Morgunblaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2021
BÍLABÚÐ BENNA
KOLEFNISJAFNAR OPEL benni.is
Bílasala Suðurnesja
Reykjanesbæ
Njarðarbraut 9
Sími: 420 3330
Ib bílar
Selfoss
Fossnes A
Sími: 480 8080
Bílabúð Benna
Reykjavík
Krókháls 9
Sími: 590 2020
NÝ MOKKA
100% RAFMAGN KYNNT Á NÆSTUNNI
BIÐIN STYTTIST
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Loftárásir og eldflaugar gengu enn á
víxl í átökum Ísraels og Hamas-sam-
takanna á Gaza-svæðinu. Tveir verk-
smiðjustarfsmenn frá Taílandi féllu í
eldflaugaárás samtakanna á Ísrael í
gær, og hafa nú tólf fallið samtals
Ísraelsmegin í átökunum frá upphafi
þeirra á mánudaginn í síðustu viku.
Á Gaza-svæðinu hafa nú 213 manns
fallið í loftárásum Ísraela, en þar af
er 61 barn. Þá hafa rúmlega 1.400
manns særst samkvæmt tölum
Hamas-samtakanna.
Fundað í fjórða sinn
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
fundaði í gær í fjórða sinn um
ástandið. Antony Blinken, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, sem nú
dvelur á Íslandi, neitaði í gær ásök-
unum þess efnis að Bandaríkjamenn
stæðu í veginum fyrir sameiginlegri
ályktun ráðsins. Sagði Blinken að
Bandaríkjamenn legðu þvert á móti
nótt við nýtan dag til þess að finna
friðsamlega lausn á deilunni.
Joe Biden Bandaríkjaforseti
ræddi við Benjamín Netanyahu, for-
sætisráðherra Ísraels, símleiðis í
fyrrinótt. Biden hafði til þessa ekki
tekið undir kröfur annarra þjóðar-
leiðtoga um að stilla yrði þegar í stað
til friðar í átökunum, en hann tjáði
Netanyahu að Bandaríkjastjórn vildi
sjá vopnahlé, án þess þó að krefjast
þess að það yrði án tafar.
ESB-ríkin ekki einróma
Angela Merkel Þýskalandskansl-
ari og Abdúlla 2. Jórdaníukonungur
ræddu í gær símleiðis um ástandið
og sammæltust þar um að kalla eftir
vopnahléi. Deginum áður höfðu
Emmanuel Macron Frakklands-
forseti og Abdel Fattah al-Sisi, for-
seti Egyptalands, sammælst um að
þeir myndu reyna að greiða fyrir
samkomulagi milli stríðandi fylk-
inga.
Josep Borrell, utanríkismálastjóri
Evrópusambandsins, tók undir þær
kröfur og sagði það „forgangsmál“
að stöðva allt ofbeldi þegar í stað, en
ummæli Borrells féllu eftir fund
utanríkisráðherra aðildarríkja sam-
bandsins.
Yfirlýsing Borrells var þar sam-
þykkt af öllum ríkjunum að Ung-
verjalandi frátöldu, en Péter Szijj-
ártó, utanríkisráðherra landsins,
sendi frá sér sérstaka yfirlýsingu
þar sem hann fordæmdi „einhliða
yfirlýsingar“ Evrópusambandsríkj-
anna sem beindust gegn Ísraels-
mönnum.
Standa ekki í vegi ráðsins
- Ekkert lát er á árásum á báða bóga í átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs
- Öryggisráðið fundaði í fjórða sinn - Ungverjar fordæma yfirlýsingu Borrells
AFP
Átök Ísraelsk fallbyssa beinir skot-
um sínum að Gaza-svæðinu í gær.
Minnst 27 hafa látist og yfir 90 manns er saknað
eftir fellibyl á Indlandi. Bylurinn, sem ber nafnið
Tauktae, skall á vesturströnd Indlands á mánu-
sem voru á hættusvæðum áður en fellibylurinn
skall á. Þá hafa 16 þúsund heimili eyðilagst og
fleiri en 2.400 þorp eru án rafmagns.
dag og er talinn einn sá skæðasti í áratugi. Vind-
hviður náðu allt að 130 kílómetra hraða. Yfir 200
þúsund íbúum var gert að yfirgefa heimili sín
AFP
Einn skæðasti fellibylur Indlands í nokkra áratugi
Spánverjar köll-
uðu í gær sendi-
herra Marokkós
á teppið eftir að
rúmlega 8.000
flóttamenn fóru
yfir landamærin
til borgarinnar
Ceuta.
Borgin er önn-
ur tveggja sem
Spánverjar eiga á meginlandi Afr-
íku, en samskipti Spánar og Mar-
okkós hafa verið stirð vegna deilu
um stjórnmálalega stöðu Vestur-
Sahara. Pedro Sanchez forsætisráð-
herra Spánar heimsótti Ceuta í gær
og hét því að aftur yrði komið á röð
og reglu við landamærin.
Marokkómenn kölluðu sendiherr-
ann heim eftir fundinn í utanrík-
isráðuneytinu, og höfðu Spánverjar
þegar vísað um helmingi fólksins
aftur yfir landamærin í gærkvöldi.
Metfjöldi flótta-
manna frá Marokkó
Pedro Sanchez
SPÁNN
Auðkýfingurinn
Bill Gates er nú
undir kastljósi
fjölmiðla eftir að
ljóstrað var upp
um að skilnað
hans og Melindu,
eiginkonu hans til
nærri þriggja
áratuga, mætti
rekja til ástar-
sambands hans við einn af starfs-
mönnum Microsoft.
Vefmiðillinn Daily Beast greindi
frá því á mánudaginn að Gates hefði
sóst eftir vináttu milljarðamærings-
ins og barnaníðingsins Jeffreys Ep-
stein árið 2011, ári eftir að hann
fékk á sig dóm fyrir kynferðisbrot
gagnvart barni..
Gates hafi bundið vonir við að Ep-
stein gæti hjálpað sér að fá friðar-
verðlaun Nóbels, en þeir tveir munu
hafa fundað með formanni norsku
verðlaunanefndarinnar árið 2013
heima hjá Thorbirni Jagland, fyrr-
verandi forsætisráðherra Noregs.
Ekki varð hins vegar af verðlauna-
veitingunni, og mun Gates hafa slitið
samskipti sín við Epstein skömmu
síðar að ráði Melindu. Talsmaður
Gates segir að hann hafi einungis
hitt Epstein á árunum 2011-2013 til
þess að leita fjármagns til góðgerð-
armála og sjái eftir því.
Taldi Epstein geta
útvegað sér Nóbel
Bill Gates
BANDARÍKIN