Morgunblaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 36
• Guðni Ágústsson
verður í fararbroddi
og skemmtir farþegum
af sinni alkunnu snilld
• Gist er á hinu glæsilega Hótel Brandan 4*
Morgunverður og kvöldverður innifalinn
• Skoðunarferðir til Klakksvíkur, Gásadals,
Kirkjubæjar og víðar um eyjarnar
Fararstjóri er Sigurður K. Kolbeinsson
Færeyjar
Bókanir í gegnum netfangið hotel@hotelbokanir.is
eða í símum 783-9300/01
Allar nánari upplýsingar á
www.ferdaskrifstofaeldriborgara.is
Heillandi eyjar með
stórbrotnu landslagi
Verð
189.900á mann í tvíbýli**aukagjald fyrir einbýlikr. 39.500
Ferð með
Guðna Ágústssyni
9.-13. ágúst
4 nætur
Hönnuðir ÞYKJÓ segja frá verkefnum og innsetningum
sem eru sýnd í Menningarhúsunum í Kópavogi á Hönn-
unarMars 2021. Spjallið fer fram í Salnum í dag kl.
12.15. Hönnuðir ÞYKJÓ eru Sigríður Sunna Reynis-
dóttir, Ninna Þórarinsdóttir, Erla Ólafsdóttir og Sigur-
björg Stefánsdóttir. Yfirskrift verkefnis þeirra í Menn-
ingarhúsunum í Kópavogi er ,,með augun í Náttúru-
fræðistofu, eyrun í Salnum og hryggjarstykkið í
Gerðarsafni“. Titillinn vísar til þess hvernig unnið er
með ólík skynfæri manna og dýra í hverju húsi fyrir sig,
sem tengist þó saman í eina lífræna heild. Verkefnið
hverfist annars vegar um að fá börn til að sjá heiminn
með augum annarra dýrategunda, en hvetur þau líka til
að staldra við og kynnast dýrinu í sjálfum sér.
ÞYKJÓ í spjalli í Salnum í dag
MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 139. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
„Ég hef áður átt þess kost á ferlinum að fara út á land
en fjölskylduaðstæður gerðu það flóknara. Ég á drengi
sem nú eru 24 ára, 20 og 16. Á þeim tíma snerist málið
um þeirra nám og fleira. Ég og Viðar Örn erum miklir
vinir og síðustu árin höfum verið í miklu sambandi.
Þegar þau fyrir austan höfðu samband fann ég sterkt
að þetta vildi ég skoða,“ segir körfuboltaþjálfarinn Ein-
ar Árni Jóhannsson meðal annars í samtali við Morgun-
blaðið í dag. Hann er hættur hjá Njarðvík og mun stýra
Hetti ásamt Viðari Erni Hafsteinssyni. »31
Vinskapur tveggja þjálfara þróast
út í samstarf í stað samkeppni
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Ellubúð við byrjun gönguleiðar að
eldgosinu í Geldingadölum verður
opnuð á ný á morgun og verður opin
um helgina. „Þetta er kærkomin fjár-
öflun fyrir okkur, ekki síst vegna þess
að hátíðin „Sjóarinn síkáti“ féll niður í
fyrra vegna kór-
ónuveiru-
faraldursins og
þar með öll fyr-
irhuguð sala hjá
okkur auk þess
sem hátíðin verð-
ur með breyttu
sniði núna og
sennilega engin
sala hjá okkur,“
segir Guðrún
Kristín Einars-
dóttir, formaður slysavarnadeild-
arinnar Þórkötlu í Grindavík.
Verslunin er í 40 feta gámi, sem El-
ín Pálfríður Alexandersdóttir gaf
deildinni ásamt fjölskyldufyrirtækinu
HP Gámum. Elín var einn af stofn-
endum slysavarnadeildar Þórkötlu
12. janúar 1977 og virkur og öflugur
félagi á meðan kraftar leyfðu en hún
lést 2019.
Gámur heppilegri
Fyrir nokkrum árum stakk Otti
Rafn Sigmarsson, barnabarn Elínar
og þáverandi framkvæmdastjóri HP
Gáma, því að henni að í stað þess að
vera með sölutjöld væri mun þægi-
legra að vera með fjáröflun í færan-
legum gámi með lúgum, hillum og
öðru slíku. „Hún keypti hugmyndina
og við gáfum deildinni 20 feta gám
2014 en um þremur árum síðar var
hann úr sér genginn og konurnar
veltu fyrir sér að fá sér nýjan og
stærri gám,“ segir Otti, sem er félagi
í Björgunarsveitinni Þorbirni og
varaformaður Landsbjargar. Hann
segist hafa gert þeim tilboð, en þá
hafi amma sín komið inn á verkstæðið
og tekið af skarið. „Otti minn. Við lát-
um slysavarnadeildina ekki borga
þetta. Ég græja þetta bara. Við ger-
um þetta almennilega og þar við sit-
ur.“ Það var ekki flóknara.
Þórkatla starfar í góðu samstarfi
við Björgunarsveitina Þorbjörn í
Grindavík. Guðrún segir að deildin
hafi verið stofnuð í þeim tilgangi að
aðstoða björgunarsveitarmenn í út-
köllum. „Vera til taks og sjá um mat
og fleira, þegar kalla þyrfti björg-
unarsveitina út vegna sjóslysa og
annarra verkefna.“ Síðan hafi hún
þróast út í að vera jafnframt fjáröfl-
unardeild fyrir Þorbjörn. Konurnar
hafi til dæmis verið með blómasölu
fyrir konudaginn og keyrt vendina út,
bakað og selt kökur fyrir konudaginn
og bóndadaginn, verið með sérstaka
sölu 17. júní, pokasölu, selt jólarósir
og bakkelsi í desember og séð um alla
sölu á „Sjóaranum síkáta“ fyrstu
helgina í júní. „Það hefur verið helsta
fjáröflun okkar undanfarin ár og
munar um minna.“ Auk þess hafa
konurnar sinnt ýmsum slysavarna-
verkefnum, ekki síst þeim sem við-
koma börnum.
Þórkatla er nú öflug og sjálfstæð
slysavarnadeild. Um 140 konur eru í
deildinni og hafa margar þeirra lagt
sitt af mörkum á gosvaktinni þar sem
þær hafa með dyggri aðstoð annarra
slysavarnadeilda og fyrirtækja séð
um mat fyrir starfsfólk á gossvæðinu.
Eftir að hafa boðið gestum og gang-
andi í grennd við gosstöðvarnar upp á
pylsur, flatbrauð, samlokur, gos, kaffi
og fleira í 10 daga í Ellubúð var söl-
unni hætt í þrjá daga en þráðurinn
verður tekinn upp aftur á morgun.
„Mest er að gera um helgar,“ segir
Guðrún, en þá er opið frá klukkan tvö
á daginn til klukkan eitt eftir mið-
nætti. Á virkum dögum er salan frá
klukkan 20 til klukkan eitt. „Við
minnumst Elínar með miklu þakklæti
og hlýhug og höldum heiðri hennar á
lofti með Ellubúð.“
„Ég græja þetta bara“
- Þórkatla nýtur góðvildar Elínar Pálfríðar Alexandersdóttur
Í gámnum Guðrún Kristjana Jónsdóttir til vinstri ásamt mæðgunum Vigdísi
Agnarsdóttur og Valdísi Helgu Lárusdóttur við afgreiðslu í grennd við gosið.
Ellubúð Guðrún Kristín Einarsdóttir, formaður Þórkötlu. Félagsmenn mál-
uðu gáminn í litum slysavarnadeildarinnar í Grindavík.
Elín Pálfríður
Alexandersdóttir