Morgunblaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 30
30 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2021
England
Manchester United – Fulham................. 1:1
Southampton – Leeds .............................. 0:2
Brighton – Manchester City ................... 3:2
Chelsea – Leicester.................................. 2:1
Staðan:
Manch. City 37 26 5 6 78:32 83
Manch. United 37 20 11 6 71:43 71
Chelsea 37 19 10 8 57:34 67
Leicester 37 20 6 11 66:46 66
Liverpool 36 18 9 9 63:42 63
Tottenham 36 17 8 11 63:41 59
West Ham 36 17 8 11 56:46 59
Leeds United 37 17 5 15 59:53 56
Everton 36 16 8 12 46:43 56
Arsenal 36 16 7 13 50:38 55
Aston Villa 36 14 7 15 51:44 49
Wolves 36 12 9 15 35:49 45
Crystal Palace 36 12 8 16 40:61 44
Southampton 37 12 7 18 47:65 43
Brighton 37 9 14 14 40:44 41
Burnley 36 10 9 17 33:51 39
Newcastle 36 10 9 17 43:62 39
Fulham 37 5 13 19 27:51 28
WBA 36 5 11 20 33:70 26
Sheffield Utd 36 6 2 28 19:62 20
C-deild:
Umspil, undanúrslit, fyrri leikur:
Oxford – Blackpool ................................. 0:3
- Daníel Leó Grétarsson lék ekki með
Blackpool vegna meiðsla.
Rúmenía
Úrslitakeppnin:
Botosani – CFR Cluj ................................ 0:1
- Rúnar Már Sigurjónsson lék fyrstu 75
mínúturnar með CFR sem tryggði sér
meistaratitilinn.
_ CFR Cluj 51, FCSB 45, Sepsi 37, Univer-
sitatea Craiova 37, Botosani 31, Clinceni 29.
Svíþjóð
Linköping – Kristianstad ....................... 1:1
- Sif Atladóttir lék allan leikinn með
Kristianstad en Sveindís Jane Jónsdóttir
er meidd. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar
liðið.
Mjólkurbikar karla
Dregið var til 32ja liða úrslitanna í gær og
þar mætast þessi lið, deildir í svigum:
ÍA (ú) – Fram (1)
KF (2) – Haukar (2)
FH (ú) – Njarðvík (2)
HK (ú) – Grótta (1)
ÍR (2) – ÍBV (1)
KFS (3) – Víkingur Ó. (1)
Kári (2) – KR (ú)
Valur (ú) – Leiknir R. (ú)
Völsungur (2) – Leiknir F. (2)
Keflavík (ú) – Breiðablik (ú)
Stjarnan (ú) – KA (ú)
Víkingur R. (ú) – Sindri (3)
Fylkir (ú) – Úlfarnir (4)
Augnablik (3) – Fjölnir (1)
Þór (1) – Grindavík (1)
Afturelding (1) – Vestri (1)
Mjólkurbikar kvenna
Dregið var til 16-liða úrslitanna í gær og
þar mætast þessi lið, deildir í svigum:
Fjarðab./Hött/Leiknir (2) – Þróttur R. (ú)
FH (1) – Þór/KA (ú)
Fylkir (ú) – Keflavík (ú)
KR (1) – Selfoss (ú)
Völsungur (2) – Valur (ú)
Stjarnan (ú) – ÍBV (ú)
Breiðablik (ú) – Tindastóll (ú)
Grindavík (1) – Afturelding (1)
4.$--3795.$
Umspil kvenna
Undanúrslit, oddaleikur:
Grótta – ÍR............................................ 26:19
_ Grótta sigraði 2:1 og mætir HK í úrslita-
einvígi um sæti í úrvalsdeildinni.
Þýskaland
Lemgo – Göppingen............................ 26:26
- Bjarki Már Elísson skoraði sjö mörk fyr-
ir Lemgo.
- Gunnar Steinn Jónsson skoraði ekki fyr-
ir Göppingen. Janus Daði Smárason er frá
vegna meiðsla.
Svíþjóð
Þriðji úrslitaleikur:
Sävehof – Skövde ................................ 30:27
- Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði
ekki fyrir Skövde.
_ Sävehof vann 3:0 og er meistari 2021.
Sviss
Fyrsti úrslitaleikur:
Bruhl – Zug ................................. (frl.) 29:30
- Harpa Rut Jónsdóttir skoraði ekki fyrir
Zug.
%$.62)0-#
Úrslitakeppni karla
8-liða úrslit, annar leikur:
Tindastóll – Keflavík ............................ 74:86
_ Staðan er 2:0 fyrir Keflavík og þriðji leik-
urinn í Keflavík á laugardag.
Grindavík – Stjarnan.......................... 101:89
_ Staðan er 1:1 og þriðji leikur í Garðabæ á
laugardag.
4"5'*2)0-#
KÖRFUBOLTINN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Grindvíkingar galopnuðu einvígið
við Stjörnuna í átta liða úrslitum Ís-
landsmóts karla í körfubolta í gær-
kvöld með því að sigra Stjörnuna,
101:89, í öðrum leik liðanna. Staðan
er því 1:1 en Keflvíkingar eru hins-
vegar með pálmann í höndunum
gegn Tindastóli. Þeir eru komnir í
2:0 eftir að hafa unnið leik númer
tvö á Sauðárkróki í gærkvöld, 86:74.
Stjörnumenn mættu laskaðir til
leiks því fyrr um daginn var fyrirlið-
inn þeirra, hinn þrautreyndi Hlynur
Bæringsson, úrskurðaður í eins
leiks bann fyrir atvik í fyrsta leik
liðanna þegar Dagur Kár Jónsson
fékk höfuðhögg frá honum.
Grindvíkingar náðu tíu stiga for-
skoti strax í fyrsta leikhluta og
Stjörnumönnum tókst aldrei að
jafna metin eftir það. Minnstu mun-
aði undir lok þriðja leikhluta þegar
Garðbæingar minnkuðu muninn í
63:60, en Grindvíkingar skoruðu
næstu ellefu stig og náðu í kjölfarið
21 stigs forskoti þegar sex mínútur
voru eftir.
_ Joonas Järveläinen skoraði 23
stig fyrir Grindavík, Dagur Kár
Jónsson skoraði 21 og átti 13 stoð-
sendingar, Ólafur Ólafsson skoraði
20 stig og Amenhotep Abif skoraði
18.
_ Ægir Þór Steinarsson átti stór-
leik með Stjörnunni og hélt liðinu á
floti langtímum saman. Hann skor-
aði 33 stig og tók átta fráköst.
Gunnar Ólafsson skoraði 14 stig og
Alexander Lindqvist 12.
Sveiflur á Sauðárkróki
Leikur Tindastóls og Keflavíkur á
Sauðárkróki var sveiflukenndur en
Keflvíkingar virtust lengi vel stefna
í mjög öruggan sigur. Þeir voru yfir
í hálfleik, 41:30, og komust síðan í
47:30 í byrjun þriðja leikhluta.
En það ótrúlega gerðist að Tinda-
stóll náði að jafna metin, með Ant-
anas Udras í fararbroddi, og staðan
var 59:59 að þriðja leikhluta loknum.
Tindastóll náði síðan forystunni í
fyrsta skipti í byrjun fjórða leik-
hluta, 62:59. En eftir að staðan var
72:70 fyrir Keflavík var mótspyrna
heimamanna á enda og Keflavík,
með Hörð Axel Vilhjálmsson nánast
óstöðvandi, vann að lokum frekar
sannfærandi tólf stiga sigur þrátt
fyrir að Dominykas Milka væri afar
seinn í gang og skoraði öll sín tíu
stig í fjórða leikhluta.
_ Hörður Axel skoraði 29 stig
fyrir Keflavík og átti 11 stoðsend-
ingar. Deane Williams skoraði 26
stig og Calvin Burks 13.
_ Flenard Whitfield skoraði 19
stig fyrir Tindastól og tók 10 frá-
köst. Jaka Brodnik skoraði 17 og
Nikolas Tomsick var með 14 stig og
11 stoðsendingar.
Annarri umferð átta liða úr-
slitanna lýkur í kvöld þegar Þórs-
liðin tvö mætast á Akureyri og KR-
ingar taka á móti Val.
Galopnað
í Grindavík
- Keflvíkingar á beinu brautinni
Morgunblaðið/Sigurður Ragnarsson
Góðir Ægir Þór Steinarsson og Dagur Kár Jónsson léku báðir mjög vel í
Grindavík í gærkvöld en Dagur fagnaði nokkuð öruggum sigri.
Steingerður Hauksdóttir náði sín-
um besta árangri í 50 metra bak-
sundi á Evrópumeistaramótinu í 50
metra laug í Búdapest í gær. Stein-
gerður kom í mark á 29,43 sek-
úndum í undanrásum og varð
þriðja í sínum riðli, hafnaði samtals
í 40. sæti af 55 keppendum, en
hennar besti tími til þessa var 29,46
sekúndur. Íslandsmetið í greininni,
28,53 sekúndur, á Ingibjörg Kristín
Jónsdóttir en hún setti það á HM í
Búdapest árið 2017. Kristinn Þór-
arinsson og Snæfríður Sól Jórunn-
ardóttir keppa á EM í dag.
Náði sínum besta
árangri á EM
Ljósmynd/Hörður J. Oddfríðarson
Búdapest Steingerður Hauksdóttir
eftir baksundið í gær.
Gróttukonur leika til úrslita við HK
um sæti í úrvalsdeild kvenna í hand-
knattleik á næsta tímabili eftir að
þær sigruðu ÍR í oddaleik á Seltjarn-
arnesi í gærkvöld, 26:19. Grótta
vann því einvígið 2:1 en HK vann
Fjölni/Fylki mjög örugglega, 2:0, í
hinu einvíginu.
Tinna Valgerður Gísladóttir skor-
aði sex mörk fyrir Gróttu í gær-
kvöld, Katrín Anna Ásmundsdóttir,
Katrín Helga Sigurbergsdóttir og
Rut Bernódusdóttir fjögur mörk
hver. Ólöf Marín Hlynsdóttir var at-
kvæðamest hjá ÍR með fimm mörk.
Grótta mætir
HK í úrslitunum
Ljósmynd/Grótta handbolti
Sigur Katrín Anna Ásmundsdóttir
skoraði fjögur mörk fyrir Gróttu.
Rúnar Már Sigurjónsson varð í
gærkvöld rúmenskur meistari í
knattspyrnu með CFR Cluj þegar
lið hans sigraði Botosani á útivelli,
1:0, í næstsíðustu umferð úrslita-
keppninnar um meistaratitilinn í
Rúmeníu.
Rúnar lék fyrstu 75 mínúturnar
á miðjunni hjá CFR en Andrei
Burca skoraði sigurmarkið á 53.
mínútu.
CFR er með 51 stig og á einn
leik eftir, gegn FCSB sem er með
45 stig og á tvo leiki eftir. CFR
verður samt meistari ef liðin enda
jöfn að stigum og því gátu leik-
menn liðsins og stuðningsmenn
fagnað innilega í gærkvöld.
Þetta er fjórða árið í röð sem
CFR verður rúmenskur meistari
en Rúnar kom til félagsins í febr-
úar frá Astana í Kasakstan. Þar
varð hann einmitt kasakskur
meistari í árslok 2019 og fagnar
því sínum öðrum meistaratitli á
rúmlega hálfu öðru ári.
Að auki hefur hann orðið meist-
ari meistaranna í báðum löndum
en Astana og CFR Cluj unnu bæði
titlana með Skagfirðinginn innan-
borðs.
Rúnar hefur leikið tólf deilda-
leiki frá því hann kom til CFR og
skorað í þeim þrjú mörk en stuðn-
ingsmenn félagsins völdu hann
besta leikmann liðsins í aprílmán-
uði.
Hann er því á leið með liðinu í
forkeppni Meistaradeildar Evrópu
síðsumars en CFR hefur leikið í
riðlakeppni Evrópudeildarinnar
undanfarin tvö keppnistímabil og
komst í 32 liða úrslit hennar 2019-
20. vs@mbl.is
Rúnar vann meist-
aratitilinn í Rúmeníu
Ljósmynd/CFR Cluj
Meistari Rúnar Már Sigurjónsson
gat fagnað titlinum í gærkvöld.Afturelding tryggði sér oddaleik
um Íslandsmeistaratitil kvenna í
blaki með því að sigra HK, 3:1, í
öðrum úrslitaleik liðanna á Varmá í
gærkvöld.
HK vann fyrsta leikinn í Fagra-
lundi, 3:1, þannig að liðin eru nú
jöfn með sinn vinninginn hvort.
Hreinn úrslitaleikur um Íslands-
meistaratitilinn fer því fram í
Fagralundi á laugardaginn kemur,
22. maí, klukkan 14.
HK byrjaði betur í gærkvöld og
vann fyrstu hrinuna 25:22. Aftur-
elding jafnaði með því að vinna
aðra hrinu 25:21 og náði síðan und-
irtökunum með 25:17-sigri í þriðju
hrinu.
Í þeirri fjórðu komst HK í 12:5 en
Afturelding jafnaði. HK komst yfir
á ný, 22:21, en Afturelding skoraði
fjögur síðustu stigin, vann fjórðu
hrinuna 25:22 og leikinn þar með
3:1. vs@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Sigur Leikmenn Aftureldingar fagna góðum sigri á HK í gærkvöld og búa
sig nú undir hreinan úrslitaleik liðanna á laugardaginn.
Oddaleikur um titilinn