Morgunblaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 11
skýrslu Arctic Fish og síðast Arn- arlax. Samanlögð áform þessara þriggja fyrirtækja um ársfram- leiðslu á laxi í Ísafjarðardjúpi er 24.800 tonn, tvöfalt meira en til skiptanna er. Útlit var því fyrir að Háafell fengi allt sem fyrirtækið sótti um, 6.800 tonn, og Arctic Fish fengi 5.200 tonn af þeim 8.000 sem sótt var um en Arnarlax sem sótti um 10 þúsund tonn fengi ekkert. Er þá aðeins miðað við frjóan lax. Fyrirtækin geta alið ófrjóan lax þar fyrir utan. Fjórða fyrirtækið, Hábrún, náði ekki nógu langt í leyfisferlinu áður en lögin tóku gildi. Það fyrirtæki var með veru- leg áform, bæði í eldi á laxi og ekki síst regnbogasilungi. Arnarlax gerir athugasemdir Í samræmi við þetta auglýsti Matvælastofnun tillögu að rekstr- arleyfi fyrir Háafell. Arnarlax sætti sig ekki við röðun Skipulagsstofn- unar og gerði athugasemdir við til- löguna. Krafðist fyrirtækið þess að Matvælastofnun gerði sjálfstæða rannsókn á þeim þætti málsins, áð- ur en leyfi yrði gefið út. Matvæla- stofnun varð við því og er að rann- saka hvort Skipulagsstofnun hafi raðað málum fyrirtækjanna rétt. Á meðan er öll meðferð umsókna vegna Ísafjarðardjúps sett í bið. Staðan er sú að útgáfa rekstrar- leyfis Háafells er í uppnámi vegna athugasemdar Arnarlax og ekki hefur verið auglýst tillaga að rekstrarleyfi fyrir Arctic Fish. Óvíst er hvað þessi rannsókn Matvælastofnunar tekur langan tíma. Frestur til að skila athuga- semdum rann út í byrjun apríl. Allavega má búast við því að nið- urstaðan verði kærð til úrskurð- arnefndar umhverfis- og auðlinda- mála og jafnvel dómstóla, hver sem niðurstaðan verður. Langþráð lax- eldi í Ísafjarðardjúpi hefst allavega ekki í vor, eins og Arnarlax stefndi að, og spurning hvort málin verða til lykta leidd vorið 2022 þegar hin fyrirtækin hugðust setja út fyrstu laxaseiðin. Umhverfisstofnun gefur venju- lega út starfsleyfi samhliða útgáfu Matvælastofnunar á rekstrarleyfi. Samkvæmt upplýsingum Matvæla- stofnunar stendur stofnunin ein að rannsókninni. Arnarlax færir þau rök fyrir at- hugasemd sinni að fyrirtækið hafi verið fyrst til að skila matsskýrslu, Arctic Fish hafi verið mánuði seinna á ferðinni og Háafell tveim- ur mánuðum á eftir Arnarlaxi. Fyrirtækið vekur athygli á því að Skipulagsstofnun eigi að gefa rökstutt álit á því hvort mats- skýrsla uppfylli skilyrði laga og reglugerða innan fjögurra vikna frá því skýrslu er skilað. Stofnunin hafi tekið sér 27 vikur í málið og segir lögmaður Arnarlax í athugasemd- inni að ekki hafi verið uppýst um málefnalegar ástæður fyrir því að það dróst. Þessi dráttur hafi ekki aðeins orðið til að seinka umsókn um rekstrarleyfi heldur verði leyfið ekki í samræmi við réttmætar væntingar fyrirtækisins. Telur fyrirtækið að ríkið verði bótaskyld, fáist ekki leiðrétting. Arnarlax gerir einnig athuga- semdir við efni tillögu Matvæla- stofnunar að rekstrarleyfi til handa Háafelli. Röðin gæti snúist við Verði forgangsröðinni breytt í anda Arnarlax, sem enn er ekki komið í ljós, mun það fyrirtæki fá meginhluta kvótans, 10 þúsund tonn af þeim 12 þúsund sem til ráð- stöfunar eru. Arctic Fish fengi tvö þúsund tonn af þeim átta þúsund sem sótt er um en Háafell fengi ekkert. Það yrði enn eitt áfallið fyr- ir fiskeldi fyrirtækisins sem lent hefur í ótrúlegum hremmingum með leyfamál á undanförnum ár- um. Hagsmunir laxeldisfyrirtækj- anna eru samtengdir, þótt hags- munir séu ólíkir í þessu máli. Þann- ig hafa Arnarlax og Arctic Fish samvinnu um slátrun og pökkun sem fram fer í húsnæði Arnarlax á Bíldudal. Arctic Fish hefur verið að skoða sín mál, meðal annars slátr- un og vinnslu, eftir útboð á nýju hlutafé á dögunum. Heimildir til laxeldis í Ísafjarð- ardjúpi geta augljóslega haft áhrif á ákvörðun um hvort aðstaða til slátrunar verður byggð upp á Ísa- firði eða nágrenni eða samstarfi haldið áfram á Bíldudal. Háafell stendur utan við þetta samstarf. Má velta því fyrir sér hvaða áhrif þetta mál hefur á samvinnu fyrir- tækjanna í framtíðinni. Skýringar á drætti á meðferð mála hjá Skipulagsstofnun kunna að vera ýmsar. Þær koma vænt- anlega fram í rannsókn Matvæla- stofnunar. Komið hefur fram hjá stofnuninni að hún telur sig ekki vera að raða umsóknum með tilliti til þess hver sé í fyrsta rétti þótt bráðabirgðaákvæði laganna geri ráð fyrir því. Í svari við athuga- semdum Arnarlax við frummats- skýrslu Arctic Fish á sínum tíma segir stofnunin beinlínis að „við málsmeðferð á grundvelli laga um mat á umhverfisáhrifum er ekki tekin afstaða til þess hvernig út- hluta skuli takmörkuðum gæðum á sem sanngjarnastan máta“. Laxeldi í Ísafjarðardjúpi Tonn lífmassa 30.000 12.000 30.800 Burðarþol metið Áhættumat Áform/umsóknir um laxeldi Hugsanleg leyfisveiting Framleiðsla á ári A – samkvæmt núverandi tillögu B – samkvæmt kæru Arnarlax Núgildandi rekstrarleyfi* Arctic Fish 8.000 5.200 2.000 5.300 Arnarlax 10.000 0 10.000 Háafell 6.800 6.800 0 7.000 Hábrún 6.000 0 0 700 30.800 12.000 12.000 13.000 *Aðallega regnbogasilungur Umsóknir um laxeldi, tonn FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2021 Hvað vil ég að augun mín segi? "Ég elska þig" — Keiko "Ég hef trú á mannkyninu" — Marion Hvað vilt þú að augun þín segi? Segðu okkur með #AUGUNMÍN K i 2 7 4 ww a sr nglan 4-1 | s. 5 7-70 0 | w.loccit ne.i „Enn eru þurrkar í kortunum og þessar skúrir sem hafa verið að koma hafa voða lítið að segja,“ seg- ir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðar- yfirlögregluþjónn hjá almanna- vörnum, um áframhaldandi hættustig almannavarna vegna gróðurelda. Hann bætir þó við að úrkoman hafði mest áhrif á Reykja- nesinu og því var hættustig fært niður í óvissustig þar. Fundað var um málið í gærmorg- un og staðan hefur lítið breyst. Rögnvaldur segir jarðveginn vera það þurran að hann taki ekki eins vel við rigningum. „Vatnið situr lengur á yfirborðinu og er þá fljót- ara að gufa upp áður en það nær að fara niður,“ segir Rögnvaldur. Telja enn vera hættu á gróðureldum Morgunblaðið/Sigurður Unnar Hætta Enn eru þurrkar í veðurkortunum. Hjólasöfnun Barnaheilla, Save the Child- ren á Íslandi, lauk formlega 12. maí síðastlið- inn. Hjólasala fór fram um síðustu helgi við góðar undirtektir og hefur tveimur söludögum verið bætt við. Fer salan fram í dag, 19. maí og á morgun, 20. maí, frá kl. 14-18 báða dagana að Smiðshöfða 7 í Reykjavík. Í ár bárust yfir 300 umsóknir um hjól og var reiðhjólum úthlutað til allra þeirra barna og ungmenna sem þurftu á hjólum að halda, víðs vegar af landinu. Var það gert í samstarfi við félagsþjónustur sveit- arfélaga og fleiri aðila, segir í til- kynningu Barnaheilla. Hjólasala Barna- heilla heldur áfram

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.