Morgunblaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2021 90 ÁRA Erla er fædd í Reykja- vík og hefur búið þar og starfað alla tíð. Erla var heimavinnandi meðan börnin voru að alast upp. Eftir það tóku við ýmis umönn- unarstörf ásamt stöku þrifum. Erla býr nú í þjónustuíbúð á Dal- braut 27 í Reykjavík. MAKI Guðmundur Kristleifsson húsasmíðameistari, f. 1923, d. 2011. BÖRN Margrét, f. 1950, Soffía, f. 1951, Birgir, f. 1954 og Kristrún, f. 1956. Barnabörnin eru sjö, fjórtán barnabarnabörn og eitt barna- barnabarnabarn. FORELDRAR Bótólfur Sveins- son, f. 1900, d. 1999, bifreiðar- stjóri, og Margrét Erlingsdóttir, f. 1906, d. 1995, húsmóðir. Erla Bótólfsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Gerðu ekkert að vanhugsuðu máli í viðskiptum. Persónuleg mál eru alltaf vandmeðfarin svo þú skalt gæta þín sér- staklega á því sviði bæði til orðs og æðis. 20. apríl - 20. maí + Naut Fjölskyldan sameinast á jákvæðan máta og mun deila bæði sorg og hug- myndum um breytingar til batnaðar. Láttu einskis ófreistað til að leita leiða til að svo geti orðið. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Fólk umhverfis þig reynir mikið að ganga í augun á þér, sem er merki þess að því tekst ekki að uppfylla sannar óskir þínar. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Það er óvenjulegt að þú finnir til öf- undar yfir því sem aðrir eiga en þú finnur þó fyrir því í dag. Líttu í eigin barm og íhug- aðu hvað veldur afstöðu þinni. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Óvænt tækifæri til ferðalaga eða til þess að ota þínum tota hvað varðar mennt- un og starfsreynslu verða sennilega á vegi þínum í dag. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Skýr sýn í atvinnumálum halda þér ánægðum og vel við efnið. Reyndu ekki að vera örlátur heldur beittu almennri skyn- semi og verndaðu eigin hagsmuni. 23. sept. - 22. okt. k Vog Einhverra hluta vegna fara samstarfs- menn þínir í taugarnar á þér. Vertu betri við sjálfa þig og þú laðar að þér athyglina sem þú leitar. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Láttu ekki persónuleg kynni hafa áhrif á framgöngu þína á vinnustað. Hindranir valda þér óþreyju, en þú ert bara einfaldlega á kafi í skyldum. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Það hefur ekkert upp á sig að ræða hlutina endalaust fram og aftur. Vertu skilningsríkur og hlustaðu á aðra. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú ert í keppnisskapi og það kemur sér vel að velja verðugan andstæð- ing. Ekki láta metnaðinn hlaupa með þig í gönur. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þetta er góður tími til að leysa deilur sem tengjast sameiginlegri ábyrgð á börnum. Fylgdu réttlætiskennd þinni. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Oft leitum við langt yfir skammt að svörum við spurningum okkar. Vertu sveigj- anlegur og vandamálin leysast farsællega. um fræga og umtalaða einstaklinga. Þegar ég lauk MSc.-gráðu í um- hverfisvísindum árið 1978 var ég fyrsti Íslendingurinn, eftir því sem ég best veit, til að ljúka slíku sér- námi. Í framhaldi af þessu bauðst ast með umræðum í þingnefndum á Capitol Hill um umhverfis- og auð- lindamál, og skrifa vikulegar frá- sagnir um þau mál í fréttabréf sam- takana. Það var sérstök lífsreynsla að vera þarna nær daglega innan H ermann Sveinbjörns- son er fæddur 19. maí 1951 í Reykja- vík. „Heimili bernsk- unnar fyrsta áratug- inn var í húsi ömmu og afa við Tjarnargötu. Síðan fluttu foreldrar mínir ásamt börnum sínum í Hlíð- arnar og þar áttum við heima þang- að til fjölskyldan flutti í Garðabæ á mínum menntaskólaárum.“ Her- mann var í sveit hjá Guðbirni Ein- arssyni og fjölskyldu hans á Kára- stöðum í Þingvallasveit og undi hag sínum þar vel. „Guðbjörn var haf- sjór fróðleiks um allt í náttúrunni og miðlaði stöðugt miklum fróðleik um hin ýmsu undur lífsins.“ Á unglingsárum starfaði Her- mann nokkur sumur hjá Skógrækt- arfélagi Reykjavíkur og síðan nokkur sumur hjá Rannsóknastofn- un landbúnaðarins við gróðurkorta- gerð vítt og breitt um landið með Ingva Þorsteinssyni og hans starfs- liði. „Einnig var ég á unglingsárum mikið í samvistum við móðurafa minn Hermann Jónasson og ömmu, Vigdísi Steingrímsdóttur, að Kletti í Reykholtsdal. Þar lærði ég að slá með orfi og ljá og allt sem hægt var að læra um skotveiði og stanga- veiði. Við nafnar vorum miklir sálu- félagar og höfðu samvistir mínar með honum mikil og mótandi áhrif á mig á unglings- og menntaskóla- árum.“ Hermann gekk í Ísaksskóla og Hlíðaskóla, varð stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1971 og lauk B.Sc.-gráðu í lífffræði við Háskóla Íslands. Hann lauk M.Sc.-gráðu í umhverfisvísindum frá Miami-háskólanum í Oxford, Ohio 1978 og doktorsnámi, Ph.D., frá Johns Hopkins-háskólanum í Baltimore 1983. „Hluti af meistara- námi mínu í Bandaríkjunum var starfsþjálfun (internship) í heilan vetur í Washington DC hjá stærstu náttúruverndarsamtökum þar vestra, National Wildlife Federa- tion. Verkefni mitt þar var að fylgj- mér að koma í doktorsprógram Johns Hopkins-háskólans í Balti- more á fullum námsstyrk og náms- launum. Ég tel það mesta heiður sem mér hefur hlotnast á lífsleið- inni.“ Eftir doktorsnámið var Hermann deildarstjóri hjá iðnaðarráðuneyt- inu 1983-1987, aðstoðarmaður ráð- herra í sjávarútvegsráðuneytinu 1987-1991, vann hjá Nýsi 1991-1992 og var forstjóri Hollustuverndar ríkisins 1992-2000. Hann var sendi- ráðunautur hjá fastanefnd Íslands í Brussel 2000-2004, deildarstjóri í Umhverfisráðuneytinu 2004-2016 og leiðsögumaður 2016-2019. „Sem ungur maður fékk ég tækifæri til að kynnast og starfa hjá mörgum ólík- um stofnunum, sem flestar tengd- ust náttúrufræði og lífvísindum, svo sem: Raunvísindastofnun Háskól- ans, Tilraunastöð Háskólans í meinafræði á Keldum, Rann- sóknastofnun landbúnaðarins, Landmælingum Íslands, Skógrækt- inni og Landgræðslunni. Sem forstöðumaður Hollustu- verndar ríkisins fannst mér ég vera á réttri hillu miðað við menntun mína og áhugasvið. Sú stofnun, sem síðar varð meginuppistaða Um- hverfisstofnunar, hafði á þeim tíma ótrúlega víðtækt ábyrgðarsvið, sem var hollustuhættir og mengunar- varnir, eiturefnaeftirlit, matvæla- öryggi og innflutningseftirlit með plöntum og sáðvöru. Einnig fannst mér starfsferill minn hjá þeim þremur ráðuneytum sem ég starf- aði í, þ.e.a.s. iðnaðarráðuneytinu, sjávarútvegsráðuneytinu og síðast umhverfisráðuneytinu, mjög við- burðaríkur og áhugaverð lífreynsla, sem líka féll vel að mínum bak- grunni og áhugasviði.“ Hermann er mikið fyrir útivist og tónlist. „Ég viðra sálina talsvert á landareign fjölskyldunnar í Borg- arfirði og stunda veiðiskap þar eins og aðstæður leyfa. Ég hef mikið sótt tónleika bæði heima og í út- löndum t.d. þegar ég bjó úti í Dr. Hermann Sveinbjörnsson, fyrrverandi forstjóri – 70 ára Með barnabörnunum Hermann ásamt Þorláki, Huldari og Guðmundi Ara. „Með Mozart kemst maður næst himnaríki“ Með eldri börnunum Benedikt Hermann og Kristín, en Vigdís býr erlendis. 50 ára Guðbjörg er frá Svanavatni í Austur-Landeyjum en býr á Flúðum. Hún er íþróttakennari að mennt frá Íþróttakennaraskól- anum á Laugarvatni, uuddari frá Nuddskóla Íslands og ÍAK einka- þjálfari frá Íþróttaakademíu Keilis. Guðbjörg er kennari við Flúða- skóla, hún þjálfar frjálsar íþróttir og er virk í ungmennafélagsstarfi. Maki: Jón Guðmundur Valgeirsson, f. 1968, sveitarstjóri í Hruna- mannahreppi og er lögmaður að mennt. Börn: Nói Mar, f. 2000, og Una Bóel, f. 2003. Foreldrar: Viðar Marmundsson, f. 1937, fyrrverandi bóndi á Svanavatni, búsettur á Hvolsvelli, og Bóel Ágústsdóttir, f. 1939, d. 2018, bóndi á Svanavatni. Guðbjörg Viðarsdóttir Til hamingju með daginn Vissir þú að r þína auglýsingu? Morgunblaðið er með 47% lengri lestrartíma að meðaltali og 106% lengri yfir vikuna * yfi * G a llu p Q 1 2 0 2 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.