Þjóðmál - 01.03.2016, Side 34
Hér skal fullyrða, að önnur meginskýringin á því, að hingað til hefur þjóðum
heims tekist hrapalega upp við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda,
þó að flestar séu þær sammála um nauðsyn þess, er kolröng aðferðarfræði
á heimsvísu. í stað þess að beina kröftunum að því að skilgreina eignarrétt á
andrúmsloftinu, í þessu tilviki réttinn til að losa þangað gróðurhúsalofttegundir, þá
hefur púðrinu verið eytt í að setja upp lítt skuldbindandi markmið fyrir hverja
þjóð um losun, sem ekki hafa staðist í neinum tilvikum hingað til.
hann á að tapa illilega. Síðan skrifar Lars:
„Þetta er það, sem hagfræðingar kalla
„sameignarvanda", og kjarni þessa vanda-
máls er, að þegar við höfum ekki vel
skilgreindan eignarrétt, í þessu tilviki á fiski,
verðurofveiði.
En íslendingar standa nú um stundirekki
frammi fyrir vandamálum vegna ofveiði,
eins og hefur stundum verið áður, og það
er vegna þess, að íslendingar hafa rutt
brautina fyrir kerfi, sem almennt kallast
kvótakerfi. Aðalhugmyndin er sú, að
hverri útgerð er úthlutaður kvóti upp á,
hve mikinn fisk hún má veiða. Með öðrum
orðum á útgerðin eign upp á vissan afla.
Enn fremur, eins og með annan eignarrétt,
er hægt að selja þennan kvóta.
Þetta hefur að miklu leyti leyst ofveiðivand-
ann á fslandi, og aðrar þjóðir hafa tekið
upp þetta kerfi. Þessi reynsla kennir okkur
eina mjög mikilvæga lexíu. Ef við viljum
viðhalda góðu umhverfi almennt, ættum
við að einbeita okkur að því að skilgreina,
hver hefur eignarhald á umhverfinu, því að
ef umhverfið er í eigu„okkar allra", þá fáum
við svipuð vandamál og fylgja ofveiði.
Þess vegna snýst góð umhverfisstjórn í
raun um vel skilgreindan eignarrétt."
Það hefur verið sýnt fram á, að það er
mikil fylgni á milli Umhverfisvísitölu landa
og s.k. Alþjóðlegrar eignarréttarvísitölu2.
Hér skal fullyrða, að önnur meginskýringin
á því, að hingað til hefur þjóðum heims
tekist hrapalega upp við að draga úr losun
gróðurhúsalofttegunda, þó að flestar séu
þær sammála um nauðsyn þess, er kolröng
aðferðarfræði á heimsvísu, þ.e. í stað þess að
beina kröftunum að því að skilgreina eignar-
rétt á andrúmsloftinu, í þessu tilviki réttinn
til að losa þangað gróðurhúsalofttegundir,
þá hefur púðrinu verið eytt í að setja upp
lítt skuldbindandi markmið fyrir hverja þjóð
um losun, sem ekki hafa staðist í neinum
tilvikum hingað til, og slíkt hefur ekki haft
neinar beinar kostnaðarlegar afleiðingar í för
með sér fyrir þjóðirnar hingað til, en það er
hins vegar um sífellt meiri„oflosun" að ræða,
svo að dregið sé dám af orðinu„ofveiði" hjá
Lars Christensen. Þess má geta, að Evrópu-
sambandið, ESB, hefur tekið upp kvótakerfi
á losun frá vissri starfsemi, t.d. iðnaði og
flugi, s.k. ETS -„Emission Trade System", - en
heimildirnar voru ríflegar í upphafi og hafa
enn ekki verið skertar, svo að bíti, enda alltaf
ótti við afleiðingar þess að skerða samkeppnis-
hæfni í einum heimshluta í samanburði við
aðra, sem þá gætu notið góðs af.
f dæmalausum barningi og þvargi stjórn-
málamanna, sem farið hefur fram á vettvangi
Sameinuðu þjóðanna um loftslagsvána, væri
samtökunum nær að beita sér fyrir sam-
komulagi um tímabundna leyfilega losun
koltvíildisjafngilda á mann. Meðallosun á
mann í heiminum er nú 4,5 t/ár, og 10 lönd
losa á bilinu 1,6 t/ár-17,0 t/ár, og standa þau
að losun 70 % af heild. Til samanburðar eru
losuð 13,6 t/ár á mann á íslandi samkvæmt
Kyoto-bókhaldinu, þ.e. að framræstum
mýrum slepptum. Hægt væri í byrjun að
setja mörkin við 1,0 t/ár, og allt umfram mörk-
in yrði skattlagt með 10-20 USD/t C02eq,
32 ÞJÓÐMÁL