Morgunblaðið - 22.06.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.06.2021, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 2021 Sími 555 2992 og 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“ BAKSVIÐ Logi Sigurðarson logis@mbl.is Kínverjar bönnuðu rafmyntir og rafmyntagröft um miðjan maí. Þeir eru byrjaðir að loka gagnaverum sem grafa eftir rafmyntum og þá sérstaklega bitcoin. Frá þessu er sagt á fréttaveitunni AFP. Þar segir einnig að kínversk gagnaver haldi uppi um 80% af námugrefti bitcoin í heiminum og síðan bann Kínverja tók gildi hefur orkuneysla bitcoin- bálkakeðjunnar minnkað um helm- ing. Kjartan Ragnars, regluvörður og stjórnarmaður hjá rafmyntafyrir- tækinu Myntkaupum, segir að þótt þetta hafi augljóslega slæm áhrif á verð myntarinnar til skamms tíma telji hann að þetta sé í raun tækifæri fyrir bitcoin til þess að verða um- hverfisvænna, þar sem gagnaver í Kína fá mestmegnis orku frá jarð- efnaeldsneyti. Besta sem gat gerst „Það er mjög góður punktur að bannið í Kína getur haft góð áhrif á bitcoin með því að gera myntina um- hverfisvænni. Annað sem er jákvætt við bannið er að ein gagnrýni sem bitcoin hefur fengið í gegnum tíðina er að þetta sé ekki eins ómiðstýrt og fólk vill ætla af því að 50-60% af bit- coin eru grafin í Kína. Þá benda sumir á að það að Kína hafi bannað bitcoin-námugröft sé það besta sem hafi getað gerst,“ segir Kjartan í samtali við Morgunblaðið. Bitcoin hefur fallið í verði undanfar- inn mánuð eftir að neikvæð umfjöllun um myntina fór af stað sem hófst þeg- ar auðjöfurinn Elon Musk tilkynnti á Twitter að bílaframleiðandinn Tesla, sem Musk stýrir, myndi ekki taka við bitcoin, Kína hafi bannað bitcoin- námugröft og Japanir viðruðu sams- konar hugmyndir. Kjartan bendir á að ef horft sé til baka á 50% verðfall myntarinnar, þá hafi hún þrefaldast í verði síðan í októ- ber á síðasta ári. „Þetta er 600% hækkun á fjórum til fimm mánuðum þannig að það er kannski eðlilegt að verðið sígi aðeins niður eftir svona rosalegt upphlaup.“ Hann segir veltuna hjá Myntkaup- um hafa minnkað um helming miðað við í janúar þegar algjört bitcoin-æði greip Íslendinga. Samt hefur notenda- fjöldi Myntkaupa aukist úr 1.100 í byrjun janúar í 5.000 í júní en Kjartan telur að fólk sem er nýtt á rafmynta- markaðinum sé hræddara og stundi minni viðskipti en í janúar þegar stemningin á markaðinum var betri. Loka gagnaverum fyrir rafmyntagröft AFP Gagnaver Stærstu rafmyntanámum Kína hefur verið lokað eftir bann Kína. - Veltan minnkað hjá Myntkaupum - Tækifæri fyrir bitcoin Staðan á bitcoin » Bitcoin hefur lækkað um helming í verði síðan í maí. » 80% af námugrefti bitcoin eru í Kína. » Bitcoin er búið að hækka um 354% á einu ári. » Tesla keypti bitcoin fyrir 1,5 milljarða dala í febrúar. Um áhrif kórónuveirufaraldurs- ins segir í ársreikningi félagsins að dragist faraldurinn á langinn geti hann haft áhrif á tekju- streymi félagsins. Hingað til hafi faraldurinn þó ekki haft áhrif á tekjustreymið né á fjárhagslega stöðu verslunarinar og telja stjórnendur að félagið sé vel í stakk búið til að takast á við hugsanlegan samdrátt í tekjum. Hagnaður heimilistækjaverslunar- innar Byggt og búið í Kringlunni jókst um 143% á síðasta ári. Hann nam 65,5 milljónum króna árið 2020 en árið 2019 var hagnaður- inn tuttugu og sjö milljónir króna. Eins og fram kemur á heima- síðu verslunarinnar, sem er að öllu leyti í eigu Heimilistækja ehf., er Byggt og búið rótgróin verslun sem hefur starfað í Kringlunni í 34 ár, allt frá opnun hennar árið 1987. Í versluninni má finna allt fyrir heimilið; lítil heimilistæki, búsáhöld, gjafavöru o.fl. Eignir jukust um 81% Eignir Byggt og búið jukust um 81% frá 2019 til 2020. Þær voru 103 milljónir í lok árs 2019 en höfðu vaxið upp í 187 milljónir króna í lok 2020. Eigið fé versl- unarinnar er nú 130 milljónir króna og rúmlega tvöfaldaðist milli ára, en það var 64 milljónir árið 2019. Eiginfjárhlutfall er 69%. Þegar horft er til rekstrartekna ársins voru þær 586 milljónir króna á síðasta ári en 442 millj- ónir króna árið á undan. Tekju- aukning milli ára nemur 33%. Hagnaður Byggt og búið 65,5 m.kr. - Eiginfjárhlutfall verslunarinnar er 69% - Eignir jukust um 81% milli ára 22. júní 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 123.03 Sterlingspund 170.65 Kanadadalur 99.45 Dönsk króna 19.687 Norsk króna 14.232 Sænsk króna 14.31 Svissn. franki 133.81 Japanskt jen 1.1165 SDR 175.67 Evra 146.4 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 177.5784 Hrávöruverð Gull 1792.35 ($/únsa) Ál 2374.0 ($/tonn) LME Hráolía 73.0 ($/fatið) Brent Guðni Bergsson, formaður Knatt- spyrnusambands Íslands, KSÍ, segir komið að því að taka ákvörðun um nýjan þjóðarleikvang í knattspyrnu. Félagið Þjóðarleikvangur ehf. var stofnað utan um undirbúninginn en borgin á 50% hlut í félaginu, ríkið 42,5% hlut og KSÍ 7,5% hlut. Eins og rakið var í ítarlegu viðtali við Guðna í ViðskiptaMogganum 27. janúar síðastliðinn var það niður- staða AFL arkitekta að heppilegast væri að byggja 15 þúsund manna völl með möguleika á fjölgun sæta síðar. Slíkur völlur yrði mögulega yfir- byggður og gera áætlanir ráð fyrir tekjum af stórtónleikum og sýningarhaldi á nýjum leikvangi. Gæti fjárfestingin því haft mikil áhrif á viðburðageirann á Íslandi. Guðni segir aðspurður að góður árangur í baráttunni gegn kórónu- veirunni gefi tilefni til að horfa til tækifæra í slíku viðburðahaldi. Aðalfundur Þjóðarleikvangs ehf. fór fram 25. maí og bókaði Guðni þá m.a. að KSÍ skoraði á aðaleigendur Þjóðarleikvangs ehf. að koma sér saman um uppbygginguna. Tryggja reksturinn út þetta ár Aukafundur félagsins fór svo fram síðastliðinn þriðjudag og samþykktu þá fulltrúar ríkis og KSÍ að verja frekara fé til rekstursins í ár. Guðni segir aðspurður að boltinn sé nú hjá borginni varðandi fram- haldið hjá félaginu en fram undan sé vinna við markaðskönnun og frekari undirbúning. baldura@mbl.is Teikning/Zaha Hadid arkitektar Drög Nýr leikvangur gæti rúmað allt að 30 þúsund manns á tónleikum. Komið að því að taka ákvörðun - KSÍ þrýstir á nýjan þjóðarleikvang

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.