Morgunblaðið - 22.06.2021, Side 16
16 UMRÆÐAN Minningar
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 2021
Það er
hringavitleysa
að lífeyrissparn-
aður þjóð-
arinnar skuli
ávaxtaður í fá-
keppn-
isfélögum, sem
taka sér þá
álagningu sem
þeim sýnist af
neytendum,
sem líka eru nefndir sjóð-
félagar. Við inngönguna í
EES fengu útflutningsfyr-
irtækin betri kjör á mörk-
uðum, sem nýtast eigendum
þeirra vel. Stærstu útgerð-
arfélögin kaupa upp fyrirtæki
í öðrum greinum, fákeppn-
isfélög auðvitað og „safna auð
með augun rauð“. Stóru von-
brigðin með EES fá litla at-
hygli, en allir lepja upp, hver
eftir öðrum, að „þjóðin hafi
hagnast mikið“ á inngöngunni
fyrir 30 árum. Það er rétt,
þjóðarbúið hefur hagnast, en
ávinningnum er misskipt.
Hugmyndafræði
og skynsemi
Fákeppni innflutningsfyr-
irtækjanna er vandamálið.
Við setjum allt traust okkar á
markaðsbúskap. Allir flokkar
viðurkenna nú að áætl-
unarbúskapur er ekki leiðin.
Kosningar fara í hönd og
frambjóðendur flagga sinni
hugmyndafræði. Að loknum
kosningum neyðast þeir sem
ná kjöri til að leggja þessi
prinsipp til hliðar, gera mála-
miðlanir, mynda sam-
steypustjórn og gera það sem
er skynsamlegt. Hvernig væri
nú að beina umræðunni að því
sem miður fer í EES og
hvernig gera megi almenningi
gagn hvað framfærslukostnað
varðar, en hann er tvöfaldur
m.v. mörg önnur Evrópu-
lönd? Nennir enginn fram-
bjóðandi að hugsa sjálfstætt?
Nýleg skýrsla lögfræðinga-
nefndar um þetta viðskipta-
fræðilega vandamál reyndist
vitaskuld gagnslaus.
Milliliðir
Þótt allir vilji markaðs-
búskap og samkeppni vill
gleymast að huga að forsend-
unni, sem er að alvöru, virkir
markaðir séu til staðar. Þetta
hef ég margoft rætt. Lykil-
atriðið sem huga þarf að er,
að á markaði skipta millilið-
irnir milli framleiðenda og
neytenda öllu máli. Þeir eru
þarna til að hagnast, eins og
aðrir, og því er mikilvægt að
stuðla að hagkvæmni í þeirra
rekstri. Það sem fólk veit al-
mennt ekki er það, að allur
hagnaður er tekinn vegna
ófullkomleika markaða, sem
oft er nefndur „skekkjur“.
Hugmyndin um „hinn full-
komna markað“, sem er ekki
til, felur það í sér að hagnaður
í skilningi hagfræðinnar
hverfur, en til að gæta ná-
kvæmni mundu fjárfestar þó
ná markaðsávöxtun á eigið fé.
Það hvernig milliliðirnir
þróast er mikilvægt, vegna
þess að til að hagnast umfram
venjulega markaðsávöxtun,
sem menn ná fyrirhafnarlaust
á verðbréfamarkaði, verða
milliliðirnir meðvitað að við-
halda skekkjum markaðarins.
Forstjóri fákeppnisfélags
sem asnast út í verð-
samkeppni eykur ekki hag
hluthafa félags-
ins, af því að hin
fyrirtækin tvö til
þrjú svara í
sömu mynt. Af-
koma grein-
arinnar versnar
bara. Forstjór-
inn missir vinn-
una. Að raska
þessu „samsæri“
um sjálftöku er
viðfangsefni sem
hið opinbera
gæti stuðlað að. Ekki er að sjá
að Samkeppniseftirlitið glími
við það, þvert á móti sam-
þykkir það nær allar óskir um
samruna og yfirtökur, sem
eykur fákeppnina.
Nýjar leiðir
Að greiða fyrir netverslun
með markvissum hætti væri
nútímalegt. Hækkun þeirra
marka sem ferðamenn mega
koma með skattfrjálst yrði
„eitur í beinum“ þeirra sem
eru að basla við að reka dýra
milliliði, en mundi ekki nýtast
þeim sem minnst hafa milli
handanna. Þróun milliliða á
markaði má líka stýra og
hvetja. Ríkið gæti t.d. látið
vinna sérfræðilega skýrslu
um það hvernig tengja mætti
milliliði hérlendis við erlenda
birgja með nýtingu á nýjustu
tækni. Strikamerki nýtast í
innkaupum og birgðahaldi
hér og geta líka gert það yfir
hafið. Costco, Ikea og Bau-
haus eru ábyggilega búin að
leysa það. Samið yrði í fram-
haldinu við öflugt fyrirtæki á
dagvörumarkaði í nálægu
landi (t.d. Sainsbury’s eða
Tesco) um opnun útibúa hér á
landi. Gámar kæmu skv.
„just-in-time“-aðferðinni með
vörunum sem eru að seljast
o.s.frv. Ríkið mætti ekki
styrkja þetta vegna EES-
reglna, en til greina kæmi, til
að draga úr áhættu tilraunar-
innar, að almannasjóðir s.s.
lífeyrissjóðir kæmu að þessu
með því t.d. að fjármagna
húsnæði og tækjabúnað gegn
umsaminni ávöxtun. Þeir hafa
lengi hugsunarlaust fjárfest í
hringavitleysunni og væru
ekkert of góðir til að gera
sjóðfélögum sínum gagn í
staðinn. Þetta er auðvitað
„hugarflug“ en orð eru til alls
fyrst, eftir 30 ára þögn.
Fullveldi
Bretar gengu úr ESB
vegna þess að fullveldi lands-
ins var skert. Þeir höfnuðu
EES-leiðinni af því að hún
færði þeim ekki fullveldið.
Samkeppnismálin eru full-
veldismál. Löggjöfin evr-
ópska um þau er miðuð við
stóra, virka markaði. Þessum
lögum er beitt hugsunarlaust
á okkar örsmáu, ófullkomnu
markaði. Fólk gerir sér ekki
grein fyrir mikilvægi fullveld-
isins. Enginn veit hvað átt
hefur fyrr en misst hefur.
Eftir Ragnar
Önundarson
Ragnar Önundarson
»Löggjöfin evr-
ópska er miðuð
við stóra, virka
markaði. Þessum
lögum er beitt
hugsunarlaust á
okkar örsmáu, ófull-
komnu markaði.
Höfundur er sjóðfélagi,
lífeyrisþegi og neytandi.
Samkeppnis-
málin eru líka
fullveldismál ✝ Kristrún Ólafs-dóttir fæddist íReykjavík 2. júlí
1945. Hún lést 6.
júní 2021.
Foreldrar hennar
voru Ólafur
Tryggvason bók-
bindari, f. 28. ágúst
1902 á Haug-
stöðum í Vopna-
firði, d. 22. ágúst
1983 og Sigríður J.
Sigurgeirsdóttir, f. 26. sept-
ember 1913 á Hóli í Kelduhverfi,
d. 6. mars 2004.
Kristrún var elst barna þeirra
en systkini hennar eru Sig-
urgeir, f. 1947, giftur Elísabetu
Jónsdóttur og Kári, f. 1956, gift-
ur Margréti Jóhannsdóttur.
Kristrún giftist 9. október
1971 Sigurði Guðmundssyni, f.
Eamonn Tomás Ó Diolún, f. 1.
apríl 1978. Börn þeirra eru Osc-
ar Thór, f. 9. apríl 2017 og Siob-
hán Kristrún, f. 13. júní 2021.
Kristrún fæddist í Reykjavík
og ólst þar upp. Hún gekk í
Barnaskóla Austurbæjar, lauk
svo gagnfræðanámi frá Linda-
götuskólanum í Reykjavík með
afbragðsárangri. Á árunum
1965-1966 gekk Kristrún í Hús-
mæðraskólann á Varmalandi. Á
ævi sinni starfaði Kristrún við
hin ýmsu störf, m.a. við bókband,
sem dagmamma, ræstitæknir og
við blaðaútburð.
Kristrún kynntist eiginmanni
sínum, Sigurði Guðmundssyni,
árið 1968 og stofnuðu þau sitt
fyrsta heimili og hófu búskap í
Goðheimum 18 árið 1971.
Útför Kristrúnar fer fram frá
Garðakirkju í dag, 22. júní 2021,
og hefst athöfnin klukkan 15.
Streymt verður frá útförinni.
Stytt slóð á streymið:
https://tinyurl.com/sjva8shx
Virkan hlekk á streymið má
finna á:
https://www.mbl.is/andlat
27. ágúst 1938. For-
eldrar hans voru
Guðmundur Páls-
son, f. 4. maí 1908,
d. 10. febrúar 1984,
og Sigríður Fanney
Sigurðardóttir, f.
30. janúar 1912, d.
29. maí 1968.
Börn Kristrúnar
og Sigurðar eru: 1)
Sigríður Katrín, f.
15. júní 1972, maki
Ingvar Magnússon, f. 6. nóv-
ember 1974. Barn þeirra er
Amalía Dögg, f. 20. desember
2006. 2) Guðmundur Ólafur, f.
14. júní 1975, eiginkona Bryndís
Guðnadóttir, f. 9. mars 1979.
Börn þeirra eru Snædís Arna, f.
5. ágúst 2010 og Sóley Una, f. 10.
janúar 2013. 3) María Erla, f. 7.
september 1983, maki Pádraig
Elsku fallega og yndislega
mamma mín.
Það er svo ótrúlega sárt og
erfitt að hugsa til þess og sætta
sig við það að þú sért horfin frá
okkur svona snögglega.
Ég trúi þessu ekki ennþá og
neita að trúa því og ég bíð alltaf
eftir að vakna af þessari hræði-
legri martröð.
Við sem ætluðum að njóta svo
margs skemmtilegs saman fram-
undan eins og fermingar elsta
barnabarnsins þíns og bjóða nýj-
an meðlim velkominn í fjölskyld-
una.
Ég minnist þín, elsku mamma
mín, sem félagsveru, þú talaðir
við alla og heilsaðir öllum þó svo
að þú þekktir þá ekki.
Þú varst boðin og búin að
hjálpa öllum sem þurftu á því að
halda. Þú varst ótrúlega gjafmild
og fannst gaman að gleðja fólk.
Þú varst með hjarta úr gulli.
Ég á svo ótrúlega margar og
góðar minningar um það sem við
höfum brasað saman í gegnum
árin, öll ferðalögin sem við höf-
um farið saman í og gert svo
margt skemmtilegt.
Það var alltaf svo gaman að fá
ykkur pabba út til okkar til Nor-
egs og áttum við ótrúlega góðar
stundir saman. Snemma á
morgnana þegar fyrsti sólar-
geislinn kom varstu komin út að
njóta sólarinnar, þú ætlaðir sko
að ná þér í lit.
Þú varst endalaust að leika og
gera eitthvað saman með Amaliu
Dögg.
Þegar þú pantaðir tíma hjá
henni á „hárgreiðslustofunni“ til
að taka úr þér rúllurnar eða að
leyfa henni að mála þig og gera
þig fína. Þér fannst svo gott að
láta hana dútla við þig. Fórst
með henni í feluleik og þú fannst
ótrúlegustu staðina að fela þig á
og hvað við hlógum dátt og
skemmtum okkur yfir því.
Þú getur ekki ímyndað þér
hversu barnabörnin voru heppin
með þig sem ömmu. Það sem þú
gast dundað þér með þessum
krílum í tíma og ótíma, þú spil-
aðir við þau og last mikið fyrir
þau og ekki minnst varstu meist-
ari í að kenna þeim þitt áhuga-
mál sem var að púsla. Þú varst
svo þolinmóð og gafst þér góðan
tíma, þú elskaðir barnabörnin
þín svo mikið og þau voru svo
stolt yfir að hafa þig sem ömmu.
Þú varst svo lagin í höndunum
og varst endalaust að prjóna á
ömmukrílin þín og það sem það
var vel gert, það voru ekki bara
ömmukrílin sem fengu að njóta
þess heldur varstu að prjóna fyr-
ir fólk bæði innan og utan fjöl-
skyldunnar. Gjafmildin og um-
hugsunarsemin í fyrirrúmi.
Það var alltaf svo gott að leita
til þín um ráð, hvort sem það var
um prjónaskap eða hversu lengi
hangikjöt ætti að sjóða.
Elsku hjartans mamma mín,
ég kveð þig með sárum söknuði
og brostið hjarta, það er svo erf-
itt að hugsa til þess að ég fæ
aldrei aftur að knúsa þig og fá
knús frá þér, ég fæ aldrei að
heyra rödd þína aftur, ég fæ
aldrei aftur að bjalla í þig smá og
bara kjafta. Ég get hreinlega
ekki skilið hvernig lífið getur
gengið áfram án þín. Söknuður-
inn er óbærilegur.
Nú ertu komin til ömmu og
afa og ég veit að þau hafa tekið
vel á móti þér, en ég trúi því og
veit að þú verður ávallt hjá okk-
ur og heldur áfram að passa upp
á okkur.
Minninguna um þig mun ég
ávallt geyma í hjarta mér.
Takk fyrir allt, elsku besta
mamma mín, og sofðu rótt.
Hvert sem lífið leiðir mig
hvar sem árar lífsins leynast
mun ég alltaf muna þig
minningar sem aldrei gleymast.
Þín ástkæra dóttir,
Sigríður (Sigga).
Elsku mamma.
Að þú skulir vera farin frá
okkur er sárara en orð fá lýst, en
þú munt aldrei yfirgefa okkur
þar sem góðu og skemmtilegu
minningarnar um þig eru ótæm-
andi. Í samtölum við vini og ætt-
ingja eftir fráfall þitt hef ég í ófá
skipti heyrt að þín verði ekki erf-
itt að minnast, góðsemi þín og
hjartahlýja áttu sér engin tak-
mörk.
Þú varst svo yndisleg mann-
eskja, alltaf boðin og búin til að
stökkva til og aðstoða okkur ef
eitthvað bjátaði á, tókst að þér að
dagmömmuhlutverkið fyrir bæði
Snædísi og Sóleyju og þið pabbi
björguðuð okkur ófá skiptin þeg-
ar við þurftum á pössun og skutli
að halda.
Sóley og Snædís dýrkuðu þig,
fannst svo gaman að koma og
heimsækja ykkur afa í Flúðasel-
ið, vera í rólegheitum og kyrrð
hjá ykkur, ekkert stress heldur
setið og föndrað, spilað og púsl-
að. Þú gafst þig alla í að sinna
þeim og naust þess, og stelpurn-
ar elskuðu þessar samverustund-
ir með ykkur.
Þér var svo umhugað um að
öllum öðrum liði vel, og ef ein-
hver þjáðist þá leið þér illa. Þó
það hafi verið notalegt að sitja og
horfa á fótboltaleiki með þér, þá
gat það verið þreytandi hvað þér
leið alltaf illa þegar einhver leik-
maður lá eftir tæklingu, og þú
varst ekki í rónni fyrr en hann
var staðinn upp. En svona varstu
innrætt, áttir erfitt með að horfa
upp á að öðrum liði illa.
Það verður skrítið að venjast
því að geta ekki tekið upp sím-
ann og hringt í tíma og ótíma og
spjallað um allt og ekkert, eða
kíkt við í kaffi og heyra hvaða
ættingjar og vinir ættu afmæli
þann daginn.
Ég kveð þig, elsku mamma
mín, minning þín mun fylgja mér
að eilífu, ég elska þig.
Mamma, elsku mamma,
man ég augun þín,
í þeim las ég alla
elskuna til mín.
Mamma, elsku mamma,
man ég þína hönd,
bar hún mig og benti
björt á dýrðarlönd.
Mamma, elsku mamma,
man ég brosið þitt;
gengu hlýir geislar
gegnum hjarta mitt.
Mamma, elsku mamma,
mér í huga skín
bjarmi þinna bæna,
blessuð versin þín.
Mamma, elsku mamma,
man ég lengst og best
hjartað blíða, heita –
hjarta, er sakna’ ég mest.
(Sumarliði Halldórsson)
Þinn
Guðmundur Ólafur (Óli).
Elsku dásamlega mamma
mín.
Það er svo fjarstæðukennt að
skrifa minningargrein um þig.
Að þú skulir hafa yfirgefið okkur
svona snögglega er ennþá svo
óraunverulegt. Á hverjum
morgni þarf ég að minna sjálfa
mig á að þessi skelfilega martröð
átti sér stað og þú varst tekin frá
okkur. Ég hugsa til þín með
hlýju á hverjum einasta degi, all-
ar góðu minningarnar um þig
verma brotið hjartað.
Þú varst svo hlý og einlæg við
alla sem voru svo heppnir að
þekkja þig. Jafnvel þó þú þekktir
fólk ekki neitt varstu alltaf jafn
hlýleg, vinaleg og hjálpsöm. Þeg-
ar þú fórst í rútuferðalög með
vinkonum þínum tókstu alltaf að
þér að minnsta kosti einn ein-
stakling í hverri ferð sem þurfti
á aðstoð að halda. Svoleiðis
varstu gerð. Þú varst trygg við
alla, og sérstaklega við þá sem
stóðu þér nærri. Alltaf boðin og
búin að hjálpa og veita stuðning.
Dásamleg á allan hátt.
Eftir afskaplega erfitt og ein-
angrað ár með ferðabann og
heimsfaraldur, þá vonuðum við
öll að þetta árið myndi verða
betra. Loksins áttum við að fá að
eyða saman dýrmætum fjöl-
skyldustundum. Tilhlökkunin
var mikil. Nýtt barnabarn að
koma í heiminn og bjartir tímar
framundan. En svona getur lífið
verið grimmt og ófyrirsjáanlegt.
Þú varst hrifsuð frá okkur svo
skyndilega og grimmilega og það
mun taka langan tíma að lækna
blæðandi sárið í hjartanu.
Elsku mamma mín, ég mun
sakna þín þangað til ég dey. Ég
mun ætíð elska þig og vera þakk-
lát fyrir allar dásamlegu minn-
ingarnar um þig og samveru-
stundirnar. Þína dásamlegu
kímnigáfu og orðheppni, þína
gjafmildi, góðsemi og hlýju. Þína
handlagni í prjóna- og sauma-
skapnum, þína baksturshæfni.
Öll símölin þar sem við gátum
spjallað saman um allt og ekkert.
Hvað þú varst þakklát fyrir allt,
smátt og stórt.
Elsku mamma mín, ég er svo
þakklát fyrir þig. Ég er svo stolt
yfir að hafa fengið að vera dóttir
þín.
Þín að eilífu,
María Erla.
Elsku amma.
Við eigum eftir að sakna þín.
Okkur fannst alltaf svo gaman að
koma í heimsókn í Flúðaselið,
spila og púsla með þér. Það var
yfirleitt alltaf fiskur í matinn hjá
þér og alltaf til ís í eftirrétt, við
eigum eftir að sakna þess. Þú
varst líka alltaf að passa upp á að
okkur yrði ekki kalt, einu sinni
skutluðuð þið afi mér á fótbolta-
æfingu, það var heitt úti en þú
komst hlaupandi inn á völl með
flíspeysu til að mér yrði ekki
kalt. Svo var alltaf svo gaman að
spila með þér, þú kenndir okkur
fullt af spilum, eins og snip snap
snúra bansilúra, svartipétur,
þjófur o.fl. og alltaf þegar við
komum í heimsókn þá spiluðum
við þessi spil við þig, það var
rosalega gaman og eigum við eft-
ir að sakna þess. Þú ætlaðir að
kenna okkur nýtt spil næst þeg-
ar við kæmum í heimsókn, en því
miður verður það aldrei.
Við elskum þig, elsku amma,
og eigum eftir að sakna þín.
Þínar
Snædís og Sóley.
Elsku amma mín.
Hver dagur sem líður fær mig
til að hugsa um af hverju við er-
um enn hér og getum séð daginn
breytast í nótt, en þú færð ekki
möguleika á því.
Ég minnist allra góðra stunda
okkar saman, og hvernig þú áttir
það stundum til að hafa áhyggjur
af okkur. Þú passaðir alltaf vel
upp á að við klæddum okkur vel,
og þú vildir gjarnan leiða okkur
yfir götuna. Þú hugsaðir alltaf
um öryggi okkar, þó svo að þú
notaðir sjálf hníf sem gaffal. Þú
varst alltaf tilbúin að spyrja
hvort við vildum „salome“ á
brauðsneiðina, eða hvort þú ætt-
ir að skera niður eplin okkar,
jafnvel þó við værum nógu gömul
til að borða þau heil.
Nú þegar þú ert ekki lengur
hér mun ég sakna ástar og um-
hyggju þinnar. Ég mun sakna
hláturs þíns, saklausu brandar-
anna og góðu gullkornanna
þinna, góðu faðmlaganna þinna
og hvernig þú passaðir svo vel
upp á okkur öll.
Ég gæti endalaust talið upp
góðar minningar sem ég geymi í
hjarta mér.
Þú varst besta amman sem
nokkur gat hugsað sér, og þú
kemur ávallt til með að eiga sér-
stakan stað í hjörtum okkar.
Ég elska þig svo óendanlega
mikið og ást mín til þín mun aldr-
ei hverfa.
Takk fyrir öll okkar góðu ár
saman. Sofðu rótt, elsku amma
mín.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Leiddu svo ömmu góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Ástarkveðja,
þín
Amalia Dögg.
Kristrún
Ólafsdóttir
- Fleiri minningargreinar
um Kristrúnu Ólafs-
dóttur bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.