Morgunblaðið - 22.06.2021, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.06.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 2021 Baldur S. Blöndal baldurb@mbl.is Þríburarnir Þór, Jón Friðrik og Kristján Guðjónssynir eru 23 ára iðnaðarverkfræðingar búsettir á Seltjarnarnesi. Þeir gengu saman í Mýrarhúsa- og Valhúsaskóla, að því loknu fóru þeir saman í Verzl- unarskóla Íslands og um síðustu helgi brautskráðust þeir allir með BS-gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Kristján, einn bræðranna, segir að þeir hafi hjálpað hver öðrum með námið. „Já, þetta var hálfgerð samvinna stundum. En það er bara eins og að vinna með öðrum samnemendum í verkfræðinni. Við skiptumst á glósum og hjálp- uðumst að með heimaverkefni. Það er þægilegra þegar þrír bekkjar- bræður eru undir sama þaki.“ Kristján segir það hvetjandi að geta gert einkunnasamanburð við bræður sína. „Já, það var alltaf einhver samanburður þarna á milli, svolítil keppni.“ Námshestar Sigurlaug Vilhelmsdóttir, móðir þríburanna, segir þá alltaf hafa verið mjög samheldna en erft raunvísindaáhugann frá föður sín- um, sem er verkfræðingur. Þeir hafi alltaf verið miklir námshestar og haft gaman af því að læra. Kristján tekur undir með móður sinni og segir þá bræður alltaf hafa haft mikinn áhuga á raunvís- indum. Þeir hafi þó ekki ákveðið námsleiðina sameiginlega. „Við erum mjög samrýndir og höfum alltaf verið saman bæði í skóla og íþróttum. Það að fara í sama nám í háskóla var þó ekki sameiginleg ákvörðun heldur völd- um við námsleiðina hver í sínu lagi.“ Hann viðurkennir þó að það hafi ekki komið sér á óvart að þeir hafi endað í sama námi. „Við vildum allir fara í verk- fræði en enginn okkar var neitt harðákveðinn um einhverja ákveðna braut og iðnaðarverk- fræðin er líklega opnust þegar kemur að fjölbreytileika fram- haldsnáms. Þannig að það varð stefnan hjá okkur öllum.“ Bræðurnir stunda allir vinnu. Kristján vinnur hjá Arion banka, Jón hjá tryggingafélaginu Verði og Þór hjá hugbúnaðarfyrirtækinu AGR Dynamics. Þeir ætla allir að taka sér að minnsta kosti eins árs frí frá námi, bæði þess til að safna peningum og til að fá smá frí frá skólalífsstílnum. Þeir hafi fengið ákveðinn skólaleiða í lok ann- arinnar. „Maður þarf smátíma til að ákveða hvert á að fara í fram- haldsnám og hvað mann langar að starfa við í framtíðinni,“ segir Kristján. Þríburar braut- skráðust á sama degi - Völdu allir þrír iðnaðarverkfræði en þó hver í sínu lagi Búnir Þór, Jón Friðrik og Kristján Guðmundssynir með prófskírteinin sín. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Prestar í Prestafélagi Íslands sam- þykktu kjarasamning við kjaranefnd Þjóðkirkjunnar með um 2⁄3 hlutum atkvæða þann 12. júní. Meðaltals- launahækkun er um 3,25%. Auka- kirkjuþing sam- þykkti kjara- samninginn fyrir hönd Þjóðkirkj- unnar-Biskups- stofu í gær. „Þetta er fyrsti kjarasamningur- inn sem presta- stéttin gerir við Þjóðkirkjuna- Biskupsstofu. Við vorum áður undir kjararáði en svo var það afnumið,“ sagði séra Ninna Sif Svavarsdóttir, formaður Prestafélags Íslands. Hún sagði að Þjóðkirkjan og ríkið hefðu gert viðbótarsamkomulag um fjár- hagsleg samskipti ríkis og kirkju. Í því fólst m.a. að prestar yrðu ekki lengur embættismenn ríkisins held- ur starfsmenn Þjóðkirkjunnar-Bisk- upsstofu. „Við erum ekki lengur skipaðir embættismenn til fimm ára heldur starfsmenn með uppsagnarfrest eins og almennt gerist,“ sagði Ninna Sif. „Prestar voru almennt hlynntir þessari breytingu. Við eigum mikið undir því að ráðningarsambandið við Þjóðkirkjuna verði gott og farsælt því þetta er nánast eini vinnuveit- andinn sem við getum leitað til.“ Enn eru að störfum prestar sem voru æviráðnir samkvæmt eldra fyrirkomulagi. Þeir munu halda sín- um réttindum. Prestar sem voru skipaðir í embætti áður en sam- komulagið tók gildi munu ljúka sín- um skipunartíma áður en þeir skrifa undir ráðningarsamning við Þjóð- kirkjuna-Biskupsstofu. Kjarabundin réttindi presta verða nú eins og á almennum vinnumark- aði. Ninna Sif segir að reynslan muni sýna hvaða áhrif það hefur og hvort breytingin mun t.d. hafa áhrif á starfsöryggi. „Þetta er fyrsti kjara- samningurinn okkar samkvæmt nýju fyrirkomulagi. Nú er bara að sjá hvernig hann reynist og hvort við viljum gera einhverjar breytingar í næstu kjarasamningum,“ sagði Ninna Sif. Kjarasamningurinn var lagður fyrir aukakirkjuþing sem haldið var í gær. Ninna Sif sagði það gert vegna þess að kirkjuþing fer með fjár- stjórnarvald Þjóðkirkjunnar. Það skipaði kjaranefndina sem samdi við Prestafélagið og þarf því að stað- festa kjarasamninginn. „Ég tel þetta ekki vera heppilegt fyrirkomulag,“ sagði Ninna Sif. „Að mínu mati væri heppilegra að kjaranefndin hefði fullt umboð til að semja við okkur án þess að kirkjuþing fari mögulega að beita sér varðandi kjarasamninga.“ Kjarasamningur presta samþykktur - Fyrsti kjarasamningurinn milli Prestafélagsins og Biskupsstofu - Prestar ekki lengur skipaðir embættismenn ríkisins heldur ráðnir starfsmenn Þjóðkirkjunnar Ljósmynd/hsh Aukakirkjuþing 2021 Kirkjuþingsfulltrúar á þinginu sem var sett um há- degi í gær. Þingsályktunartillögur voru afgreiddar og kynningar fóru fram.Séra Ninna SifSvavarsdóttir Aukakirkjuþing var sett í gær og átti því að ljúka síðdegis. 1. mál á dagskrá var tillaga til þingsályktunar um kjara- samning Prestafélags Íslands og kjaranefndar kirkjunnar og var hún samþykkt. 2. mál var tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um starfskostnað vegna prests- þjónustu og prófastsstarfa. 3. mál var tillaga til þingsálykt- unar um aðhaldsaðgerðir í fjár- málum Þjóðkirkjunnar. 4. mál var tillaga til þingsályktunar um sölu fasteigna Þjóðkirkj- unnar-Biskupsstofu. 5. mál var tillaga til þingsályktunar um fjárstjórn kirkjuþings til bráða- birgða. Þá fór fram kynning á nýjum þjóðkirkjulögum og kynning á stefnumótunarvinnu. Fjármál og sala eigna AUKAKIRKJUÞING Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæj- arfulltrúi Sjálfstæðisflokks í Kópa- vogi, lét bóka gagnrýni á Borgar- línu á fundi bæjarráðs 16. júní. Í fundargerð stendur að Kar- en geti ekki tek- ið undir orð framkvæmda- stjóra Betri sam- gangna um spurningar frá Áhugafólki um samgöngur fyrir alla. Þar segir framkvæmda- stjórinn að „nið- urstaðan sé sú að á þessu stigi hafi ekkert komið fram sem kalli á breytingar á þeirri stefnu að fjár- fest verði í hágæða hraðvagnakerfi fyrir höfuðborgarsvæðið“. Þá segir Karen að enn sé aðeins um frum- drög að ræða og að hún hafi sér- stakar áhyggjur af því að enn sé ekki ljóst hver rekstrarkostnaður Borgarlínu verði, né hvort sveitar- félögunum sé einum ætlað að bera þann kostnað. „Þegar tillögurnar litu dagsins ljós þá get ég alveg viðurkennt að mér brá,“ segir Karen í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. „Mér finnst þær vera dýrar og full- miklar fyrir eins lítið svæði og höf- uðborgarsvæðið er í samanburði við aðrar borgir. Svo stíga fram áhugasamtök um betri samgöngur með mun ódýrari og léttari úrbæt- ur á því að létta á ferðum strætó sem mér líst vel á og vert er að skoða.“ Hún bendir einnig á að peningarnir sem fari í verkefnið komi ekki af himnum ofan, „þeir þurfa að koma með skatttekjum, við þurfum að velta fyrir okkur hvernig við getum komið þeim peningum í það gagn sem almenn- ingur vill“. rebekka@mbl.is Peningarnir komi ekki af himnum ofan - Segir kostnað við Borgarlínu óljósan Karen Elísabet Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.