um
Rannsaka röðun laxeldisleyfa
- Bið á laxeldi í Ísafjarðardjúpi vegna ágreinings um hver skuli hafa forgang
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Sjókvíar Laxeldi er mikilvægur
atvinnuvegur á Vestfjörðum.
„Þetta var árangursríkur fundur. Tony, þakka þér fyrir að koma til Ís-
lands og eiga við okkur gott samtal,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utan-
ríkisráðherra um fund sinn við utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony
Blinken, í Hörpu í gær. Blinken ræddi einnig við Katrínu Jakobsdóttur for-
sætisráðhera og Guðna Th. Jóhannessen, forseta Íslands.
Á blaðamannafundi í gær sagðist Guðlaugur Þór glaður að Bandaríkin
tækju aukinn þátt í alþjóðasamvinnu og að hann fyndi fyrir stefnubreyt-
ingu hjá þjóðinni þess efnis. Bandaríkin væru leiðtogi hins frjálsa heims.
Alþjóðasamningar væru ákaflega mikilvægir og ekki væri hægt að taka
þeim sem sjálfsögðum hlut.
Blinken heimsótti einnig Hellisheiðarvirkjun síðdegis í gær og reyndist
mjög áhugasamur um carbfix-tæknina svonefndu. Bjarni Bjarnason, for-
stjóri OR, tók á móti Blinken og kynnti honum tæknina. Þeir ræddu saman
um jarðhitann en Blinken sagðist fróður í slíkum efnum þar sem hann nýtti
hita jarðar, með varmadælutækni, til að kynda hús sitt. »4
Árangursríkur
fundur í Hörpu
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fundaði með íslenskum ráðamönnum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Heimsókn Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, héldu sameiginlegan fund í gær.
Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið-Sigurjón Ragnar
Hellisheiðarvirkjun Antony Blinken býr sig undir að heilsa Bjarna
Bjarnasyni, forstjóra OR, við komuna á virkjunarsvæðið síðdegis í gær.
„Þetta varðar á fimmta tug þúsunda
lána til Íslendinga. Af um 1.550
milljörðum króna sem lán til heim-
ilanna nema eru
um 1.300 millj-
arðar lán með
breytilegum
vöxtum. Það þýð-
ir að hvert pró-
sentustig upp eða
niður er 13 millj-
arðar. Þetta eru
engar smá upp-
hæðir,“ segir
Breki Karlsson,
formaður Neytendasamtakanna.
Neytendasamtökin hleypa í dag af
stokkunum verkefni sem ætlað er að
fá niðurstöðu dómstóla í baráttumáli
samtakanna um að lán með breyti-
legum vöxtum standist ekki lög.
Neytendasamtökin telja að skil-
málar velflestra lána séu ólöglegir
þar sem ákvarðanir um vaxtabreyt-
ingar séu verulega matskenndar og
ógegnsæjar. Af þeim sökum sé ekki
hægt að sannreyna hvort þær séu
réttmætar. Hyggjast samtökin
stefna íslensku bönkunum vegna
þessa. Í dag verður sett í loftið vef-
síðan vaxtamalid.is þar sem fólk get-
ur kynnt sér þetta ítarlega og skráð
þátttöku í málsókninni. Að minnsta
kosti 3 mál verða rekin sem prófmál.
Breki segir að Neytendasamtök-
unum reiknist til að bankarnir hafi
oftekið 15-45 milljarða króna í vexti
á liðnum árum. Viðræður við bank-
ana um breytt fyrirkomulag hafi
engu skilað. „Við höfum síðasta 1½
ár verið í viðræðum og bréfaskrift-
um við bankana um þetta. Niður-
staðan er að við erum ósammála.“
Stefna
bönkum
fyrir
vextina
- Neytendasamtökin
efna til hópmálsóknar
MHyggjast safna liði … »6
Breki
Karlsson
_ Við bílastæðið
sem markar upp-
hafið að göngu-
leiðinni að eld-
gosinu í
Geldingadölum
er nú komið
skilti þar sem
segir að gjald-
skylda sé á svæð-
inu. Ef marka má
skiltið kostar það
nú 1.000 krónur
að leggja bíl á stæðinu.
Segir á skiltinu að um einkaeign
sé að ræða en eldgosið í Geld-
ingadölum er í landi Hrauns við
Grindavík.
Skilti um gjald-
skyldu við eldgosið