Morgunblaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2021
in í skemmtinefnd þar sem hug-
myndaflug hennar fékk að njóta
sín, kom okkur út fyrir þæginda-
rammann og gaf okkur nýja upp-
lifun. Nýtt hlutverk fékk Edda
þegar hún var beðin að sitja í
deildarstjórn sem fulltrúi sjúkra-
liða sem var tilraunaverkefni og
nýjung innan Landspítalans. Af
því tilefni var viðtal við hana í
tímariti sjúkraliða.
Margar minningar koma í hug-
ann við fráfall Eddu. Það var
ánægjulegt að fylgjast með henni
vaxa frá því að vera ung stúlka í
að verða gift fullorðin kona og
móðir. Hún geislaði af gleði þegar
hún mætti í vinnu eftir brúðkaup
þeirra Halla og það fór ekki fram
hjá okkur að Halli var stóra ástin í
lífi hennar. Það er bjart yfir minn-
ingunni um Eddu okkar, sólskin
og hlýja. Megi minningin um hana
verða okkur áminning um hvað
lífið getur verið stutt og að vera
góðar manneskjur sem láta gott
af sér leiða. Því besta ráðið í þessu
lífi og meginverkefni er að vera
heilsteypt og góð manneskja al-
veg eins og hún Edda okkar var.
Fyrir hönd okkar á deild B5 sendi
ég ástvinum innilegar samúðar-
kveðjur. Guð blessi þig elsku
Edda mín.
Ingibjörg Hauksdóttir.
Að njóta lífsins var hennar listasmíð,
nærveran svo ljúf og blíð.
Fagurkeri fram í fingurgóma,
tæklaði allt af svo miklum sóma.
Rólegir morgnar með Royal-bollann
sinn,
svo fjörug kvöld með kokteilinn.
Glæsilega frúin og gamla sálin,
lét sig allt varða um öll hjartans málin.
Þráði heitast að verða móðir,
að því komu margir góðir.
Á endanum þá verkið hafðist,
þó vissulega hún fyrir því barðist.
Kraftaverkið í fangið fékk,
loksins allt upp gekk.
Í mömmufangi tíminn var ei langur,
ekki auðskilinn sá lífsins gangur.
Nú heldur um þau heill kærleiksher,
tilbúin að fylgja þangað sem lífið þau
ber.
Vinátta okkar var mér svo mikils virði,
við ferðuðumst saman um fjöll og firði.
Allar stundirnar saman við
fjölskyldurnar,
eða við stöllur að skála á bar.
Upplifðum saman á ótrúlegan hátt,
svo stóran sess í hjarta mínu átt.
Í hjarta mínu geymi ég,
þær minningar sem ég skapaði með
þér.
Gleðin, sorgin og allur skalinn,
erfitt að skilja að hún skuli vera farin.
Við vorum aðeins rétt að byrja,
ótal hlutir sem ég vildi spyrja.
Eitt er þó víst sem við vitum öll,
hún var svo elskuð, elsku Edda Þöll.
Erna Rún Halldórsdóttir.
Í dag kveðjum við elskulegu
Eddu Þöll. Hún hafði betur í
fyrstu þegar hún háði hetjulega
baráttu við vágest sem enginn vill
hitta fyrir en varð að lokum að
láta undan á svo ósanngjarnan
hátt. Mann setur hljóðan að örlög-
in hafi verið á annan veg en allir
vonuðust til. Ég hugsa hlýtt til
Halla og Heru litlu og ástvina og
bið góðan Guð að veita þeim styrk
á erfiðum tímum.
Þegar okkar góði vinur, Hauk-
ur Lárus heitinn, frétti af því að
við værum komin í næsta ná-
grenni við sig þá bauð hann strax
dóttur sína fram í starf barnapíu.
Þannig kom Edda Þöll inn í líf
okkar fyrir 16 árum þegar hún
kom að passa Sigurð fyrir okkur
Einar. Ljúf og hæglát, kannski
vottaði fyrir örlítilli feimni í byrj-
un en það rjátlaðist fljótt af henni.
Edda kom þegar ungu foreldrarn-
ir kölluðu og þegar við snerum
heim var barnið sofandi og allt í
röð og reglu. Þegar við leituðum
til hennar með verkefni fyrir
brúðkaupið okkar lá ekki á svari,
auðvitað vildi hún aðstoða með
mikilli gleði. Við fylgdumst með
Eddu vaxa úr grasi, hún varð upp-
teknari eins og unglinga er vandi
og stundum í barngæslu fækkaði
eðlilega. Við hittumst reyndar
líka á Þjóðhátíð en það var
kannski ekki mikil eftirspurn eftir
að vera í fylgd með okkur eldra
fólkinu. Svo fór hún á vit ævintýra
til Lúxemborgar og það var mikið
gæfuskref fyrir hana. Á milli okk-
ar höfðu myndast góð tengsl og
með hjálp samfélagsmiðla héldust
þau alla tíð. Ég lít yfir samskipti
okkar síðustu 11 ár og samfylgdin
er einlæg.
Úr fjarlægð fylgdist ég með
henni stofna heimili, giftast Halla,
eignast Heru og það skein svo
sterkt í gegn hve mikil fjölskyldu-
kona Edda var og traustur vinur.
Það kom reyndar strax í ljós að
Edda var fagurkeri með mjög
vandaðan smekk. Hún gerði allt
fallegt, brosið hennar og hlýtt við-
mót kórónaði einstakan persónu-
leika. Þannig ætla ég að muna
Eddu.
Ég er þakklát fyrir kynni okk-
ar Eddu á sama tíma og ég syrgi
að hún hafi ekki fengið að sinna
hlutverkinu sem hún þráði og beið
lengi eftir. Ég veit að allir þeir
sem áttu vinskap og ást Eddu
munu umvefja Heru litlu með
sömu hlýju og gæta þess að Edda
lifi áfram með henni. Megi góður
Guð halda vel utan um Halla,
Heru og fjölskyldur þeirra og
leiða áfram um lífsins veg.
Vala Pálsdóttir.
Elsku Edda. Þá er víst komið
að kveðjustund, eins sárt og fjar-
lægt það er. Við höfum hugsað
mikið til þín síðustu daga, rifjað
upp tíma okkar og tengsl. Það er
óhætt að segja að þú skilur eftir
stórt skarð í okkar hópi. Við sem
töluðum saman daglega um allt og
ekkert, alltaf að býsnast saman
yfir ýmsum hlutum, fólki og hlóg-
um mikið. Þú varst einstaklega
ráðagóð, alltaf gafstu bestu ráðin
á hreinskilinn hátt en líka oft á svo
fyndinn máta. Þú varst nefnilega
svo fyndin og skemmtileg. Við
reynum að heyra í hlátrinum þín-
um og ímynda okkur hvaða ráð-
leggingu þú kæmir með við
spurningu dagsins.
Við höfum átt erfitt með síð-
ustu daga og vikur og höfum leit-
að stuðnings hver hjá annarri. Þó
svo við séum hryggar á svona
stundu þá færa minningarnar
okkur mikla gleði og þakklæti.
Gleði vegna margra dýrmætra og
góðra stunda sem við áttum sam-
an.
Þú ert ákveðið tákn æðruleysis
í okkar lífi, þú sýndir ótrúlega
þrautseigju í gegnum þau stóru
verkefni sem þér voru falin í
þessu lífi. Síðustu daga höfum við
reynt að einblína svolítið á það
sem þú hefur kennt okkur. Vera
umhugað um náungann, gera
hlutina vel en ekki með hangandi
hendi. Þú varst svo mikill fagur-
keri og höfðingi heim að sækja,
gerðir alltaf gott betra, aldrei
munum við ná sömu fágun og þú
en við munum reyna.
Þú ert stolt okkar á bæklunar-
skurðdeild. Alla daga varstu fyr-
irmynd. Alltaf fagleg og að dekra
aðeins extra við skjólstæðinga,
það má með sanni segja að þú haf-
ir hjúkrað með hjartanu.
Það er satt sem þú sagðir að líf-
ið er svo sannarlega núna og við
skulum lifa eftir því. Elsku Edda,
við munum halda minningu þinni
á lofti. Heppnin var sannarlega
með okkur þegar þú komst inn í
okkar líf og erum við allar betri
manneskjur fyrir vikið.
Elsku Halli, Hera Lind, fjöl-
skylda og vinir, við sendum okkar
dýpstu samúðarkveðjur. Megi
góðar minningar veita ykkur
huggun og styrk.
Álfheiður Snæbjörnsdóttir,
Bríet Magnúsdóttir,
Dagný Lóa Sighvatsdóttir,
Dagrún Ása Ólafsdóttir,
Laufey Kristjánsdóttir,
Sigurlaug Ása Pálmadóttir
og Þuríður Reynisdóttir.
✝
Gerður H.
Helgadóttir
fæddist í Reykja-
vík 1. maí 1948.
Hún lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi 4.
maí 2021.
Foreldrar Gerð-
ar voru Helgi
Hjörleifsson og
Sigrún Gísladóttir.
Systir hennar er
Kristín Helgadóttir, f. 18. októ-
ber 1945, og bróðir hennar er
Hjörleifur Helgason, f. 30. nóv-
ember 1951.
Eftirlifandi eiginmaður
Gerðar er Gunnar Gunnarsson,
f. 25. febrúar 1944, húsasmiða-
1988. Eiginmaður hennar er
Sigfús Jónsson og saman eiga
þau Ölmu Katrínu og Alexand-
er Orra. Synir Sigfúsar og
stjúpsynir Örnu eru Jón Gylfi
og Eiður Logi.
Gerður vann á símanum í
Sjónvarpinu RÚV frá því að
sjónvarpið hóf útsendingar
1966 allt þar til hún fór á eft-
irlaun.
Gunnar og Gerður byrjuðu
ung saman og bjuggu mest alla
tíð í Reykjavík. Fyrstu íbúðina
gerðu þau upp í Dalalandi og
eftir það lá leiðin í Vest-
urbergið í Breiðholtinu. Þar
bjuggu þau í nokkur ár þar til
þau fluttu í Hagasel í Selja-
hverfi og voru þar í nær 20 ár.
Eftir það lá leiðin á æskuslóðir
Gunnars í Miðtún. Að lokum
fluttu þau í Álalind í Kópavog-
inum þar sem Gunnar býr enn.
Útför Gerðar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 19. maí
2021, klukkan 15.
meistari. Börn
þeirra eru: 1)
Helgi Gunnarsson,
f. 31. janúar 1973.
Eiginkona hans er
Brynhildur S.
Björnsdóttir og
saman eiga þau
dótturina Gerði
Tinnu. Önnur börn
Brynhildar og
stjúpbörn Helga
eru Ragnar Logi,
Arent Orri og Steinunn Thalía.
2) Gunnar Gunnarsson, f. 8.
október 1975. Eiginkona hans
er Katla Hanna Steed og eiga
þau Gunnar Mikael, Róbert
Andra og Breka Hrafn. 3) Arna
Sif Gunnarsdóttir, f. 4. mars
Ég var svo lánsöm að vera tíð-
ur gestur á heimili Gerðar og
Gunnars í Hagaselinu þegar ég
var unglingur. Enda gestkvæmt
og allir vinir barna þeirra vel-
komnir á heimili þeirra. Þar var
gleðin við völd og þau hjónin vin-
sæl hjá vinunum í hverfinu. Það
átti svo eftir að verða mitt lífsins
lán að verða tengdadóttir þeirra
mörgum árum seinna eða fyrir
um 15 árum.
Fyrstu ár sambúðar okkar
Helga, elsta sonar Gerðar og
Gunnars, bjuggum við í næsta
húsi við þau hjónin. Þau tóku mik-
inn og virkan þátt í öllum viðburð-
um lífs okkar. Hvort sem það voru
endurbætur á húsnæðinu, veislu-
höld, hversdagsleikinn, hátíðir,
ferðalög, barnalán, garðvinnan og
hvað eina.
Barnabörnunum fannst gott að
byrja daginn á ristuðu brauði hjá
ömmu og afa eða laumast yfir til
að fá skutl í skólann á köldum
dögum. Það var gott að vita af afa
og ömmu í næsta húsi. Enda af-
skaplega gestkvæmt í Miðtúninu
og yfirleitt hrúguðust allir í litla
eldhúsið. Ungir jafnt sem aldnir.
Það var yndislegt að fylgjast
með sambandi Gerðar við nöfnu
sína og dóttur okkar Helga. Eða
eins og þær nöfnurnar kölluðu
sig: „Gerður 1 og Gerður 2“. Hún
hafði einstakt lag á börnum. Ró-
leg, þolinmóð, hlý og gaf sér tíma.
Talaði við börn eins og jafningja.
Naut fegurðarinnar í litlu hlutun-
um. Þær nöfnurnar skildu svo vel
hvor aðra og svo nátengdar.
Þurftu ekki annað en augngotur
til að vita hvað þær voru að hugsa.
Og skelltu svo allt í einu upp úr.
Það kom engum öðrum við af
hverju.
Gerður var hrifnæm og kunni
að meta fegurðina í hversdags-
leikanum. Hún elskaði vorið og
allt sem því fylgdi. Hvergi naut
hún sín betur en í íslenska sumr-
inu. Svo ekki sé talað um í landinu
þeirra hjóna á Kiðjabergi. Þá var
glatt á hjalla.
Það var hrein unun að fylgjast
með sambandi hennar og Gunn-
ars tengdapabba sem varði í
nærri 60 ár. Búin að vera saman
frá því að hún var 16 og hann 20
ára og ennþá bálskotin. Þau gerðu
allt saman. Studdu hvort annað í
blíðu og stríðu. Hlógu saman.
Nutu saman. Meira að segja tuðið
milli þeirra var fallegt. Glettið og
hlýtt. Enda ennþá neisti.
Það er ennþá óraunverulegt að
við eigum ekki eftir að eiga fleiri
stundir saman í þessu lífi. En
minningarnar ylja. Og þakklætið
fyrir kynnin og gjafirnar sem hún
gaf mér. Elsta soninn og manninn
sem er mér allt. Og elsku hjartans
nöfnuna sína, Gerði 2. Fyrir það
og allar góðu stundirnar verð ég
ævinlega þakklát.
Nú þögn er yfir þinni önd
og þrotinn lífsins kraftur
í samvistum á sæluströnd
við sjáumst bráðum aftur.
(Ingvar N. Pálsson)
Þín tengdadóttir,
Brynhildur.
Amma Gerður var besta amma
sem maður gæti átt. Hún reyndi
alltaf að koma mér í gott skap og
tókst það alltaf. Hún tékkaði alltaf
á mér, hvernig mér liði og hvernig
mér gengi í lífinu. Ég gæti ekki
hafa beðið um betri ömmu.
Hún hjálpaði mér alltaf ef mig
vantaði hjálp með eitthvað og var
alltaf svo stolt af mér. Ég man
þegar við duttum niður stigann
saman frá háa loftinu í Miðtúni.
Við hlógum auðvitað bara og vor-
um að deyja í hausnum á sama
tíma, af því við höfðum skallað
hausnum hvor í aðra.
Hún var svo góð amma, vildi
óska þess að ég hefði getað sagt
smá síðustu orð við hana. Til
dæmis hvað mér þykir vænt um
hana og hvað ég er þakklát fyrir
að hafa átt hana sem ömmu.
Þín elsku nafna,
Gerður 2.
Þegar ég minnist systur minn-
ar leitar hugurinn til æskuáranna,
þegar við vorum litlar stelpur á
Þórsgötunni, þar sem okkar
æskuheimili var, áhyggjulausar
og allt lífið fram undan.
Hún var fædd 1. maí, alltaf gott
veður í minningunni og í tilefni
dagsins fengum við að fara í spari-
fötin, sportsokka og spariskó og
svo var alltaf „flaggað“ fyrir henni
hélt ég.
Hún var ráðin til sjónvarpsins
þegar það var stofnað og þar var
hennar starfsvettvangur þar til
hún fór á eftirlaun.
Hún kynntist Gunna sínum
þegar hún var sautján ára og áttu
þau farsælt hjónaband, eignuðust
þrjú yndisleg og mannvænleg
börn.
Margar voru ferðirnar í sum-
arhús þegar börnin okkar voru lít-
il og var alltaf glatt á hjalla, einnig
ferðuðust við utan, fórum til Skot-
lands í tilefni afmælis og er sú ferð
okkur alltaf minnisstæð.
Þau áttu yndislegan stað í
Kiðjabergi og áttum við þar marg-
ar ánægjustundir og var nýlokið
við að byggja þar fjölskylduhús,
þegar við heimsóttum þau þangað
á föstudaginn langa, og áttum
góðan dag með þeim.
Það var mér ómetanlegt að
vera hjá henni síðustu dagana á
líknardeild.
Elsku fjölskylda, innilegustu
samúðarkveðjur og ást til ykkar.
Mín kæra systir og vinur, sár er
söknuðurinn.
Kristín og Björn.
Elsku frænka. Ekki fyrir svo
löngu reyndi ég að koma því í orð
hversu þakklátur ég er fyrir það
sem þú og Gunni gerðuð fyrir mig.
Þið gáfuð nú ekki mikið fyrir
það, en það er klárlega ein af vörð-
unum í mínu brölti í gegnum lífið.
Takk elsku Adda fyrir að opna
heimili þitt fyrir mér og leyfa mér
að eiga stað á flóknum tíma í mínu
lífi. Takk fyrir að vera hrein og
bein og tala hreint út. Takk fyrir
að sjá mig. Takk fyrir að vera
elskuleg við gaurinn mig.
Þú ert ein af þeim manneskjum
sem ég tileinka mín 20 ár, því ég
er ekki viss hvað hefði orðið ef þið
hefðuð ekki verið til staðar fyrir
mig. Ég leyfi mér að trúa að ég sé
einum engli ríkari og það huggar
mig á bröltinu.
Takk elsku Adda.
Kristinn (Kiddi) frændi.
Sólin skein þennan morguninn
þegar mamma hringdi og sagði að
stríðið þitt væri búið, ég hugsaði
hún valdi sér fallegan maímorg-
un. Sólin brosti við deginum og lét
geisla sína vefja þig, þú og
mamma sögðuð oft að besta sólin
væri maísólin og það er mikið til í
því, hún kemur með svo mikið
með sér. Nú verður minning þín
líka partur af maísólinni, elsku
Adda mín. Minningarnar eru
margar og þar efst er jólakortið
sem ég fékk frá þér þegar ég var í
Kanada og enn þrjátíu árum síðar
fær mig til að vökna um augun,
allar ferðirnar í Munaðarnesið.
Þegar þú kenndir mér að prjóna,
ég man að við sátum saman og
mamma hefur nú örugglega verið
búin að ströggla við þetta með
vinstri handar barnið en þar sem
ég sat með þér þá kom þetta og
gleðin var mikil. Þú tókst alltaf
brosandi á móti mér þegar ég
kom í Kiðjabergið til ykkar sem
var þér og Gunna þínum svo mik-
ill unaðsreitur, þar mun minning
þín lifa með öllum gullunum þín-
um.
Elsku frænka, þangað til síðar
takk fyrir allt og allt.
Þín
Sigrún.
Það er komið að kveðjustund.
Gerður vinkona mín hefur haldið í
sína hinstu ferð. Eftir hetjulega
baráttu við illvígan sjúkdóm hefur
hún fengið hvíldina.
Leiðir okkar lágu fyrst saman
sjö ára þegar við hófum skóla-
göngu í Miðbæjarskólanum. Þar
urðum við strax bestu vinkonur
og hélst sú vinátta síðan alla tíð.
Við unnum síðan báðar hjá Sjón-
varpinu í fjöldamörg ár.
Gerður var falleg kona,
skemmtileg, hreinskilin og alltaf
stutt í brosið og húmorinn. Hún
gat verið skjót til svars og mein-
ingu sína sagði hún umbúðalaust.
Við höfum átt óteljandi skemmti-
legar stundir saman, allt frá tjald-
ferðalögum í gamla daga til
ógleymanlegra ferða til útlanda.
Skemmst er að minnast ferðar
með þeim hjónum til Tenerife fyr-
ir tveimur árum. Gerður var mikil
fjölskyldumanneskja og var alltaf
með hugann við börnin og barna-
börnin. Gunni og börnin reyndust
henni stoð og stytta í veikindum
hennar.
Það hæfir vel minningunni um
hana að hún brotnaði aldrei, var
stærst þegar mest á reyndi.
Ég sendi þér kæra kveðju.
Nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku vinkona, ég þakka þér
samfylgdina. Ég er ríkari fyrir að
hafa átt þig að vini.
Elsku Gunni, Helgi, Brynhild-
ur, Gunni yngri, Katla, Arna Sif,
Fúsi og barnabörn. Missir ykkar
er mikill. Megi góður guð gefa
ykkur styrk.
Auðbjörg (Auja), Sigfús
(Fús) og fjölskylda.
Í dag kveðjum við elskulega
vinkonu og gleðigjafa sem hefur
kvatt okkur allt of fljótt.
Það er þyngra en tárum taki að
þurfa að kveðja Gerði okkar sem
háði erfiða en snögga baráttu við
vágestinn sem litlu eirir og það
ekki í fyrsta sinn. Með jafnaðar-
geði kvaddi hún vinahópinn með
því að tilkynna að hún ætlaði ekki
að taka fram fyrir hendur almætt-
isins og fara í erfiða lyfjameðferð
heldur taka því sem að höndum
bæri sem hún og gerði með þvílíku
æðruleysi að aðdáunarvert var.
Og heima vildi hún vera eins lengi
og kraftar leyfðu og stætt var.
Við vinirnir sem hafa haldið
hópinn í rúm 50 ár sjáum nú enn
og aftur á eftir góðri vinkonu og
erum sannfærð um að vel verður
tekið á móti henni handan þessa
heims af þeim Sæma, Ernu okkar
og Geira sem á undan eru gengin.
Klíkan, eins og við köllum okkur,
hefur haldið hópinn allt frá sjötta
áratug síðustu aldar, þótt ótrúlegt
sé, en þá var grunnurinn lagður að
þeim einstaka félagsskap sem
vinahópurinn okkar er. Síðan
bættust við eiginkonur og aðrir
vinir. Árleg ferðalög flest árin og
samverustundir hafa skapað ynd-
islegar minningar sem ljúft er að
ylja sér við nú á kveðjustund.
Þegar minnst er á Gerði eða
Gunna kemur hlátur og gleði fyrst
upp í hugann. Þau eru í huga okk-
ar sem órjúfanleg eining og varla
er nafn annars nefnt nema hitt
fylgi fast á eftir. Bæði höfðu þau
þann eiginleika að hafa sérstak-
lega létta lund og ef skoðaðar eru
myndir frá ferðum okkar eða sam-
verustundum liðinna ára má finna
Gerði brosandi eða skellihlæjandi
á þeim flestum sem og aðra í
kringum þau. Þau Gunni gátu
fundið spaugilegar hliðar á flest-
um málum. Og það sem var hlegið!
Í Matt. 5.12. segir:
Hláturinn er þjálfun hjartanu
og hljómlist sálinni …
Gott að þú gafst okkur hláturinn, Guð.
Þú vilt að við hlæjum oft og mikið og að
við getum líka hlegið að okkur sjálfum.
Mitt í öllum harmi og hörmungum getur
hláturinn hljómað eins og þegar sólin
brýst fram úr regnskúr.
Ég trúi því að þú viljir gefa okkur þess
háttar hlátur, eins og faðmlag frá þér.
Enda þótt okkur sé ekki hlátur
í huga þegar við kveðjum Gerði
okkar þá brosum við í gegnum
tárin og ornum okkur við dásam-
legar minningar sem við áttum öll
saman og þegar við minnumst
hennar. Söknuðurinn er og verður
sár en er þó sárastur hjá elsku
Gunna okkar, börnum, barna-
börnum og fjölskyldunni allri sem
hún mat svo mikils og elskaði svo
heitt. Við kveðjum vinkonu okkar
með virðingu og þökk fyrir allt
sem hún var okkur og trúum því
að góður Guð muni umvefja
Gunna og fjölskylduna og veita
þeim styrk.
Blessuð sé minning hennar.
Erla og Garðar
Arnbjörg og Sveinbjörn
Elsa og Haraldur
Ólafía og Hermann
Snæfríður og Kolbrún.
Gerður H.
Helgadóttir