Morgunblaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 31
HÖTTUR Kristján Jónsson kris@mbl.is Einar Árni Jóhannsson, fráfarandi þjálfari karlaliðs Njarðvíkur í körfu- knattleik, skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Hött frá Eg- ilsstöðum. Mun hann ásamt Viðari Erni Hafsteinssyni stýra liðinu sem féll naumlega úr Dominos-deild karla á dögunum. „Í fyrsta lagi var samningurinn að renna út og ég hafði tekið þá ákvörð- un fyrir löngu að ég vildi breyta um umhverfi sem þjálfari. Þá var spurn- ing hvort ég vildi keyra [Reykjanes] brautina á æfingar á höfuðborgar- svæðinu eða flytja út á land. Ég hef áður átt þess kost á ferlinum að fara út á land en fjölskylduaðstæður gerðu það flóknara. Ég á drengi sem nú eru 24 ára, 20 og 16. Á þeim tíma snerist málið um þeirra nám og fleira. Ég og Viðar Örn erum miklir vinir og síðustu árin höfum verið í miklu sambandi. Komið hefur til tals hjá okkur að þjálfa saman en þá vor- um við frekar að velta fyrir okkur að þjálfa saman unglingalandslið. Þeg- ar þau fyrir austan höfðu samband þá fann ég sterkt að þetta vildi ég skoða. Þegar mótið stöðvaðist síðast út af Covid þá könnuðu þau stöðuna hjá mér. Ég gerði þeim grein fyrir því að samningurinn væri á enda eftir tíma- bilið og þá yrði ég tilbúinn til að ræða málin. En ég væri á leiðinni í þriggja vikna törn með Njarðvík þar sem við værum að berjast fyrir lífi okkar í deildinni og ég yrði að fá að einbeita mér að því. Ég sagði þeim að heyra í mér eftir 10. maí og svo unnust hlut- irnir mjög hratt í síðustu viku,“ segir Einar Árni en Morgunblaðið settist niður með honum á blaðamanna- fundi í Húsgagnahöllinni í gær. Þjálfarar í íþróttum skipta nokkuð reglulega um félög eins og þekkt er. Einar segir erfiðara fyrir sig að kveðja fólkið í Njarðvíkurskóla en þar hefur hann starfað við kennslu í tvo áratugi. Nú eða aldrei „Við eigum okkar heimili til fimm- tán ára alveg við skólann og ég er bú- inn að kenna þar í tuttugu ár. Ég og konan mín erum bæði kennarar. Ég á stóra fjölskyldu og vini í Njarðvík en leyfi mér að segja að það var hvað erfiðast að fara úr Njarðvíkurskóla sem er frábær vinnustaður. Þar hafa yfirmenn og samstarfsfólk reynst mér vel í leik og starfi. Mér finnst erfitt að kveðja þau en mér finnst verkefnið á Egilsstöðum mjög spennandi. Litlu börnin mín eru að byrja í grunnskóla og leikskóla. Kannski er það nú eða aldrei að fara út á land,“ útskýrir Einar sem þjálf- aði Þór í Þorlákshöfn í þrjú ár, 2015- 2018, en keyrði þá Suðurstrandar- veginn á æfingar. Hann segir til greina hafa komið að flytja til Þor- lákshafnar en ekki hafi orðið af því. „Höttur minnir mig að mörgu leyti á Þór í Þorlákshöfn. Þetta eru lítil samfélög þar sem er samhugur og samheldni. Mér finnst Höttur vera félag sem hefur tekið framförum á síðustu árum. Ég finn fyrir metnaði fyrir því að efla yngriflokkastarfið enn frekar og festa meistaraflokkinn í sessi í efstu deild.“ Hefur áður þjálfað með öðrum Spurður út í það fyrirkomulag að vera með tvo þjálfara sem stýra sam- an meistaraflokksliði segist Einar ekki vera óvanur því að þjálfa með sterkum persónum. „Ég hef prófað þetta vegna þess að ég og Friðrik Ragnarsson þjálf- uðum Njarðvíkurliðið saman í eitt og hálft tímabil. Við tókum við af Sigga Ingimundar tímabilið 2010-2011. Mér fannst samstarf okkar Friðriks ganga vel og fann ekki fyrir óþæg- indum hjá leikmönnum yfir því að þjálfararnir væru tveir. Magnús [stjórnarmaður hjá Hetti] minntist á Lars og Heimi hérna á blaðamanna- fundinum og líklega er það frægasta dæmið um tveggja manna þjálfara- teymi hérlendis. Ég hef ekki þjálfað körfuboltalið einn undanfarin ár og það gleymist stundum. Einn sá reyndasti, Friðrik Ingi Rúnarsson, hefur verið með mér í vetur í Njarð- víkunum. Baldur Þór Ragnarsson var með mér í Þorlákshöfn í þrjú ár og uppleggið var að einhvern tíma yrði hann tilbúinn að taka við, sem varð raunin. Ég og Viðar erum báðir spenntir fyrir þessu í þessari mynd en það þarf ekki að koma á óvart að frum- kvæðið er hans. Ég þykist vita að Viðar hafi nefnt þennan möguleika við stjórnina. Hann hefur þjálfað lið- ið í tíu ár og farið nokkrum sinnum með liðið upp í efstu deild og niður aftur. Hann er opinn fyrir nýjum nálgunum og því að fá nýja rödd inn í starfið. Viðar hefur unnið hörkugóða vinnu og var með frábært lið í vetur. Kannski er hollt fyrir leikmennina sem hafa verið lengst í liðinu að fá aukarödd. Svo þurfa skipulags- atriðin að vera skýr þegar við förum út á parket.“ Hefði ekki viljað vera á vakt þegar Njarðvík færi niður Þegar langt var liðið á nýafstaðna deildakeppni stóð körfuboltabærinn Njarðvík frammi fyrir því að karlalið þeirra gæti fallið niður um deild í fyrsta skipti í nær hálfa öld. Að af- stýra því hlýtur að hafa fylgt mikill léttir úr því sem komið var? „Að sjálfsögðu. Ég er fæddur og uppalinn í Njarðvík. Hef þjálfað í 28 ár og flest þeirra hjá Njarðvík. Hjá þessu félagi var ég búinn til sem þjálfari. Fékk tækifæri til að stýra meistaraflokki kvenna 24 ára og meistaraflokki karla 27 ára. Það hefði verið mjög erfitt að standa frammi fyrir því að vera sá sem stóð vaktina þegar liðið færi niður. Ég var einnig ánægður fyrir hönd strák- anna að við tryggðum okkur áfram- haldandi sæti í deildinni með því að vinna þrjá síðustu leikina og fjóra af síðustu sex. Við þurftum ekki að treysta á að aðrir myndu vinna leiki fyrir okkur. Ég get sagt blákalt að ég stórefa að ég hefði getað farið á Egilsstaði ef Njarðvík hefði farið niður og Höttur verið í efstu deild. Ég hefði ekki haft í mér að taka þannig skref en ég hafði alltaf trú á að við gætum orðið sterkir á loka- kaflanum,“ segir Einar Árni. Félag í mikilli framför - Einar Árni Jóhannsson söðlar um og fer austur - Vinirnir Einar og Viðar Örn stýra karlaliði Hattar saman - Heppileg tímasetning til að flytja út á land Morgunblaðið/Kris Höttur Viðar Örn og Einar Árni glaðbeittir eftir undirskrift í gær. ÍÞRÓTTIR 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2021 _ Bjarki Már Elísson var einu sinni sem oftar markahæstur hjá Lemgo í gærkvöld þegar lið hans gerði jafntefli, 26:26, við Göppingen í þýsku 1. deild- inni í handknattleik. Bjarki, sem varð markakóngur deildarinnar í fyrra, er nú sjöundi markahæstur með 165 mörk í 26 leikjum en hann hefur leikið nokkrum leikjum minna en þeir sem eru í efstu sætum markalistans. _ Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, gæti orðið næsti þjálfari svissneska úrvalsdeildarliðsins Servette. Þetta kom fram í frétt 433.is í gær. Heimir hætti störfum hjá Al-Arabi í Katar í fyrradag. _ Íslenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu mætir Írlandi í tveimur vin- áttulandsleikjum, dagana 11. og 15. júní. Báðir leikirnir fara fram á Laug- ardalsvelli en leikirnir eru hluti af loka- undirbúningi íslenska liðsins fyrir und- ankeppni HM 2023 sem hefst í september. _ Knattspyrnukonan Kristina Erman er gengin til liðs við ÍBV. Hún er 27 ára gömul og getur leikið sem bæði bak- vörður og kantmaður en hún á að baki 25 landsleiki fyrir Slóveníu þar sem hún hefur skorað eitt mark. Erman lék síðast með Pomigliano í ítölsku B- deildinni en hún hefur einnig leikið með Arnar-Björnar í Noregi, Twente og PSV í Hollandi og Torres á Ítalíu. _ KA mun leika í það minnsta einn heimaleik til viðbótar á Dalvík í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. Toppslagur KA og Víkings verður leikinn þar á föstudaginn þar sem Greifavöllurinn á Akureyri er ekki tilbúinn til notkunar. _ Roy Hodgson, knattspyrnustjóri Crystal Palace, mun láta af störfum hjá félaginu eftir tímabilið. Hodgson sem er 73 ára gamall hefur stýrt liði Crys- tal Palace frá árinu 2017. Frank Lampard, fyrrverandi stjóri Chelsea og Derby, þyk- ir líklegastur til þess að taka við starfinu af honum. Eitt ogannað Ágúst Eðvald Hlynsson sóknartengiliður FH-inga er leikmaður 4. umferð- ar Pepsi Max-deildar karla hjá Morgunblaðinu. Ágúst, sem er í láni hjá FH frá Horsens í Danmörku en lék með Víkingi í fyrra, skoraði tvö fyrri mörk- in og lagði upp það þriðja fyrir Steven Lennon þegar FH lagði HK að velli í Kórnum í fyrrakvöld. Ágúst hefur þar með skorað fjögur mörk í fyrstu fjórum umferðum deildarinnar. Hann fékk tvö M fyrir frammistöðu sína, eins og þeir Haraldur Björns- son úr Stjörnunnni, Þorri Mar Þórisson úr KA, Brynjar Hlöðversson úr Leikni Reykjavík og Haukur Páll Sigurðsson úr Val. Þeir eru allir í liði um- ferðarinnar ásamt sex öðrum leikmönnum. vs@mbl.is 4. umferð í Pepsi Max-deild karla 2021 Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 25-3-2 Sebastian Hedlund Valur Kári Árnason Víkingur R.Þorri Már Þórisson KA Haraldur Björnsson Stjarnan Guðmundur Kristjánsson FH Brynjar Hlöðversson Leiknir R. Hallgrímur Mar Steingrímsson KA Pablo Punyed Víkingur R. Haukur Páll Sigurðsson Valur Ágúst Eðvald Hlynsson FH Sævar Atli Magnússon Leiknir R. 2 2 2 Ágúst bestur í 4. umferðinni KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Kópavogsv.: Breiðablik – Tindastóll........ 18 Boginn: Þór/KA – Stjarnan ...................... 18 Hásteinsvöllur: ÍBV – Valur..................... 18 Eimskipsvöllur: Þróttur R. – Selfoss ...... 20 Würth-völlur: Fylkir – Keflavík............... 20 KÖRFUKNATTLEIKUR 8-liða úrslit karla, annar leikur: Höllin Ak.: Þór Ak. – Þór Þ (0:1) ......... 19.15 DHL-höllin: KR – Valur (1:0) ............. 20.15 Umspil kvenna, undanúrslit, fyrsti leikur: Njarðtaksgryfja: Njarðvík – Ármann 19.15 TM-hellirinn: ÍR – Grindavík.............. 19.15 HANDKNATTLEIKUR Umspil karla, undanúrslit, fyrsti leikur: Dalhús: Fjölnir – Kría.......................... 19.30 Víkin: Víkingur – Hörður..................... 19.30 BLAK Undanúrslit karla, seinni leikur: Hveragerði: Hamar – Vestri (1:0)............ 19 Fagrilundur: HK – KA (0:1)..................... 19 Í KVÖLD! Nýkrýndir bikarmeistarar Leicest- er eru komnir í þá stöðu að geta misst af Meistaradeildarsæti á síð- ustu stundu annað árið í röð eftir tap gegn Chelsea, 2:1, í ensku úr- valsdeildinni í knattspyrnu á Stam- ford Bridge í gærkvöld. Chelsea hefndi þar með fyrir ósigurinn í bikarúrslitaleik liðanna og styrkti um leið sína stöðu með því að fara stigi upp fyrir Leicester og í þriðja sætið. Nú fær Liverpool líka tækifæri til að komast upp fyr- ir Leicester og í fjórða sætið með því að vinna Burnley í kvöld. Þá yrði gríðarleg spenna í lokaumferð- inni á sunnudaginn þar sem liðin þrjú myndu slást um tvö síðustu Meistaradeildarsætin. Antonio Rüdiger og Jorginho komu Chelsea í 2:0 í gærkvöld en Kelechi Iheanacho minnkaði mun- inn fyrir Leicester. _ Dan Burn tryggði Brighton 3:2-sigur á Englandsmeisturum Manchester City sem komust í 2:0 en misstu Joao Cancelo af velli með rautt spjald á 10. mínútu. _ Edinson Cavani skoraði magn- að mark af 40 m færi fyrir Man- chester United sem gerði 1:1 jafn- tefli við Fulham á Old Trafford. AFP Mark Jorginho, til hægri, fagnar eftir að hafa komið Chelsea í 2:0 í gær. Chelsea náði að hefna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.