Morgunblaðið - 22.06.2021, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 2021
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Við erum með þessari tónleikaröð
að heiðra Geirmund okkar Valtýs-
son, í tilefni af því að sextíu ár eru
liðin frá því hann stofnaði hljóm-
sveitina sína, Hljómsveit Geirmund-
ar,“ segir Hulda Jónasdóttir hjá
Gná tónlist, sem hefur staðið fyrir
fjölmörgum tón-
leikum í gegnum
tíðina og nú er
komið að Lög-
unum hans
Geira, eins og
tónleikaröðin
heitir sem verður
fyrir norðan nk.
fimmtudag,
föstudag, laugar-
dag og sunnu-
dag. Þar munu fimm ungir söngv-
arar syngja lög Geirmundar og
verða tónleikarnir á Akureyri, Dal-
vík, Blönduósi, Sauðárkróki og
Hofsósi.
„Okkur langaði með þessum tón-
leikum að sýna honum smá virðing-
arvott, hann ætlar að vera með
okkur og verður heiðursgestur á
öllum tónleikunum. Við ákváðum að
koma með nýja hlið á lögunum
hans með því að fá ungt fólk til að
syngja þau með svolítið nýjum
hætti. Þetta eru fimm söngvarar og
hljómsveitin Piparkorn spilar en
strákarnir í henni hafa útsett lögin
upp á nýtt, svo þau hljóma ekki ná-
kvæmlega eins og þegar Geiri flutti
þau, en samt er haldið í hans stíl.“
Hulda segir að ungu söngv-
ararnir komi úr ýmsum áttum.
„Landsmenn ættu að kannast við
Maríu Ólafs, hún tók eitt sinn þátt í
Júróvisjon fyrir hönd þjóðarinnar.
Hreindís Ylva hefur sungið mikið
fyrir Geirmund inn á plötur hjá
honum. Bjarni Atlason er óp-
erusöngvari en hefur líka verið að
syngja popplög og svo erum við
með tvo unga menn úr Skagafirði,
bræðurna Róbert Smára og Inga
Sigþór Gunnarssyni. Þetta er flott
og hæfileikaríkt fólk,“ segir Hulda
- Tónleikaröð til heiðurs Geirmundi Valtýssyni - Fimm ungir söngvarar
syngja lögin hans - Sögur sagðar af ferlinum og tilurð laga Geirmundar
Ljósmyndir/Lolla (Lovísa Sigurjónsdóttir)
Piparkorn Gunnar Hinrik Hafsteinsson, Guðjón Steinn Skúlason, Þorsteinn Jónsson og Magnús Þór Sveinsson.
Hulda Jónasar
María Ólafs Ingi Sigþór Róbert Smári Hreindís Ylva Bjarni Valgerður
Geiri steig fyrst á svið 12 ára
og bætir við að hljómsveitin Pip-
arkorn sé að sunnan og liðsmenn
hennar hámenntaðir í tónlist.
„Þeir unnu verðlaun á nýliðnum
Músíktilraunum, sem hljómsveit
fólksins og með hljómborðsleikara
Músíktilrauna.“
Á undanþágu vegna ungs aldurs
Hulda segir að Valgerður Er-
lingsdóttir verði kynnir og sögu-
maður á tónleikunum.
„Hún hefur verið að yfirheyra
Geira og segir sögurnar á bak við
lögin sem og af löngum ferli hans
öll þessi sextíu ár. Hann steig fyrst
á svið og kom fram þegar hann var
tólf ára og var ekki nema tvítugur
árið 1971 þegar hann stofnaði sína
eigin hljómsveit. Hann fékk undan-
þágu vegna ungs aldurs til að mega
spila á böllum. Hann er lands-
þekktur, ég held hann hafi spilað á
nánast öllum stöðum sem hægt er
að spila á landinu og hann spilaði
fyrir dansi á Kringlukránni und-
anfarin ár eða þar til Covid skall
á.“ Hulda segir að öll lögin séu
frumsamin af Geirmundi og sumir
textarnir líka.
„Aðrir textahöfundar hjá honum
eru þekktir, til dæmis Kristján
Hreinsson og Jónas Friðrik. Á tón-
leikunum verða flutt bæði þekkt lög
og önnur minna þekkt, svo þetta
verður bland í poka. Prógrammið
kemur svo suður í haust og verður í
Salnum í Kópavogi 9. október.“
Nánar á Facebook: Gná tónleikar
Málverkið „La
Gioconda“ eftir
endurreisnar-
listamanninn
Leonardo da
Vinci, betur
þekkt sem Móna
Lísa, er svo verð-
mætt málverk að
jafnvel eftirlík-
ingar af því selj-
ast fyrir hundruð
milljóna, að því er virðist. Vefurinn
The Art Newspaper greinir frá því
að slík eftirlíking hafi verið seld
fyrir 2,9 milljónir evra, jafnvirði
um 430 milljóna króna, á vefupp-
boði í Christie’s í París sem er
margföld sú upphæð sem búist var
við. Var verkið metið á 2-300.000
evrur og var áður í eigu fornmuna-
salans Raymonds Hekking sem hélt
því fram á sjöunda áratug síðustu
aldar að það væri hið rétta verk en
ekki það sem hangir í Louvre-
safninu í París. Erfingjar hans
eignuðust verkið að honum látnum
og er höfundurinn talinn einn aðdá-
enda da Vincis sem hafi verið uppi
snemma á 18. öld. Nokkur málverk
til viðbótar hafa verið máluð eftir
hinni frægu Mónu Lísu.
La Gioconda
Málverkið fræga.
Hundruð milljóna
fyrir eftirlíkingu
Sýning Melanie Ubaldo, En þú ert
samt hvítasta dökka manneskja
sem ég þekki, var opnuð í gær á
Gallerí Skilti, Dugguvogi 43, sem er
í formi skiltis eins og nafnið gefur
til kynna (sjá gallerysign.com).
Um sýningu sína skrifar Melanie
m.a.: „Ég skapa minnisvarða um
meint tilvistarleysi mitt. En þú ert
samt hvítasta dökka manneskja
sem ég þekki, er viðbót við verka-
röð mína sem byggir á hversdags-
legum móðgunum, hunsun, rang-
túlkunum, smáárásum og augljós-
um kynþáttafordómum; uppburðar-
lítill feluleikur haturs, kvenfyrir-
litning, kynþáttafordómar og
óskorað vald hvítra, lítillækkun til
undirgefni og þöggunar eða að að-
laðandi smekk hvítra. Til að við-
halda ekki þessu mynstri vanþekk-
ingar, takast verk mín á við mál-
farslegan veikleika, því orð geta
sært. Enginn er óbrjótanlegur, en
orð geta aldrei sært mig.“
Uppburðarlítill
feluleikur haturs
Bandaríska leikkonan Scarlett Jo-
hansson segir ofurhetjuna Black Wi-
dow, þ.e. Svörtu ekkjuna, hafa verið
ofurkyngerða í Iron Man 2, eða
Járnmanninum 2, frá árinu 2010.
Þar birtist ekkjan í fyrsta sinn í
Marvel-mynd og verður kvikmynd
um hana brátt frumsýnd hér á landi.
Ummælin lét Johansson falla í við-
tali vegna hinnar væntanlegu kvik-
myndar sem heitir einfaldlega Black
Widow. Sagði hún vissulega hafa
verið gaman að leika í Járnmann-
inum 2 en þó hafi henni þótt kyn-
gerving Svörtu ekkjunnar of mikil.
Hefði verið rætt um persónuna eins
og hlut eða eign frekar en mann-
eskju. Jafnvel Járnmaðurinn sjálfur,
Tony Stark, láti í ljós kynferðislegar
langanir sínar í garð ekkjunnar. Á
hún þar við atriði þar sem Tony
Stark er að skoða myndir af henni
og segist vilja „fá smá“.
Johansson sagðist í viðtalinu
fagna því að horfið væri frá þessari
ofurkyngervingu persónunnar í
hinni nýju hasarmynd sem leikstýrt
var af Cate Shortland.
Breyting Scarlett Johansson fagnar því að dregið hafi verið úr kyngervingu
Svörtu ekkjunnar sem hún hefur leikið í nokkrum kvikmyndum.
Ofurkyngerð Svört
ekkja í Járnmanni 2