Morgunblaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2021
Ársfundur Eftirlaunasjóðs
FÍA verður haldinn föstudaginn
3. júní kl. 13 í Hlíðarsmára 8
í Kópavogi.
Allir sjóðfélagar eiga rétt
til setu á fundinum með
umræðu- og tillögurétti.
Fundargögn má nálgast á
vefsíðu sjóðsins, efia.is.
Dagskrá
á samþykktum sjóðsins
kjörnir á ársfundi og laun stjórnarmanna
1
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra segir tvennt hafa komið sér
mest á óvart, eftir fund sinn með
Antony Blinken utanríkisráðherra
Bandaríkjanna í gær.
„Það er mjög breyttur tónn í lofts-
lagsmálum og mikill áhugi á mögu-
leikum þar og auknu samstarfi á
þeim vettvangi. Sömuleiðis var
áhugi, sem er ánægjulegt, á að ræða
jafnréttismál því venjulega erum það
bara við sem höfum áhuga á því,“
sagði Katrín í samtali við mbl.is síð-
degis í gær.
Antony Blinken, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, kom til
landsins í fyrrakvöld með beinu flugi
frá Danmörku. Tilgangur heimsókn-
arinnar er fundur með Norður-
skautsráðinu í Hörpu á morgun.
Ráðherrann fundaði í gær með ís-
lenskum ráðamönnum í Hörpu, þeim
Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkis-
ráðherra, Katrínu Jakobsdóttur for-
sætisráðherra og Guðna Th. Jóhann-
essyni, forseta Íslands.
Öryggisgæsla við Hörpu var því
ströng og mikill viðbúnaður lög-
reglu.
Ræddu bæði loftslagsmál
og jafnréttismál
Katrín sagðist einnig hafa brugðið
sér í hlutverk jarðfræðings og tekið
að sér að útskýra fyrir Blinken eld-
gosið sem hann sagðist hafa séð úr
fjarska en enginn hefði útskýrt gosið
fyrir honum. „Ég þóttist vera jarð-
fræðingur þannig að ég útskýrði
þetta allt,“ sagði Katrín hress í
bragði að loknum fundi þeirra í
Hörpu.
Þá sagði Katrín varnarsamstarf
Íslands og Bandaríkjanna áratuga
gamalt og afar sterkt. Spurð hvort
hún sæi aðild að Atlantshafs-
bandalaginu og varnarsamninginn
sem hluta af framtíð Íslands sagði
Katrín:
„Mín persónulega skoðun, og míns
flokks, hefur verið á móti varnar-
samningnum. Við stöndum hins veg-
ar við þjóðaröryggisstefnuna þar
sem samningurinn er ein af stoð-
unum, það þekkja bandarísk stjórn-
völd vel. Hins vegar leggjum við
áherslu á gott tvíhliða samstarf milli
þessara ríkja þar sem það býður upp
á mikla möguleika.“
Ánægður að Bandaríkin taki
þátt í Parísarsáttmálanum
Að sögn Guðlaugs Þórs ræddu
ráðherrarnir meðal annars um að
efla enn frekar viðskiptasamband
ríkjanna og um umhverfismál. Guð-
laugur kvaðst sérstaklega ánægður
með að núverandi ríkisstjórn Banda-
ríkjanna skuli taka þátt á nýjan leik í
Parísarsáttmálanum.
Einnig ræddu þeir um sameigin-
leg gildi og hugmyndir, sérstaklega
með tilliti til mannréttinda, lýðræðis
og jafnréttis kynjanna. Sömuleiðis
ræddu þeir stöðu mála fyrir botni
Miðjarðarhafs og mikilvægi þess að
vinna að lausn vandans á svæðinu og
komast að friðsamlegri lausn en þar
hafa átök átt sér stað á milli Ísraela
og Palestínumanna að undanförnu.
„Þetta var árangursríkur fundur.
Tony, þakka þér fyrir að koma til Ís-
lands og eiga við okkur gott samtal,“
sagði Guðlaugur Þór á blaðamanna-
fundi í Hörpu í gær.
Blinken ítrekaði vilja bandarísku
ríkisstjórnarinnar um að koma á
vopnahléi á Gasa-ströndinni. Hann
sagði að Joe Biden Bandaríkjaforseti
hefði komið þeirri ósk til Netanjahús
en ítrekaði þó afstöðu Bandaríkj-
anna um að Ísrael ætti rétt á að verja
borgara sína og land sitt. Kvað hann
markmið Bandaríkjanna að stoppa
þá „hringrás ofbeldis“ sem ætti sér
stað á svæðinu og aðstoða við að
koma á varanlegum friði.
Breyttur tónn í loftslagsmálum
- Antony Blinken
utanríkisráðherra
Bandaríkjanna
heldur áfram
heimsókn sinni
AFP
Norðurslóðir Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti einnig fund í Hörpu í gær með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fundur Antony Blinken átti fund með Katrínu Jakosdóttur forsætisráð-
herra í Hörpu í gær þar sem m.a. var rætt um átök Ísraels og Palestínu.
Á meðan Antony Blinken fundaði með íslenskum ráðamönnum í
Hörpu hafði hópur mótmælenda komið sér saman fyrir utan ráð-
stefnu- og tónlistarhúsið, og mótmælti því hvernig komið væri málum
fyrir botni Miðjarðarhafs. Félagið Ísland-Palestína hafði þá hvatt fólk
til að mæta fyrir utan Hörpu í gærmorgun.
„Ég fór yfir afstöðu íslenskra stjórnvalda og hvernig við sæjum
þessi mál. Við hefðum viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki og
legðum áherslu á tveggja ríkja lausn og að það væri mjög mikilvægt
að stórveldi beittu sér,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í
samtali við mbl.is eftir fundinn.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Mótmæli Nokkrir mótmælendur tóku sér stöðu við Hörpu í gær.
Mótmæltu við Hörpu
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna á Íslandi