Morgunblaðið - 22.06.2021, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 2021
40 ÁRA Ólafía fæddist á
Landspítalanum en ólst
upp í Hafnarfirði og er
yngst af þremur systrum.
„Ég get ekki kallað mig
Gaflara eins og systur mín-
ar, því ég er sú eina sem
fæddist í Reykjavík.“
Ólafía var mikið í hesta-
mennsku með hesta-
mannafélaginu Sörla þegar
hún var yngri og segir það
gott að alast upp í Hafn-
arfirði. Núna starfar hún á
tæknisviði hjá Icelandair í
Hafnarfirði. „Ég hóf störf
þar árið 2015 og hef verið
þar síðan og það er mjög
góður andi og skemmti-
legur vinnustaður. Núna er
allt að lifna við aftur eftir
Covid, svo lífið er að taka á
sig eðlilega mynd aftur.“
Ólafía er mikil fjöl-
skyldumanneskja og segir
fjölskylduna alltaf í fyrsta
sæti. „Við höfum mjög
gaman af því að fara í golf
saman og svo förum við
líka á skíði. Svo hef ég líka
áhuga á myndlist og er
svolítið að mála heima til gamans og fæ þar mikla hugarró.“
FJÖLSKYLDA Eiginmaður Ólafíu er Björn Guðjónsson, múrarameistari
og byggingariðnfræðingur, f. 1979, og þau eiga börnin Soffíu Karen, f. 2010,
og Arnór Kára, f. 2015. Foreldrar Ólafíu eru Valgerður Sigurðardóttir og
Friðbjörn Björnsson, en þau ráku Fiskverkun Friðbjörns Björnssonar í
Hafnarfirði og þar var Ólafía oft að hjálpa til í uppvextinum.
Ólafía Friðbjörnsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þú munt að öllum líkindum eyða
miklum tíma í hluti sem aðrir telja hégóma.
Láttu það eftir þér að daðra en gættu þess
að trúa ekki öllu sem þér er sagt.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þú þarft ekkert að blása í lúðra til
þess að koma málstað þínum á framfæri.
Gefðu þér tíma til að rækta sálarlíf þitt.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Eitthvert óvænt happ rekur á
fjörur þínar og þú skalt ekki hika við að
taka við því og njóta þess góða sem það
færir þér.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Það getur valdið andvaraleysi að
allir hlutir gangi refjalaust fyrir sig. Frest-
aðu nú ekki lengur því sem þú hefur lofað
að framkvæma.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þú gætir þurft að sitja undir harðri
gagnrýni maka eða vinar í dag. Láttu ekki
löngun þína til að gera öðrum til hæfis
koma þér í vandræði.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Einhver reynir að fá þig ofan af því
að verja peningunum eins og þér finnst
best að gera. Í dag fer best á því að þú
reynir að vinna sem mest í einrúmi.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Allt hefur sinn tíma og það getur líka
átt við um kunningsskap og vináttu. Það er
hægt að vera kurteis og setja öðrum mörk.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Láttu það ekki setja þig úr
jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring-
um þig. Skemmtu þér með vinum og láttu
makann um húsverkin og fjölskylduna.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Þú ættir að íhuga hvort eirð-
arleysið sem hrjáir þig sé merki um óupp-
fylltar þarfir þínar. Taktu það með í reikn-
inginn að þú ert langþreyttur.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Ekki gefa loforð sem þú getur
ekki staðið við, sértaklega ekki þeim sem
hafa völd. Þú munt sjá að samvinna skilar
betri árangri en að hver sé í sínu horni.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þú hefur fyllstu ástæðu til þess
að vera ánægður með framlag þitt ef þú
bara varast að láta ofmetnað ná tökum á
þér.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Ekkert vex þér í augum og þú mátt
vera ánægður með sjálfan þig að loknu
dagsverki. Farðu samt varlega bæði í orð-
um og gerðum.
mér finnst mikilvægt.“ Karl kenndi
júdó bæði í skólum og sumarbúðum
og svo í Júdódeild Tindastóls sem
hann stofnaði í félagi við foreldra.
Karl hefur verið virkur í félags-
starfi og var m.a. skáti og í Ung-
mennafélaginu Fram á Skagaströnd
og síðan í Flugbjörgunarsveitinni í
Varmahlíð og er nú í Ungmenna- og
íþróttafélaginu Smára í Skagafirði.
það fyrir reglu þegar hann kenndi
íþróttir í grunnskóla að hafa sem
mesta fjölbreytni. „Þá fór ég að læra
júdó, því það er svo góð íþróttagrein
svona uppeldislega fyrir krakka. Það
er ekkert verið að sparka, heldur er
kennt að nýta kraft og líkamsþunga
andstæðingsins til að vinna án þess
að meiða. Síðan er alltaf mikil virð-
ing borin fyrir andstæðingnum, sem
K
arl Lúðvíksson fæddist
í Steinholti á Skaga-
strönd og ólst þar upp
til 16 ára aldurs. Hann
missti móður sína 11
ára gamall og fyrsta sumarið var
farið með hann til Búðardals. Heima
var systir hans mikil hjálparhella og
svo stóð samfélagið allt saman við
þessar aðstæður. Eftir grunnskóla,
Höfðaskóla á Skagaströnd, fór Karl
einn vetur í Reykholtsskóla í Borg-
arfirði 1967-68 og síðan á vertíð í
Eyjum eitt ár. Þá tók Kennaraskól-
inn við haustið 1969. „Það síðasta
sem ég ætlaði að verða var kennari,
vildi miklu frekar verða smiður. En
ég var sæmilegur í íþróttum, lágvax-
inn og liðugur og systir mín sagði
mér að fara í íþróttakennaraskólann,
og ég ákvað bara að slá til. Ég lauk
prófi frá Kennaraskóla Íslands, und-
irbúningsdeild sérnáms, árið 1971
og útskrifaðist svo frá Íþróttakenn-
araskóla Íslands á Laugarvatni
1972.“
Það kom á daginn að Karl
blómstraði í kennslunni og sá ekkert
eftir að hafa ekki lært smíðar.
Kennslan hefur verið hans aðalstarf,
ýmist sem íþróttakennari, bæði við
grunn- og framhaldsskóla, almennur
kennari, aðstoðarskólastjóri og
skólastjóri við grunnskóla auk sér-
kennslu. „Framan af kenndi ég
íþróttir og bóklegt, en svo fór hálf
starfsævin í að kenna fötluðum og
mér líkaði það mjög vel.“ Karl stofn-
aði sérdeild við Gagnfræðaskóla
Sauðárkróks ásamt Sólveigu Jónas-
dóttur og var yfir þeirri deild og
brautarstjóri við starfsbraut FNV.
Auk þess hefur hann kennt skyndi-
hjálp og endurlífgun fyrir Rauða
krossinn víða.
Karl er vinnusamur og hefur unn-
ið mörg aukastörf samhliða kennsl-
unni og ber þar hæst sumarbúða-
stjórn í meira en 30 sumur, fyrst við
Ungmennabúðir USAH á Húnavöll-
um, síðan við Sumarbúðirnar á Hól-
um og að lokum við Sumarbúðir
Rauða krossins á Löngumýri. Sum-
arvinnan var líka framan af við
frjálsíþróttaþjálfun fyrir USAH og
framkvæmdastjórastarf við sama fé-
lag. Karl minnist sérstaklega á júdó-
kennslu og segir að hann hafi haft
„Síðan er ég í Rauða krossinum í
Skagafirði, í stjórn og formaður til
nokkurra ára, og gekk síðan í Kiw-
anisklúbbinn Drangey fyrir tveimur
árum. Síðan má nefna að ég er í
stýrihópi fyrir heilsueflandi sam-
félag í Skagafirði og varamaður í
barnaverndarnefnd.Skagafjarðar.“
Eiginkona Karls, Anna Bára, hef-
ur unnið mikið með honum við bæði
sérdeildina sem stuðningsfulltrúi og
eins við sumarbúðirnar. „Hún er
betri en nokkur annar sem ég hef
unnið með, þótt hún hafi ekki há-
skólagráður. Anna Bára er einnig
frá Skagaströnd og í dag eru 47 ár
síðan þau trúlofuðu sig, árið 1974.
Karl er sjálfur mikill íþróttamað-
ur og er enn að keppa. „Ég á auðvit-
að nóg af verðlaunapeningum, þótt
þótt ég sé nú enginn sérstakur af-
reksmaður í íþróttum nema þá einna
helst í frjálsum íþróttum á héraðs-
vísu í gamla daga og svo er líka
mesta furða hvað ég get enn í öld-
ungaflokki og þá helst í stökkum. Ég
hef bara svo gaman af þessu og ekki
er verra þegar vel gengur.“
Karl og lið hans í skyndihjálp
lentu í 6. sæti af 26 í Evrópukeppni
Rauða krossfélaga í Þrándheimi í
Karl Lúðvíksson íþróttakennari – 70 ára
Fjölskyldan Hér er fjölskyldan 12. júní síðastliðinn í skírnarveislu Júlíu Fanneyjar Arnarsdóttur. F.v.: Karl, Edith
Anna, Anton Lúðvík og Karl Sören Theodórsbörn, Arnar Freyr og Kristófer Dagur Sigurjónssynir og Anna Bára.
Golfsettið er spjót, kúla og kringla
5. júní 2021 Karl að keppa í há-
stökki og stökk yfir 1,26 m. Helgi
Hólm 80 ára setti Íslandsmet á
þessu móti með stökki upp á 1,20 m.
Sumarbúðir Myndin er tekin við
Gvendarskál og séð yfir Hólastað í
kringum 2005. Stóllinn var sérsmíð-
aður og frábært á toppnum.
Til hamingju með daginn