Morgunblaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2021 Yfirskrift al- þjóðlega safnadagsins í ár, Framtíð safna: Uppbygging og nýjar áherslur, fellur að þeim aðstæðum sem heimsfaraldurinn hef- ur skapað. Mörgu hefur orðið að breyta. Söfn eru þar ekki undanskilin. Und- anfarin misseri hefur reynt á rekstrarþætti þeirra, hug- kvæmni og þolinmæði starfsfólks. Í samkomutakmörkunum hafa söfn leitað nýrra leiða til miðlunar með rafrænum aðferðum. Hér sem annars staðar hafa söfn kynnt sig og sína í útsendingum með fræðslumolum, í streymi frá við- burðum og ráðstefnuhaldi. Margt hefur heppnast prýðilega og mun fengin reynsla við slíka dag- skrárgerð koma til góða, efla og auka safnamiðlun í framtíðinni. En hvaðan sprettur miðlun safnanna? Hún byggist á safnkost- inum sjálfum, rannsóknum á hon- um auk þekkingar, tíma og hæfni starfsfólks við að miðla og eiga samtal við borgarana. Vandað innra safnstarf er undirstaða miðl- unarinnar. Í „skjólinu“ sem kórónuveiran reisir hafa safnstörfin víða beinst að innviðum safnanna, safnkost- inum sjálfum. Það má aldrei missa aldrei sjónar á því hver mark- miðin eru og að þau taki mið af aðstæðum og efnahag. Víða er ör- yggi og aðbúnaði ábótavant. Ör- yggi snýr ekki einungis að hús- næði safnanna því skráning og upplýsingavistun um safnkostinn er mikilvægur öryggisþáttur sem verður að vera í lagi. Til hvers að varðveita eitthvað sem fáir ef nokkrir vita hvað er? Og hvað ger- ist þegar vandi eins og húsnæð- isvandræði eða náttúruhamfarir steðja að? Þá er mikilvægt sem aldrei fyrr að vita hvað varðveitt er. Framtíð safna er mikilvæg. Þau eru fræðslu- og um- ræðuvettvangur og þar er hægt að sækja dægradvöl og skemmtun. Í fullu gildi er hið forn- kveðna um að að for- tíð skuli hyggja ef framtíð á að byggja. Fram undan eru vegamót eða jafnvel krossgötur í safna- heiminum. Ábyrgð safnmanna er rík. Yfirskrift dagsins, Framtíð safna: Uppbygging og nýjar áherslur, getur verið leið- arljós við frekari uppbyggingu og endurhugsun. Vanda þarf vinnu- brögð og gera allt starf hnit- miðað. Rannsóknir og skráning eru undirstaða vandaðs safna- starfs. Til þess að tryggja framtíð safna þarf að vera til staðar traust yfirsýn um allt sem safnið hefur yfir að ráða. Kjarninn er sjálf safneignin sem orðið hefur til á löngum tíma, undir mismun- andi formerkjum. Setja þarf safn- eignina í samhengi bæði í tíma og rúmi en standa samtímis vörð um allt það sem frumkvöðlar og gengnar kynslóðir lögðu á vog- arskálarnar. Tækni og aðferðir eru í stöðugri þróun og endur- skoða ætti stefnumótun og áætl- anir með jöfnu millibili. Mikilvægt er að tekið sé mið af starfi frum- kvöðlanna og genginna forvera því þeim ber að þakka að söfnin urðu til. Söfnin eru samkvæmt lögum og siðareglum fasti sem fara þarf um af virðingu. Sjón- deildarhringurinn er víðari en svo að safnkosturinn verði einungis metinn gegnum okkar eigin gler- augu. Eftirfarandi viðfangsefni kalla á umræður: - Hafa ríkulegar ytri aðstæður undanfarinna ára afvegaleitt eig- endur safnanna hvað varðar kostnað og rekstur? - Þarf að samræma væntingar, vonir og raunverulega getu? - Er forgangsröðun innan safna rétt? - Hverjar eru helstu auðlind- irnar? Eru það eingöngu pen- ingar? - Þarf að skoða og meta stöðu safnanna? - Kalla aðstæður á að safna- og menningarminjalögum verði breytt? - Hvert er viðurkenningarferli samkvæmt lögum? - Hvernig gengur á söfnunum að uppfylla kröfur sem gerðar eru til viðurkenndra safna? - Eru söfnin of mörg? - Eru söfnin of litlar einingar hvert fyrir sig? - Eru einhverjir þættir safn- starfsins sem hægt væri að end- urskoða? - Hver er söfnunarstefnan og hvernig nýtist hún? - Hvað er vel gert? Hvað er mögulegt að gera betur? - Hver er samvinna safnanna í raun þegar kemur að söfnun og vistun? - Eru jafnvel einhverjir þættir safnstarfsins sem krefjast endur- skoðunar? - Fer fram einhver grisjun á eldri safnkosti og ef svo hvernig er að henni staðið? Allt að einu. Söfnum ber að leggja sitt af mörkum í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna svo þau þrífist sem sam- félagsstofnanir á komandi tímum. Í lokin er ekki úr vegi að láta hugann reika 160 ár aftur í tím- ann þegar kumlið fræga fannst hjá Baldursheimi í Mývatnssveit. Fundur þess leiddi til þess að Sigurður Guðmundsson málari skrifaði hugvekju um nauðsyn þess að stofna minjasafn á Ís- landi. Á aldarafmæli Þjóðminja- safns Íslands árið 1963 skrifaði Kristján Eldjárn um stofnun forngripasafnsins og segir Sigurð og aðra þá sem beittu sér fyrir stofnun safnsins hafa beitt viti, herkænsku og rökum fyrir máli sínu svo hugmyndin næði fram að ganga. Hvaða vopn eru fýsileg árið 2021 til þess að efla íslensk söfn? Í erlendum fréttum er það af söfnum að segja að þau hafa víða verið lokuð bæði gestum og starfsmönnum og hægt virðist ganga að gæða þau lífi á ný. Á Ís- landi búum við betur að því leyti að ekki er krafist covid-prófa og sprautuvottorða við komu á söfn og sýningar. Vinnan fram undan er krefjandi og þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná í gegn, efla áhuga og aðgengi allra að söfnum og sýningum. Framtíð safna – uppbygging og nýjar áherslur Eftir Lilju Árnadóttur » Framtíð safna er mikilvæg. Þau eru fræðslu- og umræðu- vettvangur og þar er hægt að sækja dægra- dvöl og skemmtun. Lilja Árnadóttir Höfundur er fræðimaður á Þjóðminjasafni Íslands. Lilja.Arnadottir@thjodminjasafn.is Gylfaskýrslan er komin út. Þar kemur margt fróðlegt fram. Meðal annars að til þess að rekstur hjúkr- unarheimila árið 2019 hefði verið í jafnvægi hefðu daggjöldin þurft að vera 6,3% hærri en þau voru. Og þá er reyndar búið að taka frá framlag sveitarfé- laga til þeirra heimila sem þau reka. Með framlögunum hefði hækkunin ekki þurft að vera svo mikil. En þess ber að geta að sveitarfélögum landsins ber engin skylda til að greiða með rekstri hjúkrunarheim- ila. Margir hafa brugðist við nið- urstöðum skýrslunnar. Þar á meðal heilbrigðisráðherra. Á síðasta ári þegar vinna við gerð skýrslunnar var í fullum gangi sagði sami ráð- herra, og reyndar nær allir þeir stjórnmála- og embættismenn sem tjáðu sig á annað borð, að það væri mjög mikilvægt að fá niðurstöður hennar til að átta sig á því hversu mikið fjármagn vantaði inn í rekstur hjúkrunarheimilanna. Sami ráð- herra segir nú, þegar fyrir liggur að það vantar talsvert fjármagn inn í reksturinn, að ríkisvaldið (ráð- herrann) sé bundið af fjárlögum og það sé ekki hægt að bæta við fjár- magni inn í vanfjármagnaðan rekst- ur hjúkrunarheimilanna. Sérstakt. Einnig bendir ráðherrann á nauð- syn þess að huga að skipulagi öldr- unarþjónustunnar, bæta í og auka við heimahjúkrun og eyða minni fjármunum í rekstur hjúkr- unarheimila. Hárrétt. Þetta eru reyndar gamlar lumm- ur sem ég hef heyrt oft áður á þeim rúmu 30 árum sem ég hef starf- að í öldrunarþjónust- unni. Og hingað til hef- ur því miður oftar en ekki lítið orðið um efndir. En ég tek engu að síður undir þessi orð ráðherra og það er mjög mikilvægt að öll- um þeim fjármunum sem varið er til umönn- unar aldraðra sé sem best varið, fyrir alla aðila. En breyt- ing á framtíðarfyrirkomulagi öldr- unarþjónustu hjálpar ekki hjúkr- unarheimilum landsins í núverandi rekstrarvanda. Ég tel afar brýnt að sá vandi verði leystur með viðunandi hætti. Samtal milli aðila væri gott fyrsta skref. Búið er að skilgreina hver vandinn er, það kemur fram í skýrslunni góðu. Nú vantar bara góðan vilja ráðamanna landsins til að leysa hann. Hef fulla trú á því að það takist. Fjárlögum ríkisins hefur áður verið breytt af minna tilefni en því að halda rekstri hjúkrunarheim- ila hér á landi gangandi. Hárrétt hjá heil- brigðisráðherra Eftir Gísla Pál Pálsson Gísli Páll Pálsson »En breyting á fram- tíðarfyrirkomulagi öldrunarþjónustu hjálp- ar ekki hjúkrunarheim- ilum landsins í núver- andi rekstrarvanda. Höfundur er forstjóri Grundar- heimilanna og formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Allt um sjávarútveg Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Einstök minning Útskrifta- myndatökur Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is AFMARKANIR & HINDRANIR Fjölbreyttar lausnir til afmörkunar á ferðamannastöðum, göngustígum og bílaplönum. DVERGARNIR R

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.