Þjóðmál - 01.03.2016, Qupperneq 34

Þjóðmál - 01.03.2016, Qupperneq 34
Hér skal fullyrða, að önnur meginskýringin á því, að hingað til hefur þjóðum heims tekist hrapalega upp við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, þó að flestar séu þær sammála um nauðsyn þess, er kolröng aðferðarfræði á heimsvísu. í stað þess að beina kröftunum að því að skilgreina eignarrétt á andrúmsloftinu, í þessu tilviki réttinn til að losa þangað gróðurhúsalofttegundir, þá hefur púðrinu verið eytt í að setja upp lítt skuldbindandi markmið fyrir hverja þjóð um losun, sem ekki hafa staðist í neinum tilvikum hingað til. hann á að tapa illilega. Síðan skrifar Lars: „Þetta er það, sem hagfræðingar kalla „sameignarvanda", og kjarni þessa vanda- máls er, að þegar við höfum ekki vel skilgreindan eignarrétt, í þessu tilviki á fiski, verðurofveiði. En íslendingar standa nú um stundirekki frammi fyrir vandamálum vegna ofveiði, eins og hefur stundum verið áður, og það er vegna þess, að íslendingar hafa rutt brautina fyrir kerfi, sem almennt kallast kvótakerfi. Aðalhugmyndin er sú, að hverri útgerð er úthlutaður kvóti upp á, hve mikinn fisk hún má veiða. Með öðrum orðum á útgerðin eign upp á vissan afla. Enn fremur, eins og með annan eignarrétt, er hægt að selja þennan kvóta. Þetta hefur að miklu leyti leyst ofveiðivand- ann á fslandi, og aðrar þjóðir hafa tekið upp þetta kerfi. Þessi reynsla kennir okkur eina mjög mikilvæga lexíu. Ef við viljum viðhalda góðu umhverfi almennt, ættum við að einbeita okkur að því að skilgreina, hver hefur eignarhald á umhverfinu, því að ef umhverfið er í eigu„okkar allra", þá fáum við svipuð vandamál og fylgja ofveiði. Þess vegna snýst góð umhverfisstjórn í raun um vel skilgreindan eignarrétt." Það hefur verið sýnt fram á, að það er mikil fylgni á milli Umhverfisvísitölu landa og s.k. Alþjóðlegrar eignarréttarvísitölu2. Hér skal fullyrða, að önnur meginskýringin á því, að hingað til hefur þjóðum heims tekist hrapalega upp við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, þó að flestar séu þær sammála um nauðsyn þess, er kolröng aðferðarfræði á heimsvísu, þ.e. í stað þess að beina kröftunum að því að skilgreina eignar- rétt á andrúmsloftinu, í þessu tilviki réttinn til að losa þangað gróðurhúsalofttegundir, þá hefur púðrinu verið eytt í að setja upp lítt skuldbindandi markmið fyrir hverja þjóð um losun, sem ekki hafa staðist í neinum tilvikum hingað til, og slíkt hefur ekki haft neinar beinar kostnaðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir þjóðirnar hingað til, en það er hins vegar um sífellt meiri„oflosun" að ræða, svo að dregið sé dám af orðinu„ofveiði" hjá Lars Christensen. Þess má geta, að Evrópu- sambandið, ESB, hefur tekið upp kvótakerfi á losun frá vissri starfsemi, t.d. iðnaði og flugi, s.k. ETS -„Emission Trade System", - en heimildirnar voru ríflegar í upphafi og hafa enn ekki verið skertar, svo að bíti, enda alltaf ótti við afleiðingar þess að skerða samkeppnis- hæfni í einum heimshluta í samanburði við aðra, sem þá gætu notið góðs af. f dæmalausum barningi og þvargi stjórn- málamanna, sem farið hefur fram á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsvána, væri samtökunum nær að beita sér fyrir sam- komulagi um tímabundna leyfilega losun koltvíildisjafngilda á mann. Meðallosun á mann í heiminum er nú 4,5 t/ár, og 10 lönd losa á bilinu 1,6 t/ár-17,0 t/ár, og standa þau að losun 70 % af heild. Til samanburðar eru losuð 13,6 t/ár á mann á íslandi samkvæmt Kyoto-bókhaldinu, þ.e. að framræstum mýrum slepptum. Hægt væri í byrjun að setja mörkin við 1,0 t/ár, og allt umfram mörk- in yrði skattlagt með 10-20 USD/t C02eq, 32 ÞJÓÐMÁL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.