Morgunblaðið - 22.06.2021, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.06.2021, Blaðsíða 19
sem við lærðum í Oddfellow- hreyfingunni. Svenni var mikill félagsmálamaður og sannur Odd- fellowi. Hann skilur eftir sig djúp spor í þeim merka félagsskap, en þá sögu læt ég öðrum eftir að segja. Svenni var afar fjölhæfur mað- ur til starfa, úrræðagóður og fljótur að átta sig á aðstæðum. Á yngri árum flutti hann með fjöl- skylduna til Ólafsvíkur og bjuggu þau þar um nokkurra ára skeið. Hann vann í vélsmiðju og nam vélvirkjun. Í vélsmiðju þar sem menn þurftu að leysa mál sem komu upp með því sem til var á staðnum. Bilanir í vertíðarbátum þoldu ekki bið. Svenni ræddi oft um þennan tíma sem mjög mót- andi í hugsun og starfi. Hann starfaði að ýmsum málum á yngri árum, en átti langan og farsælan starfsaldur hjá Ístaki og vann þar lengst af við öryggis- og verk- stjórnun við uppbyggingu mann- virkja, hér á landi, á Grænlandi og víðar erlendis. Starf sem í eðli sínu krefst verkfræðiprófs, sem hann hafði ekki, en eins og góður maður sagði eitt sinn: „Skóla- ganga er ekki sama og menntun.“ Í þessu starfi hans hafði löng og víðtæk reynslan betur en skóla- gangan. Það var sóst eftir starfs- kröftum hans því góðir stjórnend- ur eins og hann var, með mikla yfirsýn og skýra ákvarðanatöku, eru gulls ígildi. Eftir að veru hans hjá Ístaki lauk, vegna aldurs, vann hann að ýmsum verkefnum fyrir aðra verktaka. Hans síðasta og eitt stærsta verkefnið var við uppbyggingu GAJU, sorpstöð. Verkefni sem hann var og mátti vera mjög stoltur af. Fyrir um 15 árum fluttum við hjónin í annan landsfjórðung og fækkaði þá samverustundunum og reglulegum gufubaðsferðum, en símtölunum fjölgaði. Ég kveð þennan trygga vin með miklum söknuði og erfitt er að hugsa til þess að heyra ekki aftur setn- inguna: „Sæll, minn kæri vinur“ þegar svarað er hringingu frá mér, en svona er lífið. Kæra Ingibjörg og fjölskylda, við Bína sendum ykkur hugheilar samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum og biðjum þann sem öllu ræður í þessu lífi að fara vel með ykkur. Ólafur Hlynur og Jakobína. Okkur hjónum var verulega brugðið er við fréttum af ótíma- bæru andláti vinar okkar, Sveins Fjeldsted. Góðar minningar frá fjölmörg- um samverustundum á liðnum ár- um koma upp í hugann. Við kynntumst Sveini og Ingi- björgu fyrir rúmlega 20 árum. Með okkur tókst góð vinátta. Skemmtilegar og eftirminnilegar golfferðir til Spánar og golf og gleðistundir hér heima ber þar hæst. Sveinn var ljúfmenni í viðmóti og líka hrókur alls fagnaðar þegar svo bar undir. Hann varð alltaf að hafa mikið fyrir stafni, skipulagð- ur til verka en líka stjórnsamur og úrræðagóður. Mestan hluta starfævi sinnar starfaði Sveinn hjá verktakafyrirtækinu Ístaki við verkefna- og öryggisstjórnun bæði hér á landi, á Grænlandi og í Noregi. Hann var mikils metinn og virtur bæði af stjórnendum og samstarfsfólki. Sveinn hafði mikinn áhuga á félagsmálum og var oft valinn til forystu. Hann var meðal annars formaður Hestamannafélagsins Fáks frá 1994-1996 og var síðar gerður að heiðursfélaga Fáks. Sveinn gekk ungur í Oddfellow- regluna, árið 1977, og hafði því starfað í Reglunni í 44 ár þegar hann lést. Þar gegndi hann mörg- um ábyrgðar- og trúnaðarstörf- um. Störf hans í Reglunni voru unnin af hlýhug og einbeitni með hag félagsskapar okkar í fyrir- rúmi. Betri liðsmann var vart hægt að hugsa sér. Sveinn var líka kappsamur golfari og hafði að markmiði að komast í gott form í sumar til að vera vel undirbúinn fyrir lang- þráða golfferð til Spánar í haust. Golfferð sem hann hafði skipulagt og bókað fyrir okkur vinahjónin, þetta var ekki í fyrsta skiptið sem hann hafði frumkvæðið að bókun golfferðar. Það var ekki aðeins að hann skipulegði golfferðirnar okkar til Spánar. Hér heima bók- aði Sveinn alla rástíma og valdi þá velli sem við félagarnir og golf- hópurinn heimsóttum. Samverustundir á Kaffivagn- inum á Granda á sunnudags- morgnum voru orðnar fastur þáttur í lífi okkar félaganna síð- ustu mánuðina. Ég á eftir að sakna þessara góðu stunda. Síðasti golfhringurinn okkar Sveins fimmtudaginn 27. maí sl. verður lengi í minnum hafður. Hinn kappsami sló lengsta teig- högg sitt hin seinni ár eða um 180 metra. Teighöggin hjá 76 ára körlum verða tæpast lengri en teighögg Sveins verða ekki fleiri hérna megin. Á örskotsstundu allt er hjá. Ei má sköpum renna. Hryggan hug er tæpt að tjá. Tilfinningar brenna. Þig ég trega, trúðu mér, trausti vinur góður. Síðustu kveðju sendi þér. Sit hér eftir - hljóður. (Jón H. Karlsson) Elsku Ingibjörg, Ásta Björk, Kristján Þór, Guðmundur og fjöl- skyldur. Við sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur, megi góður guð styrkja ykkur í sorg- inni. Sveinn Fjeldsted var drengur góður, kær vinur og nánast eins og bróðir. Hans verður sárt sakn- að Friður sé með sálu hans. Frið- helg verði minning hans. Dóra og Birgir. Það er gæfa hvers manns að eignast góðan vin á lífsleiðinni. Og þegar ég stend í þeim sporum að kveðja minn góða vin er mér þakklæti efst í huga. Kynni okkar Sveins hófust fyrir alvöru fyrir 33 árum þegar ég var vígður í stúk- una nr. 11 Þorgeir. En faðir minn og Sveinn höfðu starfað saman innan stúkunnar. Með okkur Sveini tókst traust og góð vinátta sem hefur þroskast í áranna rás mér til mikillar gæfu. Sveinn var minn lærifaðir í Oddfellow-regl- unni og fáir hafa reynst mér jafn vel og hann á vegferð minni og þroska í störfum mínum og síðar saman sem leiðbeinendur í Regl- unni. Sveinn var sterkur persónu- leiki, hreinskiptin en ljúfur og það var gott að leita til hans. Hann hvatti mig til góðra verka og sagði gjarnan við mig, „þetta var gott hjá þér Lilli minn“. Og ég í stað- inn af einlægni kallaði hann jafn- an Fóstra minn þegar ég leitaði til hans og þáði góð ráð. Sveinn var góð fyrirmynd og við sem yngri vorum horfðum til hans og lærð- um af reynslu hans og þekkingu. Nú verða ekki fleiri samtöl, engin símtöl og ekki fleiri sögur eða brandarar sagðir. Fyrir allar þessar stundir sem við áttum saman í starfi og leik er ég þakk- látur og þakka fyrir þær að leið- arlokum. Ég kveð þig Fóstri um sinn með ljóðinu Söknuður eftir fyrr- verandi Oddfellow-bróður okkar Ágúst Böðvarsson sem orti svo: Með söknuði lít ég löngu gengin spor, í litríkri minning, sólfagurt vor. Sé gæfuna brosa gleðiríka stund, er gengum við saman á örlaganna fund. En klukkan var hverful, lán okkar valt, það lifnaðı́um stund til að deyja. Hjarta mitt skelfdist, húmið svo kalt haustið svo erfitt að þreyja. Þótt nú sértu horfinn, hjartkæri vin, ég horfi á myndina þína. Minninganna ljós þíns leiftrandi skin mér lýsir, það aldrei mér dvín. Um leið og við Erla þökkum samfylgdina vottum við Ingi- björgu og fjölskyldunni allri okk- ar dýpstu samúð. Söknuðurinn er sár en minningarnar lifa. Stefán Stefánsson. - Fleiri minningargreinar um Svein Fjeldsted bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 2021 „Hvar skal byrja, hvar skal standa?“ Þegar öðlingsins Þór- ólfs Péturssonar er minnst verða orð á blaði ærið fátækleg miðað við þann litríka félaga, sem nú er á braut horfinn. Undirrituðum fannst næsta fjarlægt að krabb- inn gæti bugað Þórólf og tekið frá honum heilsu og líf. En jafnvel lífskraftur Þórólfs á Hjaltastöð- um mátti sín ekki gegn gestinum grimma, sem ekki sleppti tökum sínum þótt mótspyrna væri hörð. Þórólfur var af sterkum stofnum kominn, móðirin kjarnakonan Ragnheiður Þórarinsdóttir frá Ríp og faðirinn lífslistamaðurinn Pétur Sigurðsson frá Stokk- hólma. Þau hjón bjuggu góðu búi á Hjaltastöðum og komust vel af. Pétur var einn þriggja bænda í Skagafirði sem áttu það sameig- inlegt að heita Pétur, tóku aldrei víxla og fóru aldrei í „Ríkið“. Skorti þessa nafna aldrei skotsilf- ur og ekki var vitað til að þá þryti nokkru sinni vínföng. Þórólfur var alinn upp við gott atlæti, líka mikla vinnu og lærði á barnsaldri að bjarga sér. Lífið kallaði á unga manninn, ævintýri, gleði, söngur og sögur komu til hans og mót- uðu framgöngu og lífsviðhorf, svo entist ævina út. Snemma komu í ljós sterkir eðlisþættir Þórólfs, æðruleysi á hverju sem gekk, dugnaður, heiðarleiki, útsjónar- semi og óbifanleg lífsgleði. Þá kom styrkur Þórólfs best fram þegar kreppti að. Árið 1976 tekur hann við búi á Hjaltastöðum þá ekkjumaður með fimm ung börn. Síðar kvæntist hann Önnu Jó- hannesdóttur og saman mynduðu þau öfluga einingu og þrjú urðu börnin. Í veikindum Þórólfs var Anna sú styrka stoð sem ekki brást og annaðist hann svo ekki varð betur gert. Fyrir löngu hóf- ust kynni okkar Þórólfs, sem síð- ar þróuðust yfir í trausta vináttu, það var gott að eiga vináttu Þór- ólfs. Mest hafa samskiptin orðið hin síðari ár og öll góð. Síðasta haust fórum við saman í þrennar fjárgöngur enda mikil og sívax- andi eftirspurn eftir okkur í smalamennskur, eftir því sem aldurinn færðist yfir. Þórólfur var hestfær með afbrigðum, jafnan flugríðandi á viljugum gæðingum og haggaðist ekki í hnakknum á hverju sem gekk. Hann var djarf- ur reiðmaður, reyndar fullkominn glanni á hestbaki. Ef honum þótti mikið liggja við reið hann fulla ferð og skeytti lítið um vegi eða götur. Báðum ístöðunum tapaði hann eitt sinn frá hnakknum við að eltast við fé á Merkigili. Ístöðin fundust í næstu göngum og var afhending þeirra sérstakur dag- skrárliður á aðalfundi Gangna- mannafélags Austurdals. Í þeim félagsskap var Þórólfur gildur limur og ferðir hans um Austur- dalinn voru óteljandi. Síðustu mánuði hittumst við oft og nutum samveru og sögu- stunda. Báðir vissum við að hverju dró en höfðum lítt orð um. Þórólfur var jafnan frjálslegur í framgöngu og reisn yfir honum. Maður söngs og gleði. Engin samkoma var það góð að návist Þórólfs væri ekki til bóta. Finnist enginn forkólfur fyrir söng og geimi þá er víst að Þórólfur þar er hvergi á sveimi. (Gísli R. Konráðsson) Höfðinginn á Hjaltastöðum skilur eftir sig ljúfar og hressandi minningar, honum fylgja úr hlaði kærar þakkir fyrir samfylgdina. Samúðarkveðjur til Önnu og afkomenda allra. Bjarni Maronsson. „Þá dettur mér í hug hahh …“ hóf Þórólfur á Hjaltastöðum gjarnan frásagnir sínar sem voru samofnar hans einstaka lífs- hlaupi. Stórbrotinn persónuleiki er horfinn af sjónarsviðinu, maður sem tókst á við erfiðan ástvina- missi og mótlæti með fágætri lífs- sýn og lífsgleði sem engan lét ósnortinn. Þórólfur var nefnilega ekki venjulegur maður, hann var miklu fremur einhverskonar náttúruafl, samsettur úr fjöl- mörgum eiginleikum sem gerðu hann að þjóðsagnapersónu í lif- anda lífi. Þórólfur hefði getað verið uppi á hvaða öld sem er frá landnámi, alls staðar verið í fremstu víglínu og fellt sig að að- stæðum hverju sinni. Í hugum margra er hann í raun hluti af Ís- landssögunni svo víða sem hann stakk við stafni. Hvert sem hann fór átti hann vini í varpa eða var búinn að eignast þá eftir stutt spjall því Þórólfur tók mikið til sín og átti einstaklega auðvelt með að blanda geði, gríðarlega vinmargur og vinsæll. Hann var hamhleypa til verka. Stundum óð á súðum, sást ekki alltaf fyrir í dugnaðinum, hlaut fyrir vikið skrámur og ákomur en lét sig aldrei. Hlutverkin voru líka mörg. Bóndi, hestamaður, uppalandi, fjölskyldufaðir, frá- bær félagi og vinur. Félagsvitund hans var sérstaklega mikil og þar var ekkert hálfkák heldur. Ára- tugastarf í Karlakórnum Heimi vitnar um það, mætti jafnan fyrstur manna og best. Burðarás í Gangnamannafélagi Austurdals um langa hríð og svo mætti áfram telja. Á seinni árum þegar fór að hægjast um í búskap og barna- uppeldi gekk hann til liðs við Lionsklúbb Skagafjarðar þar sem hann naut sín til fullnustu með félögum og vinum við mann- rækt og margskonar góðgerðar- mál. Sem formaður klúbbsins rækti hann starf sitt af stakri samviskusemi, fékk áhugaverða fyrirlesara og dreif félaga sína áfram. Liður í formannsstarfinu var móttaka vinaklúbbsins Asp- ar, kvennaklúbbs á Akureyri, sem endurgjald við heimboðum þeirra. Öllu var tjaldað til á Löngumýri þegar rútan renndi í hlað og kvöldið heppnaðist full- komlega. Þegar kom að kveðju- stund voru körlunum þakkaðar móttökurnar og engum meira en Þórólfi að sjálfsögðu sem var mærður í ræðum, kysstur og klappaður af öllum konunum inni í stofu. Hann náði svo á meðan þær voru að búa sig, að skunda fram, stilla sér upp við útidyrnar og kyssa þær allar aftur við brottför. Tvö síðustu haust kom hann með okkur á Hrauni að smala, ferðir á nýjar slóðir sem náttúru- barnið kallaði landafræði. Það voru okkar forréttindi. Í raun er ótrúlegt að fáeinum mánuðum eftir heilan dag ríðandi um stór- grýtisurðir og at, sé hann riðinn úr hlaðinu á Hjaltastöðum í síð- asta sinn. Þegar veikindin fóru að herja á Þórólf var tekist á við þau af æðruleysi, hverri bjartsýnisfrétt fagnað og á tímabili vöknuðu von- ir um að krabbinn hefði mætt ofjarli sínum. Umönnun Önnu og fjölskyldunnar í veikindunum allt til hinsta dags var einstök og er þökkuð af einlægni með hjartans samúðarkveðjum. Þórólfur Pét- ursson mun lifa meðan sögur verða sagðar. Mannlífsmyndin er fögur hann er mættur í innsta hring. Hvar óma söngur og sögur frá sönnum Skagfirðing. Gunnar Rögnvaldsson. Þórólfur Pétursson á Hjalta- stöðum var á margan hátt ein- stæður maður. Honum fylgdu sögur, hlátur og glaðværð, í meira mæli en flestum öðrum mönnum. Þórólfur starfaði með Karla- kórnum Heimi í rúma fjóra ára- tugi. Hann var þátttakandi í starfinu af heilum hug, bæði á æf- ingum og í öðrum viðfangsefnum. Það var hins vegar innan um fólk- ið á tónleikunum og á ferðalög- unum sem hann naut sín best. Hvert sem komið var þyrptust að Þórólfi gamlir vinir, góð saga af liðnu atviki eða tilsvari var rifjuð upp og svo var hlegið – það var nefnilega svo merkilega auðvelt og skemmtilegt að hlæja með Þórólfi. Af Þórólfi sjálfum hafa líka gjarnan verið sagðar sögur, flest- ar dagsannar en aðrar lítillega kryddaðar, svona eins og hann sjálfur vildi hafa þær. Eitt sinn var það til dæmis gert að um- ræðuefni milli laga á tónleikum hjá Heimi, að Þórólfur hefði lent í bráðum lífsháska oftar en flestir menn aðrir og tekið dæmi af því þegar hann klemmdist eitt sinn fastur milli vörubíls og hlöðu- veggjar heima á Hjaltastöðum. Bíllinn lagðist á brjóstkassann á Þórólfi af ógnarþunga, sem gat enga björg sér veitt og losnaði ekki fyrr en eftir alllanga stund þegar einhver nærstaddur kom aðvífandi og gat komið honum til bjargar. Þá mátti það ekki tæp- ara standa, því hann var orðinn rænulítill og raunar mjög hætt kominn. Nokkrum dögum eftir þetta tóku þeir tal saman vinirnir Bjarni Maronsson og Þórólfur, og hafði sá fyrrnefndi margs að spyrja varðandi þetta atvik. Með- al annars spurði Bjarni hvort hann hefði ekki fundið mikið til þegar hann var þarna fastk- lemmdur milli vörubíls og hlöðu. „Nei, blessaður vertu,“ svaraði þá Þórólfur, „þetta var ekkert sárt, nema rétt á meðan ég hló hvað mest!“ Þessi saga er að líkindum næstum alveg dagsönn og hún dregur fram tvo af mikilsverð- ustu eiginleikum Þórólfs, sem voru æðruleysi og léttlyndi. Þór- ólfur bjó yfir meira æðruleysi en gerist og gengur, og það kom sér oft vel, því að hann fékk að reyna ýmislegt á eigin skinni í gegnum tíðina. Aldrei sást Þórólfur hins vegar barma sér og þetta sama æðruleysi einkenndi hann þegar hann greindist með þann sjúk- dóm sem að lokum dró hann til dauða. Við Heimismenn göntuðumst með það í kringum forsetakosn- ingar eitt sinn, að Þórólfur Pét- ursson væri rétti maðurinn í embættið og töldum honum margt til tekna í því samhengi, t.d. væri hann líklegur til að koma sér upp góðum fjárstofni suður á Bessastöðum og nýta þar fjörubeitina, og að leitun yrði að jafn sköruglegri forsetafrú og Önnu á Hjaltastöðum. Um þetta orti Gunnar á Löngumýri: Forsetinn skal hlæja hátt, og heilla fólk í röðum. Það mun ríkja þjóðarsátt, um Þórólf á Hjaltastöðum. Ég hygg að ég mæli fyrir hönd okkar Heimismanna allra þegar ég segi að Þórólfur Pétursson verði okkur ógleymanlegur mað- ur. Skarðið sem hann skilur eftir sig í kórnum verður trauðla fyllt. Við Heimismenn þökkum honum samfylgdina, sögurnar og hlátur- inn öll þessi ár, og sendum Önnu, afkomendunum og öðrum vanda- mönnum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Fyrir hönd Karlakórsins Heimis, Atli Gunnar Arnórsson. - Fleiri minningargreinar um Þórólf Pétursson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Það er öllum mik- il gæfa að eignast góða vini og skemmtilega samstarfsmenn á lífsleiðinni. Einn slíkur gleðigjafi var sagnameistarinn og frétta- haukurinn Gissur Sigurðsson. Gissur starfaði um árabil á fréttastofu Útvarps og var þar fremstur meðal jafningja. Gissur kunni þá list að segja sögu og flutti fréttir sínar með rödd sem var þrungin sannfæringarkrafti þannig að lítil veðurfrétt gat hljómað eins og að þriðja heims- styrjöldin væri hafin. Aldrei brást að Gissur kom með ein- hverjar mikilvægar fréttir tengd- ar sjávarútvegi í hádegis- eða kvöldfréttir og naut þar þekking- ar og reynslu og heimildarmanna sem hann hafði í þessari mikil- vægustu atvinnugrein landsins. Þær fréttir sem eru þó eftir- minnilegastar eru tengdar sér- gáfu Gissurar; að segja skemmti- lega, óvenjulega og oft á tíðum spaugilega sögu. Gissur flutti í útvarpi fréttir af flótta kýrinnar Sæunnar sem sleit sig lausa þeg- ar átti að slátra henni í sláturhúsi á Flateyri, en kýrin barg lífi sínu með því að kasta sér í sjóinn og synda til hafs. Frásögnin var mergjuð og áhrifarík, kannski svolítið sorgleg, eins og fréttin um tvær kýr sem eldingu laust niður í nærri Skorradal. Gissur unni þjóðlegum fróðleik og keypti eitt sinn bókina Harðspor- ar sem fjallaði um útigangsfé á Reykjanesi. Athygli hans vöktu getnaðarvarnir kindanna, svo- Gissur Sigurðsson ✝ Gissur Sigurðs- son frétta- maður fæddist 7. desember 1947. Hann lést 5. apríl 2020. Hann verður jarðsunginn frá Selfosskirkju í dag, 22. júní 2021, klukkan 13. kölluð spjöldun sauðfjár, en aftan á þær voru saumuð spjöld til að varna því að hrútar gætu lembt þær á óheppi- legum árstíma. Þetta var upphaf þess að við stofnuð- um skemmtifélag sem safnaði ýmsum hnyttilegum upplýs- ingum um búfé og kölluðum P-félagið. Það félag varð mikill menningarauki á Fréttastofu útvarps þegar menn gerðu sér glaðan dag og þá var veitt hagalagðaorðan þeim sem skarað höfðu fram úr á einhverju sviði. Það var mikil gæfa að eiga Gissur að vini og vinnufélaga og nokkur sorg þegar hann ákvað að gerast fréttamaður á Bylgjunni og flaggskip morgunfrétta þar. Ekki verða öll afrek Gissurar Sigurðssonar í fréttamennsku rakin hér. Eitt gerði hann sem ekki margir léku eftir. Hann heyrði af samningum Vegagerð- arinnar vegna steina sem stóðu í vegarstæði við Ljárskóga í Döl- um. Samningaviðræðurnar voru við álfa sem bjuggu í steinunum með milligöngu miðils. Gissur hringdi þegar í miðilinn og hafði eftir álfunum að annan steininn mætti færa og hinn fjarlægja með öllu. Þessi frétt í virtum fjöl- miðli þar sem vitnað var til álfa var þýdd yfir á ensku og Reuter- fréttastofan sendi síðan út um all- an heim. Málið vakti mikla at- hygli og hingað voru sendir er- lendir fréttamenn vegna hennar. Gissur var einstaklega hlýr mað- ur og átti auðvelt með að setja sig í spor annarra. Ég undirritaður og eiginkona mín Elísabet Brekkan sendum ástvinum Gissurar innilegar sam- úðarkveðjur. Minningin um góðan dreng lif- ir. Þorvaldur Friðriksson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.