Morgunblaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2021 ✝ Helgi Sigurðs- son fæddist á Akranesi á páska- dag 5. apríl 1942. Hann lést 5. maí 2021 á krabba- meinsdeild Land- spítalans. For- eldrar hans voru Sigurður Bjarni Bjarnason, vél- stjóri á Akranesi, f. 1.12. 1901, d. 8.12. 1968, og Sigurlín Jóns- dóttir, f. 4.7. 1908, d. 22.12. 1987. Systkini Helga: Sig- urlaug, f. 28.7. 1930, Benedikt, f. 29.4. 1935, og Jón Bjarni, f. 6.10. 1936. Þau eru öll látin. Systurdóttir Helga, Sigrún Rafnsdóttir, f. 21.10. 1951, er einnig alin upp á æskuheimili Helga. Helgi kvæntist 21. apríl 1962 Árnýju Kristjánsdóttur skrifstofukonu, f. 16. mars 1942. Dætur þeirra eru: 1) Gunnur, hjúkrunarfræðingur og MBA, f. 6.5. 1963. Maki hennar er Baldvin Þ. Krist- Helgi lauk barnaskóla Akra- ness 1955, tveimur bekkjum í gagnfræðaskóla, Iðnskóla Akraness 1961, sveinsprófi í vélvirkjun 1962, vélstjóraprófi frá Vélskólanum 1964 og raf- magnsdeild 1965. Helgi hlaut Fjalarsbikarinn og Skrúfubik- arinn fyrir framúrskarandi námsárangur. Hann lauk prófi sem véltæknifræðingur frá Bergens Tekniske Skole í Nor- egi 1968. Hann var véltæknifræðingur hjá Þorgeiri og Ellert á Akra- nesi 1968-71, Teiknistofu SÍS 1972-83, Borgarplasti 1984-87 og síðan hjá Nýju Teiknistof- unni til starfsloka. Helgi stund- aði einnig sjómennsku á lífs- leiðinni og átti hann með vinnufélögum trillu til nokk- urra ára. Skák og fótbolti skip- uðu einnig stóran sess í lífi hans. Hann æfði skák með Tafl- félagi Akraness og spilaði fót- bolta upp alla yngri flokka með ÍA. Hann varð Íslandsmeistari í 2. flokki og sat síðar í knatt- spyrnuráði ÍA. Útför Helga fer fram í Selja- kirkju í dag, 19. maí 2021, klukkan 13. Einnig verður streymt frá athöfninni á: http://www.seljakirkja.is Streymishlekk má finna á: https://www.mbl.is/andlat jánsson þvagfæra- skurðlæknir, f. 19.12. 1957. Börn þeirra eru: a) Tinna, fæðingar- og kvensjúkdóma- læknir, f. 5.10. 1984. b) Kristján, læknir, f. 5.10. 1987. Maki hans er Sigríður Johnson verkfræðingur. c) Helga, arkitekt, f. 1.6. 1990. Maki hennar er Sö- ren Made tæknifræðingur. 2) Sigrún, viðskiptafræðingur og MBA, f. 16.10. 1968. Maki henn- ar er Jón Bragi Bergmann, svæfinga- og gjörgæslulæknir, f. 26.4. 1968. Börn þeirra eru: a) Andreas, læknir, f. 7.4. 1990. Maki hans er Gígja Gylfadóttir, hjúkrunarfræðingur og MS í markaðsfræðum og alþjóðavið- skiptum. b) Unnur, tannlæknir, f. 21.12. 1992. Maki hennar er Ólafur Hrafn Björnsson véla- verkfræðingur. c) Helgi Hrafn, menntaskólanemi, f. 2.12. 2002. Langafabörnin eru orðin sjö. Elskulegur tengdapabbi minn er fallinn frá. Upp hrannast minningar frá kynnum okkar og þar er minnisstætt þegar ég hitti hann og tengdamömmu fyrst síðla árs 1985. Ég var orð- inn skotinn í bekkjarsystur minni í MR sem er yngri dóttir Addýjar og Helga. Við félagarn- ir vorum á rúntinum á gamlárs- kvöld 1985 og mér datt í hug að koma við í Kleifarseli 55 þar sem þau bjuggu á þeim tíma. Heimasætan var að heiman en við fengum ógleymanlegar mót- tökur. Æ síðar hefur þetta kvöld verið í minnum haft, Helgi tengdapabbi átti ógleym- anlegan performans á neðri hæðinni sem ekki verða gerð nánari skil hér. Síðan leið tíminn, við tengd- umst fjölskylduböndum og það komu börn hjá okkur Sigrúnu og nú barnabörn og langafa/ langömmubörn hjá Addý og Helga. Andreas og Unnur fæddust á háskólaárum okkar Sigrúnar. Tengdapabba fannst forgangsröðunin misgáfuleg en stóð eins og klettur við bakið á okkur. Hann hafði bleksvartan húm- or en hjarta af gulli. Var boðinn og búinn til aðstoðar hvenær sem var, hvort sem það var áð- ur en við fluttum út til sérnáms eða eftir að við fluttum heim aftur árið 2008 eftir 10 ár í Nor- egi. Þá skutlaðist hann með nafna sinn og sótti þegar á þurfti að halda. Nú í janúar kenndi hann sér meins og var ljóst þá þegar að á brattann var að sækja. Lífsvilj- inn var sterkur og áttum við yndislegar stundir með Helga og Addý, barnabörnum og lang- afabörnum hans í vor, hann við sæmilega heilsu þar til síðustu tíu dagana fyrir andlátið. Að lokum vil ég þakka þess- um vini mínum og velgjörðar- manni samfylgdina síðastliðin 35 ár, megi hann hvíla í friði. Jón Bragi Bergmann. Í dag kveðjum við elskulega afa Helga okkar, sem við vorum svo lánsöm að eiga að. Sem börn eyddum við mikl- um tíma í góðu yfirlæti hjá ömmu og afa í Kleifarselinu, sérstaklega á meðan við bjugg- um í Noregi og vörðum sum- arfríum hjá þeim. Á meðan amma gerði „túmatsúpu“ kenndi afi okkur að tefla og leggja kapal af einstakri þol- inmæði. Við fengum að horfa á glæpamyndir í svarta leðursóf- anum og toppurinn var að panta popp og kók í gegnum stigaopið sem var eins og drive-through- lúga. Við fengum stundum að fylgja afa á teiknistofuna og fylgjast með honum vinna. Þar voru reglustikur og reiknivélar af öllum stærðum og gerðum sem hægt var að glamra á. Ófá- ar ferðir voru einnig farnar að veiða með afa, bæði á bát sem hann átti um stund og í Sil- ungapollinn. Það var alltaf erfitt að kveðja þegar sumrinu lauk, enda voru þessir tímar yndis- legir í faðmi ömmu og afa og minnumst við þessara gæða- stunda með hlýhug. Amma og afi heimsóttu okkur oft úti í Noregi og við vorum svo stolt af því að eiga svona unga ömmu og afa, enda Norð- menn ekki vanir því. Þegar við fluttum aftur heim til Íslands var Helgi afi nýsestur í helgan stein en fékk um leið nánast fullt starf sem einkabílstjóri, hvort sem það var að skutla Helga, nafna afa síns, á reið- námskeið og í gítartíma, eða eldri krökkunum á mennta- skólaböll. „Já vinan/vinur“ var alltaf svarið, sama hvað var beð- ið um. Afi sýndi væntumþykju sína í verki með hvatningu og miklum áhuga fyrir því hvernig gengi í skóla, vinnu eða tómstundum. Maður fann þannig alltaf fyrir því hvað hann var stoltur af af- komendum sínum öllum. Síðustu mánuðirnir sem afi lifði, eftir að hann greindist með krabbameinið í lok janúar, voru erfiðir en jafnframt fullir af góðum samverustundum, meðal annars í Skógarselinu þar sem amma og afi höfðu hreiðrað um sig eftir að þau fluttu úr Kleif- arselinu. Við kveðjum afa með söknuði, fjölda góðra minninga og miklu þakklæti fyrir samfylgdina í gegnum lífið. Andreas, Unnur og Helgi Hrafn. Elsku afi, nú ertu farinn til sumarlandsins og þín verður sárt saknað. Að kveðja þig er erfitt eða eins og amma einu sinni orðaði það: Þegar ástvinur deyr þá deyr heill heimur. Eftir sitja hlýjar minningar um stundir okkar saman og þú átt eftir að lifa áfram í okkar hjört- um. Þú varst ávallt gjafmildur með tímann þinn og alltaf til staðar fyrir okkur systkinin, hvort sem það var að kenna okkur að tefla, skutla okkur endalaust um bæinn í ýmsum erindum eða lána okkur bílinn þinn. Þú fylgdist alltaf vel með, bæði í samfélaginu og í fréttum, en sérstaklega fylgdist þú með okkar lífi og sýndir því sem við vorum að gera mikinn áhuga. Þú varst duglegur að renna við heima hjá okkur eftir vinnu til að heilsa upp á okkur og hringd- ir oft bara til að heyra í okkur hljóðið. Metnaður fyrir námi var mikilvægur fyrir þig og þú fylgdist af einlægum áhuga með framgöngu okkar systkina þar. Við minnumst beitta húmorsins, fótboltaáhugans og margs ann- ars, en efst í okkar huga er samt umhyggjan sem þú sýndir okkur. Þú varst ekki maður margra orða en umhyggja þín og ást skilaði sér greinilega til okkar í þínum verkum. Þú lifir áfram í okkar hjörtum og hvert sinn sem við sýnum umhyggju í verki minnumst við þín. Barna- börnin, Tinna Baldvinsdóttir, Kristján Baldvinsson og Helga Baldvinsdóttir. Svo snögglega klippt á lífið. Hann fékk þessa margumtöluðu þrjá mánuði sem oft er sagt, þegar fólk greinist með krabba- mein. Helgi var yngstur fjög- urra systkina sem voru kennd við Gneistavelli á Akranesi og var síðastur þeirra til að kveðja þetta jarðlíf. Hann var alinn upp á heimili þar sem voru tvær föð- ursystur hans ógiftar, mamma hans, en pabbi hans sjómaður. Hann sagði stundum í gríni við mig, hvernig heldur þú að hafi verið fyrir okkur strákana að alast upp undir verndarvæng þriggja kvenna? Föðursystur hans voru hörkuskákmenn, svo það var mikið teflt á heimilinu. Enda varð Helgi mjög ungur gjaldgengur skákmaður, hann tefldi með Taflfélagi Akraness. Svo var hann nú ekki Skagamað- ur án þess að sparka aðeins í bolta, fótboltinn varð hans aðal- áhugamál. Laugardagarnir voru helgaðir boltanum. Hann kvæntist Addý sinni ungur að árum. Nokkru síðar fluttu þau til Reykjavíkur þar sem hann fór í Vélskólann, þar hreppti hann Fjalarsbikarinn í öðrum bekk og Skrúfubikarinn þegar hann útskrifaðist. Þá lá leiðin til Noregs í tækniskóla, þá var eldri dóttir þeirra hjóna fædd, en þau eignuðust tvær dætur sem svo sannarlega hafa gert foreldra sína stolta. Helgi var mjög metnaðargjarn fyrir þeirra hönd og fjölskyldna þeirra, sem öll eru háskólageng- in og hefur vegnað vel í lífinu. Langafabörnin eru orðin sjö. Skemmtileg voru þau Gneista- vallasystkinin og gaman að vera með þeim. Ég er alltaf þakklát fyrir samband þeirra bræðra, Benna míns og Helga, en þeir töluðust við í síma nærri hvern dag á fullorðinsárum meðan báð- ir lifðu. Jón bróðir þeirra féll frá allt of ungur árið 1982, Benni minn árið 2017, Sigurlaug systir þeirra árið 2018, Helgi nú árið 2021. Börnin mín og barnabörn minnast Helga frænda sem lit- ríks manns sem gaman var að hitta. Samúðarkveðjur til þín elsku Addý, Gunnur, Sigrún og fjölskyldur frá mér og fjölskyldu minni. Heiðrún Þorgeirsdóttir. Helgi Sigurðsson ✝ Júlíus Gunnar Geirmundsson fæddist á Látrum í Aðalvík á Horn- ströndum 15. apríl 1931. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans þann 3. maí 2021. Foreldrar hans voru hjónin Geir- mundur Júlíusson frá Fljótavík á ströndum, f. 4.3. 1908, d. 17.10. 1996, og Guð- munda Regína Sigurðardóttir frá Aðalvík á ströndum, f. 5.5. 1904, d. 23.6. 1994. Systkini Gunnars eru: 1) Halldór, f. 1930, d. 2014. 2) Geir Sigurlíni, f. 1932. 3) Helgi, f. 1934, d. 2005. 4) Ásthildur, f. 1936. 5) Baldur, f. 1937. 6) Karl, f. 1939. Hinn 4. október 1952 kvænt- ist Júlíus Gunnar Gunnhildi Magnúsdóttur frá Reykjarfirði í Ísafjarðadjúpi, f. 13.9. 1933, d. 9.12. 2014. Foreldrar hennar voru hjónin Ingunn Jónasdóttir hún á eitt barn. 3) Auður Ingr- ún, f. 10.9. 1957, börn hennar eru Hildur, maki Alejandro Serrano, þau eiga tvö börn. Gabríela Ýr, unnusti Daníel Orri Ómarsson. 4) Magnús, f.23.1. 1959, maki Solveig S. Kristjánsdóttir, börn þeirra eru Kristján. Gunnhildur, maki Hlynur Þór Stefánsson, þau eiga þrjú börn. Valgeir, maki Anna M. Kjartansdóttir, þau eiga tvö börn. Hákon. Símon. 5) Jónas, f. 19.6. 1962, maki Alma Hlíðberg, börn þeirra eru Haukur, unnusta María Ása Ás- þórsdóttir, hún á eitt barn. Ing- unn, unnusti Simon S Hansen. Hjalti. Júlíus Gunnar ólst upp í Að- alvík og Fljótavík á Horn- ströndum til 15 ára aldurs og fluttist þá til Hnífsdals. Gunnar starfaði sem vélstjóri og lærði húsgagnasmíði og vann við það hjá Ragnari Haraldssyni og síðast hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík. Útför Júlíusar Gunnars fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi í dag, 19. maí 2021, og hefst athöfnin klukkan 13. Streymt verður frá útför: https://youtu.be/FYuaSnqYo9U Streymishlekk má finna á: https://www.mbl.is/andlat frá Borg í Reyk- hólasveit, f. 28.11. 1909, d. 29.10. 1999, og Magnús Hákonarson frá Reykhólum, f. 9.5. 1899, d. 24.11. 1963. Börn Gunnars og Gunnhildar eru: 1) Ingunn Jóna, f. 28.11. 1952, maki Hreinn Jónasson. Börn þeirra eru Gunnar, maki Alma Guðjónsdóttir, þau eiga tvö börn. Vignir, maki Daníela Gunnarsdóttir, þau eiga þrjú börn. Ellert, maki Rebekka Pétursdóttir, þau eiga þrjú börn. 2) Geir Guðmundur, f. 27.6. 1955, maki Sigrún M. Arnardóttir, barn þeirra er Fil- ippía Lind, fyrir átti Geir tvær dætur, Margrét Ólöf, maki Eg- ill Jóhannsson, Margrét Ólöf á tvö börn og Egill á tvö börn. Helga Rún, maki Daniel Dawit, þau eiga fjögur börn. Fyrir átti Sigrún dótturina Sunnu Dís, Í dag kveðjum við elsku afa og tengdapabba okkar, Gunnar Geirmundsson, í hinsta sinn. Það sem er efst í huga okkar er þakklæti, þakklæti fyrir svo óendanlega margt. Gunnar afi bar eiginlega alla þá kosti sem prýða mega einn mann. Hann var gull af manni sem hafði hlýja og notalega nærveru. Hann var lífsglaður og skapgóður og með gott jafnaðargeð, jákvæður og hvetjandi. Honum var umhugað um allt og alla og ekki síst barnabörnin sín. Tók okkur allt- af fagnandi, var alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd þegar á þurfti að halda og miðla af kunnáttu sinni og verkviti. Svo var hann svolítið þrjóskur en það var allt í lagi. Gunnar afi og Hidda amma áttu fallegt heimili á Ásbrautinni og síðar í Gullsmáranum. Það var alltaf svo hlýtt og notalegt að koma til þeirra. Það var þungbært þegar Hidda amma varð bráðkvödd fyrir rúmum sex árum en þrátt fyrir það hélt afi sínu striki og hugsaði vel um fólkið sitt og var í góðu sam- bandi við það. Hann passaði vel upp á heilsuna og hreyfði sig reglulega og hætti heldur ekki að fara til Kanaríeyja. Eins og áður segir var Gunnar alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd og voru margir sem nutu góðs af. Hann hafði einlægan áhuga á öll- um framkvæmdum og fylgdist vel með því sem var að gerast hjá fleirum en bara fjölskyldunni sinni. Einnig fylgdist hann vel með og sýndi öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur mikinn áhuga, hvort sem var í námi eða tómstundum. Hann var harmón- ikuunnandi og spilaði svolítið sjálfur og fannst ekki leiðinlegt að setjast niður í stofunni heima hjá okkur og hlusta á Hauk spila. Gunnar varð níræður 15. apríl sl. og gátu börnin hans og tengda- börnin haldið upp á það með hon- um saman heila helgi fyrir utan bæinn og skálað í koníakinu sem hann hafði geymt fyrir stóraf- mælið. Þá minningu er gott að geyma og eiga. Hópurinn hans afa var stór, fimm börn, 17 barnabörn og 26 barnabarnabörn að meðtöldu einu sem er vænt- anlegt á næstu dögum. Afi var svo stoltur af öllu sínu fólki, svo glaður yfir þeim stað sem allir voru á og talaði oft um hvað þetta væri allt flott og gæfusamt fólk. Síðustu tveir mánuðir voru mjög erfiðir, bæði fyrir afa og okkur. Þetta gerðist allt svo hratt en afi bar höfuðið hátt fram á síðasta dag. Hann var alltaf svo jákvæð- ur og brosmildur og fullvissaði okkur um að hann hefði það gott og hann væri þakklátur fyrir að finna ekki til. Við þökkum Gunnari afa fyrir allt og allt og trúum því að Hidda amma taki vel á móti honum í Sumarlandinu. Góða ferð elsku afi og tengda- pabbi. Minningin um þig mun lifa í hjörtum okkar. Haukur, Ingunn, Hjalti og Alma. Það er með ólýsanlegum sökn- uði sem ég kveð elsku afa minn. Ég missti pabba minn þegar ég var mjög ung og í gegnum lífið hefur afi alltaf verið til staðar fyrir mig. Svo mikið að amma ruglaðist alltaf þegar hún var að tala við mig og sagði alltaf „Hild- ur, hann pabb … nei afi þinn …“, hló svo og sagði „æ, þú veist hvað ég meina“. Það sem þú skil- ur eftir stórt skarð elsku afi minn, eða ef ég vitna í ljóð frá mér til þín í einu jólakortinu: „Hvar sem vantar hlekk á keðjuna mína hefur þú fyllt upp í gatið.“ Ég var svo heppin að fá auka- foreldra, þig og ömmu. Við syst- urnar og mamma vorum svo heppnar að fá að vera svona mik- ið með ykkur, dagsdaglega og á öllum hátíðardögum. Ég veit að ég kvartaði sáran þegar ég var unglingur yfir því að fá ekkert partí á gamlárskvöldum eins og allir hinir og vera bara með ykk- ur og mömmu en þegar ég var orðin fullorðin lærði ég að meta mikils þessar stundir og ég hef þakkað ykkur oft fyrir. Það var mikil tónlist í hjarta þínu og mér hefur alltaf fundist svo gaman að fylgjast með þér æfa þig á harmonikkuna. Það er ykkur að þakka að ég gat farið í tónlistarskóla og núna þegar Sara mín byrjaði að læra á píanó stoppaðir þú ekki fyrr en ég hafði keypt alvörupíanó. Fyrir nokkrum árum byrjuðum við að spjalla um æsku þína í Fljótavík. Mér hefur alltaf fundist þú hafa lifað svo ótrúlega áhugaverðu lífi svo ég bað þig að segja mér frá því hvernig lífið var í Fljótavík þegar þú varst lítill. Við áttum margar góðar stundir að ræða um þetta og er ég innilega þakk- lát fyrir að hafa spurt þig spjör- unum úr til að geta deilt því með barnabarnabörnum þínum. Við eigum líka eina einstak- lega fallega minningu saman, það er brúðkaupið mitt. Þú varst svo góður að ganga með mér inn kirkjugólfið, takk innilega fyrir það elsku afi. Giftingarhringur- inn minn er svo smíðaður eftir giftingarhringnum hennar ömmu, ég veit þér þótti einstak- lega vænt um það líka. Þú ert einn af þeim sem hafa mótað líf mitt, stutt mig í öllu og ráðlagt mér. Ég hef, síðan ég var pínulítil, samið heilan helling af ljóðum fyrir þig til að þakka þér fyrir allt og þú vitnaðir oft í gegnum tíðina í ljóð sem ég samdi 7-8 ára gömul, „Ú frétt- irnar“ sem ég samdi því ég þoldi ekki að þú raukst alltaf klukkan hálfátta að horfa á fréttirnar, þótt við værum að borða. Á jól- um og stórafmælum samdi ég ljóð eða lög fyrir þig og ömmu og núna þegar þú varðst níræður samdi ég síðasta lagið, „Lífið er þér að þakka“. Ég er svo þakklát fyrir það að við Haukur náðum að spila það fyrir þig í Gullsmár- anum áður en þú kvaddir okkur. Lífið er þér að þakka Lífið með þér er eins og það er því þú ert mér hjá því allt sem ég á er þér að þakka Ég væri ei hér ef þú hefðir ei séð ástina þá og ástinni má allt þakka Hvert spor sem ég tek hvert andartak er innblásið frá þér því í grunninn ég er aðeins þér að þakka Fyrir hönd okkar allra af Sæ- bólsbrautinni og úr Fannahvarf- inu, elsku afi okkar og pabbi, við minnumst þín ávallt með mikilli gleði, söknuði og þakklæti í hjarta. Hildur, Gabríela Ýr og Auður Ingrún. Júlíus Gunnar Geirmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.