Morgunblaðið - 22.06.2021, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.06.2021, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 2021 ✝ Sveinn Fjeld- sted fæddist 20. júlí 1944. Hann lést 3. júní 2021. Foreldrar hans voru Kristján Fjeldsted, f. 4.2. 1922, d. 16.9. 2005, og Erlenda S. Er- lendsdóttir, f. 15.12. 1923, d. 4.10. 2003. Bræður Sveins eru Sturla, f. 1946, Stefán, f. 1952, Sverrir, f. 1959, og Rún- ar, f. 1965. Eftirlifandi eiginkona Sveins er Ingibjörg Kristjánsdóttir, f. 7.3. 1945, þau giftust 18.7. 1964. Börn Sveins og Ingibjargar eru: 1) Ásta Björk, f. 1964, sam- býlismaður Jón Júlíus Elíasson, börn Ástu Bjarkar og Bjart- mars Birgissonar eru: a) Sveinn Andri, f. 1995, sambýliskona Sigurbjörg Ýr Snorradóttir, barn þeirra Tristan Snorri, f. 2021, b) Birgir Þór, f. 1998, sambýliskona Diljá Eir Ólafs- dóttir. 2) Kristján Þór, f. 1965, sam- býliskona Hulda I. Magn- úsdóttir, börn Kristjáns og Guð- laugar Pálsdóttur eru: a) Thelma Hrund, f. 1986, eigin- maður Daði Ólafsson, börn þeirra eru Kamilla Dröfn, f. Þeistareykjavirkjun og Gaja. Auk þess tók hann þátt í verk- efnum í Færeyjum, Noregi og á Grænlandi þar sem hann var stoltur af uppbyggingu á Þjóð- hildarkirkju. Sveinn var mjög virkur í fé- lagsstörfum og kom að ýmsum störfum, má þar nefna fyrsti formaður foreldrafélags Breið- holtsskóla, formaður Fáks hestamannafélags árin 1994- 1996, ásamt því að sinna ýms- um störfum innan Fáks. Hann kom einnig að uppbyggingu hjá skíðadeild ÍR í Hamragili. Sveinn gekk í Oddfellow- regluna árið 1977. Sú ákvörðun var mikið gæfuspor og átti reglan hug hans næstu 44 ár. Sveinn gegndi fjölda embætta fyrir regluna en síðustu ár kom hann að ritun á sögu Oddfellow og var formaður ritnefndar. Hann kynntist golfíþróttinni árið 1999. Íþróttina tengdi hann samveru með fjölskyldu og vinum og fór í fjölmargar golfferðir erlendis. Stangveiði var honum í blóð borin og naut hann sín vel við árbakkann. Hann stundaði hestamennsku í mörg ár og þótti afburðaknapi. Útför Sveins fer fram í dag, 22. júní 2021, í Bústaðakirkju klukkan 11. Streymt verður frá útförinni. Stytt slóð á streymið: https://tinyurl.com/52y46zn6 Virkan hlekk á streymið má finna á: https://www.mbl.is/andlat 2013, Kristel Kara, f. 2016, og Rökkvi, f. 2019, b) Ástrós Eir, f. 1996, sam- býlismaður Stefán Þór Bogason. 3) Guðmundur, f. 1975, eiginkona Hulda Sævars- dóttir, börn þeirra eru: a) Emilía Ósk, f. 2005, b) Eydís Freyja, f. 2009, c) Bríet Eva, f. 2018. Sveinn ólst upp í Reykjavík og bjó þar svo til alla sína tíð með eiginkonu sinni, lengst af á Prestbakka 7 í Breiðholti. Sveinn og Ingibjörg bjuggu fimm ár í Ólafsvík á meðan Sveinn nam vélvirkjun við Smiðjuna hjá Geira ásamt því að læra köfun. Sveinn kom víða við á sinni starfsævi, lengst af var hann verkstjóri, verkefnastjóri og ör- yggisstjóri hjá Ístaki en síðustu ár starfaði hann hjá LNS sögu og lauk sínum starfsferli hjá Sorpu. Hann kom að mörgum stórum verkefnum eins og Mjólkárvirkjun, sjúkrahúsinu, snjóflóðavarnagörðum og göng- um á Vestfjörðum, Leifsstöð, Hrauneyjafossvirkjun, Búð- arhálsvirkjun, Hvalfjarðar- göngum, Kárahnjúkavirkjun, Traustur, ósérhlífinn, stundvís, kröfuharður, skipulagður, skemmtilegur, fylginn sér og vin- ur með einstaka nærveru. Þessi orð eru okkur hugleikin þegar við minnumst föður okkar, sem var okkur svo miklu meira en bara pabbi, hann var líka vinur í raun. Það er erfitt að kveðja, dauðinn er einhvern veginn svo óþolandi endanlegur. Pabbi gat verið harður í horn að taka og hafði sínar skoðanir á því sem við tókum okkur fyrir hendur enda vildi hann alltaf vera með í öllu sem sneri að fram- kvæmdum allra í fjölskyldunni. Hann bar hag fjölskyldunnar fyr- ir brjósti og var öflugur bakhjarl og var engin bón of stór fyrir hann. Okkar kynni voru af skornum skammti í allt of mörg ár. Vinna var honum hugleikin og verkefnin oft fjarri heimilinu. Tvö sumur fórum við fjölskyldan með honum til Vestfjarða, í Mjólkárvirkjun, þar átti hann frí aðra hverja helgi og var sú helgi ávallt nýtt til ferðalaga um Vestfirði þar sem fjölskyldan treysti böndin í ógleymanlegum túrum. Tjaldútil- egur með stórum vinahópi þeirra mömmu eru okkur systkinum ansi minnisstæðar og kærar, ferðir á Snæfellsnes þar sem hann kenndi okkur að veiða, Húsafell og Þórsmörk þar sem við tókumst á við Krossá í fjölda ferða með frábærum vinum. Pabbi fylgdist ávallt með öllu sem við gerðum, sá til þess að vandað væri til verka þegar við fluttum okkur um set og var ávallt reiðubúinn að græja og gera þegar á þurfti að halda. Þeg- ar barnabörnin komu í heiminn var afi alltaf til taks og tók reglu- lega stutt símtöl til að heyra í þeim. Þessi einstaki maður stóð ávallt upp úr fjöldanum með sinni einstöku nærveru og jákvæðni. Við munum ríghalda í allar minn- ingar um þennan merka mann sem við fengum að kalla pabba og vin okkar, þær fara í gullkistuna okkar. Með ást þinni kenndir þú mér að elska. Með trausti þínu kenndir þú mér að trúa. Með örlæti þínu kenndir þú mér að gefa. (Höf. ók.) Kveðja, Ásta, Kristján (Kiddi) og Guðmundur (Gummi). Um miðja síðustu öld, eða fyrir um 70 árum, hófust kynni okkar Sveins Fjeldsted, eða Svenna eins og ég kallaði hann frá upphafi. Við vorum nágrannar við Berg- þórugötuna, hann á númer 20 og ég á 19. Ein fyrsta minning mín frá þessum tíma er um gott sam- komulag sem við gerðum. Ef okk- ur leist ekki á matinn sem í boði var heima, þá borðuðum við báðir á því heimilinu sem betra var í matinn. Á milli okkar tókst strax mjög góður vinskapur sem hefur haldist án ágreinings alla tíð. Við fórum saman í KFUM og vorum Landnemar í skátunum svo eitt- hvað sé nefnt. Æsku- og ung- lingsárin voru býsna viðburðarík og of langt mál yrði að telja upp hér, það sem við tókum okkur fyr- ir hendur, sumt í óþökk foreldr- anna og annað skárra eins og gengur og gerist hjá ungu fólki. Eftir að fjölskyldur okkar vin- anna urðu til, fórum við saman í mörg ferðalög sem treystu bönd- in enn frekar. Ég held að grunn- urinn að okkar löngu og traustu vináttu sé að við ræddum ekki okkar í milli stjórnmál, trúmál eða fjármál hvor annars, atriði Sveinn Fjeldsted ✝ Þórólfur Pét- ursson fæddist á Hjaltastöðum í Skagafirði 21. jan- úar 1942 og lést þar 8. júní 2021. Foreldrar hans voru hjónin Ragn- heiður Marta Þór- arinsdóttir, f. 13. maí 1919, d. 25. júní 2003 og Pétur Sig- urðsson, f. 21. mars 1919, d. 28. ágúst 2012. Hann var elsta barn þeirra hjóna en systur hans eru Bryn- dís, f. 6. maí 1947 og Margrét Sigríður, f. 3. nóv. 1958. Þórólfur kvæntist Sæunni Kol- brúnu Jónsdóttur, f. 11. jan. 1943, d. 22. ágúst 1975, þann 12. okt. 1963. Þeirra börn eru: 1) Sig- urður Þórarinn, f. 27. mars 1963. 2) Gestur Ólafur, f. 24. sept. 1964, d. 20. júlí 1991, dóttir hans er Ester Ósk. 3) Sigríður Steinunn, f. 25. jan. 1966, hennar maki er Nick Blore, dóttir þeirra er Eva Blore. 4) Ragnheiður, f. 2. apríl um hjá foreldrum sínum og stór- fjölskyldu. Hann varð gagnfræð- ingur frá Héraðsskólanum á Laugum árið 1959. Þórólfur og Kolbrún byrjuðu sinn hjúskap á Akranesi þar sem hann var í verkamannavinnu. Frá unga aldri var draumur hans að verða bóndi, 1970 flytja þau í Innsta- Vog þar sem þau bjuggu með kýr og hesta. Eftir að Kolbrún lést flutti Þórólfur með börnin norð- ur í Hjaltastaði og bjó félagsbúi með foreldrum sínum. Um tíma bjó hann með Helgu Þorsteins- dóttur. Söngur og hestamennska var hans líf og yndi. Hann söng með Karlakórnum Svönum á Akranesi og síðar Karlakórnum Heimi. Hann var meðhjálpari í Flugumýrarkirkju um árabil og var félagi í Lionsklúbbi Skaga- fjarðar. Útför Þórólfs fer fram frá Flugumýrarkirkju í dag, 22. júní 2021, og hefst athöfin klukkan 14. Streymt verður frá útförinni. Stytt slóð á streymið: https://tinyurl.com/52aduwym Virkan hlekk á streymið má finna á: https://www.mbl.is/andlat 1968, hennar maki er Guðmundur Sím- on Borgarsson, börn þeirra eru Gestur Þór, Rósa Borg og Kolbrún Gréta. Barnabörn þeirra eru Guðmundur Atli, Eyjólfur Örn og Hrafnhildur Vala. 5) Hafdís Huld, f. 4. júní 1974, hennar maki er Markús Sig- urjónsson, synir þeirra eru Sig- urjón Már og Þórólfur Daði. Þórólfur kvæntist Önnu Jóhannesdóttur, f. 10.7. 1956, þann 11.8. 1985 og börn þeirra eru: 1) Sæunn Kolbrún, f. 22.5. 1987, hennar maki er Róbert Unnþórsson og dóttir þeirra er Þórunn Anna. Fyrir á Róbert tvo syni, Ragnar Má og Brimar Nóa. 2) Helga Björg, f. 21.8. 1989, sam- býlismaður hennar er Pétur Helgi Einarsson. 3) Pétur Óli, f. 4.1. 1992, sambýliskona hans er Lena Heinze. Þórólfur ólst upp á Hjaltastöð- Í dag kveð ég lífsförunaut minn og besta vin hinstu kveðju með ómældu þakklæti fyrir þau ár sem við áttum saman. Eftir 37 ára sambúð er margs að minnast, ýmsar brekkur höfum við þurft að klífa en oftast komumst við á leiðarenda. Sennilega af því að við rerum bæði í sömu átt og markmiðin voru nokkuð ljós, þó að við værum nokkuð ólík að upp- lagi. Við áttum okkur sameiginlegt áhugamál, þ.e. hestamennskuna, sem færði okkur ótal ánægju- stundir, oft í góðra vina hópi þar sem þú varst hrókur alls fagnað- ar. Söngur og gleði var þar allt- umlykjandi ásamt sögustundum sem stundum drógust á langinn og inn í þær fléttuðust alls kyns útúrdúrar sem gátu gert hlust- endum verulega erfitt um vik að halda þræði. Þegar þú varst kom- inn á hálan ís við að halda þræð- inum þá kom gjarnan „nema hvað“ og þá var von um að sagan væri að komast aftur á beinu brautina. Þér var svo eðlislægt að fanga augnablikið og gleðjast yfir lífinu og lifa því lifandi, sem svo sann- arlega er eftirbreytnivert. Eftir að veikindin hörðnuðu áttum við oft samræður um hvað tæki við eftir þessa jarðvist. Þú hafðir ákveðnar skoðanir á fram- haldslífi og þessar vísur sem koma hér á eftir lýsa því vel. Gættu þess vin, yfir moldunum mínum að maður ræður ei næturstað sínum. Og þegar þú hryggur úr garðinum gengur ég geng þér við hlið, þó ég sjáist ei lengur. En þegar þú strýkur burt tregafull tárin, þá teldu í huganum yndisleg árin, sem kallinu gegndi ég kátur og glaður. Það kætir þig líka, minn sam- ferðamaður. (James McNulty) Hafðu hjartans þökk fyrir samfylgdina. Anna. Nú ertu riðinn úr hlaði á Hjaltastöðum syngjandi á Fjalla-Eyvindi þínum í sumar- landið fagra. Pabbi var maður sem elskaði sveitina sína, rækta landið og skepnur, syngja, segja sögur og vera innan um áhugavert og skemmtilegt fólk. Sögurnar voru svo skemmti- legar í frásögn þinni að það skipti engu þótt þú værir að segja manni þær í hundraðasta skipti. Þú kenndir mér að lesa í land- ið og hugsa vel um skepnurnar og okkar bestu stundir saman voru án efa í hnakknum, hvort sem það voru skemmtireiðtúrar niðri á bökkum Héraðsvatnanna eða elta kindur uppi í fjalli. Þú varst ávallt hrókur alls fagnaðar, kunnir að syngja og gleðjast eins og sönnum Skag- firðingi sæmir. Þú lagðir mikla rækt við að sinna vel aðaláhugamálinu, sem var að syngja með Karlakórnum Heimi, og söngst með þeim um land allt til fjölda ára sem og ferðaðist um heiminn í kórferð- um þeirra. Á seinni árum bætt- ist svo við Lionsklúbburinn sem stækkaði enn frekar vina- og reynsluheim þinn. Þú barðist hetjulega við þann illvíga sjúkdóm sem krabba- mein er og mættir öllum þeim áskorunum með vonina að vopni. Ég mun reyna að halda í tvö aðallífsmottóin þín: lífsgleði og slatta af kæruleysi. Skál dalsins til þín, elsku pabbi. Sæunn Kolbrún (Kolla) Þórólfsdóttir. Þórólfur Pétursson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNLAUGUR BJÖRNSSON, Nípukoti lést miðvikudaginn 9. júní. Útförin fer fram frá Víðidalstungukirkju föstudaginn 25. júní klukkan 14. Sigrún Þórisdóttir Eva Gunnlaugsdóttir Sverrir Á. Berg Sigurður Björn Gunnlaugss. Þórir Óli Gunnlaugsson og barnabörn Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, áður Skólabraut 3, andaðist mánudaginn 7. júní á hjúkrunar- heimilinu Seltjörn á Seltjarnanesi. Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju þriðjudaginn 29. júní klukkan 13. Blóm og kransar afþakkað. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Barnaspítala Hringsins. Ása Jónsdóttir Guðmundur Hannesson Óli Hilmar Briem Jónsson Kristín Salóme Jónsdóttir og fjölskyldur Elsku mamma okkar, tengdamamma, dóttir og systir, SVEINBJÖRG RÓSALIND ÓLAFSDÓTTIR, lést á Landspítalanum föstudaginn 18. júní. Útförin auglýst síðar. Foreldrar, börn, tengdadóttir og systkini Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÚNAR LOVÍSU GRÍMSDÓTTUR, áður til heimilis á Aflagranda 40, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á hjúkrunarheimilinu Grund fyrir góða umönnun. Grímur Sveinbjörn Sigurðss. Sigríður Valgerður Finnsdóttir Freysteinn Sigurðsson Kolbrún Sigurpálsdóttir Hulda Guðlaug Sigurðard. Brynjar Þórarinsson Guðbjörg Sigurðardóttir Skúli Kristjánsson Sigurður Sigurðsson Liv Marit Solheim Sigurðsson Sigrún Lovísa Sigurðardóttir og fjölskyldur Ástkær systir mín, HJÖRDÍS SOFFÍA JÓNSDÓTTIR, Hrafnistu, Laugarási, lést laugardaginn 19. júní. Fyrir hönd systkinabarna og annarra ættingja, Ingimundur B. Jónsson Okkar ástkæri EINAR BJÖRGVIN GUNNLAUGSSON lést fimmtudaginn 10. júní. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 24. júní klukkan 13. Hanna Garðarsdóttir Garðar Hilmarsson Kristín Guðnadóttir Ingi Guðni og Hjalti Geir Garðarssynir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.