Morgunblaðið - 22.06.2021, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.06.2021, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ THE WASHINGTON POST ROGEREBERT.COM TOTAL FILM USA TODAY THE SEATTLE TIMES THE GUARDIAN GEGGJAÐ FRAMHALD AF EINUM ÓVÆNTASTA SPENNUÞRILLER SÍÐUSTU ÁRA HROLLVEKJANDI SPENNUMYND THE WRAP FILM SÝNDMEÐ ÍSLENSKUTALI97% SAN FRANCISCO CHRONICLE INDIE WIRE Grín- Spennumynd eins og þær gerast bestar! ROGEREBERT.COM Hallgerður Hallgrímsdóttir opnaði fyrir helgi sýninguna MUSE – Fí- gúratíf ljósmyndun í Gallery Porti að Laugavegi 23b og stendur hún yfir til 1. júlí. Hallgerður skrifar um sýningu sína á vef Sambands íslenskra myndlistarmanna, SÍM, að músan hennar sé postulínsstytta af dreng með hund. „Ég hef gert mitt besta til að fanga tilveru þessa vinar míns og hundsins hans á mynd. Gera af honum afrit, taka af hon- um mót, lýsa honum á myndfleti. Verkið er samansafn þanka um þrívídd og tvívídd, skynfæri mannsins, myndlestur og fagur- fræði,“ skrifar hún og spyr hvar takmörk kópíunnar liggi, hvað týnist í þýðingu á hlut úr einu efni í annað, úr einum miðli í annan. „Það getur virst svo auðvelt að taka mynd: Bara að ýta á takkann, næstum objet trouvé, ljóseindir hitta fyrir sameindir. Massalaus orka sem ferðast um á ljóshraða. Á sama tíma er ljósmyndin leynd- ardómsfull og tilfinningarík, fag- urfræði og innsæi leggja sitt á vogarskálarnar. Ég, hugfangin af miðlinum, er að velta fyrir mér ljósmyndun og til þess nota ég hana sjálfa. Mér dettur engin betri leið í hug,“ Hallgerður er fædd 1984 og er með MA-gráðu í myndlist með áherslu á ljósmyndun frá Akadem- in Valand í Gautaborg. Hún hefur farið víða og verk hennar verið sýnd meðal annars í The Photog- rapher’s Gallery í London, Hassel- blad Center í Gautaborg, Lista- savni Føroya, Listasafninu á Akureyri og Listasafni Reykjavík- ur. Ljósmyndabók hennar Hvass- ast kom út 2016 og árið 2018 gaf Pastel út ljóð-myndabókina Lím- kennda daga. Hallgerður hefur starfað sem myndlistarmaður, blaðakona, kennari og verk- efnastjóri og býr og starfar í Reykjavík, segir á vef SÍM. Fangar tilveru vinar og hunds Músa Kynningarmynd fyrir sýningu Hallgerðar í Gallery Porti sem lýkur 1. júlí. Leikkonur þáttanna Sex and the City, eða Beðmál í borginni eins og þeir hétu þegar þeir voru sýndir á RÚV, eru nú saman komnar á ný til að blása lífi í gamlar glæður. Munu þær leika í þáttaröð sem nefnist And Just Like That … (sem þýða mætti sem Og líkt og hendi væri veifað ... ) og er sögð endurlífgun á hinum löngu liðnu þáttum um beð- málin. Sarah Jessica Parker tók mynd af þeim Cynthiu Nixon og Kristin Davis í New York á dög- unum og birti á Instagram. Sagði hún þær búnar að lesa saman hand- rit fyrstu þáttanna. Allt væri þetta jafnánægjulegt og „ice cream sunday“ sem ku vera einhvers kon- ar ísréttur að hætti Bandaríkja- manna. Segir í frétt The Guardian að Chris Noth muni snúa aftur sem Mr. Big, eða Herra stór en Kim Cattrall verði ekki með. Leikkonur Beðmálanna saman á ný Stuð Vinkonurnar Sarah Jessica Parker, Cynthia Nixon og Kristin Davis. Vegfarendur höfðu gaman af því að skoða og mynda nýafhjúpaða styttu af leikkonunni Marilyn Monroe í Palm Springs í Kaliforníu á sunnudaginn, 20. júní. Verkið heitir „Forever Marilyn“ eða „Marilyn að eilífu“ og er um átta metrar á hæð og 17 tonn að þyngd. Höf- undur þess er Seward Johnson Atelier. Styttan hefur glatt marga en reitt aðra til reiði, íbúa á svæðinu sem telja hana karlrembulega og skemma auk þess útsýni. AFP Umdeild stytta af Marilyn Monroe Ljósmyndasýning Sigríðar Marrow, Kaupmaðurinn á horninu, hefur verið opnuð í Þórsmörk í Neskaupstað. Á henni má sjá ljósmyndir af kaup- mönnum hverfisverslana og bæja á landsbyggðinni og þá m.a. myndir úr Kaupfjelaginu Breiðdalsvík og af Nesbakka. Sýningin verður opin virka daga frá 14 til 16 en einnig ann- an hvern laugardag til 17. júlí og eftir samkomulagi. Sigríður byrjaði á verkefninu árið 2016, ferðaðist um landið og heimsótti 34 verslanir, að því er fram kemur á Facebook. Hún gaf sér góðan tíma til að kynnast, taka viðtöl og ljósmynda búðareigendur og viðskiptavini í því skyni að ná raunsannri mynd af um- hverfinu og einstaklingunum, segir þar og að frá árinu 2016 hafi að minnsta kosti fimm þessara kaup- manna hætt rekstri. „Blómatími kaupmannsins á horn- inu er liðinn, eftir standa örfáir ein- yrkjar sem með þrautseigju viðhalda þeim magnaða anda sem hverf- isverslanir búa yfir. Verkefnið fjallar um þennan hverfandi menning- arheim. Ljósmyndamiðillinn er not- aður til þess að varpa ljósi á þann hlýja og mannlega andblæ sem ein- kenna þessar verslanir og eigendur þeirra,“ segir um sýninguna. Sigríður hefur BA-gráðu í fjöl- miðlafræði og MA-gráðu í menning- armiðlun með áherslu á ljósmyndun. Hverfandi menningar- heimur kaupmanna Ljósmynd/Sigríður Marrow Hjá kaupmanninum Hluti ljós- myndar á sýningunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.