Morgunblaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 14
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
N
ær önnur hver kona á ís-
lenskum vinnumarkaði
starfar hjá ríki og
sveitarfélögunum en
sambærilegt hlutfall meðal karla er
16%. Hefur aukið álag í opinberri
starfsemi vegna kórónuveirufarald-
ursins því einkum lent á konum.
Þetta kemur fram í nýrri greiningu
sem unnin var á vettvangi Banda-
lags háskólamanna, BHM.
Bent er á að á liðnu ári hafi auk-
ið álag í opinberu kerfunum vegna
faraldursins að stærstum hluta lent
á konum í nær öllum löndum Evr-
ópu. Hér á landi er staðan sú sam-
kvæmt greiningu BHM að konur
eru 76% þeirra sem starfa í heil-
brigðis- og félagsþjónustu og einnig
76% þeirra sem starfa í fræðslu-
starfsemi. Konur eru 60% þeirra
sem starfa í opinberri stjórnsýslu og
almannatryggingum en til saman-
burðar vinna konur 45% allra starfa
í íslenska hagkerfinu. „Konur búa
jafnframt oft við meira vinnuálag
heima fyrir en makar þeirra en
ólaunuð vinna kvenna innan heim-
ilisins var metin um helmingi meiri
en karla í skýrslu velferðarráðu-
neytisins frá árinu 2015, eða um 14
klst. á viku,“ segir í úttektinni.
Umsvif hins opinbera hafa auk-
ist umtalsvert í baráttunni við kór-
ónuveiruna. Þetta á við um 19 af 34
Evrópulöndum samkvæmt saman-
burði Eurostat, hagstofu Evrópu-
sambandsins. Í greiningu BHM seg-
ir að Ísland sé þar ekki undanskilið
og að helstu atvinnugreinar á opin-
berum markaði hér á landi hafi vaxið
um 3% á meðan aðrar atvinnugrein-
ar hagkerfisins drógust saman um
9% að meðaltali, einkum vegna mik-
ils samdráttar í ferðaþjónustu.
Álagið hefur verið mest og
raunar fordæmalaust í heilbrigðis-
þjónustunni, en BHM bendir einnig
á að álagið hafi verið mikið í félags-
þjónustu, fræðslustarfsemi og fleiri
greinum og rekja megi aukin umsvif
hins opinbera til þessa aukna álags í
baráttunni við faraldurinn og afleið-
ingar hans. „Þannig bættust 3,5
milljónir vinnustunda við í opin-
berum greinum hér á landi á árinu
2020 frá árinu 2019, mest í umönnun
á dvalarheimilum og opinberri
stjórnsýslu. Þá þurftu fjölmargir
starfsmenn hins opinbera að
„hlaupa“ hraðar en áður og taka
áhættu með eigin heilsu til að
tryggja velferð almennings.“
Þegar fjölgun vinnustunda er
skoðuð nánar má sjá að þeim fjölgaði
t.d. um 1,5 milljónir stunda við
umönnun á dvalarheimilum og 1,1
milljón í opinberri stjórnsýslu.
Vinnustundum í heilbrigðisþjónustu
fjölgaði í fyrra um 600 þúsund frá
árinu á undan og um 300 þúsund í
fræðslustarfsemi.
Fram kom í vorskýrslu Kjara-
tölfræðinefndar á dögunum að
grunntímakaup kvenna hækkaði
meira en karla í nær öllum hópum á
íslenska vinnumarkaðinum frá mars
2019 fram til janúar á þessu ári,
Meginskýringin á því er sögð sú að
launastig kvenna er almennt lægra
en karla. Í umfjöllun BHM um þetta
kemur fram að meginmarkmið lífs-
kjarasamninganna er að lægri laun
hækki meira en hærri launin. Þetta
endurspeglast m.a. í því að grunn-
tímakaup félagsmanna í aðildar-
félögum BHM hækkaði um 15-22% á
opinberum markaði frá mars 2019 til
janúar 2021 en um 13-14% á almenn-
um markaði þar sem launin voru
hærri. Ef litið er á launahækkanir
einstakra hópa á vinnumarkaðinum
má einnig sjá að grunntímakaup
launaþega í ASÍ sem starfa hjá
Reykjavíkurborg hækkaði um tæp
29% á þessu tímabili en um 19% hjá
ríkinu og meðal félagsmanna í
BSRB hækkaði grunntímakaupið
um 19% hjá ríkisstarfsmönnum,
24,9% hjá borginni og um 23,6% hjá
öðrum sveitarfélögum.
Vinnustundum fjölg-
aði um 3,5 milljónir
Ljósmynd/Landspítali-Þorkell
Gjörgæsla Í greiningu BHM er bent á að aukið álag í opinberri starfsemi
vegna veirufaraldursins á umliðnu ári hafi einkum lent á konum.
841
657
590
484
453 443
410 394
354
Hækkanir grunntímakaups 2019-2021 Heimild:BHM
Almenni
BHM
Ríki
BHM
Reykjavík
BHM
Almenni
ASÍ
Ríki
BSRB
Almenni
BSRB
Ríki
ASÍ
Reykjavík
BSRB
Reykjavík
ASÍ
29%
14%
Grunnlaun í mars 2019,meðaltal
(þús. kr./mán.)
Hækkanir grunntímakaups frá
mars 2019 til janúar 2021 (%)
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Kosn-ingaósigr-ar geta
reynt mjög á
flokka, og er fallið
oft þeim mun
hærra sem vænt-
ingarnar eru
meiri. Hjaðningavíg eru nú
hafin innan breska Verka-
mannaflokksins eftir að hann
beið enn eitt afhroðið í sveitar-
stjórnarkosningum um þar
síðustu helgi. Þeir sem yst eru
á vinstri væng breskra stjórn-
mála virðast staðfastir í þeirri
trú, að flokknum beri að snúa
aftur á þau mið, jafnvel þó að
mestöll saga Evrópu staðfesti
þá staðreynd að Breta hryllir
við öfgum, og gildir þá einu í
hvaða átt þær eru.
Tony Blair, fyrrverandi for-
sætisráðherra fyrir Verka-
mannaflokkinn, og eini mað-
urinn sem leitt hefur hann til
sigurs í nær hálfa öld, ákvað
að láta ljós sitt skína um
helgina. Lagði hann þar meðal
annars til, að þeir stjórn-
málamenn flokksins, sem
næst miðjunni stæðu, leyfðu
ekki vinstri vængnum að eiga
sviðið þegar kæmi að ýmsum
„réttlætis- og samfélags-
málum“. Ástæðan væri ein-
faldlega sú, að öfgamennirnir,
sem stundum hafa verið kall-
aðir „góða fólkið“, gengju iðu-
lega svo langt í rétttrúnaði
sínum að almenning hryllti
við, og kysi þá frekar íhaldið
með öllum sínum kostum og
göllum.
Heilræði Blairs eru líkleg til
að falla á dauf eyru, þar sem
þeir hinir sömu og ættu að
taka þau til sín hafa til þessa
litið svo á, að örli á því að ein-
hver sé með kusk á hvítflibb-
anum sé réttast að útiloka við-
komandi alfarið frá
umræðunni. Blair hefur sjálf-
ur fundið fyrir því, enda er lit-
ið á hann sem „stríðsglæpa-
mann“, fyrir að hafa ekki
viljað unna morðóðum einræð-
isherra þess að eiga gereyð-
ingarvopn.
Á sama tíma hampar vinstri
vængur flokksins Jeremy
Corbyn, sem á sínum tíma
gerðist ber að stuðningi við
írska lýðveldisherinn. Sá hinn
sami Corbyn var nýlega rek-
inn úr þingflokki Verka-
mannaflokksins þegar í ljós
kom að hann hafði í leiðtogatíð
sinni reynst algjörlega vilja-
laus til þess að taka á stæku
gyðingahatri, sem félagar
hans í flokknum höfðu leitt til
öndvegis.
Þingkosningarnar í desem-
ber 2019 sýndu glöggt, hvað
breskum almenn-
ingi þótti um Cor-
byn, en þá beið
Verkamannaflokk-
urinn sitt stærsta
afhroð frá árinu
1935. Sir Keir
Starmer, núver-
andi leiðtogi, var þá kjörinn
nær eingöngu til þess að reyna
að stoppa upp í lekann. Starm-
er hefur hins vegar ekki viljað
taka á vinstri vængnum af
nægjanlegri festu til þess að
vinna til baka þá kjósendur
sem fælst hafa frá flokknum.
Raunar er erfitt að sjá
hvernig Verkamannaflokk-
urinn á að komast úr þeirri til-
vistarkreppu sem hann er í.
Hinir hefðbundnu kjósendur
hans í norðurhéruðum Eng-
lands sjá annars vegar stæka
öfgamenn, sem virðast fyrir-
líta alla sem ekki eru á sömu
línu, og hins vegar rígmontna
menntaelítu, sem undir for-
ystu Starmers reyndi að halda
Bretum innan Evrópusam-
bandsins löngu eftir að meiri-
hlutavilji bresku þjóðarinnar
var ljós.
Starmer getur engu breytt
héðan af um útgöngumálin þó
að viljinn sé vafalaust enn fyr-
ir hendi. En hann hefur hæg-
lega í hendi sér að taka ráð
Blairs til sín, og leyfa ekki
„villta vinstrinu“ að hlaupa
með Verkamannaflokkinn út í
skurð og halda honum þar.
Fátt bendir hins vegar til þess
að hann hafi þor til þess að
standa gegn þrýstingi hávaða-
sömustu aflanna í flokknum.
Tom Harris, fyrrverandi
þingmaður flokksins sem ritar
greinar í The Telegraph, er
einn þeirra sem hafa haft efa-
semdir af þessu tagi um getu
Starmers. Harris er, eins og
við er að búast, áhugamaður
um að bæta gengi Verka-
mannaflokksins og segir leið-
ina til þess vera þá að setja
vinstriöfgamönnunum stólinn
fyrir dyrnar. Og líki verka-
lýðshreyfingunni það ekki,
segir hann, en hún hefur mikil
ítök í flokknum, megi benda
henni á útidyrnar.
Átökin innan Verkamanna-
flokksins eru bersýnilega
mjög alvarleg og geta haft
langvarandi áhrif á þróun
stjórnmála í Bretlandi. Ef
marka má spádóma Harris
stefnir allt í áframhaldandi
ósigra flokksins í kosningum.
Það gleður hvorki hófsamari
né öfgafyllri arm flokksins, en
óneitanlega er það mjög til
þess fallið að styrkja stöðu
forsætisráðherrans, Borisar
Johnsons.
Ólíklegt er að
hlustað verði á Blair
þegar hann hvetur
til hófsemdar innan
flokksins}
Villuljós í
Verkamannaflokknum
Þ
egar ég var í menntaskóla lásum við
stuttar sögur á þýsku. Ein hét Nur
ein Komma, eða Aðeins ein
komma. Hún var á þessa leið:
Kennari sat einn í lestarklefa og sá
að það hafði verið skrifað á vegginn: Wer dies
liest ist ein Esel. [Sá, sem les þetta er asni.]
Kennaranum leið hroðalega að sjá krotið, ekki
vegna grínsins, heldur vantaði kommu á réttum
stað. Eftir langa mæðu og sálarþrautir tók
hann upp blýant og bætti við kommu: Wer dies
liest, ist ein Esel. [Sá, sem les þetta, er asni.] Í
því kom lestarvörðurinn inn og nappaði kenn-
arann fyrir veggjakrot. Smáleiðrétting breytti
öllu.
Þessi saga rifjaðist upp fyrir mér þegar ég sá
tillögur forsætisráðherra að auðlindaákvæði í
stjórnarskrá. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn-
arinnar segir: „Ríkisstjórnin vill halda áfram heildar-
endurskoðun stjórnarskrárinnar í þverpólitísku samstarfi
með aðkomu þjóðarinnar og nýta meðal annars til þess að-
ferðir almenningssamráðs. Nefnd um málið mun hefja
störf í upphafi nýs þings og leggur ríkisstjórnin áherslu á
að samstaða náist um feril vinnunnar.“
Þetta hljómaði vel. Katrín Jakobsdóttir nýtur trausts
þjóðarinnar sem snjall og sanngjarn foringi, sem má
treysta. Formenn stjórnmálaflokkanna komu saman að
vinnunni og markmiðið var að leggja fram sameiginlega
tillögu um nokkra hluta stjórnarskrárinnar.
Frá upphafi var að því stefnt að breytingar yrðu settar
fram „í sem breiðastri samstöðu“. Það segir
sína sögu að forsætisráðherra er nú eini flutn-
ingsmaður að tillögum um breytingar á nokkr-
um greinum stjórnarskrárinnar. Flestar eru
skaðlausar og jafnvel til bóta, sýnist mér. Ein,
auðlindaákvæðið, afleit. En henni má bjarga
með einfaldri breytingu.
Ráðherrann virðist telja að með því að setja
inn orðið þjóðareign í efnisgrein, sem annars
segir ekki neitt, hafi hún uppfyllt væntingar
þjóðarinnar um að arðinum af auðlindum verði
skipt með sanngjörnum hætti. Síðasta greinin í
auðlindaákvæði Katrínar er svona: „Með lög-
um skal kveða á um gjaldtöku fyrir heimildir til
nýtingar í ábataskyni.“ Rétt eins og nú. Með
öðrum orðum: Formaður VG vill engu breyta.
Stjórnarskrá á að vera skýr um ótvíræð rétt-
indi þjóðar og þegna. Svo vel vill til að hægt er
að laga hugmyndir ráðherrans með einföldum hætti:
Með lögum skal kveða á um gjaldtöku fullt gjald fyrir
heimildir til nýtingar tímabundin afnot í ábataskyni.
Þannig er hægt að snúa grein, sem er nánast gjafabréf
til útgerðarmanna um ævarandi afnot á spottprís, í stað-
festingu á því að þjóðin á að njóta arðsins.
Samþykki Alþingi tillögu forsætisráðherra óbreytta
munu útgerðarmenn hrósa sigri, en þjóðin sitja eftir með
sárt ennið. Sætta kjósendur ríkisstjórnarflokkanna sig við
það? Var það til þess sem VG vildi leiða ríkisstjórnina?
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Sá, sem samþykkir þetta,
er samherji í raun
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen