Morgunblaðið - 22.06.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 2021
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
• Mjög auðvelt og fljótlegt í notkun
• Tilbúið til matreiðslu á 3-5 mínútum
• Afkastamikið og öflugt
• Mjög góð hitastýring á kolum
• Ytra byrði hitnar ekki
• Færanlegt á meðan það er í notkun
• Innra byrði má fara í uppþvottavél
• Taska fylgir
• Mikið úrval aukahluta
STÓRSNIÐUGT GRILL
Í GARÐINN, Á PALLINN EÐA Í FERÐALAGIÐ
SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á FASTUS.IS/LOTUSGRILL
Oddur Þórðarson
oddurth@mbl.is
Á sunnudag sinnti hópur á hálend-
isvakt björgunarsveita 12 klukku-
stunda útkalli við leit að göngu-
fólki sem hafði ekki skilað sér í
skála. Þrátt fyrir að dagatalið sýni
að langt sé liðið á júní endurspegla
aðstæður á hálendinu það ekki en
snjór er víða mjög mikill.
Fram kemur í tilkynningu frá
Slysavarnafélaginu Landsbjörg, að
snjórinn hafi gert nokkrum göngu-
mönnum á leið um Laugaveginn
erfitt fyrir og þegar nokkrir þeirra
höfðu ekki skilað sér í skála við
Álftavatn var hafin leit að þeim.
Eftir um átta klukkustunda leit í
slæmu skyggni fannst tjald þeirra
á fjallshrygg en þar höfðu þeir sett
niður tjaldið, ekki treyst sér til að
tjalda á snjó sem var allt í kring.
Hér fór þó vel en nauðsynlegt er
að benda á að áætla þarf aukinn
tíma í lengri göngur á hálendinu á
næstunni og afla sér upplýsinga
um aðstæður, að því er Lands-
björg greinir frá.
Hálendisvakt mikilvæg
Umrædd hálendisvakt björg-
unarsveita hófst í liðinni viku, 15.
sumarið í röð. Það þýðir að um 200
björgunarsveitarmenn setja upp
bækistöðvar á fjórum stöðum á há-
lendinu, við Fjallabak, norðan
Vatnajökuls, á Sprengisandi og við
Skaftafell. Þar munu þeir svo
koma að hefðbundnum verkefnum
eins og leit og björgun, aðstoð við
smærri verkefni, eins og til dæmis
aðstoð við bíla sem hafa fest, sem
og fræðslu fyrir ferðamenn, sem
fara um hálendi Íslands.
Jónas Guðmundsson hjá Lands-
björg fer fyrir hálendisvaktinni og
hann segir að með útkallinu á
sunnudag hafi vaktin sannað mik-
ilvægi sitt strax.
„Eftirgrennslan hófst, sem tók
raunverulega alveg 12-16 klukku-
stundir hugsa ég. Þeir fundust
loks og höfðu sett upp tjald á miðri
gönguleið þar sem þeir treystu sér
ekki lengra. Tjaldið stóð bara á
hrygg uppi á hóli í hávaðaroki og
rigningu, sem er ekki alveg eins og
best verður á kosið.“
Í venjulegu árferði kemur há-
lendisvaktin að því að bjarga um
8-12 þúsund ferðamönnum á
sumri, úr ýmiss konar háska,
stórum sem smáum. Hálendis-
vaktin er samvinnuverkefni björg-
unarsveita, lögreglu og þjóðgarðs-
varða.
Sinntu 12 tíma
löngu útkalli
á hálendinu
- Hálendisvakt björgunarsveita sann-
ar mikilvægi sitt, segir forstöðumaður
Hálendi Tjald göngumannanna.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Orka náttúrunnar (ON), dótturfélag
Orkuveitu Reykjavíkur, mun endur-
greiða viðskiptavinum rafhleðslu-
stöðva í borginni frá og með 11. júní
en þá kvað kærunefnd útboðsmála
upp úrskurð vegna útboðs borgarinn-
ar. Eins og Morgunblaðið hefur sagt
frá ógilti nefndin samning ON og
borgarinnar um
uppsetningu
stöðvanna. Með
því var gjaldtakan
óheimil.
Forsaga máls-
ins er að borgin
bauð út uppsetn-
ingu hleðslu-
stöðva í fyrrasum-
ar. Borgin
tilkynnti svo að
hún hygðist
ganga til samninga við ON. Ísorka
kærði samninginn til kærunefndar
útboðsmála, enda hefði ON brotið
reglugerð um viðskipti með raforku.
Með ofangreint í huga sendi Morg-
unblaðið spurningar til ON varðandi
áhrif þessa úrskurðar.
Berglind Rán Ólafsdóttir, fram-
kvæmdastjóri ON, vísaði á upplýs-
ingafulltrúa sem hafði milligöngu um
að svara skriflegum spurningum.
Fylgja þær og svör ON hér með.
Mikilvæg þjónusta
– Hvaða áhrif hefur niðurstaða
kærunefndar útboðsmála á rekstur
hleðslustöðvanna?
„Ljóst er að ON er ekki lengur
heimilt að rukka viðskiptavini sína
fyrir notkun á götuhleðslum í Reykja-
vík. Við lítum á rekstur þessara götu-
hleðslna sem mikilvæga þjónustu við
þann hóp sem ákveðið hefur að taka
skrefið og skipta yfir í rafbíl. Þetta
verkefni hafði það að markmiði að
geta aukið aðgengi rafbílaeigenda
sem ekki geta hlaðið heima við að
öruggum hleðslum í göngufæri við
heimilið. Við höfum því ákveðið að
veita öllum rafbílaeigendum aðgang
að þessum hleðslum gjaldfrjálst með-
an verið er að meta næstu skref. Öll-
um viðskiptavinum ON sem hafa
hlaðið á stöðvunum frá því úrskurður
féll þann 11. júní sl. verður endur-
greitt. Ekki þarf því ON-lykil til þess
að hlaða á meðan endanleg niður-
staða liggur ekki fyrir.“
Ekki verði rof á þjónustunni
– Mun salan halda áfram í sömu
mynd?
„Salan mun ekki halda áfram í
sömu mynd líkt og lýst er hér að of-
an. ON telur mikilvægt að ekki verði
rof á þeirri þjónustu sem nú þegar
hefur verið byggð upp, í stað þess að
loka fyrir hleðslurnar verður ekki
rukkað fyrir notkun þeirra.“
– Verða hleðslustöðvarnar áfram
á sömu stöðum eða kemur til greina
að fjarlægja þær?
„Við bíðum eftir svörum frá borg-
inni en þangað til verður málum
háttað með þeim hætti sem lýst er
hér að ofan.“
– Hver eru almenn viðbrögð ON
við þessari niðurstöðu?
„ON tók þátt í opnu útboði á veg-
um borgarinnar og höfum við staðið
við alla þá samninga sem við gerð-
um um uppsetningu og rekstur
þessara stöðva. Okkur þykir mik-
ilvægt að þessi kæra Ísorku komi
ekki í veg fyrir eitt mikilvægasta
verkefni okkar nú sem eru orku-
skiptin í samgöngum. Þar hefur ON
verið í fararbroddi síðustu ár og
þetta verkefni er gríðarlegt hags-
munamál okkar allra. Það er fjöldi
fólks sem hefur tekið skrefið og
fjárfest í rafbíl og um leið stólað á
þessa þjónustu.
Borgin ákveður framhaldið
Það er mjög mikilvægt í okkar
huga að fólk geti hlaðið bílana sína
og því hættum við gjaldtöku og
höldum stöðvunum opnum í stað
þess að loka þeim. Reykjavíkurborg
tekur ákvörðun um framhaldið en
Orka náttúrunnar mun gera sitt til
þess að auðvelda fólki að taka skref-
ið og skipta yfir í rafbíl,“ sagði í
skriflegu svari ON við fyrirspurn
blaðsins.
Fram kom í Morgunblaðinu í síð-
ustu viku að úrskurðurinn varði
tæplega 200 hleðslustöðvar hjá ON.
Morgunblaðið/Baldur
Við Hlíðaskóla í Reykjavík ON hefur sett upp fjölda hleðslustöðva.
ON mun bjóða fría
hleðslu á stöðvunum
- Mun endurgreiða eftir úrskurð kærunefndar útboðsmála
Berglind Rán
Ólafsdóttir
Steinar Ingi Kolbeins
steinar@mbl.is
Þrátt fyrir að nokkrar vikur séu síð-
an lögregluyfirvöld og björgunar-
sveitir fóru að vara fólk við því að
ganga á hrauninu í Geldingadölum
ber enn á því að fólk sé að ganga á
hraunbreiðunni. Á vefmyndavél
mbl.is mátti sjá nokkra einstaklinga
á gangi yfir hraunbreiðuna í Nátt-
haga um klukkan 16 í gær.
„Fólk labbar ekki þarna á meðan
við erum á svæðinu, við komum ekki
á svæðið fyrr en klukkan sex á
kvöldin,“ sagði Bogi Adolfsson, for-
maður björgunarsveitarinnar Þor-
bjarnar, í samtali við mbl.is, spurður
hvort þetta sé algengt meðal gesta.
Hvort um sé að ræða Íslendinga
eða erlenda ferðamenn segir Bogi að
erfitt sé að fullyrða, en líklega séu
þetta ferðamenn. „Það er bara meira
af ferðamönnum á svæðinu heldur
en Íslendingum.“
Hvort hægt sé að bjarga fólki, fari
allt á versta veg á göngu þess yfir
hraunbreiðuna, segir Bogi: „Við för-
um ekki þarna inn á, það er bara
þannig. Ég á fjölskyldu og ég mun
ekki fara þarna yfir.“
Bogi segist þá ekki viss um að fólk
geri sér grein fyrir því að sennileg-
ast væri ekkert hægt að gera, verði
slys. „Þetta er bara „kommon sens“,
við erum ekki að fara að ná í fólkið.
Það verður bara að geta skriðið til
baka og ég held að fólk geri sér ekki
grein fyrir þessu.“
Bogi segir einnig að ekki sé hægt
að eiga við það að fólk ætli sér yfir
hraunið. Lögreglan hafi séð til
tveggja manna á gangi um hraunið
fyrir nokkrum dögum, þeir hafi snú-
ið við þegar þeir sáu til lögreglunnar
og einfaldlega beðið þar til lögreglan
fór af vettvangi. „Að mínu mati er
þetta fínt til þess að horfa á, en
hvers virði er það að sjá ofan í gíginn
ef það drepur þig?“
Fara sér að voða of-
an á hraunbreiðunni
- Formaður Þorbjarnar furðar sig
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hraunið Margir hafa gert sér ferð
til að virða hraunbreiðuna fyrir sér.