Morgunblaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2021 ✝ Guðríður Tóm- asdóttir fædd- ist 7. maí 1933 í Sólheimatungu, Borgarfirði. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Droplaugarstöðum við Snorrabraut 5. maí 2021. Foreldrar henn- ar voru Tómas Jónasson bóndi í Sólheimatungu, f. 2.12. 1881, d. 5.11. 1954, og Sigríður Sigurlín Sigurðardóttir húsfreyja, f. 26.1. 1892, d. 13.11. 1974. Systkini Guðríðar voru Jónas bóndi, f. 1928, d. 1997; Guðrún María, húsmóðir og skólaritari, f. 1929, d. 2020, gift Jóhannesi Guðmundssyni, f. 1928, d. 2017; Sigurður bóndi, f. 1931, d. 2018, kvæntur Ritu Elísabeth Larsen húsmóður. Skáksambands Íslands, kvænt- ur Andreu Margréti Gunn- arsdóttur, viðskiptafræðingi, f. 25.9. 1968. Fyrrverandi kona er Ída Valsdóttir, f. 19.12. 1965. Synir Gunnars og Ídu eru Björn, f. 21.10. 1991, og Gunn- ar Valur, f. 11.6. 1996. Börn Andreu eru Gunnar Páll, f. 2.1. 1988, og Heimir Páll, f. 12.9. 2001. Langömmubörnin eru fimm. Guðríður ólst upp í Sól- heimatungu í Borgarfirði. Hún hélt til náms í Kvennaskólanum í Reykjavík 1947-1951. Í fram- haldinu fór hún í Húsmæðra- skóla í Kaupmannahöfn og lit- aði sá tími ætíð líf hennar. Hóf störf í Sambandinu þar sem hún kynnist Birni manni sínum. Þegar synirnir komu til sög- unnar tók hún sér frí frá störf- um en fór að vinna aftur þegar þeir eltust, fyrst hálfan daginn og síðar allan daginn. Hún vann alls í um 30 ár í Útvegs- og Íslandsbanka þar sem hún vann þar til hún fór á eftirlaun. Útför Guðríðar verður gerð frá Háteigskirkju í dag, 19. maí 2021, klukkan 13. Guðríður giftist hinn 16.2. 1957 Birni Stefánssyni, f. 21.2. 1934, fyrr- verandi skrif- stofustjóra, d. 30.1. 2001. Synir þeirra eru: 1) Stefán Jó- hann, f. 10.11. 1957, vélfræð- ingur, kona hans er Anna Björg El- ísdóttir kennari. Börn þeirra eru Stefán Jóhann, f. 3.3. 1997, og Anna Margrét, f. 1.8. 1998. 2) Þórir, f. 1.5. 1962, viðskipta- og hagfræð- ingur, kona hans er Margrét Ósk Guðmundsdóttir, launa- fulltrúi á LSH. Börn hennar eru Kristján Sveinn, f. 29.6. 1978, og Þórunn Maggý, f. 22.4. 1981. Barn þeirra Guðríður Ósk, f. 8.10. 2002. 3) 3) Gunnar Björnsson, f. 23.9. 1967, forseti Það er erfitt að setjast niður og skrifa minningarorð um elsku- lega tengdamóður mína hana Diddu. Við höfum fylgst að lengi en ég var aðeins átján ára þegar ég kom inn í fjölskylduna og hún tók mér opnum örmum og við náðum vel saman. Þegar maður lætur hugann reika og hugsar um Diddu koma upp margar góðar og skemmtilegar minningar, flestar úr Grænuhlíð og Sól- heimatungu. Við fjölskyldan fór- um mjög oft í Sólheimatungu og var Didda þar á heimavelli og bakaði pönnukökur fyrir mann- skapinn. Hún naut þess að vera með krökkunum mínum, lesa fyr- ir þau og segja þeim sögur úr sveitinni. Didda var mikill fagurkeri og listakona í öllu sem hún tók sér fyrir hendur, hvort sem það var handavinna eða fegrun heimilis- ins. Hún hafði unun af því að hafa fallegt í kringum sig og kaupa fal- lega hluti fyrir heimilið. Hún kunni alls konar góð húsráð sem hún miðlaði til okkar af mikilli natni. Didda hafði einnig gaman af fallegum fötum og var alltaf ein- taklega vel tilhöfð svo eftir var tekið. Hún var útsjónarsöm í að finna fallega hluti og fatnað og einnig saumaði hún fallegar flík- ur á sig og aðra. Í öll þau ár sem ég þekkti Diddu lærði ég mikið af henni, hún var mér stoð og stytta og tók mikinn þátt í heimilislífinu hjá okkur. Ég kem til með að sakna henn- ar. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mun hverfa úr minni. Og nú ertu gengin á guðanna fund. Það geislar af minningu þinni. (Friðrik Guðni Þórleifsson) Ég kveð Diddu með virðingu, hlýju og miklum söknuði og þakka henni fyrir yndislega sam- fylgd. Anna Björg. Hún amma var alltaf góður viðauki í lífi mínu. Mig langaði að vita allt um hana, ég fékk aldrei nóg. Mig langaði að lifa á hennar tíma, mig langaði að gera allt sem hún gerði. Mig langaði að vera hún. Ég fékk að minnsta kosti nafnið hennar en það mun aldrei vera nóg. Hún amma hafði auga fyrir því fallega í lífinu. Hún gaf mér hugrekki og þakklæti. Mér leið alltaf vel hjá henni. Hjartað mitt tók alltaf handahlaup þegar ég sá kunnuglega andlitið henn- ar, ég sá hennar gömlu augu sem höfðu séð margt og mig langaði að spegla mig endalaust í þeim. Þrátt fyrir þessa eindregnu ást varð ég hrædd eftir því sem heil- inn hennar byrjaði að gefa sig. Hún átti betra skilið. Hún skildi ekki að ég var að þroskast, ég var orðin fullorðin. Ég fór samt í Kvennaskólann í Reykjavík og eyddi miklum tíma í Sólheima- tungu. Ég var að breytast í hana en hún náði ekki að átta sig á því. Stundum. Það var þegar hún sá mig með syni sínum, föður mín- um, þar sem hún sá mig. Já, það var kannski í fáeinar sekúndur og við spjölluðum um sömu hlutina aftur og aftur en það var allt í lagi. Ég var hjá henni og hún hjá mér. Það var nóg. Amma verður með þeim nánustu í hjarta og er sárt saknað. Guðríður Ósk Þórisdóttir. Elsku amma mín. Nú ertu far- in til Guðs og ég veit að þér líður betur þar með afa Bjössa en hérna niðri með okkur. Ég er svo heppin að hafa kynnst þér og eytt svo mörgum góðum stundum með þér. Þegar ég hugsa um ömmu koma margar góðar minn- ingar mér til huga eins og þegar hún kenndi mér að baka pönnu- kökur en hún bakaði bestu pönnukökurnar í heiminum. Einnig koma upp minningar frá Sólheimatungu en þangað fórum við oft saman. Amma hugsaði mjög vel um mig og Stebba, hún las fyrir okkur og sagði okkur sögur úr sveitinni. Það lék allt í höndunum á henni, hvort sem það var eldamennska eða handa- vinna, og kenndi hún mér að prjóna með mikilli þolinmæði. Ég kveð elsku ömmu mína með miklum söknuði og þakka henni fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Í minningunni eru þær ómetanlegar. Þegar afi Bjössi fór til himna spurði Stebbi hvort hann hefði farið á Micr- unni, nú er amma farin á Micr- unni til hans. Ég veit að hún og afi Bjössi munu fylgjast með okk- ur frá himnum og passa upp á okkur. Þín Anna Margrét (Anna Magga). Elsku Didda, nú þegar komið er að leiðarlokum rifjast upp margar góðar minningar frá liðn- um árum. Oft var gott að leita til þín þegar eitthvað fór úrskeiðis hjá mér og mínum. Þú varst oft svo ráðagóð. Glæsilega heimilið ykkar Bjössa var notalegt og gott að koma til ykkar alla tíð. Bræðurn- ir kvöddu alltof fljótt, Óli og Bjössi, sem var mjög erfitt fyrir alla en svona er lífið. Maður tekur því sem að höndum ber og lærir af reynslunni og að bjarga sér. Nú er komið að leiðarlokum Didda mín, þakka þér allt gott á liðnum árum og allar góðu stund- irnar fyrr og síðar. Öðrum stærra áttir hjarta æ þín stjarna á himni skín. Myndin geymir brosið bjarta blessuð veri minning þín. (Friðrik Steingrímsson) Sé hún ljósinu falin. Þín Soffía. Guðríður Tómasdóttir Gils Stefánsson vinur okkar og fé- lagi til margra ára er fallinn frá. Fé- lagsskapur okkar hefur staðið í áratugi og þar hefur félagið okkar Fimleikafélag Hafn- arfjarðar bundið okkur traustum órjúfanlegum böndum. Gils var sannur vinur og hann vann FH af heilum hug bæði sem leikmaður og félagsleg stoð og stytta. Alltaf reiðubúinn að leggja fram hjálparhönd. Hann lék handbolta með FH, byrjaði ungur og lék síðan með hinum sigursæla meistaraflokki félagsins og þeir eru óteljandi titlarnir sem hann vann með FH. Ógleymanlegar eru stundirnar sem við áttum saman á þessum árum. Segja má að heimili þeirra Rósu hafi á þess- um árum verið eitt af félagshei- milum FH, því ekki var Rósa minni stuðningsmaður en Gils. Gils var alltaf mikill fjölskyldu- maður og fylgdist hann mjög vel börnum sínum og barnabörnum í Gils Stefánsson ✝ Gils Stef- ánsson fæddist 5. febrúar 1945. Hann lést 12. maí 2021. Útför Gils fór fram 18. maí 2021. íþróttum og í lífinu bara yfirleitt. Heim- ili þeirra Rósu var annasamur viðkomu- staður fjölskyldunn- ar og vinanna. Á sínum yngri ár- um var Gils mikill bílaáhugamaður og fór margar ferðir á heiðar og fjöll með bræðrum sínum, en allir voru þeir veiði- áhugamenn. Það er líka eftir- minnilegt þegar þeir bræður léku þrír saman í meistaraflokki FH. Gils var sannkallaður hörkunagli, hvert sem litið var. Hann var með betri varnarmönnum í handbolt- anum og dugnaðarforkur til vinnu og stundaði vinnu sína með Héðni syni sínum til síðasta dags. Við vinir Gils og þeirra hjóna gegnum þykkt og þunnt sendum elsku Rósu og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðj- ur fyrir hönd félagsins okkar og félagsmanna allra með ástarþökk fyrir öll árin sem við áttum sam- an. Minningin um frábæran fé- laga mun lifa um langa framtíð í félaginu okkar. Ingvar Viktorsson, Inga Magnúsdóttir, Árni Guðjónsson, Örn Hallsteinsson. Man eins og gerst hefði í gær. Ég var á fyrstu æfingunni minni með meistaraflokki FH í hand- bolta, 17 ára stráklingur. Með öll- um ósigrandi stjörnunum í FH, sem maður hafði fylgst með frá barnsaldri. Það var skipt í lið. Ég sótti á vörnina og ein stjarnan, harðskeyttur og margreyndur varnarmaður, tók mig fastatökum og knúði mig á bak aftur, þar til hann lagði mig flatan nærri miðl- ínu vallar: „Lærðu eitt strákur; það fer enginn fram hjá mér! Og vertu fastari fyrir.“ Þetta var Gils Stefánsson handboltamaður, FH-ingur, Hafnfirðingur og trésmiður. Þetta eru nú ljúfar og góðar minn- ingar undirritaðs frá fyrstu kynn- um okkar Gils. Hann var að kenna nýgræð- ingnum að menn þurfa að standa í fætur og gefa ekkert eftir. Það er ekkert „elsku mamma“ í boltan- um eða lífinu sjálfu. Og strax í kjölfarið tengdum við vel, urðum meira en liðsfélag- ar. Síðar meir góðir vinir, lánsam- ir, því eiginkonur okkar, Rósa Héðins hans og Jóna Dóra eigin- kona mín, urðu bestu vinkonur. Það efldi vináttuna enn frekar. Við lékum saman handbolta um áraraðir og það var gott að vera með honum í liði – gaf aldrei þumlung eftir. Maður varð ósjálf- rátt rólegri í vörn og sókn með Gils inni á vellinum. Það endur- speglaðist í lífinu sjálfu því hand- boltamaðurinn Gils var hinn sami Gils í daglega lífinu; dugn- aðarforkur og hörkutól sem gaf sig í allt af heilum hug. En svo líka um leið ljúfmennið, hinn mjúki og góði Gils, sem elskaði börnin sín og barnabörn og Rósu sína. Og stoð og stytta vina sinna í einu og öllu. Við Jóna Dóra bundumst traustum vinaböndum við Gils og Rósu og áttum svo margar góðar stundir með þeim. Og áttum einnig þess kost að kynnast börnum og barnabörnum þeirra hjóna vel. Öll eru þau okkur svo kær. Þetta dásamlega fólk er meðal traustustu stoða Hafnar- fjarðar – og auðvitað FH um leið! Fjörðurinn okkar og FH á Gils og hans nánustu svo margt að þakka. Við hjónin sendum Rósu, góðri vinkonu, og börnunum öll- um hugheilar kveðjur á erfiðum stundum og vonum að góður Guð nái að milda sárustu sorg. Systk- inum Gils og fjólskyldum þeirra sendum við enn fremur hlýjar kveðjur. Blessuð sé minning Gils Stef- ánssonar. Hann setti sannarlega svip á umhverfi sitt. Hafnarfjörður sér á bak góð- um syni. Jóna Dóra minnist Gils með mikilli hlýju og þakkar vináttu alla tíð. Guðmundur Árni Stefánsson. Mig langar í örfá- um orðum að minn- ast góðs vinar og frænda, Ingimars í Andrésfjósum. Frá blautu barnsbeini átti Andrésfjósaheimilið stóran og fastan sess í lífi mínu. Samgang- ur milli Löngumýrar og Andr- ésfjósa var alltaf mikill og góður. Gerða, mamma Ingimars, var ná- in vinkona foreldra minna og þann vinskap erfði ég. Það var mér mikil gæfa og þrátt fyrir að allmörg ár væru á milli okkar náðum við mjög vel saman og vorum meira af sömu kynslóð en ég og margir jafnaldrar mínir. Í bernsku sækjum við gjarnan fyrirmyndir í fjölskyldu og nær- umhverfi. Eftir því sem árin líða breytist hópurinn, valið eykst og breytist. Iðulega er þó eitthvað frá bernskunni sem maður heill- aðist af í fari annarra og vill eng- an veginn sleppa tökum á. Þann- ig var Ingimar einn af mínum fyrirmyndum og í fyrstu hrepps- nefndunum sem ég kaus var hann alltaf einn af fleiri góðum. Þá var persónukjör og ég kaus þá sem ég hafði álit á og trú til góðra verka. Hann fór ekki leynt með skoðanir sínar og var tilbú- inn að fara gegn straumnum í stað þess að fljóta sofandi að feigðarósi. Því fannst mér hann eiga fullt erindi í hreppsnefnd. Ég kom oft í Andrésfjós og þar var gott að koma. Ingimar sérlega greiðvikinn og allt sem hann sagði stóð eins og stafur á bók. Hann var mikill vélamaður og glöggur að sjá hvað væri að og fljótur að koma auga á lausn- ir. Aldrei fann ég að hann léti það koma fram að hann mætti ekki vera að því að leysa annarra vanda þótt hann þyrfti að gera hlé á öðrum störfum sínum. Ingimar Þorbjörnsson ✝ Ingimar Þor- björnsson fæddist 13. júní 1939. Hann lést 29. apríl 2021. Útför Ingimars fór fram 8. maí 2021. Hann var sérlega snyrtilegur í allri umgengni. Það leyndi sér hvorki í híbýlum né vélum sem hann kom nærri. Það er einn af hæfileikum hans sem gott er að hafa sem fyrirmynd. Hann vildi láta hlut- ina ganga í kringum sig. Notaði fá orð til að stjórna en nógu mörg til að allir skildu. Ingimar kom ávallt til dyr- anna eins og hann var klæddur. Virkaði stundum kaldur og talaði tæpitungulaust og var hreinskil- inn. Hann fór ekki dult með skoðanir sínar á mönnum og mál- efnum og kvað stundum fast að orði. Það var gaman að spjalla við hann um stjórnmál og fleira. Þótt við værum langt frá því að vera sammála rifumst við aldrei. Komust ekkert endilega að nið- urstöðu en skiptum þá bara um umræðuefni. Hann hafði skemmtilegan húmor og var fróður um menn og málefni. Dóttir mín hafði einmitt orð á því nú um daginn hvað hefði verið gaman að heyra okkur frænd- urna ræða málin. Hann hefði haft svo skemmtilegan húmor. Ja, bragð er að þá barnið finnur. Ekki er hægt að minnast Ingi- mars án þess að nefna Möggu. Hún stóð þétt við hlið hans í blíðu og stríðu. Sá um verkin í bænum en lét sitt ekki eftir liggja við bústörfin, hvort sem var við mjaltir, heyskap eða ann- að sem til féll. Það var sárt að finna muninn á Ingimar eftir að heilsan heimtaði að hann færi frá Andrésfjósum. Það var honum þungbær raun að þurfa að flytja svo skyndilega. Hann varð dapur og daufur og dýpra á hinum næma og hárfína húmor. Möggu og fjölskyldu sendum við Sunna innilegar sam- úðarkveðjur. Vertu kært kvaddur frændi og hafðu heila þökk fyrir allt sem þú varst mér og minni fjölskyldu. Kjartan Ágústsson. Vinur minn og starfsbróðir er fall- inn frá eftir lang- varandi veikindi. Að loknu lækna- námi, kandídatsári og héraðs- skyldu árið 1963 hélt Ólafur Örn til náms til Bandaríkjanna og Ólafur Örn Arnarson ✝ Ólafur Örn Arnarson fæddist 27. júlí 1933. Hann lést 1. maí 2021. Útför Ólafs fór fram 12. maí 2021. varð New Britain General Hospital í Connecticut fyrir valinu. Þar var hann á skurðdeild næstu tvö árin. Hann var fyrstur íslenskra lækna til að nema við þann ágæta spítala, en síðan hefur á þriðja tug íslenskra lækna verið þar í sérnámi. Frá New Britain hélt hann til Cleveland og lagði stund á þvagfæraskurðlækningar á Cleveland Clinic, aftur fyrstur íslenskra lækna við þann spít- ala. Árið 1970 réðst hann sem sérfræðingur í þvagfæraskurð- lækningum á Landakotsspítala. Mannkostir hans komu strax í ljós. Frábær menntun, færni í skurðaðgerðum, dugnaður, seigla og útsjónarsemi ein- kenndu Ólaf Örn, enda var læknisferill hans mjög farsæll. Hann var yfirlæknir Landa- kotsspítala frá 1980 og þar til spítalinn var lagður niður í þeirri mynd sem hann hafði verið nánast frá upphafi. Var það að margra mati mikið óheillaspor. Eftir sameiningu Landakots og Sjúkrahúss Reykjavíkur var hann fram- kvæmdastjóri upplýsinga og gæðamála sameinaðs sjúkra- húss. Því miður hlutu margar hans ágætu hugmynda um bætt og betra heilbrigðiskerfi ekki brautargengi. Lífið er líka leikur. Ólafur Örn var kominn fast að fimm- tugu þegar mér tókst að fá hann til að prófa hina göfugu golf- íþrótt. Það var ekki að sökum að spyrja; hann tók golfið föst- um tökum eins og annað sem hann gerði. Hvað gerir önnum kafinn læknir? Hann vaknar bara fyrr og fer seinna að sofa. Oft var hann búinn að leika einn golfhring þegar hann mætti til vinnu klukkan átta. Sagt var að hann vekti kríugerið. Ég minnist góðs vinar og frá- bærs læknis og sendi aðstand- endum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Ásgeir Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.