Morgunblaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.05.2021, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2021 GARÐABLAÐ fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 4. júní SÉRBLAÐ Sumarið er tíminn til að gera garðinn og okkar nánasta umhverfi sem fallegast • Garðurinn • Pallurinn • Potturinn • Blómin • Garðhúsgögnin • Grillið ogmargtmargt fleira Stútfullt blað af spennandi efni PÖNTUN AUGLÝSINGA er til 31. maí. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105, kata@mbl.is Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Við fórum af stað í tökur mjög fljót- lega eftir að heimurinn nam staðar í fyrstu Covid-bylgjunni. Frumsýn- ingu á hinni myndinni okkar, Þriðja pólnum, var frestað í lok mars í upp- hafi heimsfaraldurs og við það datt allt niður hjá okkur. Við sátum í kyrrðinni og veltum fyrir okkur hvað við ættum að gera. Við vildum fanga þessa einstöku tíma,“ segja þau Anni Ólafsdóttir og Andri Snær Magnason, en ný heimildarmynd eftir þau, Apausalypse, verður frum- sýnd á heimildarmyndahátíðinni Stockfish nk. föstudag, 21. maí. Í myndinni eru tekin viðtöl við guð- fræðinga, heimspekinga og lista- menn og eru viðmælendur spurðir: Hvað er í loftinu? Hvaða þýðingu hefur heimspásan í samhengi við andlega heilsu og stærstu vá sam- tímans, loftslagsbreytingar af mannavöldum? Meðal þeirra sem koma fram eru Sigríður Þorgeirs- dóttir heimspekingur, Elísabet Jök- ulsdóttir rithöfundur, Ingvar E. Sig- urðsson leikari, Gunnar Kvaran sellóleikari, séra Auður Eir Vil- hjálmsdóttir, Dóri DNA, Ragnar Axelsson ljósmyndari og Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur. „Ég fékk hugmyndina að mynd- inni þegar Þjóðminjasafnið óskaði eftir dagbókarfærslum frá fólki sem átti að skrá hvað það væri að hugsa og hvernig því liði í þessu ástandi,“ segir Anni og Andri bætir við að þau hafi ákveðið að láta vaða og byrjað á að hringja í tækjaleiguna. „Þá voru allar græjur í húsi sem venjulega eru uppteknar í stórum kvikmyndaverkum, við fengum því fyrsta flokks kvikmyndatökuvél og fórum út að veiða.“ Í dyragætt og uppi í tré Andri segir að þau hafi ákveðið að tala við galdrakonur og heimspek- inga um stóru myndina, en ekki bráðaaugnablikið. „Við vildum að fólk velti fyrir sér hvað þetta þýðir í stóra samhenginu. Við þurftum að virða tveggja metra regluna og tók- um því viðtölin á undarlegum stöð- um, Raxi sat í bílnum sínum, Elísa- bet var á bak við rúðu, Ingvar var uppi í tré, Sigríður í dyragætt og svo framvegis. Takmarkanirnar mótuðu í raun stílinn, rétt eins og bragar- háttur, sem minnir mann á að öll list er mótuð af einhverjum takmörk- unum. Samt urðu takmarkanirnar hjá okkur að tækifærum, við höfðum fyrir vikið aðgang að ótrúlegum tómum rýmum, hvort sem það var Harpa, flugbraut, sundlaug eða ann- að. Við höfðum líka aðgang að hæfi- leikafólki, því allir viðmælendur okkar voru á lausu til að taka þátt í verkefninu, því ekkert var að gera hjá listamönnum og enginn að fara til útlanda, í veislur eða neitt ann- að,“ segir Andri og Anni bætir við að þau Andri hafi eiginlega misst af fyrstu bylgjunni í heimsfaraldrinum. „Við vorum á fullu að gera þessa mynd, sem var ein af fáum bíómynd- um heimsins alls sem var verið að vinna að, því nánast öll kvikmynda- gerð fór í pásu. Það var ótrúlega sérkennilegt að fara inn í þessar fá- ránlegu aðstæður; að vera á ferðinni í heimsfaraldri að gera kvikmynd þegar allt var kyrrt og ekkert að gerast.“ Ingvar lék lausum hala Að gera heimildarmynd sem byggist á viðtölum við fólk snýst ekki einvörðungu um það sem fólkið segir, heldur skiptir myndmálið ekki síður máli. Anni segir að þau hafi ákveðið að mynda tóm rými, sem venjulega eru full af fólki. „Mér fannst þessi tilfinning svo áhugaverð sem vaknar við að fara inn í tóm rými. Hvað er þarna í tóminu? Við fengum til dæmis Ástu til að lesa upp ljóð í tómum áhorfendasal Hörpu og Unni Elísabetu til að dansa á auðri flugbraut í Keflavík og í galtómum brottfararsalnum. Það var gaman hvað allir voru til í þetta og hjálpsamir, sumir starfsmenn- irnir hjá ISAVIA höfðu sjálfir aldrei farið út á brautirnar, því þetta var auðvitað aldrei í boði í ástandinu sem var fyrir Covid, þá voru allir flugvellir í notkun allan sólarhring- inn.“ Andri segir það hafa verið skemmtilegt og ögrandi verkefni að finna út úr því hvernig þau gátu nýtt takmarkanir til að skapa eitthvað, til dæmis með lokaða og mannlausa Vesturbæjarlaug og búningsklefa, þar sem Ingvar leikari lék lausum hala. „Haraldur Jónsson myndlist- armaður kemur inn á það í myndinni að enska orðið apocalypse þýðir ekki heimsendir heldur afhjúpun, og það var mjög hjálplegt fyrir okkur því snemma í ferlinu ákváðum við að vinna með afhjúpun. Þegar eitthvað er tekið í burtu og allt í einu er eitt- hvað nakið og strípað, hvort sem það eru tilfinningar, kerfin okkar eða annað. Við vildum veiða þessar til- finningar á meðan þetta ástand var alveg nýtt fyrir okkur öllum. Fólk var líka mystískara við upphaf heimsfaraldursins en það er núna.“ Ekki mikið ofan í eigin nafla Í myndinni kemur Auður Eir inn á hið jákvæða við það að heimurinn fór á pásu um stund, til dæmis að þögnin sé góð. Gunnar Kvaran kem- ur líka inn á að við erum orðin svo vön óróleika að við kunnum ekki lengur að vera í rólegheitum. Þannig afhjúpar Covid okkur sjálf og hvert við erum komin. „Allt fléttaðist svo eðlilega saman í myndinni. Stóru punktarnir voru andleg heilsa og loftslagsmálin, innri heimurinn og heimurinn allur. Þetta spannaði geð- ið og heiminn allan og viðmælendur okkar voru ekki mikið ofan í eigin nafla, enda eru þetta sameiginlegar hamfarir og þá er ekki viðeigandi að kvarta yfir sjálfum sér.“ Væntanlega vona allir að við lær- um af þessu, þegar við komumst að því að það er á valdi okkar mann- anna að laga það sem miður hefur farið, síkin urðu hrein og tær í Fen- eyjum og himinninn heiður og blár í Kína. „Því miður lítur út fyrir að allt fari í sama farið aftur, því flestir virðast vera í startholunum að keyra allt í gang aftur sem mengar jörðina og veldur loftslagsbreytingum. Okk- ur finnst mikilvægt að við höfum náð þessu augnabliki, því núna er þetta áminning inn í samtímann, þegar við erum hætt að vera mystísk. Eftir tíu ár verður þetta mikilvæg heimild. Þetta er líka sönnun þess að það er hægt að skapa listaverk á þeim tím- um sem átti ekki að vera hægt að búa neitt til. Það var okkur þó vandi að láta þessa þrjá heima ganga upp sem heild; dans, ljóð og umfjöllun, en við erum ánægð með hvernig til tókst.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Góð samvinna Andri Snær og Anni láta fara vel um sig á skrifstofu sinni þar sem þau voru að hnýta lokahnúta. Þetta spannar geðið og heiminn allan - „Við vildum veiða þessar tilfinningar á meðan þetta ástand var alveg nýtt fyrir okkur öllum,“ segja Anni og Andri sem frumsýna heimildarmyndina Apausalypse á föstudaginn - Covid afhjúpar okkur Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur nú eignast tvífara í vaxmyndasafninu Musee Grévin í París og má á mynd- inni sjá starfsmann safnsins leggja lokahönd á styttuna, snurfusa Biden svolítið og þá einkum silfurlitað hár- ið. Opna á vaxmyndasafnið í dag eftir lokun vegna Covid-19 og geta gestir þá loksins tekið ljósmyndir af sér og sínum með Biden eða öðrum frægð- armennum sögunnar. Fyrir aftan Biden má sjá forseta Frakklands, Emmanuel Macron, skælbrosandi líkt og Biden, enda ástæða til að gleðjast. Safnið var stofnað árið 1882 af Arthur Meyer, blaðamanni Le Gaulois, og hugmyndin sótt í hið víð- fræga vaxmyndasafn Madame Tus- sauds sem opnað var í London árið 1835. Listrænn stjórnandi Musee Grévin var Alfred nokkur Grévin og heitir safnið eftir honum. Safnið er eitt það elsta sinnar tegundar í Evr- ópu og má sjá yfir 450 styttur í safn- inu. AFP Biden snyrtur fyrir opnun Musee Grévin í París

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.