Morgunblaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2021 Gítarleikarinn Andrés Þór kemur fram með nýju tríói sínu á tón- leikum í Mengi við Óðinsgötu í kvöld kl. 21. Með Andrési leika Nicholas Moreaux kontrabassaleik- ari og Magnús Trygvason Eliassen trommuleikari. Á efnisskránni er glænýtt efni eftir Andrés sem hann samdi sérstaklega fyrir hópinn. Vegna takmarkaðs sætaframboðs eru gestir hvattir til að bóka miða fyrirfram. Tríó Andrésar Þórs í Mengi í kvöld kl. 21 Tríó Andrés Þór, Nicholas Moreaux og Magnús Trygvason Eliassen leika saman. Systurnar Áslaug og Rósa Jóns- dætur sýna nú saman í Mjólkurbúð- inni, sal Myndlistarfélagsins á Akureyri. Þótt hugmyndirnar á bak við verkin séu ólíkar þá vinna hringformin saman í rýminu, segir í tilkynningu og að sýningin verði opin kl. 14-17 frá fimmtudegi til sunnudags og ljúki á annan í hvíta- sunnu. Áslaug sýnir myndaröðina „Lesið í bolla“ sem hefur verið í vinnslu frá árinu 2019 og koma þar ýmsir fyrirboðar við sögu. Rósa sýnir verk sem hún kallar „Um- breytingar“ sem hún vann í fyrra og á þessu ári. Endurspegla þau vangaveltur hennar um einhvers konar stökkbreytingar byggðar á endurnýtingu og endursköpun, skv. tilkynningu. Systur sýna í Mjólkurbúðinni Systrasýning Úr Mjólkurbúðinni. Gjörningurinn MOM Air eftir lista- manninn Odee er nú kominn á upp- boð hjá Galleríi Fold. Gjörninginn framdi hann í nóvember í fyrra og gekk hann út á að setja upp falska ásýnd lággjaldaflugfélags, MOM Air, en merki félagsins var alveg eins og merki WOW Air heitins nema hvað stafirnir voru á hvolfi og mynduðu orðið MOM. Í tölvupósti frá Odee segir að þetta muni vera í fyrsta sinn sem óáþreifanleg hug- myndalist sé til sölu hjá Fold og um sé að ræða eignaraðild á gjörningi sem gerst hafi í tíma og rúmi. Odee segir ekki um svokallaða NFT-list að ræða (NFT er skamm- stöfun fyrir Non-Fungible Token sem byggir á sk. bálkakeðjutækni) heldur sé gefið út vottorð í samstarfi við fyrirtækið Verisart sem skrásett hafi verið á bálkakeðjuna (e. blockchain). Samhliða uppboðinu hafi hann svo sett á laggirnar ný- listafélag gjörningalistamanna sem nefnist Gjörva og gangi út á að gefa gjörningalistamönnum tækifæri til að slá eignarhaldi um framkvæmd gjörninga með stafrænum hætti. CNN fjallaði um MOM Air Odee heitir réttu nafni Oddur Ey- steinn Friðriksson og var MOM Air lokaverkefni hans í myndlistar- áfanga við Listaháskóla Íslands, Leiðir og úrvinnsla. Var hið nýstofn- aða flugfélag kynnt til sögunnar í byrjun nóvember í fyrra og var því fyrst haldið fram að um raunveru- legt fyrirtæki væri að ræða en hul- unni síðar svipt af hinum gam- ansama gjörningi. Tókst Oddi að rata í fréttir erlendra miðla með gjörningnum og þá m.a. CNN sem sagði í tvígang fréttir af flugfélag- inu. Oddur segir hugmyndina og til- ganginn með MOM Air hafa verið að sýna hversu auðvelt væri að brengla raunveruleika fólks með því einu að búa til heimasíðu og senda út nokkr- ar fréttatilkynningar. „Það fór ein- hvern veginn allt á hvolf,“ segir Odd- ur kíminn. Mikið hafi verið fjallað um stofnun nýrra flugfélaga eftir fall WOW Air sem myndaði kjör- aðstæður fyrir gjörning sem þenn- an. Hafði mikil áhrif „Ég var búinn að hafa mikið fyrir þessu,“ segir Oddur um MOM Air. „Ég var með heimasíðu, búinn að láta 3D-teikna fyrir mig flugvél, opna samfélagsmiðla, senda út fréttatilkynningar og ég var með fullt af markaðsefni. Ég setti upp falska bókunarvél og tíu þúsund manns reyndu að bóka sér flug,“ segir Oddur sposkur. Það bitu því ansi margir á agnið, ef svo mætti segja. Þessi mikla eftirspurn var í miðju kófinu og segist Oddur hafa boðið upp á Covid- og „Non-Covid“-flug. Hann segir mikið hafa verið fjallað um MOM Air í fjölmiðlum og stórt flugleigufélag hafi boðið honum að leigja flugvélar. „Það sló mig hvað þetta hafði mikil áhrif og allt þetta er ég að fara að rannsaka í sumar, áhrifin og fleira,“ segir Oddur. Oddur hefur í árafjöld búið til tví- víð klippiverk í anda popplistar, verk mikið til í anda eignarnámslistar. „Þú tekur eitthvað eignarnámi og skapar eitthvað nýtt úr því,“ segir Oddur. Eftir að hann hóf nám í myndlist í Listaháskóla Íslands hef- ur hann ekkert sinnt slíkri list, meira verið í hugmyndalist og gjörn- ingum. Gjörningurinn lifir Oddur er að lokum spurður að því hvað kaupandi verksins muni eign- ast, seljist verkið yfirleitt á uppboð- inu, það er að segja. „Hann eignast gjörninginn, fær vottorð um eign- araðild á gjörningnum MOM Air í heild sinni. Þetta er opið vottorð sem þýðir að listaverkið er í rauninni „ongoing“,“ svarar Oddur. Gjörn- ingnum sé því ekki lokið. „Það er verið að viðhalda gjörningnum og boðskapnum, gjörningurinn lifir enn þá,“ útskýrir Oddur. Vottorð fyrir gjörninginn má skoða á slóðinni verisart.com/works- /154e55c0-3164-4166-93eb-78b9cb- 19e6ba og vefsíðu MOM Air má finna á momair.is. helgisnaer@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Unnar Ragnarsson Odee Oddur Eysteinn í Galleríi Fold sem býður upp gjörninginn hans, MOM Air, sem fjallað hefur verið um í innlendum og erlendum fjölmiðlum. Þúsundir reyndu að bóka flug - MOM Air, umtalaður gjörningur listamannsins Odee, kominn á uppboð í Gall- eríi Fold - Óáþreifanlegt verk sem er ekki lokið - Lokaverkefni í áfanga í LHÍ Á hvolfi Eins og sjá má er MOM Air stæling á flugfélaginu WOW Air.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.