Morgunblaðið - 22.06.2021, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 2021
✝
Aðalheiður
fæddist 20. júlí
1943 á Snorrabraut
69 í Reykjavík. Hún
lést 8. júní 2021 í
Sóltúni í Reykjavík.
Foreldrar henn-
ar voru Sigvaldi
Ólafur Guðmunds-
son byggingar-
meistari, f. 17.3.
1892 í Ásbúð í
Hafnarfirði, d.
29.12. 1978 og Guðmunda Mar-
grét Sveinbjörnsdóttir hús-
móðir, f. 27.10. 1899 á Gríms-
stöðum í Landeyjum, d. 27.8.
1981.
Systkini Aðalheiðar eru:
Birna Anna, f. 1925, d. 1999,
Kristbjörg Oddný Ingunn, f.
1927, d. 2010, Hrefna Iðunn, f.
1930, d. 2020, Ólafur Ármann, f.
1931, d. 1993, Ragnar Konráð
Sigurður, f. og d. 1937, Guð-
björg Sigrún, f. 1938.
Aðalheiður giftist 7. apríl
1971 Gunnari Heiðari Guðjóns-
syni, f. 31.1. 1942 á Broddanesi í
Strandasýslu. Börn þeirra eru:
1) Anna Guðbjörg, f. 13.9. 1971,
gift Daða Björnssyni, f. 1966,
börn þeirra: a) Elísabet, maki
Snorri Traustason, þau eiga 2
börn, b) Ólafía, c) Gunnar Pétur.
2) Guðmundur Ingi Gunnarsson,
f. 12.12. 1974, fyrrv. eiginkona
Patrizia Cipriani, f. 1975, börn
þeirra: a) Chloe Álfheiður, b)
Tommaso Sigvaldi. 3) Elín Heið-
ur, f. 22.10. 1980, gift Davíð Jens
Guðlaugssyni, f. 1980, börn
þeirra: a) Guðlaugur Heiðar, b)
Aðalheiður María, c) Óttar Ingi-
mar, d) Ólafur Guðni.
Aðalheiður ólst upp í for-
eldrahúsum á Snorrabraut 69.
Hún gekk í Austurbæjarskóla
og lauk landsprófi. Hún fór í
Menntaskólann í Reykjavík það-
an sem hún lauk stúdentsprófi
1963. Síðan tók við eins árs nám
í Kennaraskólanum og útskrif-
aðist hún með kennarapróf
1964. Hún dvaldi eitt sumar í
Skotlandi við barnapössun og
haustið 1970 nam
hún í kennarahá-
skóla í Kaupmanna-
höfn.
Aðalheiður bjó í
Reykjavík alla ævi.
Þau Gunnar hófu
búskap í Stóragerði
en bjuggu svo 11 ár
í Safamýri 17. Þá
reistu þau hjónin
gott fjölskylduhús í
Logafold 79 og
bjuggu þar í rúm 30 ár, til 2017
er þau fluttu í Mánatún 9. Aðal-
heiður flutti á hjúkrunarheim-
ilið Sóltún 5. febrúar sl.
Haustið 1964 hóf Aðalheiður
sitt ævistarf sem kennari er hún
réðst til starfa við Breiðagerð-
isskóla í Reykjavík. Sumarleyfi í
skólum voru þá lengri en nú
tíðkast og algengt að kennarar
stunduðu önnur störf yfir sum-
arið. Aðalheiður sinnti sumar-
starfi fyrstu árin í banka, en síð-
ar sem flugfreyja hjá Flugfélagi
Íslands. Frá 1975 var hún
heimavinnandi um tíma. Á ár-
unum 1977-1979 var hún flug-
freyja hjá Flugfélagi Íslands en
hóf aftur kennarastarf hjá
Breiðagerðisskóla 1984, þegar
yngsta barnið var komið á legg.
Starfaði hún óslitið til 1996 er
hún ákvað að létta af sér starfs-
skyldum. Eftir starfslok fylgdi
hún Gunnari gjarnan þegar
hans starf krafðist langvarandi
dvalar erlendis og varði miklum
tíma með barnabörnunum við
leik og lærdóm.
Aðalheiður var um margra
ára skeið virkur félagi í Svöl-
unum og sat í stjórn félagsins.
Svölurnar gáfu á þessum tíma
tæki og búnað til ýmissa líkn-
armála, fyrir söfnunarfé af
kaffi- og jólakortasölu. Enn-
fremur var Aðalheiður virk í
starfi foreldra á skólaárum
barna sinna og sat í stjórn for-
eldrafélags Álftamýrarskóla.
Útför Aðalheiðar verður gerð
frá Háteigskirkju í dag, 22. júní
2021, klukkan 13.
Æskuminningarnar einkenn-
ast af góðu atlæti, gleði og um-
hyggju. Áhyggjulaus gekk ég inn
og út af heimilinu, kom í mat og
kaffi þegar við átti, impraði á því
sem betur mátti fara og það
leystist, hlakkaði til hversdags-
legra hluta, hitti fjölskyldu og
vini, pakkaði niður fyrir spenn-
andi ferðalög, átti fjölskyldu-
kvöld yfir Löðri í öryggi æskunn-
ar.
Mamma ræktaði garðinn sinn,
var með stórt hjarta og trú sínu.
Garðurinn í Logafoldinni var eitt
af áhugamálunum og mamma og
pabbi nutu þess að fegra hann.
Mamma naut blómanna sem
blómstruðu á mismunandi tíma
og pallurinn var samkomustaður.
Heimilið fallegt og vel við haldið.
Stórfjölskyldan á Snorrabraut-
inni var hennar sterki grunnur
og tengsl, böndin við æskuvin-
konurnar úr Norðurmýrinni
rofnuðu aldrei. Skólahópurinn úr
MR átti mikinn þátt í félagslífi og
ferðalögum síðustu 25 árin og gat
af sér margar gleðistundir með
hafsjó af minningum. Kennara-
hópurinn í Breiðagerði, Svölurn-
ar og kunningjar úr fluginu áttu
sinn stað í hjartanu. Föðurfjöl-
skyldan mín var henni sérstak-
lega kær líkt og hennar eigin fjöl-
skylda. Alveg sama hverjir
bættust við; vinir okkar systkin-
anna, tengdabörn, þeirra fjöl-
skyldur, nágrannar eða aðrir, all-
ir jafn velkomnir.
Mamma naut þess að minnast
liðinna tíma og lifði lengi á góðum
gleðistundum. Þegar ég minnist
mömmu standa samverustund-
irnar upp úr. Hversdagskaffi,
barnapössun, garðurinn í Loga-
fold, óteljandi matarboð, öll
ferðalögin, Kaldrananes, jólin,
gönguferðir, bæjarrölt eða ann-
að, alltaf gleði, alltaf að njóta.
Mamma kenndi mér að maður
uppsker eins og maður sáir og til
að öðlast þarf að leggja af mörk-
um. Ekkert veganesti er betra.
Mamma var vinnusöm og ósér-
hlífin og vissi að árangur næðist
með athöfnum. Hún var svolítil
keppnismanneskja í sér en fór
vel með það, hafði reyndar áhuga
á ýmsum íþróttum og stundaði
sjálf fimleika. Hún var fyrir
gleðina, söng alltaf með þegar
það átti við, minntist gjarnan
tímamóta, hélt ótal veislur en
naut hversdagsins jafn vel og há-
tíðahalda. Mamma var sannur
kennari og hana skipti velferð
nemendanna mestu máli.
Mamma hreifst af fallegum
hlutum og náttúrufegurð og var
alltaf smekkleg. Hún naut þess
að hlusta á tónlist og reyndist
það vel síðustu misserin heima og
í Sóltúni. Klassík sem og gamla
dægurtónlistin með KK sextett-
inum, Elly, Ragga Bjarna og fé-
lögum voru uppáhalds enda vísun
í góða tíma. Vínartónlist með lit-
ríkum myndum vakti vellíðan og
gleði í Sóltúni síðustu vikurnar.
Eftir að Alzheimers-sjúkdóm-
urinn færðist í aukana sást vel úr
hvaða þráðum samband foreldra
minna var spunnið. Virðing, ást,
umhyggja, þakklæti og gleði.
Mamma sagði svo oft „ég hef átt
svo gott og skemmtilegt líf“. Þeg-
ar mamma var hætt að geta stað-
sett okkur systkinin í minni sínu
glaðnaði þó yfir henni þegar hún
sá okkur. Hún ljómaði þó aldrei
meira en þegar pabbi birtist.
Gunnar var hennar ást, gleði og
hamingja, stoð hennar og stytta
og hans nafn og mynd mundi hún
fram á síðasta dag.
Aðalheiður
Sigvaldadóttir✝ Hrafn G. John-sen fæddist í
Reykjavík 6. janúar
1938. Hann lést á
heimili sínu í Hafnar-
firði 8. júní 2021.
Foreldrar hans
voru Friðbjörg
Tryggvadóttir hjúkr-
unarkona, f. 25. maí
1907, d. 2. maí 1996
og Gísli Fr. Johnsen
ljósmyndari, f. 11.
janúar 1906, d. 8. október 2000.
Systkini: Örn Tryggvi, f. 30.
maí 1944, d. 9. október 1960, Ás-
dís Anna, f. 6. febrúar 1949.
Hrafn kvæntist eiginkonu
sinni, Sigurrós Skarphéðins-
dóttur, f. 11. júní 1941, þann 26.
ágúst 1961.
Foreldrar hennar voru Guð-
munda Ólafsdóttir, f. 10. maí
1916, d. 17. júlí 1996 og Skarp-
héðinn Gunnar Eiðsson, f. 28.
maí 1916, d. 26. maí 1989.
Börn Hrafns og Sigurrósar
eru: 1) Örn Tryggvi, f. 1.11. 1965,
kvæntur Erlu Kristinsdóttur, f.
5.7. 1985, börn þeirra eru: a)
Andri Már, f. 7.2. 1989, móðir
Björk Andersen, f. 6.7. 1962, d.
20.7. 2011, b) Kristinn Jón, f.
Þá hefja foreldrar hans bú-
skap saman og flytja til Vest-
mannaeyja.
Hrafn útskrifaðist sem stúdent
frá Menntaskólanum á Laug-
arvatni árið 1958.
Hann stundaði tannlæknanám
við Tannlæknadeild Háskóla Ís-
lands og stofnaði og ritstýrði þar
Harðjaxli, málgagni tannlækna-
nema, á árunum 1963 til 1965.
Hrafn útskrifaðist sem
tannlæknir árið 1966 og starfaði
sem slíkur upp frá því, fyrst í
Vestmannaeyjum árið 1966 og
síðan í Reykjavík frá árinu 1967.
Hann starfaði einnig sem skóla-
tannlæknir í Reykjavík frá árinu
1967.
Hrafn sat í stjórn Tannlækna-
félagsins árin 1972 til 1974, og
var gjaldkeri félagsins frá 1986
til 1988. Hann sat í stjórn Félags
skólatannlækna í Reykjavík árin
1985 til 1988 og var formaður fé-
lagsins árið 1994.
Hrafn var fulltrúi Heilbrigðis-
ráðs Hafnarfjarðar frá árinu
1970 til 1990 og var formaður
þess árin 1982 til 1986.
Hrafn sat í aganefnd KKÍ um
árabil og hlaut gullmerki KKÍ
fyrir störf sín í þágu körfuknatt-
leiksmála á Íslandi.
Útför Hrafns verður frá Hafn-
arfjarðarkirkju í dag, 22. júní
2021, klukkan 13.
29.11. 1994, c) Sig-
urrós, f. 29.11.
1994, d) Sólrún
Soffía, f. 21.10.
2001.
2) Gísli Jóhann,
f. 16.6. 1967, dætur
hans eru: a) Ólöf
Ósk, f. 19.9. 1992,
b) Inga Rós, f. 16.1.
1999, c) Hjördís
Lóa, f. 24.10. 2004,
Gísli er í sambúð
með Bryndísi Ósk Björnsdóttur,
f. 10.9. 1978, sonur hennar er
Björn Októvíus, f. 11.6. 2000.
3) Drengur, f. 15.4. 1968, d.
15.4. 1968.
4) Smári, f. 30.5. 1976, kvænt-
ur Ingunni Stav, f. 13.6. 1977,
börn þeirra eru: a) Eiril, f. 30.10.
2013, b) Alma, f. 30.10. 2013, c)
Vilfred, f. 5.11. 2015.
5) Hlynur, f. 30.5. 1976, kvænt-
ur Evu Huld Friðriksdóttur, f.
30.1. 1976, börn þeirra eru: a) Ið-
unn, f. 15.8. 2009, b) Gerður, f.
30.11. 2011, c) Hrönn, f. 6.8. 2015.
Hrafn bjó fyrstu æviár sín á
Túngötu 18 í Reykjavík, en flutti
á Ísafjörð tveggja ára gamall
með móður sinni og bjó þar til 5
ára aldurs.
Elsku pabbi hefur kvatt þenn-
an heim. Eftir situr söknuður en
einnig margar góðar minningar
og þakklæti.
Ég á minningar um margar
skemmtilegar ferðir sem hann fór
með okkur Gísla í, t.d. til að æfa
okkur á skíðum í hinum ýmsu
brekkum í kringum Reykjavík.
Eins var stundum farið að veiða í
Kleifarvatni eða öðrum vötnum í
kringum höfuðborgarsvæðið.
Þegar mamma var ólétt að
Hlyni og Smára þá fór hann með
okkur í eftirminnilega skíðaferð
til Húsavíkur þar sem við flugum
og gistum á hóteli. Fyrir 12 ára
strák á þessum árum var þetta
ógleymanlegt.
Þegar við Gísli vorum ungir
var pabbi mjög upptekinn við
vinnu og félagsstörf sem leiddi til
þess að oft var ekki mikill tími
fyrir okkur strákana. Einhverju
sinni þegar Gísli bróðir var spurð-
ur hvað pabbi gerði þá svaraði
hann því til að hann væri svona
„fundismaður“.
Pabbi var mjög vanafastur og
skipulagður í öllum sínum athöfn-
um. Hann var með fasta rútínu á
morgnana og kvöldin og borðaði
alltaf sama morgunmatinn. Hann
gerði t.d. Muellers-æfingar á
hverjum degi og hélt því áfram
þar til þrótturinn hvarf. Tvisvar í
viku voru körfuboltaæfingar með
Körfuköllum sem hann mátti alls
ekki missa af. Ég fékk stundum
að fara með á laugardögum þegar
spilað var í Ásgarði í Garðabæ.
Þegar ég var yngri þá fylgdist ég
með en fékk stundum að spila
þegar ég var orðinn eldri. Það
sem lifir samt best í minningunni
er að ég fékk alltaf Fresca eftir
æfinguna sem var það eina sem
var selt í íþróttahúsinu.
Ég á margar góðar minningar
frá ferðalögum erlendis með for-
eldrum mínum þegar ég var ung-
ur. Pabbi hafði ákaflega gaman af
að ferðast og lagði mikið á sig við
að skipuleggja ferðir víðsvegar
um Evrópu þar sem gjarnan var
farið á óhefðbundnar slóðir. Ein-
hvern veginn fór það samt oft
þannig að eitthvað fór úrskeiðis
sem við gátum síðan skemmt okk-
ur yfir eftir á.
Þegar pabbi varð sjötugur gáf-
um við synir hans honum ævin-
týraferð til Vestmannaeyja með
allri fjölskyldunni. Pabbi er úr
Eyjum en einhvern veginn voru
tengsl okkar strákanna hans við
Vestmannaeyjar alltof litlar.
Ferðin til Eyja heppnaðist stór-
kostlega vel og er ein af bestu
minningunum sem ég á af okkur
öllum saman.
Pabbi reyndist mörgum vel og
var bóngóður. Þegar ég var í
mínu námi studdi hann við bakið á
mér með sínum hætti og gerði
mér kleift að ljúka mínu námi.
Hann sýndi hlýju sína og vænt-
umþykju á sinn hátt þótt hann
kynni ekki alltaf að færa það í orð
eða faðmlög. Ég fann það hversu
hann var stoltur af mér og öðrum
afkomendum sínum þótt hann
segði það aldrei beint út.
Síðustu árin voru pabba erfið
og reyndu talsvert á alla í fjöl-
skyldunni, sérstaklega mömmu
sem sinnti honum af alúð í hans
veikindum. Hann greindist með
heilabilun fyrir 11 árum og eflaust
hefur sá sjúkdómur verið farinn
að hafa áhrif miklu fyrr. Sá sjúk-
dómur auk heyrnarleysis síðustu
árin minnkaði sífellt getuna til
þátttöku í daglegu lífi eða til að
halda uppi samræðum sem var
honum erfitt.
Elsku pabbi, takk fyrir sam-
fylgdina, minning þín mun lifa í
hjörtum okkar.
Örn Tryggvi Johnsen.
Það var frekar vandræðalegt
þegar ég hitti Krumma tengda-
pabba minn í fyrsta sinn. Sunnu-
dagsmorgunn á Sævanginum og
við Örn frekar framlág eftir
djamm næturinnar. Krummi
heilsaði og spurði mig að þjóðleg-
um sið hverra manna ég væri. Ég
stundi upp nöfn foreldra minna og
hvaðan ég væri. „Nú frá Rifi, þar
vann ég eitt sumar við hafnar-
gerð,“ sagði hann. Ég fann að ég
hafði vakið áhuga hans og tekist
að stimpla mig inn. Ég fékk
seinna að heyra að dvöl hans í Rifi
hefði verið örlagarík, því kvöld
eitt þar, í koju í hafnarskálanum,
skrifaði hann Sirru tengda-
mömmu hjartfólgið bónorðsbréf.
Krummi spurði mig oft um
fiskirí og hvernig sjósókn gengi
fyrir vestan. Hann hafði mikinn
áhuga á fiskvinnslu og útgerð. Ég
fékk að heyra ófáar sögurnar af
útgerð afa hans í Vestmannaeyj-
um, sjósókn þar og þegar hann
ungur að árum skar gellur af
þorskhausum og seldi bæjarbú-
um. Við fjölskyldan fórum í tvær
eftirminnilegar ferðir með
Krumma og Sirru til Vestmanna-
eyja. Við fengum leiðsögn um bæ-
inn og margar skemmtisögur.
Krummi var húmoristi og gat ver-
ið stríðinn ef því var að skipta. Við
fundum að tengingin við Eyjar
var honum mikilvæg.
Ævistarf Krumma var tann-
lækningar; forvarnir voru honum
sérstaklega hugleiknar ásamt
umhirðu tannanna og beitti hans
sér mikið fyrir fræðslu á þeim
vettvangi. Nutum við fjölskyldan
öll góðs af því.
Eftir því sem árin liðu dró
Krummi sig sífellt meira inn í sína
skel. Ég var aldrei í vafa um
væntumþykju hans gagnvart
barnabörnunum og fjölskyldunni
allri þó hann hefði sífellt minna
frumkvæði að samskiptum. Þrátt
fyrir veikindi síðastliðin ár varð
ég aldrei vör við að Krummi
kvartaði, hann bar sig alltaf vel,
þótt heilsunni hrakaði stöðugt.
Nú þegar kveðjustundin er
komin er mér efst í huga hlýhug-
ur og þakklæti til Krumma fyrir
samferðatímann. Elsku Sirra og
synir, innilegar samúðarkveðjur,
minningin um góðann mann lifir.
Erla.
Minn kæri bróðir er fallinn frá.
Þegar ég hugsa um Krumma rifja
ég upp hversu duglegur og ljúfur
hann var. Allt sem Krummi tók
sér fyrir hendur gerði hann af
heilum hug og hef ég ætíð getað
treyst á hann og leitað til hans.
Við Krummi ólumst upp á
Brekku í Vestmannaeyjum en þar
hófu mamma og pabbi búskap og
bjuggu fram að gosi. Eftir gos
fluttu þau til Hafnarfjarðar. Þau
eignuðust saman þrjú börn en
fyrir átti pabbi dóttur sem hét
Bergþóra, fædd 1927. Hún lést
rétt tæplega tveggja ára gömul.
Við systkinin vorum þrjú.
Krummi fæddur 1938, Örn
Tryggvi fæddur 1944 og ég fædd
1949. Við kvöddum bróður okkar
þegar hann var einungis 16 ára en
hann lést af slysförum.
Vegna aldursmunar á okkur
Krumma var það í hans verka-
hring að passa mig. Ég var víst
krefjandi ungbarn og þurfti að
hafa fyrir mér, jafnvel ganga með
mig um gólf. Á matmálstímum
var það oft hans hlutverk að gæta
mín svo að mamma fengi vinnu-
frið.
Ég var barnung þegar
Krummi flutti að heiman og fór í
menntaskóla og síðan í Háskóla
Íslands þaðan sem hann útskrif-
aðist sem tannlæknir. Mínar
æskuminningar um hann eru þeg-
ar hann kom heim til Eyja í fríum
og á sumrin. Það var ávallt mikil
tilhlökkun og gleði. Þá lifnaði
heimilið við. Það spillti nú ekki
fyrir þegar Sirra kom með hon-
um. Frá þeim tíma hefur Sirra
alltaf verið mér kær og þau hjónin
reynst mér mikill styrkur í lífinu.
Ein minning sem stendur mér
nær er þegar Krummi var að æfa
sig á trompet. Okkur vinkonunum
þótti mikið til hans koma. Við
hlustuðum á hann með lotningu
spila skemmtileg lög eins og
Cherry pink.
Krummi og Sirra hófu búskap í
Hafnarfirði. Ég man hve gott það
var að koma í heimsókn til þeirra
og var ég ávallt boðin velkomin.
Þar sem ég bjó í Vestmannaeyj-
um skutu þau skjólhúsi yfir mig
þegar ég kom til lands og jafnvel
vinkonur mínar.
Sirra og Krummi eiga fjóra
syni og eru börnin okkar á svip-
uðu reki. Elstu synirnir þeirra
hjóna, þeir Örn Tryggvi og Gísli,
eru aðeins eldri en dætur mínar
þrjár. Yngstu synir þeirra, Hlyn-
ur og Smári, eru á sama aldri og
yngsti sonur minn. Ég man svo
vel eftir því þegar Örn Tryggvi og
Gísli fæddust. Þá var ég ungling-
ur og ég alveg dýrkaði þá. Einnig
man ég eftir mikilli gleði og til-
hlökkun þegar Sirra eignaðist tví-
burana, Hlyn og Smára.
Ein minning stendur upp úr
þegar ég fór í langþráð frí til út-
landa frá þremur barnungum
dætrum á aldrinum 1-3 ára. Þá
pössuðu Sirra og Krummi fyrir
mig. Ekki nóg með það heldur
fluttu þau barnarúmin heim til sín
til að vel færi um þær. Þetta er
lýsandi fyrir hjálpsemi þeirra.
Samskipti okkar voru meiri
meðan börnin voru ung en þau
góðu tengsl sem mynduðust þá
hafa haldist alla tíð síðan.
Síðustu árin var Krummi veik-
ur og Sirra annaðist hann af fórn-
fýsi og alúð og á hún á miklar
þakkir skilið.
Ég, börnin mín og fjölskyldur
þeirra vottum Sirru, Erni
Tryggva, Gísla, Hlyni, Smára og
fjölskyldum þeirra okkar dýpstu
samúð.
Ásdís Anna Johnsen.
Kveðja frá Tannlæknafélagi
Íslands
Nú þegar enn er rofið skarð í
raðir okkar tannlækna viljum við
með nokkrum orðum minnast
okkar ágæta kollega Hrafns G.
Johnsen, en hann lést á heimili
sínu 8. júní sl. 83 ára að aldri.
Hrafn fæddist og ólst upp í Vest-
mannaeyjum og er kominn af
stórum ættboga Johnsena þar.
Víst er að æskuárin hafa mótast
af atvinnulífinu í Eyjum og um-
hverfinu, þessari klettaeyju, um-
luktri öldum Atlantshafsins. Ann-
ars vegar spegilsléttur
sumarsjórinn og svo drynjandi
brimskaflar í útsynnings- og aust-
anfárviðrum vetrarins, þegar
varla sér úr augum fyrir sædrifi
og kófi. Hrafn ólst upp á athafna-
heimili, en faðir hans stundaði út-
gerð í Eyjum.
Eftir hefðbundið nám í Eyjum
varð Hrafn stúdent frá Mennta-
skólanum á Laugarvatni 1958 og
lauk kandídatsprófi frá Tann-
læknadeild Háskóla Íslands 1966.
Hrafn var fyrst tannlæknir í
Vestmannaeyjum, en fluttist til
Reykjavíkur þar sem hann starf-
aði allan sinn starfsferil bæði á
tannlæknastofu sinni, en einnig
sem skólatannlæknir.
Hrafn tók að sér ýmis félags-
og trúnaðarstörf. Á háskólaárun-
um var hann formaður Félags
tannlæknanema. Stofnandi Harð-
jaxls, málgagns tannlæknanema
og fyrsti ritstjóri þess. Hrafn var
eftirsóttur í félagsstörf Tann-
læknafélags Íslands, var í stjórn
félagsins og í fjölmörgum nefnd-
um. Hann kom að fræðslustarfi
félagsins, var í kúrsusnefnd, í rit-
nefnd Árbókar og fyrsti ritstjóri
Tannlæknablaðsins. Hann var í
stjórn Félags skólatannlækna í
Reykjavík og formaður um skeið.
Hrafn starfaði einnig í heilbrigð-
isráði Hafnarfjarðar, heimabæjar
síns, um tuttugu ára skeið, þar af
formaður um árabil.
Á þessum árum þegar hann
var í námi og sem virkastur í
tannlæknafélaginu var Hrafn lífs-
glaður, litríkur maður gleðinnar
og hrókur alls fagnaðar með ein-
stakan húmor. Eftir starfslok
hvarf hann aðeins sjónum okkar
félaganna eins og gjarnan gerist
þegar menn komast á efri ár.
Á þessum tímamótum kveðjum
við félagar í Tannlæknafélagi Ís-
lands þennan ágæta kollega með
þökk og hlýju og vottum aðstand-
endum virðingu okkar.
Svend Richter.
Hrafn G. Johnsen