Morgunblaðið - 22.06.2021, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.06.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 2021 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sorpsamlögin á Suðvesturlandi og umhverfisráðuneytið hafa hafið und- irbúning að því að koma upp sorp- brennslu fyrir allt svæðið. Á brennsl- an að lágmarka þörf fyrir urðun úrgangs. For- verkefni samlag- anna gengur út á að undirbyggja ákvarðanir um tæknilausnir, staðarval og kostnað og á sú vinna að taka fjóra mánuði. Að vinnunni standa Sorpa, Kalka á Suðurnesjum, Sorpurðun Vestur- lands og Sorpstöð Suðurlands, auk umhverfisráðuneytisins. Á starfs- svæði þessara fjögurra byggða- samlaga fellur til um 83-85% alls úr- gangs á landinu. Innleiða hringrásarhagkerfi „Þessir aðilar eru að taka höndum saman um að innleiða hringrásar- hagkerfið. Við erum núna að ná tök- um á lífrænum úrgangi með gas- og jarðgerðarstöðinni Gaja sem er stórt verkfæri í þessu verkefni og mikil- vægt í loftslagsmálum. Næsta stóra verkefnið er að afsetja brennanlegan úrgang,“ segir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG og formaður stjórnar Sorpu. Meðal þess sem þarf að brenna eru menguð dýrahræ, spítalaúrgangur og hluti þess plasts sem til fellur. Hluti þessa úrgangs hefur verið fluttur til útlanda. „Við getum ekki komið ábyrgðinni af okkar úrgangi yfir á önnur lönd. Breytt viðhorf fólks vinn- ur einnig með okkur og breytt lög og reglugerðir,“ segir Líf. Karl Eðvaldsson, framkvæmda- stjóri ReSource International, kynnti skýrslu um græna iðngarða og sor- porkustöð á fundi á Suðurnesjum í síðustu viku. Taldi hann að Helguvík væri kjörinn staður fyrir nýja há- tækniorkustöð en þar er fyrir eldri brennslustöð, Kalka. Taldi hann að stöð sem anna myndi þörfinni á Suð- vesturlandi myndi kosta 26 milljarða króna og reksturinn taka til sín 2,3 milljarða á ári. Draga mætti úr rekstrarkostnaði með nýtingu auka- afurða, svo sem ösku, og sölu á orku frá stöðinni. Tvær aðrar stöðvar Líf segir að vinna við staðarval og tæknilausnir sameiginlegrar sorp- brennslu verði sjálfstæð og hug- myndir um stöðina í Helguvík séu ekki hluti af henni. Tekur hún fram að allt verði skoðað, meðal annars flutningur sorpsins og sótspor þess. Vel sé hugsanlegt að hagkvæmast verði talið að byggja upp í Helguvík. Það liggi bara ekki fyrir. Hún segir einnig að horft verði til þess að nýta glatvarma frá stöðinni og gæti það orðið nýsköpunarverkefni. Tvær brennslustöðvar á Suðvest- urlandi, ef Vestmannaeyjar geta tal- ist til þess svæðis, eru í undirbúningi og báðar eru komnar í gegnum um- hverfismat. Vestmannaeyjabær áformar að setja upp brennslu- og orkunýtingarstöð í húsnæði móttöku og flokkunarstöðvar sorps við Eld- fellsveg. Eftir að eldri sorpstöð var lokað hefur sorp Eyjamanna verið urðað uppi á landi. Sorpstöð Rangárvallasýslu hefur uppi áform um að koma upp brennsluofni fyrir dýraleifar á Strönd á Rangárvöllum. Dýraleifar frá ein- staklingum og sveitarfélögum fóru til brennslu hjá Köldu á Suðurnesjum eða til urðunar hjá Sorpu í Álfsnesi en fram kemur í matsskýrslu vegna um- hverfismats að þessar förgunarleiðir standa ekki lengur til boða. Síðustu ár hafa allar dýraleifar frá Suðurlandi verið urðaðar í Fíflholtum hjá Sorp- urðun Vesturlands. Jafnframt segir að urðun dýraleifa uppfylli ekki kröf- ur sem gerðar eru um förgun dýra- leifa í efstu áhættuflokkum. Brennsluofn á Strönd er hugsaður sem liður í lausn á þeim vanda sem skapast hefur. Undirbúa sameigin- lega sorpbrennslu - Kanna tækni og staðsetningu brennslu á Suðvesturlandi Morgunblaðið/Árni Sæberg Álfsnes Unnið er að því að draga úr urðun með flokkun. Lífrænn úrgangur er meðhöndlaður í gas- og jarðgerðarstöð og nú á að bæta brennslu við. Líf Magneudóttir Karítas Ríkarðsdóttir karitas@mbl.is „Ég er bara að gera þetta upp við mig, sjá hvernig landið liggur. Það eru tímamót þegar það eru leiðtoga- skipti hjá flokknum í kjördæminu,“ sagði Haraldur Benediktsson, þing- maður og fráfar- andi oddviti Sjálf- stæðisflokksins í Norðvesturkjör- dæmi, í samtali við mbl.is. Hann laut í lægra haldi í oddvitaslag við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfa- dóttur, ferða- mála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og varafor- mann flokksins, um helgina. Haraldur liggur nú undir feldi og gerir upp við sig hvort hann muni þiggja annað sæti á listanum sem honum féll í skaut í prófkjörinu. „Það er það sem ég var að vísa í fyrir helgi; að það koma inn nýjar áherslur með nýjum leiðtoga þó hann sé úr sama flokki. Ég heyri ekki annað en að nýr oddviti vilji hafa mig með. En þetta er ekki alveg komið,“ segir Haraldur og vísar þá til orða sinna frá því fyrir helgi þegar hann sagði að óheppilegt gæti verið fyrir nýjan oddvita að hafa þann gamla í aftursætinu. „Í landsbyggðarkjördæmi eins og Norðvesturkjördæmi verða áherslu- breytingar þegar slíkt verður. Mín pólitík snýr að strjálli byggðum og áherslum sem þar eru.“ Um ummæli sem hann lét falla í viðtali við Bæjarins bestu fyrir helgi, þess efnis að hann teldi ekki gott fyr- ir nýjan oddvita að hafa þann gamla í aftursætinu, segir Haraldur að snúið hafi verið upp á orð sín. Hann var í kjölfarið sakaður um að beita hót- unum og hatur í garð kvenna. „Ég held að fólk hafi ekki lesið hverju ég svaraði blaðamanninum. Hann spurði hvað yrði ef ég myndi tapa. Ég svaraði því að þetta væri kosning um oddvitasæti og ef það kæmi nýr oddviti væri ekki sjálfgefið að oddviti sem tapar haldi áfram. Mér fannst bara heiðarlegt að segja frá því fyrirfram að ef ég tap- aði kosningum sem oddviti myndi ég endurmeta stöðuna. Ég vildi ekki koma fram eftir á og segja: Ég er farinn í fýlu.“ Snúið hafi verið út úr orðum sínum - Haraldur undir feldi eftir prófkjörið Haraldur Benediktsson Tongamaðurinn Pita Taufatofua, sem undirbjó sig fyrir vetrarólymp- íuleikana árið 2018 með því að keppa í skíðagöngu á Ísafirði, býr sig nú und- ir að keppa á sínum þriðju Ólympíu- leikum í röð. Taufatofua vakti mikla athygli þegar hann var fánaberi Tonga á Ól- ympíuleikunum í Ríó í Brasilíu árið 2016 en þá keppti hann í taekwondo. Tveimur árum síðar komst hann á ný í fréttir þegar hann tryggði sér keppnisrétt í skíðagöngu á vetraról- ympíuleikunum í Suður-Kóreu en hann náði ólympíulágmarkinu í 10 km skíðagöngukeppni á Ísafirði. Í sumar er stefnan sett á Ólympíu- leikana í Tókýó, sem hefjast 23. júlí, þar sem hann hyggst keppa í taek- wondo. „Ég er bara ánægður með að geta farið,“ segir hann í samtali við AFP- fréttastofuna. Leikarnir áttu að fara fram sumarið 2020 en þeim var frest- að vegna faraldursins. Taufatofua ætlaði að keppa í kajakróðri á leikunum í sumar en lenti í erfiðleikum á heimsmeist- aramótinu þar sem hann ætlaði að tryggja sér keppnisrétt á Ólympíu- leikunum. Segir hann að vindurinn hafi snúið bátnum við svo hann sneri í öfuga átt frá rásmarkinu og varð þá ekki aftur snúið. Taufatofua náði ekki að tryggja sér keppnisrétt annars staðar vegna landamæralokana og fór svo að hann keppir í taekwondo fyrir hönd Tonga í Tókýó í sumar. „Ég verð bara að halda áfram jafn- vel þótt það gæti verið óþægilegt. Ef það þýðir að báturinn minn snúi í öf- uga átt og ég verð alltaf síðastur í mark þá er það í lagi, það skiptir mestu máli að allir fái að prófa að taka þátt,“ sagði hann við AFP. Taufatofua gerði garðinn frægan á Óympíuleikunum í Ríó í Brasilíu þar sem hann veifaði fána Tonga, ber að ofan, olíuborinn með ta’ovala-mottu um sig miðjan. Vinsældirnar létu ekki á sér standa og fljótt var hann boðaður í fjölda spjallsjónvarpsþátta í Bandaríkjunum og var minnst á hann í 45 milljónum færslna á Twitt- er. Taufatofua er óviss um hvort hann muni geta endurtekið leikinn á setn- ingarathöfninni í sumar, vegna tak- markana sem kunna að verða á svæð- inu. veronika@mbl.is AFP Kappi Taufatofua er ekki viss hvort hann geti endurtekið þessa innkomu á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar, vegna takmarkana sem gætu verið í gildi. Taufatofua snýr aft- ur á Ólympíuleikana - Keppti á skíðamóti á Ísafirði 2018

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.