Morgunblaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2021 ✝ Matthías Eydal fæddist á Ak- ureyri 24. maí 1952. Hann lést á heimili sínu 5. maí 2021. Foreldrar hans voru Brynjar V. Eydal, f. 22.10. 1912, d. 9.10. 1995, og Brynhildur Ey- dal, f. 7.10. 1919, d. 27.9. 2010. Syst- ur Matthíasar eru Anna Inger Eydal, f. 1942, Guðfinna Eydal, f. 1946, og Margrét Hlíf Eydal, f. 1958. Samfeðra systir er Hel- en Bára Brynjarsdóttir, f. 1938. Eftirlifandi eiginkona Matt- híasar er Bergþóra Vilhjálms- dóttir leikskólakennari, f. 10.2. 1953. Dætur þeirra: 1) Rakel Salóme Eydal fasteignasali, f. 8.1. 1976, eiginmaður Einar Helgi Kjartansson, f. 22.12. 1952, dóttir þeirra er Sara Fönn Einarsdóttir, f. 4.8. 1995. 2) Marta Eydal talmeinafræð- ingur, f. 13.7. 1985, eiginmaður Guðmundur Jónsson, f. 6.7. 1986. Synir Mörtu og fyrrverandi sambýlismanns, Hafþórs S. Sig- urðssonar, f. 20.6. 1987, eru Hrafn Andri H. Eydal, f. 4.10. 2007, og Hin- rik Steinn H. Ey- dal, f. 26.9. 2009. Sonur Mörtu og Guðmundar er Matthías Halldór G. Eydal, f. 21.8. 2019. Matthías ólst upp á Ak- ureyri. Eftir að hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri árið 1972 fluttist hann til Reykjavíkur. Matthías lauk B.sc.-gráðu í líf- fræði frá Háskóla Íslands árið 1977 og diplómagráðu frá sama skóla árið 1983. Alla sína starfsævi, eða frá árinu 1977, vann hann við sníkjudýrarann- sóknir á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum. Útför Matthíasar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 19. maí 2021, klukkan 11. Meira á www.mbl.is/andlat Pabbi minn. Ég trúi ekki að þú sért farinn. Þetta er svo óraunverulegt. Mig skortir orð en finnst ég samt verða að segja eitthvað. Hugurinn reikar aftur, mikið er ég þakklát fyrir tímann sem við eyddum saman þegar ég var í Suzuki-píanónáminu sem barn. Þú tókst þínu hlutverki sem Suzuki-foreldri alvarlega og sinntir því af nákvæmni. Þú komst með mér í hvern tíma og fylgdist með því sem fram fór. Í gömlu píanóbókunum sést allt sem þú skrifaðir við nótur lag- anna, ýmsar lýsingar á því hvernig ég átti að spila; mjúkt, syngjandi, blíðlega. Þú lagðir þig einnig allan fram við að koma ofan í mig mat, sem var ekki alltaf auð- velt, og notaðir til þess ýmis ráð eins og að sykra kartöflu- músina extra vel! Mér fannst svo gaman að fara með þér í búðina, því þú gast ómögulega sagt nei við mig, og það kom sér stundum vel. Þú hafðir þína djöfla að draga eins og flestir, en hélst samt alltaf áfram, áttir þín áhugamál og fannst þér tilgang. Það voru oftar en ekki litlu hlutirnir sem glöddu; borða góðan mat, hlusta á tónlist, spjalla um fortíð og framtíð. Þú varst skemmtilegur sögumaður og hefur sagt okkur ófáar sög- urnar. Yndislegar voru allar sumarbústaðaferðirnar sem við fórum með ykkur mömmu í Grímsnesið. Það var gaman að segja þér frá hinum ýmsu hlutum því þú hafðir sannarlega áhuga á að hlusta. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig og mína fjölskyldu og sýndir það á þinn einstaka hátt. Allt vildir þú fyrir okkur gera og hjálpa okkur að koma okkur vel fyrir. Þar er minnisstætt þegar við fluttum í Álfheimana og þú varst hér með okkur nótt sem dag; múraðir, sparslaðir af þinni miklu snilli, settir upp innréttingar og ýmislegt fleira. Mikið varstu glaður þegar litli Matti fæddist og var nefnd- ur í höfuðið á þér. Þú sagðir orðrétt: „Ég held að þetta sé nú of mikið fyrir mína litlu sál,“ en það lýsir þér svo vel. Þú varst svo stoltur af honum og öllum strákunum mínum og þeir eiga góðar minningar um þig. Því miður höfum við ekki getað hist eins mikið undanfar- ið ár og við hefðum viljað, bæði vegna heimsfaraldurs og vegna veikinda þinna. Það er sárt en á sama tíma var sú staða óhjá- kvæmileg; þú varst passasamur og vildir enga sénsa taka. Undir það síðasta varstu orð- inn mjög slappur. Það að þú skulir varla hafa treyst þér til að spjalla í síma, og verið feg- inn að enda símtalið vegna þróttleysis, segir allt um hve veikur þú varst. Því þú elskaðir að spjalla og yfirleitt voru sím- tölin okkar á milli löng. Elsku pabbi, það er svo margt sem mig langar að segja en samt er svo fátt um orð. Mikið hefði ég viljað að þú hefðir séð drengina mína vaxa úr grasi. Ég verð að trúa því og treysta að þú fylgist með og haldir þínum verndarvæng yfir okkur. Að lokum er hér eitt lít- ið ljóð frá mér til þín: Sumar er komið með sólina bjarta, syngjandi fugla á sveimi. Í kærleikans hvolfi nú hvílir eitt hjarta, hvers saknað er ótt hér í heimi. Minningar ylja, um hugann þær sveima, í þeim felst huggun og kraftur. Í hjartanu pabba minn ávallt mun geyma, þar til við hittumst svo aftur. Þín, Marta. Það var mikil harmafregn þegar hún Marta þín hringdi í mig 5. maí og tilkynnti mér að þú værir látinn. Auðvitað kom það ekki alveg á óvart, eins veikur og þú varst orðinn. Dauðinn mætir hins vegar oft fyrr en maður gerir ráð fyrir. Hann gerir bara eins og hann vill. Það reyndi ég þegar Egill mágur þinn og maðurinn minn dó fyrirvaralaust. Það var búið að bíða lengi eftir strák í fjölskyldunni þegar þú fæddist. Áður höfðu fæðst þrjár stelpur, Anna Inger sem dó um tveggja ára, Anna Inger sem býr í Svíþjóð, svo ég og síðast á eftir þér Margrét sem býr í Noregi. Það voru vænt- ingar um að ég yrði strákurinn sem kæmi númer þrjú, en það varst þú sem betur fer sem hnepptir hnossið. Algjör prins og gleðigjafi. Í byrjun var ég talsvert afbrýðisöm út í þig. Þú varst ekki bara sætur, heldur líka alltaf svo góður, ljúfur og meðfærilegur. Ég kleip þig einu sinni í handlegginn þegar þú varst um níu mánaða og fékk bágt fyrir. Mikið skammaðist ég mín og geri kannski enn. Þú fyrirgafst mér fyrir löngu og við hlógum oft að þessu. Af- brýðisemin hvarf hins vegar fljótt og við tók væntumþykjan og okkar góðu tengsl. Við vor- um ekki bara góð systkini held- ur líka mjög góðir vinir. Þannig hefur það reyndar líka verið með okkur öll systkinin. Við höfum verið mjög samrýnd og átt gott samband auk þess að láta okkur alltaf velferð hinna varða. Núna við þessi leiðarlok er gott að geta rifjað upp góðar minningar sem við systkinin höfum átt á fullorðinsárum, ekki síst þegar systur okkar sem búa erlendis hafa verið í heimsókn. Við Matti höfðum alltaf meira og meira samband með árunum og varla hefur liðið sú vika að við höfum ekki talað allavega saman í síma. Þau símtöl voru oft löng, það var svo mikið að tala um, annað- hvort eitthvað persónulegt eða bara um landsins gagn og nauðsynjar. Eftir að þið Begga fenguð ykkur bústaðinn varð enn einn nýr flötur sem við gátum sameinast um. Ég mun sakna þess mikið að fá ykkur Beggu saman í árlegar sum- arheimsóknir í Þjórsárdalinn til að bjóða ykkur upp á danskt smörrebröd og sænska kolbu- kaffið. Matti var mjög mörgum kostum búinn. Fyrir utan að vera vel að sér í sínu fagi, líf- fræðinni, var hann einkar handlaginn, vandvirkur og ná- kvæmur. Það er ekki lítið sem hann hefur gert til að hlúa að umhverfi sínu og gera það huggulegt. Hann var eins og besti iðnaðarmaður. Ekki vant- aði heldur að hann hjálpaði mér ef með þurfti, hvort sem það var með bílinn, setja upp heimilistæki eða gefa hagnýt ráð. Þessi elskulegi maður var alltaf þægilegur í viðmóti, skemmtilegur og mikill húm- oristi. Öllum líkaði vel við hann, ekki síst börnum, sem fundu strax þetta hlýja góða viðmót. Börn eru nösk á hvað er ekta og hvað ekki í fram- komu fullorðinna. Afabörnin eiga eftir að sakna Matta sárt og því miður er Matti litli yngri svo lítill að hann mun ekki muna eftir afa sínum. Músík- maður var hann Matti bróðir minn. Hann átti auðvitað ekki langt að sækja það og þótt hann spilaði ekki mikið sjálfur naut hann þess að hlusta á nán- ast alla tónlist þótt djassinn væri í fyrirrúmi. Hann sinnti mikið músíkástríðu sinni og fárveikur fór hann tiltölulega nýlega á tónleika Víkings Heið- ars. Það verður erfitt að fylla upp í það tómarúm sem skap- ast þegar Matti er allur. Það er þó huggun í harmi að geta rifj- að upp góðar minningar og að þakka fyrir að hafa átt þennan góða bróður, þetta ljúfmenni og samkenndarmann sem þarf nú ekki að þjást lengur. Begga mín, Rakel, Marta og fjölskyldur, systur mínar og all- ir góðu vinirnir hans Matta, við syrgjum hann öll og komum til með að sakna lengi. Samúðar- kveðjur til okkar allra. Guðfinna Eydal. Kær vinur og fyrrverandi samstarfsmaður minn Matthías Eydal er látinn eftir erfið veik- indi, 68 ára að aldri. Kynni okk- ar hófust árið 1976 þegar hann var nemandi minn í líffræði við Háskóla Íslands og upp úr því var hann ráðinn að Tilrauna- stöð Háskólans í meinafræði á Keldum þar sem við vorum síð- an nánir samstarfsmenn í hart- nær 40 ár. Nokkrum árum síð- ar bættist Karl Skírnisson í hópinn og saman mynduðum við þarna kjarna í rannsóknum á sýkingum af völdum sníkju- dýra um árabil. Þjónusturann- sóknum skiptum við á milli okk- ar en að grunnrannsóknaverk- efnum stóðum við ýmist hver um sig eða tveir eða þrír sam- an. Þessi hópur reyndist sam- hentur og aldrei bar skugga á þetta samstarf. Auk þess stund- uðum við talsverða kennslu við Háskólann og nemar voru iðu- lega viðloðandi deildina í náms- verkefnum. Það er margs að minnast frá löngum tíma, bæði í vinnu og utan. Góðar og kærar minn- ingar. Matthías var ákaflega ljúfur og þægilegur í allri um- gengni og nákvæmur og sam- viskusamur í öllum rannsókn- um. Traustur samverkamaður. Samskipti okkar sem á deild- inni unnum voru mikil um þau verkefni sem fyrir lágu hverju sinni en einnig var þar rabbað um daginn og veginn og létt- leiki ríkjandi. Það var alltaf notalegt að mæta í vinnuna og þessara daglegu samskipta saknaði ég þegar ég lét af störf- um vegna aldurs. Síðasta samtal okkar Matt- híasar áttum við í síma, tveim dögum fyrir andlát hans. Ég þakka honum samfylgdina og trausta vináttu í öll þessi ár og við Margrét sendum Bergþóru og fjölskyldu innilegar samúð- arkveðjur. Sigurður H. Richter. Matthías Eydal Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS SIGURÐSSON hagfræðingur, varð bráðkvaddur á heimili sínu 25. apríl. Útförin fer fram frá Breiðholtskirkju fimmtudaginn 20. maí klukkan 13. Kristrún B. Jónsdóttir Áslaug Magnúsdóttir Sacha F. Tueni Sigurður R. Magnússon Regína Rist Friðriksdóttir Gunnar Ágúst Thoroddsen Marlena Piekarska Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og bróðir, ÁRNI RAGNAR RÓSANTSSON, Síðuseli 7, lést á heimili sínu miðvikudaginn 12. maí. Útförin fer fram frá Seljakirkju föstudaginn 21. maí klukkan 13 og verður henni einnig streymt á seljakirkja.is. Sigurður Ingi Árnason Kolbrún Bragadóttir Freyr Sigurðarson Hafdís Sigurðardóttir Sóley Sigurðardóttir og systkini hins látna Ástkær móðir okkar og amma, ERLA HANNESDÓTTIR, Hofteigi 23, lést laugardaginn 15. maí á Land- spítalanum. Útför verður auglýst síðar. Jóhannes Jóhannesson Lárus Jóhannesson Glenda Jóhannesson Hákon og Freya Sveinn Óttar, Birta Rós, Jóhannes A. og Stefán C. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, GUNNAR ÞÓRÐARSON frá Bíldudal, lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold Garðabæ miðvikudaginn 12. maí. Útför fer fram frá Bíldudalskirkju laugardaginn 29. maí klukkan 14. Athöfninni verður streymt. Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat. Sigurður Gunnarsson Kristín María Ólafsdóttir Bjarnþór Gunnarsson Hanna Sigurjónsdóttir Ágúst Gíslason Kolbrún Matthíasdóttir Valgerður Jónasdóttir og fjölskyldur Elsku sonur okkar, faðir, unnusti og bróðir, INGIBJÖRN HALLDÓRSSON, lést fimmtudaginn 6. maí. Útför fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 21. maí klukkan 10. Rakel Guðný Stefánsdóttir Laufhildur Emma Ingibjörnsdóttir Halldór K. Ingólfsson Hrönn Jónsdóttir Júlíus Halldórsson Sara Rós Tómasdóttir og aðstandendur Hæ gullið mitt. Hæ mín kæra. Svona byrjuðu flestar okk- ar samræður. Þú kallaðir mig svo oft gullið þitt, al- veg frá því að ég man eftir mér. Ég áttaði mig á því snemma að þú myndir alltaf eiga risastóran part af mér. Eitt sumarið sem ég var hjá ykkur Víkingi á Eiðum hafðir þú fengið ljósmyndara til að taka myndir af mér, Viðari og Brynjari. Hann spurði þig hvort þú ættir okkur öll og þú varst fljót að svara, já. Ég skildi ekki af hverju þú hefð- ir logið að manninum og sagt hon- um að ég væri dóttir þín. Seinna skildi ég þetta, engin lygi var sögð þennan dag. Það var einhver strengur á milli okkar, við sáum hann ekki en fundum hann svo sterkt. Þú varst sú sem ég gat allt- af leitað til og beðið um aðstoð við hvað sem er, ég hefði getað beðið þig um að færa heiminn og þú hefð- ir reynt að gera það. Við vorum svo ótrúlega líkar og höfðum nánast alltaf sömu skoðanir á hlutunum. Þannig var það í síðasta skiptið sem ég hitti þig, við vorum að horfa á fréttir í sjónvarpinu, ég leit á þig og við fórum báðar að hlæja. Þú vissir hvað ég var að hugsa og ég vissi að sömu hugsanir væru að fljúga í gegnum hausinn á þér. Elsku Hugga, þú hefur fylgt mér frá fyrsta degi, kennt mér svo margt og verið mín fyrirmynd. Takk fyrir allt mín kæra. Elska þig. Þórdís Ólafsdóttir. Hugrún Högnadóttir ✝ Hugrún Högnadóttir fæddist 22. ágúst 1966. Hún lést 4. maí 2021. Útför Hugrúnar fór fram 18. maí 2021. Það er svo gaman að eignast vini þegar maður er orðinn full- orðinn. Ég var svo lánsöm að Hugrún varð vinur minn. Auðvitað hafði ég þekkt til hennar lengi, þar sem við höfðum báðar verið í ferðaþjónustu, en vinir urðum við á síð- ustu árum. Litli hópurinn okkar spratt upp úr vinnuferð, við vorum held ég ekki öll á sama stað á sama tíma, en hópurinn varð til og við urðum góð- ir vinir. Hugrún var ein af kjarna- einingunum, stór hluti af líminu sem heldur hópnum saman. Við höfum hist í heimahúsum, farið í ferðalög, meira að segja til útlanda þegar mátti ferðast, ó það var svo gaman í Belfast. Alltaf var Hugrún hæglát, hógvær og einstaklega hugulsöm. Alltaf spurði hún um líð- an fjölskyldu manns, líka þetta síð- asta ár; þegar ég vildi vita hvernig henni liði og strákunum hennar, þá beindi hún umræðunni að öðrum, vildi ekki vera miðdepill. Og svo var það hláturinn, hvað það var hægt að hlæja mikið með Hugrúnu, hlæja að öllu og engu. Stelpuferðin norður, rétt fyrir Co- vid, það var svo gaman, kampavín á rúmstokknum, kjaftað og hlegið. Mikið á ég eftir að sakna þín kæra Hugrún. Öll góðu áformin um að fara út að ganga að minnsta kosti einu sinni í viku urðu að mestu að víkja fyrir Covid, en ég hlakkaði til að taka upp þráðinn núna með vorinu. Þótt missir minn og vinahópsins sé mikill er miss- irinn mestur fyrir strákana þína alla þrjá. Innilegar samúðarkveðj- ur til ykkar, Víkingur, Viðar og Brynjar. Unnur Svavars.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.