Morgunblaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2021
Ég býð krafta mína
fram til að vera
fulltrúi þeirra sem
deila þeirri sýn minni
að Ísland sé allra
besta landið til að ala
upp börnin okkar og
að við vinnum áfram
að uppbyggingu svo
það haldist þannig. Ég
óska eftir fjórða sæt-
inu í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins í Suð-
vesturkjördæmi.
Einstaklingar verða
að finna að þeir eigi
fulltrúa á Alþingi sem
endurspeglar þeirra
lífssýn og áherslur.
Ég er þessi fulltrúi
fyrir ungt fjöl-
skyldufólk og ég vil
nýta mína rödd til að
skapa sem bestar að-
stæður fyrir ungt fólk
og fjölskyldur þeirra
til að búa sér gott líf á
Íslandi.
Það er mikilvægt að
við treystum þeim sem eru að koma
sér upp heimili, fæða og klæða
börnin og byggja upp sinn starfs-
feril til að taka þátt í að móta mál-
efni sem varða þau beint. Ég vil
vera fulltrúi þessa fólks á Alþingi
vegna þess að ég vil taka þátt í að
móta Ísland með hugsjónum minnar
kynslóðar. Við erum að fóta okkar
lífsins veg og reyna að finna lausnir
sem henta okkur og samræmast
áherslum okkar.
Ísland hefur gjörbreyst frá því að
foreldrar okkar voru að
ala upp börn –
tækninni hefur fleygt
fram, hugmyndir okkar
um uppeldi hafa mót-
ast, leikskólar taka inn
yngri börn og umhverfi
vinnumarkaðarins hef-
ur tekið mið af aukinni
atvinnuþátttöku
kvenna.
Það er mikilvægt að
foreldrar hafi frelsi til
að ráða því hvernig
þeir skipta fæðing-
arorlofinu sín á milli.
Ég tala einnig fyrir því
að umgjörðin í mál-
efnum barna virki þeim
til heilla. Ég brenn fyr-
ir framþróun í mennta-
málum og mikilvægi
þess að nútímavæða
kennslu og skapa
námsefni sem taki mið
af nýjum tímum.
Mér finnst skipta
máli hverjir stjórna og
hvaða hugmyndafræði
fær að vera leiðandi í
komandi kosningum.
Það er hugmyndafræði
Sjálfstæðisflokksins og
hans góða trú á framtak og frelsi
einstaklingsins sem hefur komið
okkur svona langt meðal þjóða. Ég
vil vera ykkar fulltrúi á Alþingi og
þess vegna bið ég um stuðning ykk-
ar í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæð-
isflokksins í Suðvesturkjördæmi
dagana 10.-12. júní næstkomandi.
Fjölskyldufólk
til forystu
Eftir Guðbjörgu
Oddnýju
Jónasdóttur
Guðbjörg Oddný
Jónasdóttir
»Einstakling-
ar verða að
finna að þeir
eigi fulltrúa á
Alþingi sem
endurspeglar
þeirra lífssýn
og áherslur.
Ég er þessi
fulltrúi fyrir
fjölskyldufólk.
Höfundur er varabæjarfulltrúi í
Hafnarfirði og sækist eftir 4. sætinu
í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Suðvesturkjördæmi.
guggao@gmail.com
Um þessar mundir
er liðið rúmt ár frá því
smit vegna Covid-19-
pestarinnar greindist
fyrst á Íslandi. Sam-
félagið hefur gjör-
breyst á margan hátt á
þeim tíma. Ein af
þremur meginstoðum
atvinnulífs í landinu er
í uppnámi eftir að
ferðalög lögðust af að
miklu leyti. Atvinnu-
leysi hefur náð hæstu hæðum sem
þekkst hafa hérlendis. Einstaklingar
og heimili hafa einnig orðið fyrir
miklum áhrifum þess á margan ann-
an hátt en með beinum atvinnumissi.
Opinberir aðilar hafa varið gríðar-
legum fjármunum til að bregðast við
afleiðingum Covid-19 til að draga úr
þeim samfélagslegu áföllum sem rið-
ið hafa yfir þjóðfélagið. Töluvert hef-
ur verið fjallað í fjölmiðlum um við-
brögð ríkisvaldsins til að milda áhrif
veirunnar á samfélagið. Þau hafa
verið fjölþætt, kostað gríðarlega
fjármuni en jafnframt skilað veru-
legum árangri. Ferðaþjónustan veg-
ur misþungt í einstökum sam-
félögum. Afleiðingar af hruni hennar
hafa því haft mismunandi mikil áhrif
á fjárhag einstakra sveitarfélaga.
Erfiðast er ástandið þar sem tekjur
hafa dregist saman, atvinnuleysi
aukist og útgjöld vaxið vegna
ástandsins.
Afnám fjármálareglna
sveitarfélaga
Alþingi hefur gripið til nokkurra
aðgerða til að milda áhrif Covid-19 á
sveitarfélögin. Meðal annars hafa
verið veitt bein fjárframlög til val-
inna sveitarfélaga sem
mótvægi við fjár-
hagsleg áföll. Einnig
hefur verið gripið til
þess ráðs, í tengslum
við ástandið í samfélag-
inu, að afnema fjár-
málareglur sveitarfé-
laga út árið 2025.
Fjármálareglur sveit-
arfélaga eru tvær; jafn-
vægisreglan og skuld-
areglan. Þær eru
skilgreindar í sveit-
arstjórnarlögum. Regl-
urnar eiga þannig ann-
ars vegar að tryggja jafnvægi í
rekstri sveitarfélaganna og hins veg-
ar að koma í veg fyrir óhóflega
skuldasöfnun þeirra. Í tengslum við
afnám fyrrgreindra fjármálareglna
eru sveitarfélögin jafnframt hvött til
að auka fjárfestingar til að styrkja
atvinnulífið. Jafnframt hefur Lána-
sjóði sveitarfélaga verið gefin heim-
ild til að veita sveitarfélögunum lán
til að mæta mögulegum rekstrar-
halla þeirra sé hann til staðar.
Fjárhagslegur vandi
sveitarfélaga
Fjárhagslegir erfiðleikar sveitar-
félaga geta í meginatriðum verið af
þrennum toga: Tekjuvandi (tekjur
dragast saman án þess að rekstrar-
kostnaður lækki samhliða), út-
gjaldavandi (rekstrarkostnaður
eykst án þess að tekjur vaxi sam-
hliða) og skuldavandi (erfiðleikar eru
við að greiða afborganir lána og
standa við gerðar skuldbindingar).
Dæmi eru um að öll þessi atriði fyr-
irfinnist á sama tíma hjá einu og
sama sveitarfélagi. Ef rekstrarhalli
er fjármagnaður með lántökum þá
mun skuldavandi fljótlega bætast við
tekjuvanda og/eða útgjaldavanda
verði ekkert að gert. Slík þróun end-
ar ekki nema á einn veg.
Líkur á að afkoma
sveitarfélaga fari versnandi
Fyrstu niðurstöður úr ársreikn-
ingum sveitarfélaga fyrir árið 2020
eru að birtast þessa dagana. Ég
skoðaði fyrir skömmu aðgengilegar
upplýsingar á netinu um útkomuspá
sveitarfélaga fyrir árið 2020 og nið-
urstöður fjárhagsáætlana (fjárheim-
ildir) þeirra fyrir árið 2021. Einfald-
asta en jafnframt skilvirkasta
aðferðin til að fá gróft mat á fjár-
hagsstöðu sveitarfélaga er að skoða
veltufé frá rekstri í sjóðstreymisyf-
irliti og setja það í samhengi við
heildartekjur sveitarfélaga. Sam-
andregið yfirlit úr fyrrgreindum
gögnum gefur til kynna að afkoma
sveitarfélaga hafi versnað verulega á
árinu 2020 frá fyrra ári og muni
versna enn frekar á árinu 2021. Alls
voru aðgengilegar á netinu upplýs-
ingar um útkomuspár fyrir árið 2020
frá 39 sveitarfélögum og upplýs-
ingar um fjárhagsáætlanir (fjár-
heimildir) fyrir árið 2021 frá 49
sveitarfélögum, þar á meðal öllum
þeim stærstu.
Valkostur við afnám fjár-
málareglna sveitarfélaga
Mikilvægt er að fylgjast grannt
með þróun fjármála sveitarfélaga í
samhengi við afnám fjármálareglna
sveitarstjórnarlaga út árið 2025.
Fjármálareglur sveitarfélaga voru
ekki lögfestar að ástæðulausu á sín-
um tíma. Tímabundið afnám þeirra
getur þannig byggt upp ákveðinn
freistnivanda meðal sveitarstjórna
við ákvarðanatöku bæði um rekstur
og fjárfestingar. Það má setja í sam-
hengi við sérstakar áskoranir rík-
isvaldsins til sveitarfélaganna að þau
ráðist sem fyrst í stærri fjárfest-
ingar. Það er álit undirritaðs að það
hefði verið hægt að losa um gildandi
fjármálareglur sveitarfélaga á skil-
virkari og áhættuminni hátt, ef það
var talið nauðsynlegt yfir höfuð.
Einfaldara hefði verið að opna fyrir
umsóknir einstakra sveitarfélaga
um tímabundna undanþágu frá gild-
andi reglum. Undanþága frá þeim
skyldi veitt á grundvelli skýrrar
ástæðu fyrir umsókninni og vand-
aðrar áætlunar um framvindu fjár-
mála viðkomandi sveitarfélags á
komandi árum. Samhliða umsókn-
inni væri lögð fram útfærsla á því
hvernig unnið væri úr þeirri stöðu
sem kæmi upp ef viðkomandi sveit-
arfélag gæti ekki uppfyllt gildandi
fjármálareglur að tímabilinu loknu.
Á þennan hátt hefði verið dregið
verulega úr hættu á að afnám fjár-
málareglna sveitarfélaga geti leitt
til að vaxandi tekjuvandi, útgjalda-
vandi og/eða skuldavandi hjá ein-
stökum sveitarfélögum stefni fjár-
málum þeirra í ógöngur með
tilheyrandi afleiðingum fyrir íbúana.
Fjárhagsleg staða sveitarfélaga
og afnám fjármálareglna þeirra
Eftir Gunnlaug A.
Júlíusson »Mikilvægt er að
fylgjast grannt með
þróun fjármála sveitar-
félaga í samhengi við
afnám fjármálareglna
sveitarstjórnarlaga
út árið 2025.
Gunnlaugur A.
Júlíusson
Höfundur er með MS í viðskipta-
fræði með sérþekkingu á fjármálum
sveitarfélaga.
Hinn 6. október
2016 birtist frétt á vef
atvinnuvega- og ný-
sköpunarráðuneytis
þar sem m.a. var boð-
uð vinna við stefnu-
mótun á fiskeldi. „Sett
verður af stað vinna
við stefnumótun fyrir
allt fiskeldi á Íslandi. Í
þeirri vinnu verður
m.a. fjallað um um-
hverfisþætti, stjórn-
sýslu, gjaldtöku, útgáfu rekstr-
arleyfa og menntunarmál ásamt
efnahags- og samfélagslegum þátt-
um.“ Jafnframt var bent á að „mik-
ilvægt er að skilyrði og umgjörð um
greinina séu eins og best verður á
kosið og í sem mestri sátt bæði við
samfélag og umhverfi“. Var það
gert?
Til fjárhagslegs ávinnings
Í stuttu máli var niðurstaðan sú
að það sem átti að vera stefnumót-
un stjórnvalda og greinarinnar
varð að stefnumótun þröngs hóps
fjársterkra hagsmunaaðila. Skýrsla
starfshóps sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra um stefnumótun í
fiskeldi sem gefin var út hinn 23.
ágúst 2017 setti leikreglurnar sem
voru skjalfestar í lögum um fiskeldi
árið 2019 og lagði grunn að fjár-
haglegum ávinningi laxeldis-
fyrirtækja í meirahlutaeigu er-
lendra aðila. Laxeldisfyrirtækin
voru skráð á erlendan hlutabréfa-
markað, mikil hækkun varð í hafi
og búið er að taka út hagnaðinn af
eldissvæðunum eins og bent hefur
verið á í fyrri greinum. Ávinning-
urinn fer að mestu til erlendra fjár-
festa en með réttu hefðu skatt-
greiðendur átt að njóta.
Stefnumörkun
sérhagsmunaaðila
Það voru fyrst og fremst fulltrú-
ar Landssambands fiskeldisstöðva,
stjórnarformenn stærstu laxeldis-
fyrirtækja landsins, sem réðu för í
vinnu stefnumótunarhópsins, með-
ferð málsins í stjórnsýslunni og á
Alþingi. Niðurstaðan var stefnu-
mótun fyrir sérhagsmunaaðila til
að tryggja þeim fjárhagslegan
ávinning. Lítið eða ekkert tillit var
tekið til athugasemda s.s. minni ís-
lenskra fiskeldisfyr-
irtækja og sveitarfé-
laga. Áherslan í
stefnumótunarskýrsl-
unni var sjókvíaeldi á
laxi og mikið lagt upp
úr að setja ofan í við
aðila sem hafa reynt
að sýna ábyrgð í um-
hverfismálum. Með
innleiðingu áhættu-
mats erfðablöndunar
var sú stefna lögð að
umhverfissóðarnir
þurfa ekki að taka til
eftir sig.
Draga úr kostnaði
og setja hindranir
Í stefnumótunni var lögð áhersla
á að draga úr kostnaði og setja
hindranir til að ná fjárhagslegum
ávinningi og í stuttu máli má nefna
eftirfarandi:
- Lágmarka kostnað: Kostnaði
vegna umhverfismála var haldið í
lágmarki og niðurstaðan er að Ís-
lendingar standa að baki nágranna-
löndum í umhverfismálum laxeldis.
- Auka verðmætin: Leyfistíminn
var lengdur og þannig voru eldis-
svæðin gerð að meiri verðmætum
en á sama tíma gert örðugra að
taka á umhverfismálum vegna
nauðsynlegra skipulagsbreytinga.
- Setja hindranir: Þannig var
búið um hnútana að hægt var að
halda eldissvæðum fyrir ófrjóan lax
a.m.k. í fimm ár án þess að nýta
svæðið til eldis eða greiða af því
auðlindagjald. Þegar lög um fisk-
eldi voru samþykkt árið 2019 var
eldi á ófrjóum laxi búið að vera í
þróun í þrjá áratugi og ekkert útlit
fyrir að þeirri vinnu lyki á næst-
unni.
Að fanga ríkisvaldið
Það er athyglisvert hvernig unn-
ið var að lobbýisma til að fylgja
málinu eftir í gegnum stjórnsýsluna
og alþingi. Fengnir voru aðilar til
að vinna að framgagni málsins:
- Tengslanet: Fyrrverandi al-
þingismaður, ráðherra og forseti al-
þingis sem hafði góðan aðgang að
áhrifamönnum var dreginn að borð-
inu strax í upphafi stefnumótunar-
vinnunnar til að fylgja málinu eftir í
gegnum stjórnsýsluna og Alþingi –
Eflaust hefur verið lagt upp með
góðum huga en ekki víst að menn
hafi áttað sig á því hvernig málin
myndu þróast með miklum fjár-
hagslegum ávinningi erlendra fjár-
festa og íslenskra frumkvöðla sem
áttu sæti í stefnumótunarhópnum.
- Starfsmaðurinn: Fenginn var
starfsmaður til að vinna fyrir
stefnumótunarhópinn sem jafn-
framt var starfsmaður stjórnarfor-
manns laxeldisfyrirtækis í meiri-
hlutaeigu erlendra aðila og sat í
stefnumótunarhópum. Starfsmað-
urinn hafði aðstöðu í ráðuneytinu.
- Opinberir starfsmenn: Því er
velt fyrir sér í hve miklum mæli
opinberir starfsmenn hafa verið
misnotaðir. Formaður stefnumót-
unarhópsins, sem var lögfræðingur
í ráðuneytinu, fór m.a. að starfa
fyrir laxeldisfyrirtæki í meirihluta
erlendra aðila fljótlega eftir að
stefnumótunarskýrslan var gefin
út. Sama má segja um skrifstofu-
stjóra ráðuneytisins, sem hvarf úr
ráðuneytinu fljótlega eftir útgáfu
laganna árið 2019. Það hefur verið
kallað eftir skýringum, en líkleg
ástæða er seinkun á útgáfu fiskeld-
islaganna til að gefa laxeldisfyr-
irtækjum í meirihlutaeigu erlendra
aðila möguleika á að komast í
ákveðna stöðu í umsóknarferlinu.
Opinber rannsókn?
Ítrekað hefur verið farið fram á
það við stjórnskipunar- og eftirlits-
nefnd Alþingis frá því að lög um
fiskeldi voru samþykkt að opinber
rannsókn verði gerð á málinu.
Nefndin hefur farið þá leið, vænt-
anlega með það í huga að þagga
málið niður, að svara ekki beiðni
minni um opinbera rannsókn. Það
kann að vera að sumum finnist
þetta vera eðlileg pólitík – en aðrir
benda á að hér sé um að ræða
slæmt siðferði eða spillingu þar
sem drifkrafturinn er mikil hagn-
aðarvon.
Stefnumótun stjórn-
valda um fiskeldi
Eftir Valdimar Inga
Gunnarsson » Það sem átti að vera
stefnumótun stjórn-
valda og greinarinnar
varð að stefnumótun
þröngs hóps fjársterkra
hagsmunaaðila
Valdimar Ingi
Gunnarsson
Höfundur er sjávarútvegsfræðingur
og hefur m.a. unnið við mál tengd
fiskeldi í rúm þrjátíu ár.
valdimar@sjavarutvegur.is