Morgunblaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2021
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Málarar
Málarar
Getum bætt við okkur verkefnum,
fagmennska í fyrirrúmi og
löggiltir málarar að störfum.
Sími 790 7130
Bílar
Nýr Mitsubishi Outlander Hybrid
Instyle Leður og rúskinn á sætum.
18” álfelgur. 5 ára evrópsk verk-
smiðjuábyrgð. Litir : Svartur og
hvítur. Langt undir listaverði á
5.280.000,-
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
Fundir/Mannfagnaðir
Dómkirkjan
í Reykjavík
Aðalsafnaðarfundur
Dómkirkjusafnaðarins
verður haldinn miðvikudaginn 26. maí 2021
kl. 17.00 í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar,
Lækjargötu 14a.
Fundarefni:
Venjuleg aðalfundarstörf
Önnur mál
Sóknarnefnd
Dómkirkjunnar í Reykjavík
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Skagabraut 24, Akranes, fnr. 210-1702, þingl. eig. Kolbrún Líndal
Guðjónsdóttir, gerðarbeiðendur Arion banki hf. og Íslandsbanki hf.
og Framtíðin lánasjóður hf. og Akraneskaupstaður, miðvikudaginn
26. maí nk. kl. 12:00.
Lækur Hafnarlandi, Hvalfjarðarsveit, fnr. 233-4197, þingl. eig. Róbert
Birgir Finnbogason, gerðarbeiðandi Arion banki hf., miðvikudaginn
26. maí nk. kl. 11:00.
Sýslumaðurinn á Vesturlandi
18. maí 2021
Tilboð/útboð
Aðalskipulag Mýrdalshrepps 2012-2028
– Breyting á þéttbýlisuppdrætti
Í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með
auglýst tillaga um breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps
2012-2028.
Breytingin felur í sér stækkun á reit Þ7 (Þjónustustofnun)- þar
sem mun koma nýr stærri leikskóli um 600 m² á einni hæð og
stækkun á reit ÍS2 (Bakkar)- þar sem gert er ráð fyrir tveimur
nýjum lóðum.
Tillaga þessi að aðalskipulagsbreytingu liggur frammi hjá
skipulags-og byggingarfulltrúa Mýrdalshrepps Austurvegi 17,
870 Vík og á heimasíðu Mýrdalshrepps www.vik.is frá 19. maí
2021 til og með 30. júní 2021.
Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrif-
stofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík eða í tölvupósti á
bygg@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út
miðvikudaginn 30. júní 2021.
George Frumuselu
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Mýrdalshrepps
Auglýsing um skipulagsmál í Mýrdalshreppi
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30, nóg pláss. Kaffi kl. 14.30-
15.20. Nánari upplýsingar í síma 411 2702. Allir velkomnir.
Árskógar Smíðastofa með leiðb. kl. 9-14. Opin vinnustofa kl. 9 -12.
Stóladans með Þóreyju kl. 10. Bónusbíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl.
12.55. Spænskukennsla kl. 14. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala
kl. 14.30-15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. Grímuskylda og það
þarf að skrá sig í viðburði eða hópa: 411 2600.
Boðinn Handavinnustofa er opin frá kl. 13-16, munið sóttvarnir.
Sundlaugin er opin frá kl. 13.30-16.
Bústaðakirkja opið hús í dag miðvikudag frá kl. 13-16. Spil, handa-
vinna og prestur verður með hugleiðingu og bæn. Kaffið góða á
sínum stað. Vorferð verður farin 26. maí kl. 13 frá Bústaðakirkju.
Skráning hjá Hólmfríði djákna.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.10-11.
Upplestrarhópur Soffíu kl. 10-12. Línudans kl. 10-11. Hádegismatur kl.
11.30-12.30.Tálgun með Valdóri kl. 13-15.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30-
15.30.
Garðabæ Poolhópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl.
10. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13. Stólajóga í Jónshúsi kl. 10 og 11.
Zumba í sal í kjallara Vídalínskirkju kl. 16.30.
Guðríðarkirkja Félagsstarf eldriborgara. Förum að heiman, ætlum
að fara í Hafnarfjörð og ætlum að skoða Hellisgerði förum síðan á
kaffihús og fáum okkur kaffi saman. Hittumst í kirkjunni kl: 13.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30.
Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Framhaldssaga kl. 10.30. Gönguferð á kaffi-
hús kl. 13.30.
Korpúlfar Morgunleikfimi útvarpsins kl. 9.45 í Borgum. Gönguhópur
Korpúlfa, ganga frá Borgum kl. 10 og inni í Egilshöll á sama tíma,
kaffispjall á eftir í Borgum. Þrír styrkleikar í göngunni. Hádegisverður
frá kl. 11.30-12.30 alla virka daga. Panta þarf fyrir kl. 9 deginum áður.
Kaffimeðlæti frá kl. 14.30-15.30. Allir hjartanlega velkomnir. Minnum
á bókaklúbb Korpúlfa á morgun kl. 13 í Borgum.
Seltjarnarnes Gler og bræðsla í samráði við leiðbeinendur. Botsía
Skólabraut kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Kyrrðarstund í kirkj-
unni kl. 12. Handavinna, samvera og kaffi í salnum á Skólabraut kl. 13.
Áfram Ísland /Eurovision í salnum á Skólabraut á morgun fimmtudag
kl. 19. Allir velkomnir.
Rað- og smáauglýsingar
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
Hæ elsku amma.
Núna finnst mér
erfitt. Ég er langt í
burtu í öðru landi
og get ekki komið
og verið með í jarðarförinni þinni
út af þessari leiðinlegu heims-
veiki. Að fá að vera með þér var
alltaf skemmtilegt og lærdóms-
ríkt vegna þess að þú varst alltaf
með í öllu sem var að gerast í
heimi unga fólksins þrátt fyrir
að vera miklu eldri en ég. Þegar
uppáhaldssöngvarinn minn,
Michael Jackson, dó og ég var að
reyna að skýra út fyrir þér, þá á
minni bjöguðu íslensku, hver
hann væri, þá skynjaði ég að þú
varst með í alvöru. Hún vissi
meira um mr. Jackson en ég.
Amma Sigga var eins og Amma
Dreki í sögunni um Jón Odd og
Jón Bjarna. Það segir mjög mik-
ið eða hvað finnst ykkur?
Amma, ég kveð þig með mikl-
um söknuði. Ég þarf að fá að
gráta meira þegar pabbi kemur
heim til baka til Svíþjóðar og við
fáum saman tíma til þess að tala
um þig yfir kaffi og snúð.
En elsku besta amma mín:
Takk fyrir ekta kærleika og
ást sem ég fékk frá þér. Takk
fyrir að ég fékk læra íslensku
hjá þér. Takk fyrir að þú
skammaðir mig stundum á
skemmtilegan hátt. Takk fyrir
að vera vera amma mín.
Ég elska þig að eilífu.
Andri Freyr.
8. maí lést yndislega amma
mín, amma Sigga eins og hún
var alltaf kölluð. Það er erfitt að
trúa því að kletturinn sem hún
var sé farinn frá okkur. Hennar
verður sárt saknað.
Amma Sigga er sú kona sem
ég lít hvað mest upp til, hún var
einstaklega góðhjörtuð, elskaði
fjölskyldu sína og vini og vissi
alltaf hvað allir hennar afkom-
endur, vinir og jafnvel afkom-
endur vina hennar voru að gera í
lífinu. Hún var stuðningsmaður
allra nr. 1. Mætti stolt á allar út-
skriftir, íþróttakeppnir og stóra
viðburði. Minnisstæðast mér er
þegar hún mætti á meistara-
vörnina mína í verkfræði sem fór
öll fram á ensku. Þar sat hún í
klukkutíma og hlustaði á mig
kynna og svo verja á tungumáli
sem hún skildi lítið í. Þegar
vörninni var lokið kom hún til
mín, svo ánægð og stolt, og ósk-
aði mér innilega til hamingju.
Eins og hún sagði: „Ég skildi svo
sem ekki mikið en mikið var
þetta flott hjá þér!“
Mikið er ég þakklát fyrir tím-
ann sem við áttum saman. Ótelj-
andi samverustundir heima hjá
henni með eitthvað nýbakað af
henni, Pepsi max og/eða kaffi-
bolla. Að ógleymdri ferðinni
hennar til Frakklands að hitta
mig og skiptinemafjölskylduna
mína. En sérstaklega er ég
þakklát fyrir síðasta árið eftir að
Hinrik Bragi fæddist. Hann er
13. langömmubarnið hennar en
hefði allt eins getað verið hennar
Sigríður
Stefánsdóttir
✝
Sigríður Stef-
ánsdóttir fædd-
ist 17. febrúar
1932. Hún lést 8.
maí 2021.
Útför hennar fór
fram 18. maí 2021.
fyrsta. Þvílík ást,
umhyggja og at-
hygli sem hann fékk
frá henni. Ég er
líka alveg viss um
að Hinrik Bragi
skynjaði að ekki
væri allt í lagi því
endalausu kossarnir
og knúsin sem hún
fékk frá honum gef-
ur hann alls ekki
öllum. Við náðum
að hitta hana, kyssa og knúsa
daginn sem hún fór frá okkur.
Þá stund mun ég að eilífu geyma
í hjarta mínu.
Ég elska þig elsku amma mín.
Ragna Björk Bragadóttir.
Elsku amma. Ég trúi því ekki
ennþá að þú sért farin frá okkur.
Að ég fái ekki fleiri símtöl frá
þér, ekki fleiri knús og kossa.
Við áttum svo dýrmætt trúnað-
arsamband og það var alltaf svo
gott að leita til þín. Það var alltaf
svo mikil ást og umhyggja í
kringum þig og mikil hlýja. Þú
varst mín helsta og stærsta fyr-
irmynd og stuðningsmaður og ég
er svo þakklát fyrir allar stund-
irnar okkar saman. Að fá að
halda í höndina þína og fylgja
þér yfir í Sumarlandið er það
erfiðasta sem ég hef gert, en
samt svo fallegt og dýrmætt á
sama tíma. Ég veit að þú ert
komin í fangið á afa og þið vakið
yfir mér og fjölskyldunni, og ég
mun geyma þig í hjarta mínu
alla daga þar til minn tími er
kominn.
Elska þig að eilífu.
Kolbrún Þöll Þorradóttir.
Það er með sárum söknuði
sem við kveðjum okkar elsku
Siggu frænku. 89 ár eru hár ald-
ur, en Sigga frænka var ekki á
þeim aldri í okkar augum. Gleði,
jákvæðni og dugnaður einkenndi
hana alla tíð og alltaf var hún
tipptopp í tauinu, algjör skvísa.
Við áttum yndislegar stundir
saman frá barnæsku og fram á
fullorðinsár. Má þar nefna vin-
konuboðin sem við systur höfum
haldið ár hvert í nóvember sl. 35
ár. Þau voru haldin til minningar
um móður okkar sem lést fyrir
aldur fram. Gerðu þessi boð mik-
ið fyrir okkur allar og veittu okk-
ur mikla gleði. Ekki má svo
gleyma frænkuboðunum og
kaffihúsaferðunum og mætti síð-
an lengi telja. Sigga frænka var
móðursystir okkar sem við gát-
um alltaf leitað til í blíðu og
stríðu. Það verður skrítið að geta
ekki hringt eða komið við og
spjallað.
Elsku frænka, minning þín lif-
ir, takk fyrir allt sem þú gafst
okkur alla tíð.
Elskum þig að eilífu.
Fyrir allt sem okkur varstu
ástarþakkir færum þér.
Gæði og tryggð er gafstu
í verki góðri konu vitni ber.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Elsku frændfólk og fjölskyld-
ur, innilegar samúðarkveðjur til
ykkar allra.
Hafdís, Bryndís og Arndís.
Þegar við kveðjum Siggu
frænku, eins og við kölluðum
hana Sigríði Stefánsdóttur
gjarnan, fyllast hugir okkar af
hlýjum minningum bernskudag-
anna. Þessar minningar tengjast
henni og manni hennar, Gísla
móðurbróður okkar. Þau hjónin
Sigga og Gísli gegndu mikilvægu
hlutverki í lífi okkar systkin-
anna. Þau studdu við þroska
okkar þegar við vorum að alast
upp og urðu okkur mikilvæg fyr-
irmynd um góð vina- og fjöl-
skyldubönd. Sigga og Gísli voru
samhent hjón, afskaplega gest-
risin og alltaf reiðubúin til að
gefa af sér og hjálpa öðrum. Við
minnumst skemmtilegra daga
bæði á Dunhaganum þar sem
þau bjuggu lengi og í Brekkusel-
inu þar sem seinna heimili þeirra
var. Við minnumst einnig góðra
samverustunda á heimili okkar
og minnisstæðra ferðalaga um
Ísland. Á þessum ferðum voru
sungin lög og kveðnar vísur og
áhugaverðir staðir skoðaðir.
Við kveðjum brosmilda og
glæsilega konu sem bar heil-
steyptan persónuleika, vann
verk sín af myndarskap, var
áhugasöm um vini og fjölskyldu
og með skarpa sýn á lífið og til-
veruna.
Sigga var móður okkar ein-
stakur vinur. Við þökkum þér
Sigga fyrir ræktarsemi þína við
hana eftir að hún veiktist af
minnissjúkdómi og hvarf úr
tengslum við fyrri tilveru.
Við sendum þér og fjölskyldu
þinni okkar hlýjustu kveðjur.
Far þú í friði og berðu bestu
kveðju til hans frænda.
Ó sólin mín sem birtist á bökkum
skýjanna
þar sem fuglarnir ferðast um.
Þú ert ljósið sem hitar upp heiminn.
Eyddu í burtu myrkri og lýstu upp
tilveru okkar.
Færðu okkur daginn svo við getum
hlegið með börnunum
og horft á blóm jarðarinnar vaxa.
(AM & GÞ)
Sunnuvegssystkinin,
Vilmundur, Gísli, Hrefna
Björg og Þorbjörg Stefanía.
Með örfáum orðum langar
mig að minnast elskulegrar vin-
konu minnar Sigríðar Stefáns-
dóttur, sem kvaddi okkur eftir
stutt veikindi. Við Sigga kynnt-
umst í gegnum Daggrós systur
hennar sem lést langt fyrir aldur
fram.
Sigga var einstök vinkona,
skemmtileg, umhyggjusöm og
einstaklega traust. Hún var glað-
lynd, með góða nærveru og öll-
um leið vel í návist hennar. Við
töluðum saman í síma nánast á
hverju kvöldi og fylgdist hún vel
með öllu mínu fólki. Við vorum
duglegar að sækja tónleika og
áttum margar ánægjustundir
þar, eins kom hún nánast á alla
tónleika hjá kórnum mínum. Við
fórum líka margar ferðir austur
á Þingvöll og nutum sveitasæl-
unnar. Hún var alltaf til staðar
ef eitthvað bjátaði á og alltaf
tilbúin að rétta hjálparhönd. Ég
þakka fyrir allar yndislegu
stundirnar sem við áttum saman.
Hennar verður sárt saknað.
Ég votta börnum hennar,
tengdabörnum og afkomendum
öllum mína innilegustu samúð og
bið Guð að blessa minningu
hennar.
Laufey Erla Kristjánsdóttir.
Hver minning dýrmæt perla
að liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni
af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki
var gjöf, sem gleymist eigi,
og gæfa var það öllum,
er fengu að kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Fjölskyldu og vinum votta ég
mína dýpstu samúð.
Takk fyrir dýrmæta vináttu
síðastliðin 50 ár elsku vinkona.
Minning þín lifir.
Þín vinkona
Anna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar