Morgunblaðið - 22.06.2021, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 2021
Folald Hross á útigangi á Suðurnesjum. Afkvæmi hryssunnar horfir hugfangið á hana á beit.
Eggert
Kristján X. konungur Dana og
Íslendinga á þeim tíma undirrit-
aði skipulagsskrá Grundar árið
1925. Samkvæmt henni er sú
skylda skýr, að ef einhver hagn-
aður myndast af starfseminni
skuli honum varið til áframhald-
andi uppbyggingar heimilisins.
Engin heimild er til þess að
greiða arð eða verja hagnaði í
óskylda starfsemi. Síðan er bráð-
um liðin heil öld af farsælum
rekstri Grundarheimilanna og við
þetta ákvæði í skipulagsskránni, sem að mestu
leyti hefur verið óbreytt frá upphafi, hefur
ávallt verið staðið. Þess vegna hefur umfang
starfseminnar vaxið hægt og bítandi. Hin síð-
ustu ár hefur reyndar því miður ekki reynt á
skilyrðið um ráðstöfun hagnaðar – taprekstur
þorra hjúkrunarheimilanna hefur verið viðvar-
andi árum saman og Grundarheimilin eru þar
engin undantekning. Allir finna fyrir þeirri
naumhyggju sem einkennir fjárveitingar frá
stjórnvöldum enda þótt þau hafi lögboðnar
skyldur gagnvart þessari þjónustu við þá elstu
og veikustu.
Stjórnvöld hafa auglýst eftir aðilum sem
taka vilja við rekstri hjúkrunarheimila sem
sveitarfélögin hafa gefist upp á að reka áfram
vegna lágra daggjalda og viðvarandi taprekst-
urs. Er það tekið sérstaklega fram að það sé
æskilegt að viðkomandi aðilar nálgist verk-
efnið á félagslegum grunni, t.d. eins og Grund,
og að mögulegum hagnaði verði ekki varið í
óskyld verkefni. Þegar rekstur og þjónusta
hjúkrunarheimilanna er annars vegar geta
stjórnvöld þessa dagana fundið sér margt
þarfara til að hafa áhyggjur af en mögulegan
hagnað af rekstri hjúkrunarheimila. Þau gætu
t.d. einbeitt sér að lausnum á viðvarandi tap-
rekstri þeirra, menntunarstigi starfsmanna,
þjónustustigi og magni umönnunar, óleystum
húsnæðismálum, afleiðingum af styttingu
vinnuvikunnar, löngum biðlistum og áfram
mætti lengi telja. Áhyggjur af mögulegri
gróðamyndun komast ekki einu sinni á topp-
tíu-listann. Vonandi rennur sú stund engu að
síður upp, að ráðstöfun hagnaðar verði á nýjan
leik á meðal verkefna stjórnenda hjúkrunar-
heimila fyrir aldraða. Til þess þarf mikla við-
horfsbreytingu. Ekki hjá þjóðinni heldur
kjörnum fulltrúum hennar á
þingi.
Hávær umræða í fjölmiðlum
og sem betur fer einnig innan
veggja Alþingis hefur leitt til
þess að örlítið er þessa dagana
verið að koma til móts við aug-
ljósar nauðþurftir hjúkrunar-
heimilanna. Reynt er að stoppa í
götin með fjármagni sem vissu-
lega fleytir rekstrinum áfram um
sinn en betur má þó ef duga skal.
Langt er í frá að daggjöld hafi
fylgt launaskriði undanfarinna
ára enda þótt launaliðurinn sé
um 80% af rekstrarkostnaði. Stytting vinnu-
vikunnar er nú komin til fullrar framkvæmdar
og ljóst að henni fylgir mikill kostnaðarauki.
Við á Grund höfum barist fyrir því í mörg ár að
fá greidda eðlilega húsaleigu fyrir það húsnæði
sem við leggjum undir hjúkrunarheimili
Grundar og Áss, en við því hefur verið dauf-
heyrst með alls kyns undanbrögðum. Við höf-
um einnig bent á miklar hækkanir á lyfja-
kostnaði og aukna umönnunarþörf vegna
hækkandi aldurs og um leið verri heilsu heim-
ilisfólks okkar. Svo virðist sem það örli á aukn-
um skilningi stjórnvalda á þessum þáttum.
Einhvers staðar í enda ganganna virðist því
vera örlítil ljóstíra.
Það er góð tímasetning þegar haft er í huga
að sumarsólstöður, og um leið bjartasti dagur
ársins, eru innan fárra daga. Vonandi er að við
eigum bæði sólríkt og skilningsríkt sumar
fram undan og að skammdegið sem grúft hef-
ur yfir hjúkrunarheimilisrekstrinum alltof
lengi komi aldrei aftur, enda þótt það sé ár-
visst að það hausti með haustinu eins og ein-
hver sagði.
Eftir Gísla Pál Pálsson
» Samkvæmt henni er sú
skylda skýr, að ef einhver
hagnaður myndast af starf-
seminni skuli honum varið til
áframhaldandi uppbyggingar
heimilisins.
Gísli Páll Pálsson
Höfundur er forstjóri Grundarheimilanna.
gisli@grund.is
Ótímabærar áhyggjur
stjórnvalda
Þann 22. júní 2021
eru 80 ár liðin frá svik-
ulli árás Nasista-
Þýskalands á Sovét-
ríkin. Á þessum degi
hófst blóðugasta og
ómannúðlegasta skeið
heimsstyrjaldarinnar
síðari þegar Hitler og
handbendi hans
reyndu að hrinda í
framkvæmd viður-
styggilegum áformum um að út-
rýma alfarið þjóðum Sovétríkjanna
og hertaka „lífrými“ fyrir „aríska yf-
irburðakynstofninn“. Í sögu Rúss-
lands ber þetta tímabil með réttu
nafnið Föðurlandsstríðið mikla og
kostaði næstum 27 milljónir Sov-
étmanna lífið. Í landi okkar er varla
hægt að finna fjölskyldu sem ekki
fór varhluta af stríðinu. Sjöundi
hver ríkisborgari Sovétríkjanna féll
á orrustuvöllum, dó í stríðsfanga-
vist, herkví, úr hungursneyð eða af
völdum sprengjuárása.
Sagnfræðingar og stjórn-
málamenn munu sjálfsagt rýna lengi
í djúpstæðar orsakir heimsstyrjald-
arinnar síðari og Föðurlandsstríðs-
ins mikla og gang þeirra, einkum á
árdögum átakanna. Engu að síður
stendur eftir sú staðreynd óhögguð,
og hún er skjalfest í ákvörðunum
dómstólsins í Nürnberg, að það var
einmitt Nasista-Þýskaland sem
réðst á Sovétríkin þann
22. júní 1941. Eins og
V.V. Pútín forseti
Rússlands benti á í
grein sinni „75 ár frá
Sigrinum mikla – sam-
eiginleg ábyrgð gagn-
vart sögunni og fram-
tíðinni“ sem var birt
árið 2020, þá eru „eng-
in gögn í skjalasöfnum
sem styðja þá kenn-
ingu að Sovétmenn
hefðu í hyggju að heyja
fyrirbyggjandi stríð á
hendur Þjóðverjum“.
Óháð því hvernig orðræða í sam-
skiptum Sovétríkjanna og Þýska-
lands gæti hafa verið í kjölfar þess
að griðasamningur var gerður milli
landanna tveggja í ágúst 1939
(samningur Molotovs-Ribbentrops
svokallaði sem, vel á minnst, fékk
sinn réttfræðilegan og siðferðislega
dóm þegar á tímum Sovétríkjanna)
var hvorki vinátta né bandalag milli
Þýskalands og Sovétríkjanna til um-
ræðu á tímabilinu fyrir Föðurlands-
stríðið mikla. Markmið aðilanna
voru gagnstæð. Þriðja ríkið safnaði
kröftum fyrir atlögu gegn Sovétríkj-
unum en Sovétríkin reyndu að
seinka árásinni. Eftir ráðabruggið í
München til að skipta Tékkóslóv-
akíu og innlimun Austurríkis, var
yfirvofandi stríð Þýskalands við
Sovétríkin orðið næstum því óum-
flýjanlegt. Forysta Stóra-Bretlands,
Frakklands og Bandaríkjanna sýndi
því skilning og hélt diplómatískum
samskiptum gangandi við Moskvu
sem var aldrei álitin óvinur.
Eftir 22. júní 1941 var orðið end-
anlega ljóst að Þriðja ríkið stefndi
að allsherjarútrýmingu Gyðinga og
allra þeirra þjóða sem nasistar töldu
vera óæðri. Helförin dreifðist um
hernumin svæði Sovétríkjanna á
sannarlega hryllilegan mælikvarða.
Fjöldamorð voru framin á Rússum,
Hvít-Rússum, sígaunum og fulltrú-
um annarra þjóða og þjóðarbrota.
Slíkt þjóðarmorð óbreyttra borgara
hafði þangað til ekki þekkst í öllum
stríðum mannkynssögunnar.
Þrátt fyrir að hafa þurft að verja
vígið við erfiðar og einstaklega
óhagstæðar aðstæður í upphafi
ófriðar tókst Rauða hernum þegar
sumarið 1941 að kollvarpa áformum
leifturstríðsins. Sovétríkin voru
fyrsta landið í heiminum sem gat
hægt á og síðan stöðvað útrás Hit-
lers. Það var gert þegar iðnaður
Evrópu sem nasistar hnepptu í
þrældóm vann hörðum höndum fyr-
ir hervél þeirra. Bandalagið gegn
Hitler hóf að taka á sig mynd til
mótvægis bandalagi árásargjarnra
þjóða.
Það er ekki réttmætt að líta á bar-
daga á sovésk-þýskum vígvöllum
einungis sem enn einn kafla heims-
styrjaldar síðari á sömu stærðar-
gráðu og hernað Bandamanna í
Norður-Afríku og Kyrrahafs-
vígstöðvum, lendingu þeirra á Sikil-
ey og jafnvel opnun annarra víg-
stöðva í Evrópu í júni 1944. Fjöldi
hermanna báðum megin við víglín-
una, umfang átaka og hernaðar-
aðgerða og mannfallstölur hrekja
staðhæfingar af þessum toga og
sanna það með afgerandi hætti að
úrslit stríðsins voru ráðin í austri.
Nóg er að minna á það að Hitler
tapaði þrisvar sinnum fleiri her-
deildum á sovéskum vígstöðvum en
á öllum hinum samanlagt.
Auðvitað flýtti stuðningur banda-
manna við Sovétríkin frá fyrstu dög-
um stríðsins fyrir sigrinum. Ég
myndi vilja vitna aftur í ofannefnda
grein V.V. Pútíns forseta Rússlands,
„Við erum einnig í ævarandi þakk-
arskuld við Bandamenn sem veittu
Rauða hernum aðstoð með send-
ingum á skotfærum, hráefni, vistum
og búnaði. Sú aðstoð var áþreifanleg
og nam hér um bil sjö prósentum af
allri hernaðarframleiðslu í Sovét-
ríkjunum.“
Hér þarf að geta mikilsverðs
framlags Íslands í Norður-
skipalestir sem fluttu farm til Sov-
étríkjanna þegar frá ágúst 1941
samkvæmt láns- og leiguaðstoð-
arsamningi.
Þrátt fyrir gríðarlegar fórnir og
hörmulegt tjón tókst sovésku þjóð-
inni að brjóta hersveitir Hitlers á
bak aftur og frelsa land sitt og stór-
an hluta Evrópu undan oki nasista
og endaði stríðið með gjörsigri í
Berlín árið 1945. Allar þjóðir Sov-
étríkjanna lögðu sitt á vogarskálar
sigursins. Það hefði aldrei tekist að
stöðva og tortíma óvininum án
hetjudáðar, hugrekkis og sam-
hjálpar þeirra bæði á orrustuvöllum
og heimavígstöðvum.
Það er afar mikilvægt að Sovét-
menn sem samanstóðu af mörgum
þjóðum litu á stríðið sem úrslitaorr-
ustu um föðurlandið, fósturjörðina,
en ekki um stjórnmálakerfi.
Þennan dag, 22. júní, minnumst
við þeirra sem voru fyrstir til að
mæta árás stríðsvélar Hitlers og
börðust til dauða á landamærum
móðurjarðarinnar. Við minnumst
þeirra sem féllu á vígvöllum, dóu úr
hungri og pyntingum sem stríðs-
fangar og í fangabúðum Hitlers. Við
geymum í minni og erum stolt af öfl-
ugum anda og óbeygjanlegum vilja
kynslóðar sem stöðvaði blóðþyrsta
nasistaskrímslið – kynslóðar sig-
urvegara. Minning þessi skuldbind-
ur okkur til að koma í veg fyrir að
hörmungar stríðsins endurtaki sig.
Eftir Mikhail
Noskov » Þennan dag, 22. júní,
minnumst við þeirra
sem voru fyrstir til að
mæta árás stríðsvélar
Hitlers og börðust til
dauða á landamærum
móðurlandsins.
Mikhail Noskov
Höfundur er sendiherra Rússlands á
Íslandi.
Í tilefni þess að 80 ár eru liðin frá
upphafi Föðurlandsstríðsins mikla