Morgunblaðið - 22.06.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.06.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 2021 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Baldur S. Blöndal baldurb@mbl.is Eftir nokkra vætu- og kuldatíð geta íbúar á suðurhluta landsins leyft sér að hlakka til morgundagsins en sam- kvæmt veðurspá mun þá rofa til og hitinn hækka töluvert miðað við veð- urfar síðustu vikna. „Við munum kannski sjá tölur upp á 17 til 18 gráðu hita á Suðurlandi og 15 til 16 gráður í höfuðborginni. Það verður líka bjart svo það ætti að sjást vel til sólar. Í skjóli frá þessari litlu norðanátt verður örugglega fín- asta sumarveður á miðvikudaginn,“ segir Páll Ágúst Þórarinsson, veður- fræðingur á Veðurstofunni. Einar Sveinbjörnsson veðurfræð- ingur, sem gerir út veðurvefinn Bliku, segir miðvikudag og fimmtu- dag frekar undantekningar en vendipunkt í veðráttu. „Síðan er von á annarri lægð á föstudag um vest- anvert land, það er sólskin einn til tvo daga í miðri viku. Kannski má segja að með þeirri lægð gætu orðið einhver straumhvörf en þá á hlýrra loft almennt séð greiðari aðgang að landinu og til okkar úr suðvestri.“ Þrátt fyrir að lægðin síðar í vik- unni kunni að marka einhver kafla- skil segir Einar kuldapollana yfir Grænlandi aldrei langt undan. „Maður sér það bara með því að bera saman spár undanfarna daga að kuldapollarnir birtast stöðugt við landið. Þegar frá líður verður hlýrra og mildara loft úr suðvestri meira einkennandi.“ Júnímánuður hefur verið mjög kaflaskiptur í lofthita, fyrstu tíu dag- arnir voru hlýir en næstu 10 voru fremur kaldir. „Við horfum gjarnan upp á sveiflukennt veðurlag framan af sumri, það má eiginlega segja að það sé einkennandi. Um leið og tíðin fer að verða stöðug í maí og júní þá er eitthvað að,“ segir Einar. Þegar líður á sumarið þarf meira til svo kalt loft berist til landsins. Aðalspurningin er þá hvenær mið- sumar hefjist að sögn Einars. Spurður hvort úrkoma síðustu vikna hafi bætt upp fyrir mikla þurrka nú í vor segir Einar það ljóst að áhrifa þurrkatímabilsins gæti enn í sverðinum. „Frá og með mánaðamótum hefur alltaf rignt annað slagið í flestum landshlutum og úrkoma verið í með- allagi, kannski tæpu meðallagi það sem af er júní. Það er þó langur veg- ur í að það náist að jafna út þurrka- tímann í vor. Það þarf eitthvað meira en meðalúrkomu til þess.“ Morgunblaðið/Eggert Rigning Regnhlífar og úlpur hafa komið sér vel það sem af er sumri en hugsanlega eru veðrabrigði í vændum. Lægð í lok vikunnar gæti markað enda kuldatíðar - Úrkoma þarf að vera meiri til þess að bæta upp þurrk í vor Morgunblaðið/Eggert Blautar götur Ferðamenn draga ferðatöskur eftir blautum götum. Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ég er mjög bjartsýn. Mér finnst allt vera upp á við. Það hefur gengið bet- ur að selja æðardún nú en undanfar- in 3-4 ár,“ sagði Erla Friðriksdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Ís- lensks æðardúns (King Eider) í Stykkishólmi. Hún er einn stærsti útflytjandi æðardúns á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa nú fjórir starfs- menn. Þau annast dúnhreinsun, pökkun og útflutning á æðardúni. Einnig koma þau að rekstri Æðar- seturs Íslands í Stykkishólmi. Erla sagði að einhverjar fyrningar af æðardúni séu til frá því í fyrra. Hún telur að það verði hægt að selja alla framleiðslu þessa árs og fyrning- arnar. Spurningin sé bara hvenær. En hvernig er verðið? „Það er í lægri kantinum. Það var hæst árið 2016 og er lægra nú en það var þá. Verðið á æðardúni hefur sveiflast upp og niður í áranna rás,“ sagði Erla. Japanir og Þjóðverjar hafa verið helstu kaupendur æðar- dúns. Erla sagði að aðalútflutnings- landi nú sé Þýskaland en áður var það Japan. Einnig eru nýir kaupend- ur að bætast við. Æðardúnn fer langmest í dún- sængur en minna í fatnað, að sögn Erlu. Hún sagði að sala á tilbúnum dúnsængum frá Íslandi hafi aukist upp á síðkastið. Nokkuð margir eru að framleiða og selja dúnsængur. Erla sagði að því miður hafi æð- arbændum fækkað svolítið undan- farin ár. Fólk hefur flutt af jörðum þar sem er æðarvarp og enginn tekið við. Erla er ásamt fleirum með æð- arvarp í Bjarneyjum og Hvallátrum á Breiðafirði. Æðarvarp gekk misjafnlega Kalt vor víða um land hafði áhrif á æðarræktina. Erfitt er að tína dún í miklum kulda og ekki er hægt að stunda dúntekju í roki og rigningu. Guðrún Gauksdóttir, formaður Æðarræktarfélags Íslands, er með æðarvarp á Suðurlandi. Hún sagði að kollan hafi þar orpið snemma í vor. Þar hefst æðarvarp gjarnan töluvert fyrr en annars staðar á landinu. Nú var það alveg um tveim- ur vikum á undan Breiðafirði og Norðausturlandi. „Við vorum svo heppin að við náð- um stærsta hluta dúnsins áður en það lagðist í rigningar og rok,“ sagði Guðrún. Kollan er nú mikið til búin að leiða út, það er að leiða ungana til sjávar, á Suðurlandi. Guðrún hafði fregnir af því að í Breiðafirði hefði varpið verið seinna af stað en venjulega. Leiðindaveður, rok og rigning, hefur haft áhrif á dúntekjuna undanfarið. Þar var talið að dúnn yrði minni nú en oft áður. Guðrún hafði einnig talað við æð- arbónda á Melrakkasléttu sem var við dúntekju í góðu veðri í gær. Þar hafði tófa komist í varpið og valdið miklum afföllum og minni dúni. Koll- an verpti seint þar og voru fyrstu ungarnir að koma út. Veðurfarslega var gott útlit fyrir dúntekjuna. Betur horfir með sölu á æðardúni - Þýskaland er orðið stærsta útflutningslandið - Vel gengur að selja dúnsængur frá Íslandi - Verðið er nú í lægri kantinum - Algengt er að verðið sveiflist milli ára - Vorið var víða kalt og blautt Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Æður Æðarkolla með unga. Veðrið hefur mikil áhrif á varp og dúntekju. Ungbarnadauði var næstminnstur á Íslandi árið 2019 í samanburði við aðrar Evrópuþjóðir, en minnstur í Liechtenstein, að því er fram kem- ur í athugunum Eurostat. Að með- altali lést 1,1 barn af hverjum þús- und fæddum börnum á Íslandi fyrir eins árs aldur en í Evrópusam- bandsríkjunum létust að meðaltali 3,4 af hverjum þúsund ungbörnum. Árið 2018 létust 1,7 af hverjum þúsund ungbörnum á Íslandi, 2,7 árið 2017 og einungis 0,7 árið 2016. Árið 2009 var meðaltalið í Evr- ópusambandsríkjunum talsvert hærra eða 4,2 dauðsföll. Sé litið lengra aftur í tímann má sjá að dánartíðnin hefur lækkað umtals- vert á undanförnum árum; til marks um það voru dauðsföllin 38,2 talsins á hverjar þúsund fæðingar árið 1961. Ungbarnadauði er nú algengast- ur á Möltu þar sem 6,7 börn að meðaltali láta lífið áður en þau hafa náð eins árs aldri en næsthæsta hlutfall ungbarnadauða mældist í Rúmeníu (5,8) og Búlgaríu (5,6). Fjöldi lifandi fæddra barna á Ís- landi árið 2020 var 4.512 samkvæmt mælingum Hagstofunnar, sem er fjölgun frá árinu 2019 þegar 4.452 börn fæddust. Ungbarnadauði sjaldgæfur á Íslandi - Ísland og Liecht- enstein best sett Tíðniungbarnadauða Ísland og nokkur Evrópulönd Afhverjum1.000 lifandi fæddum* Malta Rúmenía Búlgaría Slóvakía Lúxemborg Króatía Frakkland Pólland Belgía Grikkland Ungverjaland Holland ESB-meðaltal Lettland Litháen Sviss Þýskaland Danmörk Austurríki Írland Portúgal Spánn Kýpur Tékkland Ítalía Finnland Noregur Slóvenía Svíþjóð Eistland Ísland Liechtenstein 6,7 5,8 5,6 5,1 4,7 4,0 3,8 3,8 3,7 3,7 3,6 3,6 3,4 3,4 3,3 3,3 3,2 3,0 2,9 2,8 2,8 2,6 2,6 2,6 2,4 2,1 2,1 2,1 2,1 1,6 1,1 0,0 *T íð ni un gb ar na da uð a er m ið uð vi ð fjö ld a lá tin na ba rn a 12 m án að a og yn gr iá hv er 1. 00 0 bö rn se m fæ ða st lif an di .H ei m ild :E ur os ta t.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.