Morgunblaðið - 22.06.2021, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 2021
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Viðbrögð við mögulegri lokun Suð-
urstrandarvegar vegna hraun-
streymis voru rædd á fundi Grinda-
víkurbæjar, björgunarsveita,
lögreglunnar, Veðurstofu o.fl. í gær-
morgun. Fannar Jónasson, bæjar-
stjóri í Grindavík, sagði að staðan sé
metin frá degi til dags.
„Það er verið að kortleggja áhrif
á bílaumferð og umferð gangandi
fólks ef Suðurstrandarvegur
lokast,“ sagði Fannar. „Vegurinn er
mikilvægur vegna þungaflutninga
og einnig sem tenging Reykjanes-
skagans við Suðurland. Þá er þetta
ein af þremur akstursleiðum til og
frá Grindavík. Það verður mjög
bagalegt ef við missum Suður-
strandarveginn.“ Fannar sagði að
lokist vegurinn þurfi að huga að
nýjum bílastæðum fyrir gosgesti
vestur af Nátthagakrika.
Hugmyndir voru um að reisa
varnargarð gegn hraunrennsli á
milli hæðarinnar Slögu, framan við
Nátthaga, og Borgarfjalls.
„Það var ekki talið gerlegt að ráð-
ast í þær framkvæmdir. Þær fólust í
því að reisa varnargarð vestan við
Slögu og jafnframt að grafa geil í
eystra skarðinu fyrir hraunstraum-
inn. Vísindamenn voru ekki vissir
um að þessi hraunrás myndi virka.
Ef hún stíflaðist myndi hraunið
hlaðast upp í Nátthaga og fara svo
fram um vestara skarðið. Auk þess
hefði þessi framkvæmd kostað ein-
hver hundruð milljóna og tekið
nokkrar vikur. Einnig þyrfti að
gera leiðigarða til að leiða hraunið
áfram út á gömul hraun þarna fyrir
sunnan í áttina til sjávar. Sú fram-
kvæmd hefði líka verið kostnaðar-
söm. Að öllu samanlögðu þótti ekki
verjandi að fara í þessar fram-
kvæmdir.“ Framan við Nátthaga er
jörðin Ísólfsskáli og haldi gosið
áfram getur hraunið mögulega farið
þar yfir.
Vel hefur tekist til með varnar-
garð á brekkubrúninni ofan við
Nátthagakrika. Fannar sagði að
unnið hefði verið að lengingu hans
til suðurs síðustu daga. Þeim fram-
kvæmdum var ekki alveg lokið í
gær. „Varnargarðurinn ætti að geta
staðið gegn því, alla vega um tíma,
að hraun renni niður í Nátthaga-
krikann,“ sagði Fannar. „Það er
mikið í húfi að reyna að fresta því.
Komist hraun niður í Nátthaga-
krika getur það flæmst um svæði
sem ferðamenn hafa farið um og
haldið áfram til suðurs og vesturs.“
Fannar minnti á að gosið sé búið
að standa í rúma þrjá mánuði. Verði
framhald á því, t.d. í þrjú ár, geti
menn ímyndað sér hvernig umhorfs
verði á svæðinu eftir þann tíma.
Hraunið verði þá komið mjög víða.
Gott að ganga inn Nátthaga
Vinsælasta gönguleiðin á gos-
stöðvarnar, leið A, lokaðist vegna
hraunstraums, sem kunnugt er.
Fannar sagði að margir sem hafa
farið leið B hafi orðið fyrir von-
brigðum með útsýnið af Fagradals-
fjalli því þaðan sést á bakhlið eld-
gígsins og hraunstraumsins.
„Nú þykir miklu fýsilegra að
ganga inn í Nátthaga og skoða nýja
hraunið. Þangað er ágætisgönguleið
og hana komast þeir sem eru sæmi-
lega göngufærir. Þaðan er svo hægt
að komast upp á Langahrygg. Þar
er víðsýnt og hægt að sjá eldgíginn
og hraunið,“ sagði Fannar.
Suðurstrandarvegur getur lokast
- Áhrif lokunar
vegarins kortlögð
- Mikilvæg sam-
gönguæð
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Nátthagi Hraunið streymir fram dalinn og getur náð á Suðurstrandarveg innan tíðar gjósi áfram. Ekki stendur til að hindra framrás hrauns úr dalnum.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það vekur furðu að fyrirtæki sem
telur sig vera leiðandi í kvikmynda-
framleiðslu á Íslandi skuli ekki geta
titlað samstarfsfólk sitt rétt,“ segir
Arnar Orri Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Irmu studio.
Arnar lýsti um helgina óánægju
sinni með viðskilnað sinn og sam-
starfsmanna við framleiðslu sjón-
varpsþáttanna Kötlu, sem nú eru
komnir í sýningar á Netflix. Í færslu
á Facebook-síðu sinni greindi Arnar
frá því að Irma hefði komið að hönn-
un og smíði á leikmynd þáttanna en
framleiðandinn, RVK Studios, hefði
ákveðið að geta þess ekki í kredit-
lista þeirra. Arnar var til að mynda
yfirsmiður við verkefnið en er titl-
aður smiður í kreditlista. Heimir
Sverrisson, samstarfsmaður Arnars
hjá Irmu, var ráðinn sem leik-
myndahönnuður Kötlu en hætti
störfum skömmu áður en tökur áttu
að hefjast vegna deilna við Baltasar
Kormák leikstjóra.
Arnar segir að Heimir hafi beðist
undan því að vera á kreditlista þátt-
anna en samningur hafi verið undir-
ritaður við framleiðendur, sem stað-
festi að hann væri hönnuður
leikmyndar. Því hafi komið á óvart
að sjá að Sunneva Ása Weisshappel
sé nú ein titluð leikmyndahönnuður.
Hann kveðst ekki vilja gera lítið úr
hennar störfum en ljóst sé að RVK
Studios hafi ekki virt sáttina sem
gerð var við Heimi. Arnar vill ekki
tjá sig frekar um málið en ítrekar á
Facebook að það sýni „algjört virð-
ingarleysi þessa fyrirtækis í garð
vinnandi fólks“.
Katla hefur fengið ágætis við-
tökur frá því þættirnir fóru í loftið í
síðustu viku. Flestir virðast einmitt
sammála um að vel sé staðið að útliti
þeirra, til að mynda leikmynd, og
þættirnir beri íslenskri kvikmynda-
gerð gott vitni. Því vekja þessar deil-
ur nokkra athygli. Skrif Arnars hafa
verið á hvers manns vörum í kvik-
myndabransanum síðustu daga, rétt
eins og brotthvarf Heimis var
skömmu fyrir tökur í fyrra.
Segja ágreininginn „listrænan“
Morgunblaðið leitaði viðbragða
framleiðandans RVK Studios í gær.
Síðdegis barst yfirlýsing frá fyrir-
tækinu. „Við hjá RVK Studios og
Heimir Sverrisson áttum frábært
samstarf í Adrift og í framhaldi af
þeirri samvinnu fengum við Heimi
aftur til liðs við okkur við leik-
myndahönnun í Kötlu. Skriflegur
samningur þess efnis var gerður við
Heimi persónulega en ekki fyrir-
tækið Irma sem er að hluta í hans
eigu og því Heimir sjálfur ráðinn til
verksins. Þremur vikum áður en
tökur hófust sagði Heimir starfi sínu
lausu vegna listræns ágreinings við
leikstjóra og var því annar leik-
myndahönnuður fenginn til að klára
verkið. Í kjölfar þessa óskaði Heimir
sjálfur eftir því að nafn hans yrði
ekki á kreditlista þáttaraðarinnar og
við því var að sjálfsögðu orðið. Hvað
varðar orð Arnars Orra Bjarnasonar
um að hann hafi í kreditlista verið
titlaður sem smiður en ekki yfir-
smiður þá biður RVK Studios hann
afsökunar á þessum mannlegu mis-
tökum. Yfirsmiður var hann og vann
verk sitt vel,“ segir í yfirlýsingunni.
Ennfremur er rakið að forsvars-
menn RVK Studios telji að öll hönn-
unardeild Kötlu hafi staðið sig gríð-
arlega vel við gerð þessarar
þáttaraðar, „þar sem ráðist var í
gerð nokkurra stórra leikmynda
ásamt því að þekja með ösku og
sandi stóran hluta Víkur“.
Deila um leikmyndina í Kötlu
- Leikmyndahönnuður Kötlu hvarf frá verkinu skömmu fyrir tökur - Óánægja með RVK Studios
Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir
Katla Glæsileg ný þáttaröð úr smiðju RVK Studios. Ekki eru þó allir sáttir við vinnubrögð fyrirtækisins.
Sjónvarpsþættirnir Katla hafa
fengið nokkuð jákvæðar við-
tökur. Meðaleinkunn notenda á
kvikmyndavefnum Imdb er 7,3
af 10 en ríflega 1.800 manns
hafa gefið þáttunum einkunn.
Notendur á Rotten Tomatoes
eru ögn jákvæðari en meðal-
einkunn þar á bæ er 85 af 100.
Talsvert hefur verið fjallað
um þættina í erlendum fjöl-
miðlum. Í umfjöllun á vef
danska ríkisútvarpsins um
helgina er sögusviðinu og um-
gjörð Kötlu hrósað í hástert en
látið að því liggja að áhorfendur
þurfi að vera afar þolinmóðir til
að komast í gegnum alla þætt-
ina. „Fólk þarf að sætta sig við
að það er eiginlega enginn has-
ar fyrstu klukkutímana,“ segir
þar og um leið er áhugasömum
bent á aðra heimsenda-þætti
sem hægt er að grípa í ef fólk
vantar meiri aksjón.
Í umfjöllun Forbes segir að
Katla sé seigfljótandi þáttaröð,
blanda af vísindaskáldskap og
íslenskum þjóðsögum. Útliti
þáttanna er hrósað sérstaklega
og gagnrýnandinn virðist nokk-
uð sáttur við útkomuna.
Gagnrýnandi Leisurebyte
hrósar mörgu í þáttunum en
segir þá vera óþolandi hæga.
Katla krefst
þolinmæði
áhorfenda
MISJÖFN VIÐBRÖGÐ