Morgunblaðið - 22.06.2021, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 2021
✝
John Snorri
Sigurjónsson
fæddist í Reykja-
vík 20. júní 1973.
Hans var saknað á
fjallinu K2 í Pak-
istan 5. febrúar
2021.
Foreldrar hans
voru Ragnhildur
Valgerður Johns-
dóttir hárgreiðslu-
meistari, f. 19.6.
1946, d. 13.2. 2003, og Sigurjón
S. Bláfeld Jónsson loðdýra-
ráðunautur, f. 3.3. 1939, d.
12.12. 2016. Systur hans eru
Karen Kristjánsdóttir
hjúkrunarfræðingur, f. 15.1.
1965, og Kristín Sigurjóns-
2.2. 2007, og Kjartan Orri, f.
28.4. 2009.
John Snorri var sveitastrák-
ur úr Ölfusinu. Hann lauk
meistaranámi í vélstjórn frá
Sjómannaskólanum árið 1999
og BS-prófi í viðskiptafræði
frá Bifröst 2011.
Hann var mikill náttúru-
unnandi og hafði einstakan
áhuga á hæstu fjöllum heims.
John Snorri hafði náð ein-
stökum árangri í háfjalla-
mennsku síðustu árin og var
fyrsti Íslendingurinn til að
komast á topp K2 í Pakistan.
Auk þess starfaði hann hjá
Ferðafélagi Íslands og sem
björgunarsveitarmaður fyrr á
árum.
John Snorri bjó í Garðabæ
með eiginkonu sinni og fjórum
af börnum þeirra.
Útför Johns Snorra fer fram
í Vídalínskirkju í Garðabæ í
dag, 22. júní 2021, og hefst at-
höfnin klukkan 13.
dóttir fram-
kvæmdastjóri, f.
13.12. 1975.
John Snorri gift-
ist 14.12. 2019
Línu Móeyju við-
skiptafræðingi, f.
3.1. 1979. Synir
þeirra eru Baltaz-
ar Elí, f. 2.4. 2016,
og Sigurjón Blær,
f. 18.11. 2017. Fyr-
ir átti Lína dóttur-
ina Silvíu Stellu Hilmarsdóttur,
f. 3.3. 2001.
Fyrri eiginkona Johns
Snorra var Jónína Björnsdóttir
íþróttakennari, f. 4.12. 1974.
Börn þeirra eru Halla Karen, f.
2.1. 2000, Ragnhildur Vala, f.
„Hæ, hvað segið þið?“ Ég
heyri þig segja þetta núna aftur
og aftur og þessu fylgdi breiða
brosið þitt svo skein í fallegu
tennurnar þínar elsku John
Snorri minn. Þegar ég hugsa til
þín er margt sem kemur upp í
hugann: Alltaf varstu hress og
kátur, sást björtu hliðarnar á
flestu og það hló enginn eins og
þú. Alltaf flottur til fara. Metn-
aðarfullur varstu, hvort sem var
við leik eða störf. Það voru ýms-
ar gráðurnar sem þú náðir þér í
og í leik var farið til að sigra …
komast á toppinn.
Bóngóður varstu, sama hvort
það var að passa börnin mín í
nokkra daga, fara með mér upp
á Fjallabak að sækja Sigga
frænda og John Kristin, sem
voru með bilaðan bíl því Guð-
mundur var fastur í vinnu, eða
flota gólfið í sólskálanum. Allt
gastu.
Það var fátt ef nokkuð sem þú
hræddist, og áhættuatriðin byrj-
uðu um leið og þú fórst að
standa í fæturna. Endalaus
kjarkur og þor. Sólarhringurinn
virtist oft lengri hjá þér en mér.
Það var ekki verið að eyða tím-
anum í óþarfa sjónvarpsgláp, þú
varst alltaf að skapa ný ævin-
týri, búa til minningar. Ótrúleg-
ur orkubolti strax frá upphafi.
Ferðalögin okkar saman þar
sem Þórsmörk var í algjöru
uppáhaldi. Mikið óskaplega á ég
eftir að sakna þess að geta gefið
þér reykt hrossakjöt, bakað
handa þér hjónabandssæluna
sem þér fannst svo góð eða gert
frómasinn hennar ömmu á jóla-
dag. Þú varst svaramaðurinn
minn og leiddir mig inn kirkju-
gólfið á brúðkaupsdaginn minn.
Þú lifðir lífinu lifandi … og
stundum svolítið hratt.
Afrek þín verða skráð í sögu-
bækurnar, ég er virkilega stolt
af því að vera systir þín. Ég er
óendanlega sorgmædd yfir því
að þú sért farinn frá okkur elsku
brói minn. Ég mun fylgjast með
fallegu börnunum þínum og vera
til staðar fyrir þau og elsku Línu
mína. Lífið verður öðruvísi án
þín.
Þín systir,
Karen.
Minningabrot úr æsku koma
oft upp í hugann þessa dagana.
Oftast varst þú að gera eitthvað
glæfralegt og ég annaðhvort
æddi beint á eftir þér eða þú
hrópaðir „þú getur þetta, ég
hjálpa þér“, sem gat endað með
mjög misjöfnum hætti!
Þessi orð þín hljómuðu oft,
líka eftir að við urðum fullorðin,
því ég leitaði mikið til þín og
þinnar reynslu, getu og kunn-
áttu.
Þú dreifst þig af stað á eitt
hættulegasta fjall í heimi strax
eftir að pabbi dó, til að fylgja
honum til himna þar sem
mamma beið hans. Í þinni hinstu
ferð fórstu á sama fjallið en í
þetta skipti var það þín sál sem
þú barst til himna. Ég sé
mömmu, pabba og ömmu Krist-
ínu taka á móti þér og hugga,
þar sem þú varst ekki tilbúinn
að fara frá okkur.
Ég sakna þín.
Kristín systir.
Í dag kveðjum við góðan
dreng, mág minn John Snorra
Sigurjónsson.
Ég kynntist John (fannst
framburðurinn „Jon“ á nafninu
skrítinn þar til ég fékk skýringu
á uppruna þess) þegar hann var
aðeins 11 ára þegar ég fór að
venja komur mínar að Ingólfs-
hvoli til að reyna að heilla
heimasætuna þar, eldri systur
hans, Karen.
Það sem ég man fyrst eftir er
að hann og yngri systir hans
Kristín földu skóna mína og
vildu ekki upplýsa hvar þeir
væru þótt Karen hótaði þeim
öllu illu.
Þetta litla atvik lýsti honum
svolítið því hann var alltaf léttur
og hress og til í smá glens. Öðru
atviki man ég eftir þegar ég eitt
sinn skutlaði honum til Hvera-
gerðis á gamalli aflóga Cortinu
sem ég átti. Hann leit í kringum
sig í bílnum og spurði svo hvað
ég hefði borgað fyrir hann. Hon-
um fannst það lítið og spurði
hvort fyrri eigandi hefði verið
einhver töffari. „Af hverju held-
ur þú það,“ spurði ég og þá
sagði hann: „Nei, svoleiðis menn
eru stundum svo vitlausir að
verðleggja.“ Þarna var bissness-
maðurinn John Snorri strax
mættur.
Við áttum gott samband
gegnum árin og alltaf var hann
bóngóður og alltaf til í flest, allt-
af tími til alls, stutt í brosið og
alltaf hress. En hraðann í lífi
hans heldu fæstir í við og sólar-
hringurinn virtist hafa talsvert
fleiri stundir hjá honum en hjá
öðrum. Þegar hann t.d. fór í Vél-
skólann, þá lét hann það ekki
nægja heldur tók Stýrimanna-
skólann með, svona til að hafa
nú eitthvað að gera. Hann náði
sér í réttindi til sjúkraflutninga
og menntaði sig líka í viðskipta-
fræði, enda hafði hann brenn-
andi áhuga á viðskiptum og vann
lengst af hjá sjálfum sér við alls
kyns fasteignaviðskipti.
Framan af ævinni man ég
ekki eftir að hann hefði neinn
sérstakan áhuga á fjallaklifri, að
vísu var hann sem smá strákur
víst mikið prílandi upp á húsþök
í sveitinni, svona bara eins og
strákar gera. Fyrsta alvöru-
fjallaklifrið sem ég man eftir var
þegar hann og pabbi hans fóru
saman á Mont Blanc. Að sjálf-
sögðu toppaði hann það fjall
auðveldlega.
Svo í framhaldinu urðu fjöllin
fleiri og hærri og virtist hann
eiga til allt það sem góður fjalla-
maður þarf að hafa til brunns að
bera. Túrinn 2017 þegar hann
toppaði fjóra 8.000 metra tinda
sannaði það rækilega og var
toppun K2 stærsta afrekið í
þeirri ferð og ávann hann sér
mikla virðingu meðal fjalla-
manna. Eftir þá ferð sagði hann
í viðtölum að K2 hefði heillað
hann strax í bernsku þegar hann
sá mynd af því í blaði. Þannig að
áhuginn á fjöllunum var því
greinilega alltaf til staðar hjá
honum og hann þá ákveðið að
þetta fjall skyldi hann sigra.
Margir og þar á meðal ég vörp-
uðum öndinni léttar þegar hann
kom heim úr þessum túr heill á
húfi enda K2 álitið það hættu-
legasta af öllum 8.000 m fjöllum
heims. Þarna taldi ég að þessum
kafla væri lokið og K2 afgreitt.
En því miður var það ekki svo.
Þótt hann væri fyrsti Íslending-
urinn til að ná á toppinn á K2 og
ynni sér inn kaffiboð hjá forset-
anum vildi hann líka verða fyrst-
ur í heiminum til að sigra fjallið
að vetri til. Eins og hans var
háttur fór hann í það verkefni af
fullum krafti. En í þetta sinn
sigraði fjallið. Líf okkar sem eft-
ir lifum verður fátæklegra.
Elsku Lína, Halla Karen,
Ragnhildur Vala, Kjartan Orri,
Baltasar Elí, Sigurjón Blær og
Silvía Stella, mínar innilegustu
samúðarkveðjur og megi guð og
gæfan styrkja ykkur í sorginni.
Guðmundur.
John Snorri var gull af manni.
Hann hafði góða nærveru, var
ljúfur í skapi og hláturmildur.
Við unnum m.a. saman að bygg-
ingarverkefnum í Búlgaríu. Okk-
ur fannst báðum matur góður,
vorum satt að segja miklir sæl-
kerar. Fengum okkur stundum
Peach Melba (ferskjur, ís og
þeyttur rjómi) á vinsælum veit-
ingastað í Burgas. John Snorri
fór létt með þrjá diska – og var
þó ekki naumt gefið. John
Snorri var fljótur að hugsa og
finna nýjan flöt á flóknum verk-
efnum. Ég sakna Johns Snorra,
þessa mikla öðlings.
Ragnar Tómasson.
Kæri vinur og bróðir, ég
sendi þér línur.
Takk fyrir allar hestaferðirn-
ar, kringum Drangajökul,
Strandirnar, sem og minni túra
með vinum og vandamönnum.
Takk fyrir alla fundina sem
við áttum saman með bræðrum,
ferðalög innanlands og utan
ásamt eiginkonum og fjölda ann-
ars góðs fólks.
Ég sendi þér lag sem heitir
Húmar að kveldi. Ég söng þetta
eitt sinn fyrir þig og fleiri. Þú
hafðir á orði að þér hefði þótt
ljúft að hlusta á þetta eftir eril
dagsins.
Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys,
hnígur að ægi gullið röðulblys.
Vanga minn strýkur blærinn blíðri
hönd,
og báran kveður vögguljóð við fjarð-
arströnd.
Ég er þreyttur, ég er þreyttur,
og ég þrái svefnsins fró.
Kom, draumanótt, með fangið fullt af
friði og ró.
Syngdu mig inn í svefninn ljúfi blær.
Sorgmæddu hjarta er hvíldin jafnan
vær.
Draumgyðja ljúfa, ljá mér vinarhönd,
og leið mig um þín töfraglæstu frið-
arlönd.
Ég er þreyttur, ég er þreyttur,
og ég þrái svefnsins fró.
Kom, draumanótt, með fangið fullt af
friði og ró.
(Jón frá Ljárskógum)
Einstakur drengur og góður
félagi.
Sigurður Reynisson.
Þegar fréttir bárust af því í
júlímánuði 2017 að Íslendingur
hefði klifið K2, annað hæsta
fjall heims, stundum nefnt fjall
fjallanna, þá voru margir sem
spurðu sig þeirrar spurningar,
hver er hann þessi John Snorri?
John svaraði því sjálfur af sinni
einstöku auðmýkt og hógværð
„ég er bara strákur úr Ölfus-
inu“. Hann ólst upp á bænum
Ingólfshvoli í Ölfusi og undi sér
vel úti í náttúrunni við marg-
vísleg störf í sveitinni. Kögun-
arhóll var bæjarfjallið og á
haustin var fé smalað í Ingólfs-
fjalli. Það er merkilegt að þurfti
ekki stórbrotnara fjalllendi til
að ala upp einn magnaðasta
fjallamann landsins en kannski
voru þau bæði táknræn fyrir
það sem koma skyldi. Kögunar-
hóll, útsýnishóll og þaðan er eitt
besta útsýni yfir Suðurlands-
undirlendið sem til er og hefur
virkað hvetjandi á sveitastrák-
inn til að komast á hærri tinda
og sjá meira. Og Ingólfsfjall,
fjall landnámsmannsins, hefur
ýtt undir þrá náttúrubarnsins
að nema ný lönd og klífa fjöll
sem engir íslendingar höfðu
klifið.
Þegar John Snorri kleif K2 í
júlímánuði 2017 varð hann einn
af innan við 300 manns í heim-
inum sem höfðu sigrað þetta
annað hæsta og annað hættu-
legasta fjall heims. Fyrr á árinu
hafði hann þá gengið á Lhotse,
fjórða hæsta fjall í heimi, og að-
eins nokkrum dögum eftir að
hann gekk á K2 kleif hann einn-
ig Broad Peak, tólfta hæsta fjall
heims, sem stendur andspænis
K2 í Karakorum-dalnum. Þann-
ig hafði hann á stuttum tíma
klifið þrjú af hæstu fjöllum í
heimi og þótt hann hefði ekki
haft hátt um þau áform sín þá
stefndi hann á að klífa alla fjór-
tán 8.000 metra tindana. Áður
hafði hann gengið á Amadablam
og 2019 gekk hann á Manaslu.
Auk þess hafði hann klifið mörg
af frægustu fjöllum Evrópu;
Mont Blanc, Elbrus, Breihorn
og Matterhorn.
John Snorri var magnaður
fjallamaður. Náttúrubarn með
mikla aðlögunarhæfni, sterkur,
fimur og viljasterkur.
Lína Móey var gift fjall-
göngumanni sem vildi takast á
við mestu áskoranir sem hægt
er að takast á við í fjalla-
mennsku. Hún gaf honum frelsi
til þess og veitti honum allan
stuðning sem hún gat. Saman
voru þau að sigra hæstu tinda
heims og fjölskyldan stóð á bak
við hann í öllum hans leiðöngr-
um.
Eftir að John Snorra varð
saknað í 8.300 m hæð í K2 í
febrúar hefur þetta verið þung-
ur vetur fyrir hans nánustu fjöl-
skyldu, ættingja og vini. Brekka
söknuðar og sorgar hefur verið
brött og jafnvel virst ókleif á
stundum. En Lína og krakk-
arnir og hans nánustu hafa ver-
ið ótrúlega dugleg og sterk. Og
gönguferð lífsins heldur áfram
og það er bara eina leiðin, halda
áfram og takast á við ný verk-
efni. Og þó að John sé ekki
lengur á meðal okkar í lifandi
lífi, brosandi og geislandi glað-
ur, þá varðveitum við í hjarta
okkar minningar um sannkall-
aðan afreksmann, einstakan
fjölskylduföður, mannvin og
góða manneskju.
Páll Guðmundsson.
John Snorri
Sigurjónsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HALLDÓRA GUNNARSDÓTTIR,
Aflagranda 40,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ
laugardaginn 19. júní. Útförin verður auglýst síðar.
Gunnar Hauksson Guðrún Ingimarsdóttir
Ingibjörg Hauksdóttir
Birgir Hauksson Sóley Erlendsdóttir
Ingvar Tryggvason Aðalheiður Sigurðardóttir
börn og barnabörn
✝
Ástkær móðir mín, amma og langamma,
ERLA HJARTARDÓTTIR
lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 14. júní.
Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 23. júní
klukkan 11.
Á sama tíma verður minningarathöfn um son hennar,
HARALD KRISTJÁNSSON,
sem lést 12. janúar í Los Angeles, Bandaríkjunum.
Kristján Ragnar Kristjánsson
Krista Takefusa Kristjánsdóttir
Ragnar Orri Benediktsson
Erla Heiðrún Benediktsdóttir
Kristján Haraldsson
Davíð Örn Kristínarson
Guðný Ósk Árdal Sveinbjörnsdóttir
Guðrún Helga Sveinbjörnsdóttir
Dagur Steinn Sveinbjörnsson
fjölskyldur og barnabarnabörn
Ástkær faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
MAGNÚS S. JÓNSSON
tæknifræðingur,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk
fimmtudaginn 17. júní. Útför hans mun fara
fram í Bústaðakirkju föstudaginn 25. júní
klukkan 11.
Valgeir Magnússon Silja Ósvaldsdóttir
Hildur Eva Valgeirsdóttir Snorri Þórðarson
Gunnar Ingi Valgeirsson
Vilgeir Svan Gunnarsson
Valgerður Magnúsdóttir Óli Rafn Jónsson
Atli Þór Ólason
Edda Sól Óladóttir
Ástkær eiginmaður minn og besti vinur,
faðir, tengdafaðir og afi,
JÓN TRAUSTI ÁRSÆLSSON,
Sunnubraut 2, Þorlákshöfn,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
mánudaginn 14. júní. Útförin fer fram
frá Þorlákskirkju föstudaginn 25. júní klukkan 14.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkað en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið.
Aðstandendur vilja koma á framfæri sérstökum þökkum til
blóð- og krabbameinsdeildar Landspítalans.
Ingveldur Þorbjörnsdóttir
Anna Þóra Jónsdóttir Ragnar Hermannsson
Sigurlaug Didda Jónsdóttir
Ingimundur Kristinsson Ingibjörg Jónsdóttir
Þorbjörn Jónsson Anna V. Sigurðardóttir
Ársæll Jónsson Linda Ósk Þorvaldsdóttir
og barnabörn
Minningarvefur á mbl.is