Morgunblaðið - 22.06.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.06.2021, Blaðsíða 14
BAKSVIÐ Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Þ ess er minnst í dag að 80 ár eru frá Rauðskeggi, innrás Þjóðverja í Sovétríkin, en hún markaði upphaf stærstu og grimmilegustu átaka mannkynssögunnar. Um þrjár millj- ónir hermanna tóku þátt í innrásinni, og var barist allt frá Norður-Íshafi til Svartahafs í suðri. Í Morgunblaðinu 24. júní 1941 sagði í aðalfrétt blaðsins að „mestu orustur veraldarsögunnar eru að hefjast“, og voru það orð að sönnu, þar sem úrslit heimsstyrjald- arinnar ultu að miklu leyti á niður- stöðum þeirra. Rætur innrásarinnar voru eink- um hugmyndafræðilegar, en Adolf Hitler, foringi nasista, hafði byggt stjórnmálaferil sinn að miklu leyti á andstöðu sinni við kommúnista og meintum yfirburðum Þjóðverja yfir slavnesku fólki. Griðasáttmáli Þýska- lands og Sovétríkjanna í ágúst 1939 kom því mörgum að óvörum, þar sem Hitler og Jósef Stalín, einræðisherra Sovétríkjanna, höfðu fram að því elt grátt silfur saman. Þjóðverjar gátu í krafti griða- sáttmálans sótt fram gegn Póllandi og Vesturveldunum án þess að eiga á hættu að fá innrás Sovétmanna í bak- ið, auk þess sem Þjóðverjar gátu keypt hráefni frá Sovétríkjunum til að halda stríðsrekstri sínum áfram. Sambúð ríkjanna tveggja varð hins vegar erfiðari eftir því sem stríði Þjóðverja við Breta vatt fram, og á endanum taldi Hitler nauðsynlegt að tryggja sér auðlindir Sovétríkjanna og slá þannig nokkrar flugur í einu höggi. Upphaflega átti innrásin að hefjast í maí, en vegna vandræða- gangs Öxulveldanna á Balkanskaga neyddust Þjóðverjar til að fresta henni um mánuð. Rauðskeggur hefst Innrásin hófst klukkan 3:15 að nóttu til hinn 22. júní 1941 og sóttu þá hersveitir Öxulveldanna fram á um 2.900 kílómetra löngu svæði. Þýski herinn var með um 3.000 skriðdreka og 2.500 flugvélar, og átti hann við of- urefli að etja, þar sem Sovétmenn höfðu yfir að ráða um tvöfalt fleiri flugvélum og þrefalt fleiri skrið- drekum. Tækjabúnaður þeirra var hins vegar gamall, og þjálfun og skipulag Þjóðverja bætti upp fyrir mismuninn. Þrátt fyrir að aukin spenna hefði ríkt milli Þjóðverja og Sovétmanna vikurnar fyrir styrjöldina, trúðu Stal- ín og aðrir ráðamenn í Moskvu ekki að Hitler myndi fyrirskipa innrás. Framvarðarsveitir Rauða hersins voru því nánast gripnar að óvörum. Tókst Þjóðverjum að taka um hálfa milljón hermanna til fanga á fyrstu vikum innrásarinnar, en þeir van- mátu þó þann fjölda sem flúði til aust- urs og gat haldið baráttunni áfram. Þá vanmátu Þjóðverjar einnig þrautseigju Sovétmanna, en Hitler og yfirstjórn þýska hersins töldu víst að óvinsældir Sovétstjórnarinnar myndu leiða til falls hennar innan örfárra mánaða frá upphafi innrásar. Sov- ésku hermennirnir lögðu hins vegar allt í sölurnar fyrir föðurland sitt, og beittu sviðinni jörð til þess að tefja fyrir framrás Þjóðverja. Má þar með- al annars nefna, að þeir sprengdu upp alla lestarvagna, en sovéskir lestar- teinar voru með aðra breidd sín á milli en það sem tíðkaðist í Evrópu. Þýskir lestarvagnar voru því ónot- hæfir til birgða- og liðsflutninga að víglínunni, nema nýir teinar væru lagðir meðan sókn þeirra vatt fram. Dýrmætur tími til spillis Engu að síður náðu tangarsóknir Þjóðverja miklum árangri, og í lok júlí höfðu þeir sótt fram um 640 kíló- metra, og voru hersveitir þeirra ein- ungis um 320 kílómetra frá Moskvu. Dýrmætur tími fór hins vegar í súg- inn fyrir Þjóðverja, þar sem Hitler krafðist þess að í stað þess að sótt yrði áfram að Moskvuborg, yrði her- sveitum í hersafnaðinum í miðjunni beitt til að styrkja sóknirnar að ann- ars vegar Leníngrad og hins vegar til Kænugarðs. Þegar aftur var hafist handa við sóknina að Moskvu í október, var vet- ur nánast genginn í garð, en það var óvanalega snemma. Framrás Þjóðverja var því endanlega stöðvuð í byrjun desem- ber, og fljótlega varð ljóst að í stað leiftursóknar voru þeir nú fastir í kviksyndi stórstyrjaldar, sem myndi á endanum fella Þriðja ríkið sjálft. Rauðskeggur, 22. júní 1941 Prípet- mýrarnar Moskva LeníngradSVÍÞJÓÐ FINNLAND ÞÝSKALAND R ÚM E N Í AJÚGÓSLAVÍA L E T T L A N D L I T H Á E N EISTLAND HVÍTA-RÚSSLAND R Ú S S L A N D Ú K R A Í N A Varsjá Vilníus Kænugarður Ódessa Sevastópol Mílur Kílómetrar Hersafnaður ímiðju Austur til Smolensk og síðan til Moskvu Hersafnaður í suðri Úkraína, Kænugarður og Ódessa Eystrasalt Svartahaf Hersafnaður í norðri Eystrasaltsríkin og Leníngrad Meginsóknir Þjóðverja Umkringd herlið Rússa Víglínan 1. sept. 1941 U N G V E R J A L A N D P Ó L L A N D AUSTUR- PRÚSSLAND „Mestu orustur veraldarsögunnar“ 14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Nokkurtímamótkunna að hafa orðið í Sví- þjóð þegar ríkis- stjórn landsins laut óvænt van- trausti í atkvæðagreiðslu í þinginu. Stjórn landsins hefur löngum verið í föstum skorð- um og hafa Sósíaldemókratar oftast leitt landið með örstutt- um hléum þegar bandalagið hægra megin við þá hefur komist að um skammt skeið. Kratarnir hafa stundum þurft að styðjast við einn eða fleiri flokka vinstra megin við sig. Nú eru þar Græningjar, sem eru með í ríkisstjórn, og Vinstriflokkurinn, sem liggur nærri pólitískt, en er utan borðs þótt hann verji þá van- trausti. Fylgið hefur verið að rjátlast af Sósíaldemókrötum síðustu árin eftir stöðug- leikaskeið og munar orðið miklu fylgislega frá blóma- tíma þeirra, þegar þeir voru gjarnan í meirihluta eða með meirihlutastöðu. Í seinustu kosningum í september 2018 töpuðu kratar enn, nú 2,8% og fengu aðeins 28,4% atkvæðanna. Þarf að fara rúmlega öld aftur til að finna svo lágt fylgi. En Sósíal- demókratar eru þó enn stærsti flokkur Svíþjóðar því að Svíþjóðardemókratar hafa tekið fylgi víða, en ekki síst frá hefðbundna hægriflokkn- um (Moderatar), sem fékk tæp 20%. Svíþjóðardemókrat- ar eru þriðji stærsti flokkur landsins með 17,6% fylgi. Í kosningunum 2018 vann sá flokkur enn á og bætti við sig 4,7 prósentustigum. Kratar misstu þá enn fylgi (2,8%) og Moderatar misstu 3,5% pró- sentustig. Alllengi reyndu „borgara- flokkar“ í Noregi og í Dan- mörku að umgangast flokka á borð við Svíþjóðardemókrata sem „skítugan flokk“ sem enginn mætti eiga samvinnu við varðandi þátttöku eða stuðning við ríkisstjórn. Þetta viðhorf hefur haldið sænskum krötum í ríkisstjórn lengi þrátt fyrir síminnkandi fylgi. Norski hægri flokkurinn sneri af þessari útilokunarleið fyrir allnokkru (Fremskrids- parti) og hefur það veikt póli- tíska einokunarstöðu norska Verkamannaflokksins. Það sama gerðist einnig í Dan- mörku. Dansk Folkeparti hafði fengið rúm 21% í þing- kosningum 2015 og varð í framhaldinu stuðningsflokkur borgaralegrar ríkisstjórnar. Það reyndist eitraður biti fyrir flokkinn og í næstu kosningum hrundi af honum fylgið og fór niður í tæp 9 prósent! Þeir sem fylgj- ast vel með sænskum stjórn- málum velta fyrir sér, hvað muni gerast í september geti Stef- an Löfven forsætisráðherra ekki komið sér undan kosn- ingum þá. Forsætisráð- herrann sagði í sænskum fjöl- miðlum í gær að hann þyrfti fáeina daga til að hugsa sitt ráð. Hann tók þó fram, að hann hefði ævinlega gert það sem hann teldi Svíþjóð fyrir bestu. Sjálfsagt gætu allir forsætisráðherrar Svía fyrr og síðar tekið með sæmilegri samvisku undir þá yfirlýs- ingu, svo að ekki er víst að viðbótin hafi sagt lands- mönnum mikla sögu. Ýmsar kenningar eru nú uppi, eins og verða vill. Ekki er ólíklegt talið að sigurganga Svíþjóðardemókrata kynni að halda áfram í næstu kosn- ingum, en meiri spurning væri um framhaldið. Fengi „hægrabandalagið“ styrk eftir kosningar til að mynda stjórn, með eða fyrir atbeina Svíþjóðardemókrata, mætti ætla að flokkurinn sá myndi, í samræmi við fyrrnefnd dæmi frá Noregi og Danmörku, missa pólitísk skilríki sín um hreinlífi, eftir að hafa verið kallaður til pólitískrar ábyrgðar. Og þar með gæti það gerst að hluti langreiðra atkvæða myndi sitja heima næst eða halda annað. En þeir eru einnig til í hópi fróðleiksmanna sem benda á að vera megi að forystu krata gæti tekist að vekja ótta með kjósendum um alvarlega og fyrirsjánlega stjórnmálalega hættu. Sem sagt þá, að Sví- þjóðardemókratar væru nú fyrst orðnir að því afli sem gæti þýtt að þeir myndu sitja við enda borðsins í ríkis- stjórnarherberginu að kosn- ingum loknum. Myndi flokk- urinn enn bæta við sig um 5 prósentustigum þá væri hann þar með orðinn stærsti flokk- ur stjórnarandstöðunnar. Þá gætu kratar einir komið í veg fyrir að allt færi á „versta veg“ í sænska „fyrirmyndar- ríkinu“. En aðrir svara því til á móti að Svíar séu fyrir löngu komnir úr verðlauna- sæti sem „fyrirmyndarríki“. Umdeildar og jafnvel yfir- gengilegar ákvarðanir um viðbrögð við kórónuveirunni og dánartölur sem bera því dómgreindarleysi ófagurt vitni og svo sívaxandi öng- þveiti í innflytjendamálum sem reynt sé að þegja í hel séu þar hvað efst á blaði. Það virðast óneit- anlega vera spenn- andi tímar fram undan í Svíaríki} Áhugaverð tíð í Svíþjóð Á leiðtogafundi Atlantshafs- bandalagsins í síðustu viku kom glögglega fram mikilvægi hinnar pólitísku hliðar á samstarfi aðildar- ríkjanna. Það snýst ekki aðeins um hernaðargetu eða varnarviðbúnað. Á fundinum var lögð sérstök áhersla á þýðingu pólitískrar umræðu og samstarfs við undirbúning ákvarð- ana, m.a. til að takast á við nýjar áskoranir í ör- yggis- og varnarmálum. Ný aðgerðaáætlun í loftslagsmálum var samþykkt á fundinum sem og ný netöryggisstefna. Hernaðarlegi þáttur samstarfsins er vissulega þýðingarmikill en eftir fall Berlínarmúrsins fyrir 30 árum og með fjölgun aðildarríkjanna í kjölfar- ið hefur hin pólitíska hlið samstarfsins fengið aukið vægi. Ný lýðræðisríki urðu til á rústum kommúnismans og skipuðu sér í flokk með ríkj- um Atlantshafsbandalagsins þar sem grunngildi stofnsáttmálans frá 1949 voru og eru enn í fullu gildi; þ.e. friður, varðveisla frelsis og menningar, lýðræðislegir stjórn- arhættir, einstaklingsfrelsi, lög og réttur. Samkvæmt Norður-Atlantshafssamningnum lýtur varn- arsamstarfið að því að verja og varðveita grunngildi sátt- málans en einnig önnur mikilvæg verðmæti líkt og menn- ingarlegt, viðskiptalegt og efnahagslegt samstarf ríkjanna. Eins og heiti samningsins felur í sér er markmiðið að tryggja öryggi samgönguleiða og hvers kyns samskipta á milli aðildarríkjanna í Norður-Ameríku annars vegar og í Evrópu hins vegar. Fyrir gömul og ný aðildarríki skiptir miklu máli sú sam- eiginlega skuldbinding í samstarfinu að árás á eitt þeirra jafngildi árás á þau öll. Þýðingarmest fyrir þá skuldbindingu er sú staðreynd, sem var undirstrikuð í yfirlýsingu leiðtogafundarins, að Bandaríkin eru aðilar að henni. Andstæðingum Atlantshafsbandalagsins virðist á stundum yfirsjást að pólitískur kjarni samstarfsins er forsenda varnarviðbúnaðarins. Þeir vilja einblína á hernaðarlega samstarfið. Á tímum „kalda stríðsins“ lögðu þeir að jöfnu hernaðarumsvif Atlantshafsbandalagsins ann- ars vegar og Varsjárbandalagsins hins vegar. Þeir gerðu ekki greinarmun á yfirgangi Sovét- ríkjanna gagnvart ríkjum Austur-Evrópu og vörnum vestrænna ríkja gagnvart þeirri ógn. Varsjárbandalagið laut að því að halda ófrjáls- um þjóðum undir járnhæl Sovétríkjanna á meðan Atlantshafsbandalagið veitti aðildar- ríkjum sínum skjól til að þróast og eflast. Jafnréttismál voru meðal þeirra nýju pólitísku áherslu- mála sem rædd voru á leiðtogafundinum í síðustu viku. Það eru nýjar og mikilsverðar áherslur í varnarsamstarfi aðildarríkjanna. Í yfirlýsingu fundarins segir að virk þátt- taka kvenna sé undirstöðuatriði í öryggis- og varnar- málum. Gæta beri jafnræðissjónarmiða við ákvörðunar- töku og framkvæmd verkefna á vegum bandalagsins. Það er mikil framför, bæði fyrir bandalagið og fyrir jafnréttis- málin. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Pólitískt bandalag lýðræðisríkja Höfundur er dómsmálaráðherra. aslaugs@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.