Morgunblaðið - 22.06.2021, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.06.2021, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 2021 AFP 40 Giannis Antetokounmpo fagnar sigri Milwaukee á Brooklyn. NBA Gunnar Valgeirsson Los Angeles Sagan í úrslitakeppni NBA- deildarinnar í körfubolta hefur ítrekað sýnt að lið þurfa oft að eiga við vonbrigði – þau rétt missa af titlinum, stundum ár eftir ár – þar til þau loks ná að komast yfir hjall- ann. Sum lið ná því aldrei. Í ár virð- ist þetta lið vera Milwaukee Bucks. Milwaukee loks tók skrefið í rimmu liðanna í annarri umferðinni eftir frækinn sigur á Brooklyn Nets, 115:111, á laugardag í sjö- unda leik liðanna í Brooklyn. Sá leikur fór í framlengingu og hefði sigurinn getað lent hvoru megin sem er. Sem dæmi steig Kevin Durant (48 stig) rétt um þrjá senti- metra á þriggja stiga línuna þegar hann jafnaði leikinn fyrir heima- menn í lok venjulegs leiktíma með tveggja stiga körfu. Hefði hann rétt náð fætinum utan við línuna hefðu úrslitin orðið önnur. Þetta var frábær leikur tveggja góðra liða, en oft er stutt á milli sigurs og taps í NBA-boltanum. Hrósa verður Milwaukee fyrir að aldrei gefast upp í þessum leik, en Nets blótar sjálfsagt meiðslum James Harden og Kyire Irving í þessari leikseríu. Giannis Antetoko- unmpo setti 40 stig fyrir gestina og virðist þjálfari liðsins loks hafa fengið hann til að nota styrkleika sinn í að gera atlögu að körfunni í sífellu, í stað þess að reiða sig á að hitta utan af vellinum. Nái hann að halda því áfram, verða Bucks hættulegir hvaða andstæðingi sem er. Undirritaður hefur ekki haft mik- ið traust á Bucks í þessari úr- slitakeppni, enda hefur liðið valdið vonbrigðum í keppninni undanfarin tvö ár. Kannski hafa þjálfarar og leikmenn loks fundið rétta meðalið. Atlanta kemur áfram á óvart Það verða Milwaukee Bucks og Atlanta Hawks sem leika til úrslita austan megin eftir að Atlanta kom á óvart í lokaleiknum gegn Phila- delphia 76ers á sunnudagskvöld í viðureign liðanna í annarri umferð úrslitakeppninnar. Þessi leikur á sunnudagskvöld var hnífjafn mestallan leikinn, en skorunarmaskínan hjá Atlanta, Trae Young, átti afleitan dag fyrir gestina. Hann skoraði þó mik- ilvægar körfur í lokin og Hawks marði sigur á endanum 103:96. Þar með vann Atlanta einvígi lið- anna 4:3 og það verður erfitt fyrir forráðamenn og þjálfara Phila- delphia að kyngja þessu tapi. Mikl- ar vonir voru bundnar við liðið eftir að það tók toppsætið í deild- arkeppninni, en manni fannst eins og alla trú á sigur vantaði hjá liðinu í þessum leik og leikseríu. Milwaukee verður að teljast mjög sigurstranglegt í þessu lokaeinvígi Austurdeildarinnar. Booker fer fyrir Phoenix Phoenix Suns vann fyrsta leikinn í úrslitarimmu Vesturdeildar á sunnudaginn gegn Los Angeles Clippers. Clippers kom inn í þennan leik eftir frækinn sigur á Utah á föstu- dag í lokaviðureign liðanna og því var mikil bjartsýni fyrir fyrsta leik- inn gegn Atlanta, enda leikstjórn- andi Suns, Chris Paul, frá keppni vegna Covid-sýkingar. Hann getur víst sjálfum sér um kennt, því hald- ið er að hann sé ekki enn bólusett- ur, en Paul er formaður stéttar- félags leikmanna. Clippers var án stjörnunnar Kawhi Leonard, sem enn á í meiðslum á liðböndum á hné og verður sjálfsagt frá keppni eitt- hvað enn. Ef marka má þennan fyrsta leik gæti allt gerst í rimmu þessara liða. Leikur liðanna var hnífjafn mest- allan leikinn og staðan var 116:114 þegar 22 sekúndur voru eftir, en Devin Booker gerði þá út um leik- inn með körfu og vítaskotum. Loka- tölurnar urðu 120:114 fyrir Phoe- nix. Devin Booker var að venju allt í öllu hjá Phoenix í fjarveru Chris Paul. Booker skoraði 40 stig, tók 13 fráköst, og sendi ellefu stoðsend- ingar. „Strákarnir gerðu vel í að tálma fyrir mig og þeir hittu svo vel utan af vellinum. Það opnaði leikinn fyrir mig. Án Chris Paul tek ég við leikstjórnuninni og ég reyni að koma samherjum mínum í góð tækifæri. Þegar Chris er á vellinum get ég einbeitt mér að stigaskor- uninni í sókninni,“ sagði hann í við- tali við ESPN-sjónvarpsstöðina eft- ir leik. Þetta var góður sigur Phoenix, en Suns virðist til alls líklegt núna í þessari keppni. Fyrir úrslitakeppnina voru marg- ar spásagnarfréttir í miðlum hér vestra um að sum liðin í Vest- urdeildinni væru að vonast eftir því að lenda gegn Suns frekar en öðr- um liðum, þar sem spáin var víst að leikmannahópurinn væri of reynslu- laus í hörkunni í úrslitakeppninni. Phoenix hefur hins vegar nú unnið átta leiki í röð og er lið sem leikur af hraða og ákveðni. gval@mbl.is Loks komið að Milwaukee? - Gætu loksins hafa fundið rétta meðalið eftir vonbrigði síðustu árin - Phoenix með átta sigra í röð og vann fyrsta úrslitaleikinn gegn Clippers _ Ólafur Jóhannesson var í gær ráðinn þjálfari karlaliðs FH í knattspyrnu í stað Loga Ólafssonar sem var sagt upp störfum í gærmorgun. Það var í kjölfar- ið á ósigri FH gegn Breiðabliki, 4:0, á sunnudagskvöldið en Hafnarfjarðarliðið hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu fimm leikjum sínum. Ólafur þjálfaði áð- ur FH 1988-91, 1995 og 2003-2007 en félagið varð þrisvar Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari undir hans stjórn á árunum 2004 til 2007. Nánar um þetta á mbl.is/sport/fotbolti. _ Jason Daði Svanþórsson, knatt- spyrnumaður úr Breiðabliki sem fluttur var á sjúkrahús eftir að hann hneig nið- ur í leiknum gegn FH í fyrrakvöld, var búinn að jafna sig bærilega í gær og var kominn heim. Hann sagði í viðtölum við Vísi og Fótbolta.net að hann ætti eftir að fara í nánari rannsóknir. Hjartað hefði verið í góðu lagi en hann hefði átt erfitt með andardrátt, fengið höfuðverk og svima. _ Billy Gilmour, leikmaður Chelsea og skoska landsliðsins í knattspyrnu, hef- ur greinst með kórónuveiruna og verð- ur því ekki með Skotum gegn Króötum í lokaumferð D-riðils Evrópumótsins í kvöld. Mason Mount og Ben Chilwell, leikmenn enska landsliðsins og sam- herjar hans hjá Chelsea, sáust á spjalli við Gilmour eftir leik Englands og Skot- lands á föstudagskvöld og voru af þeim sökum settir í ótímabundna einangrun í gær. _ Þjóðverjar gætu verið án þriggja sterkra leikmanna á morgun þegar þeir mæta Ungverjum í lokaumferð F- riðilsins á EM í fótbolta en þar þurfa þeir stig til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum. Thomas Müller, Mats Hummels og Ilkay Gündogen eru allir meiddir og gætu misst af leiknum. _ Spánverjinn Jon Rahm vann sitt fyrsta stórmót í golfi þegar hann tryggði sér sigur á Opna bandaríska mótinu sem lauk í San Diego í fyrrinótt. Rahm sigldi fram úr Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku á síðustu holunum og lauk keppni á sex höggum undir pari, einu á undan Oosthuizen sem var efst- ur lengst af mótinu. _ Thelma Björg Björnsdóttir, sem er á leið á Ólympíumót fatlaðra, Paralymp- ics, síðar í sumar keppti í þremur grein- um á Opna þýska meistaramótinu í sundi í Berlín. Hún komst í úrslit í 100 m bringusundi og synti þar á 1:56,00 mínútu. Þá synti hún 100 m skriðsund á 1:30,18 mínútu og 50 metra skrið- sund á 41,31 sekúndu. _ Hólmbert Aron Friðjónsson, lands- liðsmaður í knattspyrnu, var í gær kynntur til leiks sem nýr leikmaður þýska B-deildarfélagsins Holstein Kiel. Félagið keypti hann af Brescia frá Ítalíu og samdi við Hólmbert til næstu þriggja ára. Hann var því aðeins tíu mánuði í röðum Brescia sem keypti Hólmbert af Aalesund í Noregi síðasta haust. Holstein Kiel hafnaði í þriðja sæti B- deildarinnar í vetur en tapaði umspili gegn Köln um sæti í 1. deild- inni. Eitt ogannað EM 2021 Kristján Jónsson kris@mbl.is Danir eru komnir í 16-liða úrslit þrátt fyrir allt sem á undan er geng- ið á EM karla í knattspyrnu. Dan- mörk burstaði Rússland 4:1 á Park- en í Kaupmannahöfn í gær. Þar með náðu Danir 2. sæti í B-riðlinum og mæta Wales í 16-liða úrslitum. Danmörk, Finnland og Rússland fengu öll 3 stig í riðlinum. Þau unnu hvert annað innbyrðis en töpuðu öll fyrir Belgum. Belgía vann Finnland 2:0 í St. Pétursborg og fengu 9 stig. Danir komast áfram á markamun. Þar reyndust mörkin fjögur í gær mikilvæg. Að sama skapi gera þau það að verkum að Rússar fara heim en Finnar bíða átekta með sín 3 stig. Úrslitin í gær gætu minnt stuðn- ingsmenn danska liðsins, sem muna tímana tvenna, á frægan leik í und- ankeppni HM 1986. Danmörk vann þá Sovétríkin 4:2 á þessum sama velli og steig stórt skref í þá átt að vinna sér sæti í lokakeppninni. Mikkel Damsgaard, Yussuf Poulsen, Andreas Christensen og Joakim Mæhle skoruðu fyrir Dani en Artem Dzjuba fyrir Rússland úr vítaspyrnu. Belgía komst yfir gegn Finnlandi á sjálfsmarki á 74. mínútu og Romelu Lukaku bætti við marki á 81. mínútu. Hefur hann þá skorað þrjú mörk í keppninni. Eftir úrslitin í gær er ljóst að lið sem fá 4 stig í riðlakeppninni kom- ast áfram í 16-liða úrslit. Þar með eru Frakkar, Svíar, Englendingar, Svisslendingar og Tékkar komnir áfram. Nú komst Austurríki áfram Austurríkismenn lærðu af biturri reynslu gegn Íslandi á EM í Frakk- landi fyrir fimm árum. Þá reyndu þeir að komast í 16-liða úrslit með sigri gegn Íslandi í síðasta leik riðlakeppninnar. Sú varð ekki raun- in þrátt fyrir þungar sóknir á loka- kaflanum og liðið sat eftir í neðsta sæti riðilsins. Í gær tók Austurríki hins vegar snemma forystuna þegar Christoph Baumgartner skoraði á 21. mínútu og réð markið úrslitum í leiknum. Austurríki fékk 6 stig með því að vinna Úkraínu og Norður- Makedóníu en Holland vann alla þrjá leikina og er með 9 stig. Aust- urríki mætir Ítalíu í 16-liða úrslitum en ekki liggur fyrir hverjir verða andstæðingar Hollendinga. Úkraína er með 3 stig og getur enn komist áfram úr 3. sæti en þarf að bíða eftir úrslitum úr öðrum riðlum. Georginio Wijnaldum sem nýlega gekk til liðs við París St. Germain frá Liverpool er í feiknaformi á EM. Skoraði hann tvö mörk í gær þegar Holland vann Norður-Makedóníu 3:0 og hefur skorað þrjú mörk til þessa í keppninni. Memphis Depay skoraði einnig og er með tvö mörk. Danir röðuðu mörkum á Rússa sem eru úr leik - Sex þjóðir komust áfram í 16-liða úrslit á EM í gær - Biðstaða hjá Finnum AFP Gleði Hamingjusamir Danir fagna þriðja marki sínu í gær sem Andreas Christensen skoraði með þrumufleyg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.