Morgunblaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2021 ✝ Bogi Guð- brandur Hall- grímsson var fædd- ur að Stóra-Grindli í Fljótum 16. nóv- ember 1925. Hann lést 9. maí 2021. Foreldrar Boga voru Hallgrímur Bogason, f. 17.8. 1898, d. 12.6. 1985, og Kristrún Aronía Jónasdóttir, f. 17.6. 1903, d. 28.3. 1989. Systkini Boga sem komust á legg voru Guðný, f. 1924, Dagbjört, f. 1926, Jónas, f. 1930, og Sigurjón, f. 1932, öll látin. Bogi kvæntist Helgu Helga- dóttur frá Stafholti í Grindavík 26.2. 1955. Helga var fædd 5.10. 1933 og lést 9.7. 1997. Foreldrar hennar voru þau Helgi Jónsson og Margrét Guðfinna Hjálm- arsdóttir. Bogi og Helga hófu sinn búskap í Stafholti en fluttu síðar í Mánagerði 7 í Grindavík. Börn Boga og Helgu eru: 1) Alda, f. 1953, maki Guðmundur Jónsson, f. 1954, d. 2006. 2) Hall- grímur, f. 1954, d. 2017, maki Þórhildur Rut Einarsdóttir, f. 1956. 3) Guðfinna, f. 1959, fyrr- um maki Einar Bjarnason, f. 1958. 4) Helgi, f. 1964, maki Ella gæslustörf. Jafnframt var Bogi umboðsmaður hjá trygginga- félaginu Sjóvá í fjölda ára. En fyrst og fremst var starfsvett- vangur Boga kennsla og starfaði hann við Grunnskóla Grindavík- ur í áratugi við góðan orðstír sem kennari og um tíma sem skólastjóri. Bogi var talinn afburða- íþróttamaður og stundaði helst frjálsar íþróttir og knattspyrnu en slys batt enda á slíka íþrótta- iðkun á þrítugsaldri. Áfram áttu þó hinar ýmsu íþróttir hug hans allan og var hann mikill bar- áttumaður fyrir bættri íþrótta- aðstöðu í Grindavík. Hann var vel virkur í bæjar- og fé- lagsmálum og tók þátt í stofnun fjölda félaga og samtaka svo sem Lionsklúbbs Grindavíkur þar sem hann sat lengi í stjórn. Einn- ig var hann einn af stofnendum Félags eldri borgara á Suð- urnesjum og skipaði fyrstu skólanefnd Fjölbrautaskóla Suð- urnesja. Boga var umhugað um Grindavík og kom þar að ýmsum framfaramálum. Hann sat í bæj- arstjórn/hreppsnefnd Grinda- víkur frá árinu 1966 til 1982 og var bæði formaður bæjarráðs og forseti bæjarstjórnar. Útför Boga fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag, 19. maí 2021, klukkan 15. Streymt verð- ur frá útförinni: www.exton.is/streymi Streymishlekk má einnig finna á: http://www.mbl.is/andlat Björk Einarsdóttir, f. 1968. 5) Kristrún, f. 1965. Fyrir átti Bogi Snorra Gunn- laug, f. 1952, maki Agnes Ásgeirs- dóttir, f. 1962. Móð- ir Snorra var Svava Snorradóttir, f. 1934, d. 2021. Af- komendur Boga eru vel á sjötta tuginn. Bogi ólst upp á Knappstöðum í Stíflu í Fljótum í Skagafirði og tók miklu ástfóstri við þá fögru sveit. Að skyldu- námi loknu stundaði hann nám við Reykholtsskóla í Borgarfirði. Síðar útskrifaðist Bogi sem kennari frá Íþróttaskólanum Laugarvatni og sótti síðan fram- haldsmenntun til Reykjavíkur og lauk námi í Myndlistar- og hand- íðaskóla Íslands. Var hann með kennsluréttindi bæði í grunn- og framhaldsskóla. Á sínum yngri árum stundaði Bogi ýmis störf. Var um tíma kennari á Fáskrúðsfirði og sinnti íþróttakennslu í Skagafirði og víðar. Þá starfaði hann við lög- gæslustörf hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli og var í hópi þeirra sem þar voru fyrst skip- aðir af íslenska ríkinu við lög- Pabbi hafði nefnt það að þegar hans tími kæmi þá óskaði hann þess að sá dagur væri fallegur. Sú varð raunin er hann andaðist 9. maí síðastliðinn í faðmi fjölskyld- unnar. Þar með lauk langri far- sælli ævi þar sem hann svo sann- arlega upplifði tímana tvenna. Var hann mikill náttúruunnandi og sagði ófáar sögur frá mikilfeng- legu umhverfi æskustöðvanna sem honum þótti óendalega vænt um. Er mér sérstaklega minnis- stætt þegar hann nefndi áfallið sem hann varð fyrir þegar hann kom heim að vori eftir skólagöngu í öðrum landshluta og sá að búið að vera hleypa vatni yfir sveitina hans fögru, Stífluna. Þar sem áður rann á, sem liðaðist um nytjuð tún og gróið land sem víða var kjarri vaxið, var nú komið stöðuvatn. Tár runnu niður vanga hans er hann stóð uppi á hólunum og horfði yfir Stífluvatnið áður en hann hélt áfram leið sinni að Knappstöðum. Sveitin var aldrei söm eftir þetta enda fjöldi bæja sem þurftu að bregða búi. Slík umhverfisspjöll væru ekki liðin í dag. Heyrði ég oft nefnt að mann- margt hefði oft verið á æskuheim- ili hans Knappstöðum sem var kirkjujörð. Fólki, sem átti þangað erindi eða leið um, var tekið opn- um örmum af húsráðendum. Sú venja fylgdi pabba alla ævi enda mikill mannvinur og mátti ekki neitt aumt sjá án þess að aðhaf- ast. Er hann flutti til Grindavíkur fannst honum eitthvað lítið að gerast í félagsmálum í saman- burði við það sem hann átti að venjast úr Skagafirði. Var ekkert verið að kvarta og kveina heldur ermar brettar upp og eitthvað gert í málunum og kom hann að stofnun ófárra félaga til að lífga upp á bæjarbraginn og mannlífið. Íþróttum gerði hann alltaf hátt undir höfði. Framlag hans til körfuboltans verður sennilega seint metið til fjár, en árið 1957 tók hann það að sér að smíða fyrstu körfurnar í Grindavík sem settar voru upp í gamla íþrótta- húsinu, en áður hafði hann smíðað körfur fyrir ÍR, mögulega fyrstu körfurnar á höfuðborgarsvæðinu. Barðist hann af hörku fyrir bygg- ingu núverandi íþróttahúss Grindavíkur en ótrúlegt nokk þá var á þeim tíma nokkur mótstaða gegn þeirri byggingu hjá vissum aðilum innan bæjarfélagsins. Með afbrigðum vinsæll og virtur kenn- ari sem notaði það óspart ef hann taldi það henta að „fara út fyrir kassann“ til að efla áhuga nem- enda á náminu. Pabbi hugsaði ávallt vel um að halda sér í góðu líkamlegu formi og var iðinn við að ráða krossgát- ur, sudoku, skák- og bridgeþraut- ir á efri árum sem hann taldi góð- ar æfingar fyrir heilasellur. Kærleikur, áhugi á mönnum og málefnum sem og umburðarlyndi einkenndu allt hans fas. Úrræða- góður og greiðvikinn með af- brigðum. Stutt í bros og hlátur og hendur óspart notaðar til að leggja áherslu á sögð orð. Nánast til dauðadags fylgdist hann með öllum fréttum og var vel inni í þjóðmálaumræðunni þannig að þú komst ekki að tómum kofunum þegar mál voru rædd. Nú skilur leiðir. Þannig er lífið. Það er ætíð sárt að kveðja hinstu kveðju þá sem við unnum. Við sem eftir stöndum geymum hug- ljúfa minningu um þig ferska í hugum okkar og munum ávallt minnast þín með endalausri hlýju og væntumþykju. Helgi Bogason. Elsku pabbi. Englar Guðs þér yfir vaki og verndi pabbi minn vegir okkar skiljast núna, við sjáumst ekki um sinn. En minning þín hún lifir í hjörtum hér því hamingjuna áttum við með þér. Þökkum kærleika og elsku, þökkum virðingu og trú þökkum allt sem af þér gafstu, okkar ástir áttir þú. Því viðmót þitt svo glaðlegt var og góð- leg var þín lund og gaman var að koma á þinn fund. Með englum Guðs nú leikur þú og lítur okkar til nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það ég skil. Og þegar geislar sólar um gluggann skína inn þá gleður okkur minning þín, elsku pabbi minn. Vertu góðum Guði falinn, er hverfur þú á braut gleði og gæfa okkar fylgdi með þig sem förunaut. Og ferðirnar sem förum við um landið út og inn er fjársjóðurinn okkar pabbi minn. (Guðrún Sigurbjörnsdóttir) Það er ekki vafamál að mót- tökurnar í Sumarlandinu hafa verið góðar. Takk fyrir allt og allt. Stelpurnar þínar, Alda og Guðfinna (Gugga). Þú varst fyrirmyndin mín og sýndir mér hvers konar mann- eskja ég vil vera. Ég hef ég alla tíð verið stolt að segja að þú sért afi minn. Mikið mun ég sakna að koma til þin í kaffi og ræða allt á milli heima og geima. Allra mest mun ég sakna þess að heyra þig segja sögur frá þínum uppvaxt- arárum. Ég vil meina að afi minn hafi ekki verið venjulegur maður. Snerti hvern sem hann hitti og leit á alla sem jafningja. Afi var alltaf brosandi og í góðu skapi, með ótrúlegt lundafar og hef ég á mínum 28 árum aldrei séð hann í slæmu skapi. Hann tók alltaf á móti manni brosandi og lét fólki líða vel í kringum sig. Jákvæðari mann verður erfitt að finna. Afi var með nútímalegan hugs- unarhátt þegar kom að hinum ýmsu samfélagsmálum og bar mikinn kærleik til náungans. Þrátt fyrir að 68 ár skildu okkur að vorum við með líkar skoðanir á hlutum og sammála með svo margt. Ég fékk ósk mína uppfyllta um að afi fengi að hitta barnið mitt. Þótt það hefði verið gaman að Alexandra Ella fengi að kynnast langafa sínum hlakka ég til að segja henni hversu magnaður maður hann var og sýna henni myndir af þeim saman skömmu áður en hann kvaddi. Elsku afi, mér finnst þú eiga að vera ódauðlegur og að ég geti alltaf komið til þín. Við göntuðumst með það að þú værir búinn að gera samning við manninn uppi að eldast öfugt miðað við okkur hin, en sá samn- ingur rann greinilega út og þú færð að hvílast núna eftir yndis- lega ævi. En nú ert þú farinn að stunda frjálsar þess á milli sem þú dans- ar og bakar pönnukökur. Ég veit að amma og Halli frændi eru svo ánægð að fá þig til sín og verður mikið hlegið og spjallað. Þú átt marga afkomendur og munum við halda minningu þinni á lofti. Hvíldu í friði elsku afi minn. Sara Hrund Helgadóttir. Ég er fyrst og fremst þakklát- ur að hafa fengið allan þennan tíma með afa mínum og að hafa kynnst honum jafnvel og ég gerði. En á sama tíma mun ég sakna allra gæðastundanna sem við áttum saman og erfitt að hugsa til þess að þær verða ekki fleiri. Eins og þau ófáu skipti sem við slógum garðinn hans saman, þegar hann var hættur að treysta sér í það einn. Allir sem þekktu afa vita að hann var mikill snyrti- pinni sem hafði græna fingur. Hann hugsaði betur um garðinn sinn en flestir, líklega betur en vallarstjórinn á Nývangi! Þegar hann bjó í Mánagerði 7 átti hann einn fallegasta garð bæjarins. Hann gerði enga undantekningu á því þegar hann flutti í Víðigerði. Við slógum því garðinn ávallt af mikilli vandvirkni, eins og honum einum var lagið. Þegar verknað- inum lauk kíktum við inn í hress- ingu og spjölluðum um daginn og veginn. Þegar maður kom í heim- sókn til afa var hægt að tala við hann um allt á milli himins og jarðar. Það var líka þessi ró, ákveðið afdrep frá öllu sem var að gerast handan veggjanna, sem gerði það að verkum að maður gleymdi stað og stund. Þarna var það bara ég, afi og kaffibollinn og öll heimsins vandamál biðu fyrir utan á meðan. Afi kvaddi okkur þegar ég var að leggja lokahönd á bakkalár- verkefnið mitt í kennaranáminu. Margir hafa sagt mér að ég fái kennarablóðið frá honum. Afi var sömuleiðis mjög stoltur af mér að velja þennan farveg. Hann grín- aðist þó oft með launin sem fylgdu kennarastarfinu, og varaði mig við þeim, hann þekkti vankanta þeirra af eigin reynslu. En að sama skapi vildi afi meina að fólk misskildi hugtakið að vera ríkur. Hann sagði að maður yrði miklu fremur ríkur af fólki, fjölskyldu, heldur en nokkurn tímann af pen- ingum. Þannig leit hann á sjálfan sig sem stórauðugan mann. Ég held að það hafi verið rétt metið hjá honum. Hann er umkringdur fjölskyldu sem dýrkaði hann og dáði, sem mun án efa halda uppi minningu hans um ókomna tíð. Marinó Axel Helgason. Bogi mágur minn er kvaddur í dag. Hann var elstur af systkin- um Jónasar mannsins míns og síðastur til að kveðja. Bogi var ættarhöfðingi fannst okkur, glað- ur og með skemmtilegan húmor og gott var að koma í Mánagerðið til Helgu og Boga með strákana. Lóðin kringum þetta stóra hús var mikið blómahaf á sumrin og allt ræktað í bílskúrnum af þeim Boga og Helgu. Krakkarnir höfðu samt pláss fyrir fótbolta og að henda í körfu. Mágur minn var fjallmyndar- legur, beinn í baki til æviloka með þetta þykka gráa hár sem ein- kenndi marga í ættinni. Ég held að Boga hafi aldrei dottið í hug hjúkrunarheimili, hann hafði óbil- andi seiglu og viðleitni til sjálfs- bjargar. Barnalán var hins vegar mjög mikið hjá Boga og sannar- lega voru börnin betri en enginn síðasta tímann. Það eru sannar- lega góðar minningar hjá okkur með fjölskyldunni í Mánagerði, oft var farið í Fljótin og tjaldað sunnan við Knappstaði og berja- tíminn vinsæll. Gönguferð með Jónasi og Boga er sérlega minn- isstæð, lagt var upp frá Hrepps- endaá í Ólafsfirði, gengið upp með ánni og upp á efstu toppa og út- sýnið gleymist ekki. þetta var fyrsta alvöruferð mín til að kynn- ast svæðinu og svo komum við niður að tjöldunum og þar beið Helga með veislu. Bogi hafði sterkar taugar í sveitina sína og enginn hvatti okkur Jónas meira en Bogi þegar við vorum að huga að sumarstað í Stíflu á sínum tíma. Þau eru ófá símtölin sem við höfum átt síðustu árin eftir að Jónas minn missti heilsuna og var kominn á hjúkrunarheimili og ég ekki alveg að ná öllu sem var í gangi. Bogi var betri en enginn að tala við á þeim tíma, ég á honum mikið að þakka og alltaf kom ég betri eftir þau símtöl. Mér finnst við hæfi þegar ég kveð þennan afbragðsmann sem ekki kveið neinu og allra síst dauðanum að vitna í Kahlil Gi- bran í Spámanninum sem segir: „Og þegar þú hefur náð ævitind- inum, þá fyrst munt þú hefja fjall- gönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn.“ Blessuð sé minning þín. Hulda Erlingsdóttir. Bogi G. Hallgrímsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi kaka. Takk fyrir allt, sérstak- lega stuðninginn og sykur- inn. Við höldum áfram að spila þér til heilla, þar er seigla, kraftur, kjarkur, þor og þrek. Góða ferð í sumarlandið, við elskum þig. Þín barnabarnabörn, Tómas Breki, Helga Jara og Salka Karen. ✝ Sævar Örn Bjarnason fæddist 28. júlí 1962 á Bíldudal. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 8. maí 2021. Foreldrar hans voru Bjarni Guð- mundur Giss- urarson og Elsa Esther Valdimars- dóttir (d. 2011). Systkin hans eru Jónfríður Valdís (d. 2007), Gissur Bachmann, Dagbjört Jóna og Valdimar. Eiginkona Sævars er Anna Bjarnadóttir. Þau kynntust á Bíldu- dal 1981 og giftust 1. júní 1991. Þau eignuðust fjögur börn: 1) Rúnar Örn, 2) Karen, sambýlismaður hennar er Alexand- er og saman eiga þau einn son, Sæv- ar Þór, 3) Elmar Örn, 4) Daníel Örn, sambýliskona hans er Anna Jórunn. Sævar Örn fæddist á Bíldu- dal en ólst upp í Árbænum til 10 ára aldurs. Fjölskylda hans flytur þá til Bíldudals, þar sem hann klárar grunnskólann og stundar svo nám við Héraðs- skólann á Núpi. Hann vann mikið í fisk- vinnslu á yngri árum, en lengst af starfaði hann sem verkamað- ur hjá Íslenskum aðalverktök- um og fékk meðal annars við- urkenningu fyrir 30 ára störf. Sævar og Anna hófu búskap sinn á Bíldudal, en fluttu fljót- lega saman suður til Sand- gerðis. Þar reisir Sævar fjöl- skylduhúsið þeirra, með aðstoð frá fjölskyldunni, sem þau flytja inn í saman árið 1985. Útför Sævars fer fram frá Sandgerðiskirkju í dag, 19. maí 2021, klukkan 13. Streymi: https://www.facebook.com/ groups/saevarorn Streymishlekk má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat Að stíga fyrstu skrefin á sjö- unda áratugnum í Árbænum var engu líkt fyrir litla gutta. Þannig hófust kynni okkar Sævars, fjöl- skyldur okkar beggja meðal frumbyggja Árbæjarhverfisins. Aðeins eitt hús skildi á milli okk- ar og við vorum ekki lengi að finna hvor annan. Umhverfið allt ævintýralegt, endalaus hús í byggingu, móinn með öllum sín- um ævintýrum í seilingarfæri og svo auðvitað Elliðaáin sem for- eldrarnir brýndu fyrir okkur að koma hvergi nærri. Í minning- unni voru kassabílar eitt mesta aðdráttaraflið sem og leikfanga- byssur, sverð og fótboltar. Krakkar léku sér úti liðlangan daginn og þurfti oft að beita hörðu til að ná þeim í hús fyrir svefn. Bernskan er full af góðum minningum með Sævari í Árbæn- um. Ef það var ekki kabbojaleik- ur eða kassabílakappakstur, þá var það sunnudagsbíó hjá KFUM í Hlaðbænum eða jafnvel fót- boltaæfing hjá Fylki. Ein sorg- legasta frétt sem ég fékk á þess- um tíma snerist um vistaskipti; foreldrar Sævars ákváðu að flytja á Bíldudal og þá varð sann- arlega sorg hjá ungum drengj- um. Sem betur fer náðum við þó að halda góðu sambandi með gagnkvæmum heimsóknum þar sem hver mínúta var nýtt til hins ýtrasta. Þannig leið tíminn og áður en varði höfðu fullorðinsárin tekið við. Sævar hitti sína yndislegu Önnu og saman stofnuðu þau fjöl- skyldu suður með sjó. Eins og gengur og gerist fækkaði sam- verustundum, en í hvert skipti sem við hittumst var glaðst yfir samfundum. Fyrir nokkrum árum tengd- umst við svo betur aftur á sam- félagsmiðlum og héldum upp frá því góðu sambandi. Sævar hafði þá þegar staðið í mikilli glímu við krabbamein og unnið sigra inn á milli, en því miður voru sigrarnir skammvinnir. Síðustu mánuði var orðið ljóst hvert stefndi, en Sævar var hvergi banginn og tók við mótlætinu með stöku jafnað- argeði. Takk minn góði vinur fyrir öll okkar frábæru kynni og einlæga vináttu þína. Elsku Anna, börn, tengdabörn og barnabarn. Missir ykkar er mikill. Minningar um góðan dreng munu hjálpa og ylja. Mínar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Eggert Jónasson. Sævar Örn Bjarnason Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birt- ingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi lið- ur, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugg- anum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.