Morgunblaðið - 22.06.2021, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 2021
Límtré
• Vatnsfráhrindandi olíuborið límtré
• Hægvaxið gæðalímtré
• Sérsmíðum eftir máli
Gylfaflöt 6-8, 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Stefan Löfven, forsætisráðherra Sví-
þjóðar, sagði að hann og sænskir sósí-
aldemókratar hefðu fullan hug á því
að axla áfram ábyrgð á stjórn lands-
ins, eftir að sænska þingið lýsti yfir
vantrausti á ríkisstjórn hans í gær-
morgun. Þetta er í fyrsta sinn í sögu
Svíþjóðar sem sitjandi ríkisstjórn er
felld með vantrauststillögu á þingi.
Löfven hefur nú vikufrest til að
ákveða næstu skref, en orð hans
benda til þess að hann gæti freistað
þess að mynda nýja ríkisstjórn áður
en sá frestur rennur út. Gangi það
ekki upp mun hann neyðast til að
annaðhvort segja af sér embætti, eða
boða til þingkosninga.
Svíþjóðardemókratar, sem jafnan
eru taldir yst til hægri í sænskum
stjórnmálum, lögðu fram vantrausts-
tillöguna á fimmtudaginn, eftir að
Vinstriflokkurinn dró til baka stuðn-
ing sinn við minnihlutastjórn Sósíal-
demókrataflokksins. Höfðu for-
sprakkar Vinstriflokksins sjálfir í
huga að leggja fram vantrauststillögu
á ríkisstjórnina, en þeim hugnuðust
ekki áform stjórnvalda um að draga
úr takmörkunum á hækkun húsa-
leiguverðs.
Íhaldsflokkurinn Moderatarna og
Kristilegir demókratar fylktu sér á
bak við vantraustið, og urðu lyktir til-
lögunnar þær, að 181 þingmaður
samþykkti hana, en 175 þingmenn
þarf til að ná meirihluta á þinginu.
Þetta var í tólfta sinn í sögunni sem
vantrauststillaga er lögð fram á
sænska þinginu, en engin þeirra hafði
náð fram að ganga þar til í gær.
Gæti snúið aftur í stólinn
Ákveði Löfven að segja af sér fell-
ur það í skaut forseta þingsins, Andr-
eas Norlen, að ræða við flokkana til
þess að komast að því hvort einhver
flokkur geti fengið traust þingsins til
að mynda ríkisstjórn.
Sögðu sænskir stjórnmálaskýr-
endur við AFP-fréttastofuna að
kæmi til þess væri möguleiki á að
Löfven myndi snúa aftur í stól for-
sætisráðherrans. Sagðist hann á
blaðamannafundi sínum vilja áfram
einblína á það sem væri „best fyrir
Svíþjóð“.
Ákveði Löfven hins vegar að boða
til nýrra kosninga myndu þær ekki
koma í staðinn fyrir fyrirhugaðar
þingkosningar, sem á að halda í sept-
ember á næsta ári, heldur myndu
þær eingöngu ráða skipan þingsins
þann tíma sem eftir lifir af núverandi
kjörtímabili. Myndu Svíar þá ganga
að kjörborðinu tvisvar á um það bil
einu ári.
Ólíklegt að hann taki áhættuna
Stjórnmálaskýrendur töldu hins
vegar ólíklegt að Löfven myndi boða
til slíkra aukakosninga, ekki síst þar
sem kannanir benda til að Sósíal-
demókratar gætu þar hæglega misst
nokkuð af þingstyrk sínum, en þeir
höfðu áður beðið sögulegan ósigur í
kosningunum 2018.
Þá fengu Sósíaldemókratar um
28,3% fylgi, sem var hið lægsta frá
árinu 1911. Helsti keppinautur
þeirra, Moderatarna, tapaði hins veg-
ar einnig fylgi á meðan Svíþjóðar-
demókratar bættu við sig. Afleiðingin
var sú að ný ríkisstjórn tók ekki við
völdum fyrr en í janúar 2019, og var
það minnihlutastjórn Sósíaldemó-
krata, sem náði þá að tryggja sér
stuðning sænska Miðflokksins og
Frjálslyndra, auk hlutleysis Vinstri-
flokksins.
Minnihlutastjórnin virtist ætla að
ná að klára kjörtímabilið, þegar
frumdrög umbóta á húsaleigulögum
landsins litu dagsins ljós, en í þeim
var að finna ákvæði sem hefðu mögu-
lega heimilað leigusölum að ákveða
sjálfir verð á nýjum leiguíbúðum.
Taldi Vinstriflokkurinn, sem hefur 27
þingmenn, að slíkt væri aðför að leigj-
endum, og hafnaði Nooshi Dadgost-
ar, leiðtogi flokksins, meðal annars
samráði við hagsmunaaðila á húsa-
leigumarkaði, þar sem það myndi
ekki skila neinu.
Eftir að niðurstaða vantrauststil-
lögunnar lá fyrir lýsti Dadgostar því
yfir að flokkur hennar gæti vel stutt
Löfven aftur í forsætisráðuneytið,
gegn því að hann léti húsaleigubreyt-
ingarnar falla niður. Þá hét hún því að
Vinstriflokkurinn myndi alltaf reyna
að koma í veg fyrir „ríkisstjórn
hægri-þjóðernissinna“.
AFP
Vantreyst Stefan Löfven vildi fátt segja um næstu skref sín þegar hann ávarpaði fjölmiðla í gær eftir vantraustið.
Sænska stjórnin fallin
- Löfven segist tilbúinn til þess að axla áfram ábyrgð á stjórn Svíþjóðar - Hefur
viku til þess að ákveða næstu skref - Reynir líklega að mynda nýja ríkisstjórn
Ebrahim Raisi, nýkjörinn forseti Ír-
ans, lýsti því yfir í gær að hann myndi
ekki heimila að viðræður um kjarn-
orkuvopnaáætlun landsins myndu
dragast á langinn. Þá útilokaði hann
leiðtogafund milli sín og Joe Biden
Bandaríkjaforseta.
Raisi, sem er sextugur, er talinn
mjög íhaldssamur, en hann þykir ná-
inn Khameinei æðstaklerki, sem fer
með öll raunveruleg völd í Íran. Raisi
hefur verið forseti Hæstaréttar Írans
frá árinu 2019, en mun nú láta af því
embætti.
„Allar viðræður sem tryggja
þjóðarhagsmuni verða vissulega
studdar, en við munum ekki leyfa við-
ræður viðræðnanna vegna,“ sagði
Raisi um kjarnorkusamkomulagið.
Sagði hann að allir fundir yrðu að fela
í sér jákvæða niðurstöðu fyrir Íran.
Komandi viðræður um kjarnorku-
samkomulagið frá 2015 munu snúast
um hvort hægt sé að fá Írani til að
hlíta ákvæðum þess á ný, en þeir
hættu því eftir að Bandaríkin sögðu
sig frá því árið 2018 og endurnýjuðu
viðskiptaþvinganir sínar gegn Íran.
Þó að Raisi útilokaði leiðtogafund
með Biden, sagðist hann ekki sjá
„neinar hindranir“ fyrir því að taka
aftur upp stjórnmálasamband við
Sádi-Arabíu, en því var slitið fyrir
fimm árum.
Sagði kosningaþátttöku mikla
Raisi fór nokkrum orðum um kosn-
ingasigur sinn og sagði þátttöku í
kosningunum hafa verið „gríðar-
mikla“. 48,8% kjörsókn var, sem var
hið minnsta frá byltingunni 1979.
Úrslitin þóttu ráðin þegar stjórn-
lagaráð landsins útilokaði alla nema
sjö frambjóðendur af þeim 600 sem
gáfu kost á sér. Þar af ákváðu þrír að
hætta við framboð sitt á miðvikudag-
inn var, tveimur dögum fyrir kosning-
arnar.
Viðræður drag-
ist ekki á langinn
- Raisi útilokar leiðtogafund með Biden
AFP
Íran Ebrahim Raisi var sigurreifur
á fyrsta blaðamannafundi sínum.
Skipuleggjendur Ólympíuleikanna,
sem fram fara í Tókíó síðar í sumar,
tilkynntu í gær að allt að 10.000
áhorfendur, eða 50% af hámarks-
fjölda, verði leyfðir á þeim íþrótta-
leikvöngum þar sem leikarnir fara
fram. Þeim möguleika var hins veg-
ar haldið opnum að loka leikunum
aftur fyrir almenningi ef fjöldi kór-
ónuveirutilfella í Japan tæki kipp
upp á við.
Heimildin á einungis við um fólk
sem þegar er búsett í Japan, en ljóst
var í mars að erlendir gestir myndu
ekki fá að sækja leikana. Verður
dregið á milli þeirra sem þegar
höfðu tryggt sér miða til að skera
úr um hverjir mega sækja við-
burðina, og munu þeir heppnu
þurfa að sæta grímuskyldu. Þá
verður óheimilt að vera með hróp
og köll á áhorfendabekkjum.
JAPAN
AFP
Ólympíuleikar Allt að 10.000 manns
munu geta sótt einstaka viðburði.
10.000 manns leyfð-
ir á Ólympíuleikum
Bandaríkin,
Bretland, Kan-
ada og Evrópu-
sambandið
ákváðu í gær að
beita stjórnvöld í
Hvíta-Rússlandi
frekari refsiað-
gerðum vegna
handtökunnar á
stjórnarandstæð-
ingnum og blaða-
manninum Roman Protasevich í
maí síðastliðnum.
Sagði Antony Blinken, utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, að að-
gerðirnar sýndu samhug ríkjanna
beggja vegna Atlantshafs og stuðn-
ing þeirra við lýðræðisvilja almenn-
ings í Hvíta-Rússlandi.
HVÍTA-RÚSSLAND
Vesturveldin beita
refsiaðgerðum
Roman
Protasevich