Morgunblaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2021 ✝ Edda Þöll Hauksdóttir fæddist í Reykjavík 31. júlí 1989. Hún lést á krabbameins- deild Landspítalans 5. maí 2021. For- eldrar hennar eru Haukur Lárus Hauksson, f. 28.6. 1957, d. 21.11. 2010, og Hera Sveins- dóttir, f. 22.9. 1963. Sambýlismaður Heru er Krist- ján Gunnarsson, f. 14.5. 1961. Bróðir Eddu er Arinbjörn Hauksson, f. 2.8. 1984. Maki Lára Sigríður Lýðsdóttir, f. 20.3. 1986, börn þeirra eru Haukur Logi, f. 18.5. 2012, og Rakel Birta, f. 18.10. 2015. Edda giftist 31.12. 2017 Har- aldi Þór Sveinbjörnssyni, f. 6.10. 1986. Foreldrar Haraldar eru Amalía Berndsen, f. 22.9. 1959, d. 18.10. 2020, og Sveinbjörn Þór Haraldsson, f. 7.8. 1959. Dóttir Eddu og Haraldar er Hera Lind, f. 17.11. 2019. Systur 2013. Eftir útskrift hóf hún störf sem sjúkraliði á bæklunarskurð- deild Landspítalans. Síðar tók hún við stöðu aðstoðardeild- arstjóra og var þar með fyrst sjúkraliða til að taka þátt í deild- arstjórn á Landspítalanum og starfaði hún þar allt til dánar- dags. Samhliða starfi sínu á Landspítalanum sat hún í stjórn Tilveru og Sjúkraliðafélagi Ís- lands, ásamt því sótti hún nám í förðunarfræði og útskrifaðist árið 2016. Haraldur og Edda hittust fyrst árið 2007 í Lúxemborg þegar Haraldur var í heimsókn hjá systur sinni sem einnig var au-pair þar. Hófu þau samband árið 2010 og keyptu sér sína fyrstu íbúð á Langholtsveginum árið 2013. Bjuggu þau þar í fimm ár og fluttu svo í Bryggju- hverfið í Grafarvoginum. Árið 2019 fæddist dóttir þeirra Hera Lind. Þremur mánuðum síðar greinist Edda með krabbamein. Útför Eddu fer fram frá Sel- tjarnarneskirkju í dag, 19. maí 2021, klukkan 13. Í ljósi að- stæðna munu einungis þeir nán- ustu vera viðstaddir. Útförinni verður streymt á https://streyma.is/utfor Streymishlekk má finna á: https://www.mbl.is/andlat Haraldar eru; 1) Inga Björk Svein- björnsdóttir, f. 17.3. 1981. Maki Ágúst Heiðdal Frið- riksson, f. 25.8. 1976. Eiga þau tvö börn. 2) Berglind Berndsen Svein- björnsdóttir, f. 28.6. 1989. Maki Steinar Valur Ægisson, f. 23.11. 1987. Eiga þau eitt barn. Edda ólst upp á Laugarásvegi með foreldrum sínum og gekk í Laugarnesskóla og síðar Lang- holtsskóla og lauk þar 10. bekk. Eftir grunnskólagöngu fór Edda í Húsmæðraskólann og útskrif- aðist þaðan í lok árs 2007. Mán- uði síðar flutti hún til Lúxem- borgar og var þar í eitt og hálft ár sem au-pair. Eftir að Edda kom heim hóf hún störf á Hjúkr- unarheimilinu Sóltúni. Samhliða vinnu hóf hún nám í Fjölbrauta- skólanum við Ármúla og útskrif- aðist þaðan sem sjúkraliði vorið Elsku Edda mín, það er sárt og sorglegt að þurfa að skrifa þessar línur um þig. Það er svo stutt síð- an þú varst hjá okkur í kvöldmat með litlu dúllunni þinni. Allt var svo bjart og gott, allt lífið fram undan. Þú búin að sigrast á erfiðu krabbameini eftir langa og stranga baráttu. En svo skyndi- lega breyttist allt. Krabbameinið lét á sér kræla á ný og við tók ný barátta. Að þessu sinni tók krabb- inn yfirhöndina og ekki varð við neitt ráðið þrátt fyrir hetjulega baráttu og óbilandi trú á bata. Ég mun alltaf minnast þín sem ynd- islegu, ljúfu, fallegu stelpunnar minnar, að utan sem innan, og mun endalaust sakna þín og alls þess sem við áttum og gerðum saman. Sakna þess að geta ekki hringt í þig og spjallað eins og við vorum vanar að gera daglega. Litli sólargeislinn, Hera Lind, sem kom inn í líf ykkar Halla á árinu 2019, mun verða mér gleði- gjafi og mun ég njóta þess að fá að fylgja henni í gegnum lífið. Nú ert þú komin aftur í fangið á Hauki pabba þínum sem umvefur þig og leiðir þig um draumalandið. Ég læt hér fylgja lítið ljóð sem þú samdir sem barn sem ég varð- veitti ásamt fjölmörgum bréfum frá þér til okkar pabba þíns. Ljúft þú sefur engla nótt stjörnur blika á himni skært skín ein stjarna inn til þín þú sefur vært og rótt. Með dúkku fína þú sefur vel sex ára í skólanum þú reiknar vel þér líður vel. Ljósið skín nú inn til þín þú sefur vært og rótt. (Edda Þöll Hauksdóttir) Guð geymi þig. Þín mamma. Það er erfitt að sætta sig við að þú sért búin að kveðja okkur alltof fljótt. Þú áttir svo mikinn kraft, kjark og hjarta til að gera fleiri stóra hluti. Á þessari stundu horfi ég til baka og fer yfir allar fallegu minningarnar og góðu stundirnar sem þú gafst mér og okkur öllum í kringum þig. Með aðeins eitt ár á milli okkar urðum við frænkurnar fljótt mikl- ar vinkonur og stór partur af lífi hvor annarrar. Þrátt fyrir að vera ólíkar sem börn vildum við mikið vera saman. Þú vildir sitja með fullorðna fólkinu í veislum og ég vildi vera í handahlaupum frammi á gangi. Þú vildir krydda lífið með alls kyns prakkarastrikum og ég vildi fylgja öllum reglum. En þetta var góð blanda. Við hristum hvor upp í annarri og ævintýrin urðu að skemmtilegum minning- um. Að fá að gista á Laugarásveg- inum var toppurinn. Síðustu daga hafa minningar um húsdýra- garðsferðirnar okkar verið á end- urtekningu í hausnum á mér. Við vorum mjög ákveðnar að fá að aka í torfærubílunum í garðinum, þó að það vantaði nokkra cm upp á hæðina hjá okkur báðum. Við settum mikinn metnað í hátt tagl og háa buffalo-skó til að auka hæðina. Þá vorum við tilbúnar að arka Laugardalinn á háu skónum með vasa fulla af tíköllum og prakkarabros á vör. Það var svo gaman að taka þátt í og fylgjast með þér finna sjálfa þig á unglingsárunum. Ógleyman- legu stundirnar okkar saman á Ítalíu og Tenerife standa þar upp úr. Þú gerðir ferðirnar og lífið svo skemmtilegt því þú varst alltaf að finna næsta ævintýri til að koma okkur öllum á óvart. Þegar ég flutti út urðu stundirnar okkar færri en þær voru svo dýrmætar. Sama hversu mikill tími leið á milli hittinga, þá var alltaf eins og enginn tími hefði liðið þegar við komum saman. Þú hafðir svo góða nærveru og það var svo ljúft að koma á Tangabryggjuna, sitja á svölunum með kaffibolla og að sjálfsögðu lagðir þú, fyrirmyndar- húsmóðirin, alltaf til eitthvað ný- bakað. Ég heyri bergmál af slúðri og Svenson-hláturhviðunum þín- um þegar ég hugsa til baka. Við höfum öll verið svipt dýr- mætum framtíðarstundum með þér. Þegar við töluðum saman um páskana plönuðum við hitting í sumar, þegar covid-reglur myndu gera mér kleift að ferðast heim. Við vorum spenntar að fá að fylgj- ast með litlu stelpunum okkar leika sér saman. Okkur grunaði ekki að það plan myndi aldrei verða að veruleika. Þú munt alltaf eiga þinn stað í hjarta mínu elsku frænka. Elísabet Aagot Árnadóttir. Ó Edda! Elsku besta yndis- lega, einlæga, falllega og klikkað vinkona mín sem ég elska svo mikið. Það er sárara en orð fá lýst að þurfa að kveðja þig. Nú þegar lífið er loksins rétt að byrja! Í febrúar sendir þú skilaboð „Halló! Símadeit í kvöld?“ Það kvöld áttum við eitt af þessum einstöku símadeitum okkar, vá hvað ég mun sakna þeirra. Þótt þetta hafi ekki verið okkar síðasta símadeit var það svo sérstakt. Þú svo hamingjusöm, extra tilbúin í þetta sumar sem bráðum kæmi og þú ætlaðir sko að njóta með Heru Lind og Halla þínum. Búin að rústa þessu krabbameini með já- kvæðni og æðruleysi að vopni. Við töluðum um framtíðina fullar eft- irvæntingar, hlógum að litlu skrautlegu okkur og plönuðum hittinga sumarsins. Við ræddum líka öll verkefnin sem þér hafa verið falin í lífinu og hvernig þú hefur tekist á við og sigrað þau með glæsibrag! Sammála um að þrátt fyrir að enginn væri betri en þú til að takast á við öll heimsins verkefni væri nú komið nóg. Það gat bara ekki annað verið! Það var því heldur betur kjafts- högg þegar þú sagðir mér tveim- ur dögum seinna að þú værir aft- ur komin inn á spítala! Það stóð samt aldrei annað til en klára þetta verkefni bara líka. Og eins erfitt og það var fannstu styrk og þrótt til að takast á við enn eitt verkefnið. Jákvæð, yfirveguð og sterkust í heimi. Hetjan sem þú ert. Ég er svo fegin að hafa fengið tíma með þér eftir að þú greindist aftur og það skiptir mig öllu máli að hafa náð að kveðja þig. Ég er og verð að eilífu þakklát fyrir okk- ar fallegu vináttu. Það er svo óraunverulegt eftir að hafa verið svona góðar vinkonur síðan í grunnskóla, þroskast saman, hvor á sinn hátt, oftast hvor á sínum staðnum en samt alltaf svo nánar, að nú sértu farin. En ég fæ hlýtt í hjartað þegar ég hugsa um allar minningarnar okkar. Öll skemmtilegu uppátæk- in, þú áttir alltaf ráð og lausnir eins og t.d. þegar ég fótbraut mig á þjóðhátíð og þú keyptir bara hjólbörur, því ekki ætlaði ég heim sem þýddi að þú þurftir að drösla mér um alla eyjuna. Hvernig þú passaðir upp á mig þegar Klara Dögg var að fæðast, þú þoldir ekki tilhugsunina um að ég myndi sennilega ekki strauja barnafötin þannig að þú gerðir það bara. All- ir sigrarnir sem og ósigrarnir og svo þegar ljóst var að loksins fengir þú að verða mamma. Hvað þú varst falleg og hamingjusöm á meðgöngunni og svo þegar Hera Lind var loksins komin. Það er ósanngjarnt á allan hátt að þurfa að kveðja þig svona snemma en fallegt að hugsa til þess að þú hafir fengið að verða mamma og að Hera Lind hafi átt bestu mömmu í öllum heiminum. Við öll sem þig elskum eigum eftir að passa upp á ljósið þitt, þetta litla rassgat, trítlandi í Gucci- skónum sem á eftir að verða mesta pabbastelpan, alveg eins og mamma hennar. Og mikið er ég viss um að þið feðgin eigið eftir að gera eitthvað stórkostlegt saman þarna hinum megin. Þangað til næst. Þín vinkona. Unnur Þóra. Haustið 2007 mættu galvaskar og ungar stúlkur í Hússtjórnar- skólann eða Húsó eins og við köll- um skólann alltaf, spenntar fyrir komandi vetri. Sumar þekktust vel, aðrar voru að kynnast í fyrsta skipti. Við náðum allar fljótt vel saman og fundum að þarna var á ferð hópur sem gat spjallað um allt milli himins og jarðar, hlegið endalaust saman og jafnvel grátið líka. Edda okkar smellpassaði inn í hópinn enda hress og hispurs- laus stelpa, hjartahlý og með smitandi hlátur. Ætli það séu ekki einmitt samverustundir okkar stelpnanna sem standa upp úr, þegar við sitjum í sjónvarps- herberginu, hver með sína handa- vinnu, spjallandi og hlæjandi eða sitjum við vefstólana baksandi við rósabandið og svo í eldhúsinu að mastera snúðaköku eða steikja kleinur. Eftir Húsó lágu leiðir okkar í ólíkar áttir og sumar héldu sambandi en aðrar fylgdust hver með annarri á facebook eða eftir öðrum leiðum. Við fylgdumst með hetjulegri baráttu Eddu í gegnum hennar veikindi og nú þegar hún hefur kvatt okkur vilj- um við minnast hennar með þakk- læti og vinsemd þar sem hún markaði veru okkar allra í Húsó. Elsku Halli, Hera Lind og aðr- ir aðstandendur. Við sendum ykk- ur hlýja strauma og samúðar- kveðjur á þessum erfiðu tímum. Fyrir hönd Húsó-stelpnanna, Sigurrós. Erfitt er að finna orð sem lýsa þeirri sorg sem fráfall Eddu, ungrar konu með unga fjölskyldu, vekur. Ljóð Tómasar Guðmunds- sonar, Sorgin, er fátækleg tilraun til að senda eftirlifandi ástvinum og aðstandendum innilega hlut- tekningu okkar á þessum erfiðu dögum: Hún er konan, sem kyrrlátust fer og kemur þá minnst þig varir, og les úr andvaka augum þér hvert angur, sem til þín starir. Hún kemur og hlustar, er harmasár hjörtun í einveru kalla. Hún leitar uppi hvert tregatár. Hún telur blöðin, sem falla. Og hún er þögul og ávallt ein og á ekki samleið með neinum. Því hún er sorgin, sem sefar hvert mein, Og sífellt leitar að einum. (TG) Ingibjörg og Gretar. Elsku Edda, elsku fallega vin- kona mín. Það er hræðilegur raunveruleiki að skrifa þessi orð. Edda með hlýju knúsin, smitandi hláturinn og fallega brosið er ekki lengur hér. Hún var einstök vin- kona og öll þau ár sem ég þekkti hana hef ég vitað það og verið þakklát fyrir hana. Hún gaf sér alltaf tíma fyrir mann og þau voru ófá símtölin milli Slóvakíu og Ís- lands og seinna Danmerkur og Ís- lands og þá allra helst síðasta árið, þegar þau voru orðin nærri dag- leg. Oftast var það eitthvað bita- stætt, annaðhvort fréttir eða slúð- ur en stundum höfðum við ekkert að segja en alltaf svo gott að heyr- ast aðeins. Ég hef ekki hitt jafn viljasterka og ákveðna konu og Eddu, þegar hún ákvað að gera eitthvað þá var það gert og það var gert vel. Það sýndi sig svo sannarlega í þeirri baráttu sem Edda þurfti að takast á við, það var alltaf svo mikil ró og yfirvegun yfir henni og hún sýndi viljastyrkinn og máttinn sem í henni bjó öll veikindin, sama hversu margir skellirnir urðu þá stóð hún alltaf sterk. Vá hvað ég dáðist að henni. Ég er þakklát fyrir þær minn- ingar sem ég á, úr útilegunum, matarboðunum eða bara smá kaffisopa í hádeginu. Það var svo gaman alltaf í kringum Eddu og við áttum svo mikið eftir, þetta átti aldrei að fara svona. Þær voru margar ferðirnar sem við fórum saman og okkur þótti ekki leiðinlegt að rifja upp þau ótal hlátursköst og góðu stundir sem við höfum átt. En vænst þykir mér um tímann okk- ar saman í Slóvakíu, þar sem við vinkonurnar sátum í „rassaförun- um“ okkar, hvor í sínum hæginda- stólnum flest kvöld í nokkrar vik- ur og prjónuðum, hekluðum og spjölluðum um allt og ekkert, spáðum í uppskriftir og ræddum litlu baunina sem kom svo, Hera Lind, litla ljósið hennar Eddu og Haralds. Ég hló oft og sagði að það væri eins og hún héldi á litlum Haraldi þegar ég hitti þær mæðg- ur en núna sé ég svo mikla Eddu í litlu fallegu Heru Lind. Það er svo sárt að sakna þín og það er sár tilhugsun að það sé engin Edda með okkur lengur. Ég elska þig, dýrmæta vinkona mín. Þín vinkona, Kristín. Okkur langar til að minnast Eddu Þallar, vinkonu okkar og samstarfskonu. Við kynntumst á bæklunarskurðdeild B5 þegar við vorum í hjúkrunarnámi og Edda í sjúkraliðanámi og sáum strax hvaða persónu Edda hafði að geyma. Hún var brosmild og smit- aði gleði út frá sér, hún var hug- ulsöm, nærgætin og annt um náungann hvort sem var um skjól- stæðing eða samstarfsmann að ræða. Hún var samviskusöm, dugleg og það var virkilega gott að vinna með henni. Þegar maður sá að Edda var á vaktinni vissi maður að vaktin yrði góð. Varla var haldinn sá gleðskapur sem Edda var ekki með í skipulagn- ingu eða hún mætt til að halda uppi stuðinu. Við minnumst Eddu með sökn- uði og vottum fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúð. Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla á fold. Þú veist hver var skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf. En sólin hún hnígur og sólin hún rís. Og sjá þér við hlið er þín hamingjudís, sem alltaf er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það er íslenska konan, tákn trúar og vonar, sem ann þér og helgar sitt líf. (Ómar Ragnarsson) Hafdís og Jóhanna. Þegar ég hitti Eddu Þöll fyrst var hún sautján ára gömul. Hún var brosmild, hæglát, málrómur- inn bjartur og glaðvær og í stóru blíðu augunum hennar blasti við húmor fyrir lífsins gangi. Arin- björn bróðir hennar var þá rúm- lega tvítugur og þau systkinin bú- sett í foreldrahúsum hjá Heru og Hauki sem leigðu mér og minni litlu fjölskyldu íbúð á neðri hæð á Laugarásvegi 8. Um það leyti sem við fjölskyld- an flytjum inn greinist Haukur faðir Eddu með illvígt krabba- mein sem hann lifði með af miklu listfengi í ein fjögur ár. Af Hauki lærði ég að njóta sólar er hún skín og leyfa skuggunum ekki að skil- greina daginn bjarta. Þau Haukur og Hera sýndu mér í sameiningu án orða hvernig hægt er að lifa og njóta í skugga erfiðra veikinda. Þegar mér verður hugsað til Hauks heitins finnst mér hann fyrst og síðast hafa verið mikill hamingjumaður, já jafnvel þótt hann hafi ekki fengið lengri tíma hér en raun bar vitni. Hið sama á við um Eddu Þöll. Edda Þöll Hauksdóttir var hamingjukona þrátt fyrir að hafa tekist á við hverja baráttuna á fætur annarri hin síðari ár. Edda og Halli, síðar eiginmaður hennar sem ég fylgdist með koma fyrst inn á heimili Heru og Hauks og ávinna sér þar virðingu og traust og væntumþykju á mettíma, þurftu að berjast fyrir því að eign- ast barn. Edda var opin með þá baráttu, kannski vegna þess að pabbi hennar var opinn með sína baráttu og því leið ekki á löngu uns Edda var farin að miðla þekk- ingu, reynslu og þar með visku á opinberum vettvangi, öðrum til hvatningar. Ég man hvað ég var stolt af henni í þessu hlutverki vit- andi það að í eðli sínu væri hún prí- vatmanneskja sem hefði enga löngun til að draga að sér athygli en þeim mun ríkari tilfinningu fyr- ir því að verða að gagni, hvetja og hjálpa. Og loks kom lítil Hera Lind í heiminn og heimurinn hennar Eddu varð Hera Lind og fegurðin í gleði móðurinnar sem hafði beðið og þráð gerði veröld okkar sem á horfðum bjartari. Því er það nú svo að þótt Hera Lind gangi inn í framtíðina án líkamlegrar nær- veru móður sinnar þá er ljóst að Edda breytti heiminum til fram- búðar fyrir Heru Lind. Við sem þekktum Eddu munum nefnilega alltaf sjá kærleiksljósið hennar yf- ir litlu Heru Lind og sigurinn við að koma henni í heiminn og þannig heldur Edda áfram að hlúa að henni og vernda. Það þarf varla að setja orð á þann harm sem ástvinir bera nú þegar Edda hefur kvatt eftir rúmlega árs baráttu við krabbamein, hann liggur í augum uppi. Þess vegna langar mig til að undirstrika það í allri sorginni hvað Edda var mikil hamingju- kona, mikill ljósberi í sinni gömlu sál en unga og glaða og þróttmikla anda. Við vorum samferða síðasta árið í áþekkum veikindum, Edda var mér hvatning, rétt eins og pabbi hennar forðum. Það er hægt að vera hamingjumanneskja í ógn- inni, gleymum því aldrei, og þess vegna er sorgin vegna fráfalls Eddu Þallar böðuð sól og norður- ljósum, glitskýjum og stjörnu- björtum himni, öllu því fegursta sem umlykur okkur í náttúrunni en við höfum enga stjórn á, er ofar okkar skilningi en bara svo yfir- þyrmandi fallegt. Hildur Eir. Það er með sorg og söknuð í hjarta sem við kveðjum hana Eddu okkar. Lífsgöngu hennar er lokið og eftir sitjum við með áleitn- ar spurningar andspænis stað- reyndinni um dauðann sem hver og einn þarf að takast á við. Við vit- um að möguleikinn á eilífu lífi er ekki til staðar en það er erfitt að sættast við það að ung manneskja í blóma lífsins sé tekin frá okkur. Manneskja sem nýlega hefur tek- ist á við mikilvægasta hlutverkið sem okkur er falið, að verða for- eldri eða móðir. Og allt gerðist þetta svo snöggt. Það er svo stutt síðan gleðin var við völd og litli augasteinninn hennar kom í þenn- an heim. Ég gleymi ekki brosinu og gleðinni þegar Edda kom inn til mín og færði mér þær fréttir að langþráð ósk um lítið líf hefði kviknað. Og það var ekki hægt annað en að tárast af gleði á þeirri stundu og hrósa henni fyrir seigl- una að halda áfram og gefa ekki upp vonina að eignast barn. Hún sýndi mikinn kjark þegar hún steig fram í fjölmiðlum og ræddi opinskátt um vanda þeirra sem glíma við barnsleysi. Við vorum lánsöm á B5 þegar Edda réð sig til starfa eftir að hafa lokið verknámi í maí árið 2013. Ung, falleg og efnilegur sjúkraliði sem hafði skýra sýn á hlutverk sitt, hjúkraði með hjartanu og sinnti sjúklingum sínum af alúð og kærleik. Hún gaf sér tíma til að gleðja sjúklinga sína, var dugleg að setja rúllur í gömlu konurnar og bros hennar mildaði þjáningu margra. Hún ávann sér fljótt traust og voru falin ýmis sérverk- efni, en hún sat m.a. í fræðslu- nefnd skurðsviðs og var fulltrúi deildarinnar í vinnu með sýking- arvörnum að bættri handhreinsun. Deildin fékk síðan sérstaka viður- kenningu fyrir góðan árangur því tengdan. Af samstarfsfólki sínu var hún kosin öryggistrúnaðar- maður og gegndi því hlutverki með miklum sóma. Lengi hafði hún um- sjón með starfsnámi sjúkraliða- nema, en þar var hún hvetjandi og góð fyrirmynd og þeir nemendur sem nutu handleiðslu hennar voru þakklátir fyrir þá umhyggju sem hún sýndi þeim. Þá var hún oft val- Edda Þöll Hauksdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.