Morgunblaðið - 22.06.2021, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.06.2021, Blaðsíða 21
Ég kveð mömmu með þakk- læti og virðingu, þetta hefði ekki getað verið betra. Anna Guðbjörg Gunnarsdóttir. Móðir mín, Aðalheiður Sigvaldadóttir, kvaddi okkur fyr- ir skemmstu. Tilfinningarnar nú, sem undanfarin misseri, eru blendnar. Missirinn er sár en hann er ekki nýtilkominn, við fjölskyldan höfum að sumu leyti syrgt hana lengi. Öll þurfum við að læra að feta okkur í gegnum lífið á eigin for- sendum en mikilvægt er þó að hafa traustan kompás og leggja við hlustir þegar við erum svo lánsöm að fá góð ráð. Ein af mín- um dýrmætustu minningum um mömmu er frá því þegar mína ungu sál dreymdi veraldlega drauma og hún leiddi mig í sann- leikann um hvað raunverulegt ríkidæmi sé. Henni þótti nefni- lega svo óstjórnlega vænt um okkur krakkana að engin leið var að sannfæra hana um að ég mundi nokkurn tímann finna hamingjuna í legókassa. Alla tíð var hún mikil fé- lagsvera og mikið í mun að halda nánum tengslum við fjölskyldu sína og vini. Aldrei varð ég var við annað en að hún kæmi fram af virðingu og vinsemd, alltaf tók hún fólki með hlýju og opnu hjarta. Það ber vott um hennar persónu að þó að sjúkdómur hafi leikið hugann grátt, sviðið minn- ingar ár eftir ár, var henni fólkið sitt alltaf efst í huga. Mér finnst ég sannarlega rík- ur að hafa fengið slíka móður í vöggugjöf. Guðmundur Ingi Gunnarsson. Hjartans mamma kvaddi okk- ur á fallegum sumardegi eftir langvinn og erfið veikindi. Það er svo skrítið að upplifa samtímis sorgina yfir að missa hana og svo léttinn að hún hafi loksins fengið líkn og frelsi frá þeirri vanlíðan sem hún upplifði síðustu mánuð- ina. Í raun hef ég syrgt mömmu til lengri tíma, hverja þá færni sem tapaðist eftir því sem veikindin ágerðust síðustu ár og minning- arnar sem jafnt og þétt hurfu í þoku þar til hún þekkti okkur, fólkið sitt, ekki lengur. Ég syrgi það sérstaklega að börnin mín skuli ekki hafa fengið að kynnast almennilega þeirri kjarnakonu sem amma þeirra sannarlega var, áður en veikindin tóku yfir, og að hún fái ekki að fylgja þeim eftir í leik og starfi sem hún hefði sko gert best allra hefði hún fengið tækifæri til. En þrátt fyrir veikindin var þó yfirleitt stutt í léttlyndið og þakklætið og til að mynda ljómaði mamma alltaf þegar henni var sagt að hún ætti orðið níu barnabörn og tvö barnabarnabörn þótt hana ræki ekki minni til þess. Mamma var gullfalleg að inn- an sem utan, mikil fjölskyldu- kona sem þótti óskaplega vænt um fólkið sitt, söngelskur og dríf- andi íþróttagarpur sem naut þess að ferðast og hlusta á tónlist, mikill húmoristi og einstaklega ljúf og traust. Hún var frábær í starfi sínu sem kennari, ekki síst vegna þess hversu annt henni var um nemendur sína og velferð þeirra. Hún lagði mikið upp úr því að koma vel fram við aðra, sýna virðingu, nærgætni og góð- mennsku og skein það í gegn í uppeldi okkar systkina. Alltaf gat ég leitað til mömmu og alltaf mætti mér ást og umhyggja, hlýr faðmur, huggun og öryggi. Mamma kenndi mér óskap- lega margt, bæði andlegt og ver- aldlegt. Til eftirbreytni er hvern- ig hún kaus að lifa lífi sínu, að njóta hversdagsleikans því í hon- um fælist lífshamingjan. Þegar tók að halla á og mamma var far- in að finna fyrir veikindum sínum sagði hún mér að þetta væri allt í lagi því hún væri svo sátt við hvernig hún hefði lifað lífinu og ánægð með hversu vel væri kom- ið fyrir okkur, fólkinu sínu, hún hefði skilað góðu verki. Hún væri þakklát fyrir þau spil sem hún hefði fengið á hendi og hvernig hún hefði spilað úr þeim. Svona var mamma, hún lagði mikið upp úr að njóta lífsins og var óskaplega dugleg að láta okk- ur fólkið sitt vita hvað hún væri ánægð og þakklát, hvað hún nyti þess að vera með okkur og hvað samveran með okkur veitti henni mikla gleði. Hún hafði svo mikla útgeislun og frá henni stafaði ein- stök hlýja og væntumþykja, alveg fram á síðasta andartakið. Ég verð ævinlega þakklát fyrir að hafa fengið að spinna lífsvefinn með bestu mömmu sem hægt er að hugsa sér. Minningin um gullið hana mömmu lifir. Elín Heiður. Elsku besta amma Addý er lát- in. Það eru svo ótalmargar minn- ingar sem rifjast upp í hugum okkar þegar við hugsum til ömmu. Amma var eins og ömmur gerast bestar, svo hlý og góð, tók alltaf á móti manni með opnum örmum og eldaði besta mat sem við fengum. Hakk og spaghetti að hætti ömmu er enn okkar allra uppáhalds. Það var alltaf jafn gott að koma til ömmu og afa. Við vorum svo heppin að fá að eyða miklum tíma með ömmu og afa í Logafoldinni og minningarnar þaðan eru því stór hluti af æsku- minningum okkar. Minningar um góðar stundir í sólinni í garðinum á sumrin, bakstur og jólahrein- gerningu fyrir jólin, fjölskyldu- mat um helgar, óteljandi kaffiboð með glæsilegum veitingum en líka sjónvarpsgláp og heimalær- dóm. Amma var alltaf vel tilhöfð, heimilið fallegt og svo hreint að það var ógerningur að finna ryk- korn. Það var ætíð stutt í bros og hlátur og þegar tækifæri gafst var hún fyrst til að bresta í söng. Hún naut þess að halda veislur og vera með fólkinu sínu. Það er okkur mjög minnisstætt þegar amma skellti sér í splitt á að- fangadagskvöld fyrir tæpum 20 árum. Fimleikakonan hafði ekki reynt þetta í einhverja tugi ára og okkur óraði ekki fyrir því að hún gæti það enn og hún var líklega jafn hissa. Amma var hætt að kenna þeg- ar við vorum krakkar. Við áttum því okkar einkakennara. Hún kenndi okkur að lesa, skrifa og stafsetningu. Hún bjó til skemmtileg heimatilbúin verk- efni til að hjálpa við kennsluna og það skein í gegn hvað hún naut þess að kenna. Við erum mjög þakklát fyrir að hafa fengið þessa góðu kennslu hjá ömmu enda gott veganesti út í lífið. Amma og afi hafa alltaf ferðast mikið og í minningunni voru þau alltaf að koma frá eða fara til út- landa. Okkur fannst það ekki leið- inlegt enda fylgdi því iðulega ein- hver pakki til okkar við heimkomuna. Við höfum verið svo heppin að fá að ferðast mikið með þeim bæði hér heima og erlendis. Það rifjast fljótt upp góðar stund- ir í sveitasælunni á Kaldrananes- inu okkar, í Flórída, Ítalíu og London. Ferðirnar til Flórída eru sérstaklega eftirminnilegar. Flórída var þeirra staður og svo gaman að fá að fylgja með þangað í nokkur skipti, hitta Mikka Mús í Magic Kingdom, leika í sandinum á ströndinni og borða á Outback Steakhouse. Ferðirnar til Flórída verða eflaust fleiri og þá fá lang- ömmubörnin að upplifa það sem við upplifðum með ömmu. Síðasta ferðin með ömmu var til Boston fyrir tveimur árum. Þá voru veik- indin búin að taka mikið frá henni en hún naut þess í botn að ferðast og var svo glöð og ánægð með ferðina, eins og við. Það er langt síðan fór að bera á veikindum hennar og það hefur verið sárt að sjá minningarnar og færnina hverfa smám saman. Það var ótrúlegt hvað amma lét það ekki á sig fá, hélt í lífsgleðina, naut þess að ferðast og að eyða tíma með okkur. Amma var frá- bær fyrirmynd og kunni svo sannarlega að njóta lífsins. Elsku besta amma Addý, við erum svo þakklát fyrir þig og all- ar góðu stundirnar sem við átt- um saman. Elísabet, Ólafía og Gunnar Pétur. Hún kenndi mér að drekka kaffi, bragðmikið alvöru kaffi. Aðalheiður vildi hafa kaffi þann- ig. Mágkona mín elskuleg, Að- alheiður Sigvaldadóttir, er fallin frá. Við höfum fetað saman lífs- veginn í töluverðri nálægð í um það bil 50 ár. Fallega nafnið Að- alheiður var þannig til komið eft- ir því sem hún sagði frá að eldri systur hennar voru búnar að fá svo mörg af óskanöfnum foreldr- anna, þá voru „kvenmannsnöfn- in“ búin. Varð þá sögupersónan Heiða (Aðalheiður) fyrir valinu. Mig langar til að þakka fyrir okkar kynni, samveru, heim- sóknir í Kaldrananes, til Flórída svo og allar samverustundir á heimilum okkar fyrr og síðar. Aðalheiður var sterkur hlekkur í fjölskyldum okkar. Hún var for- eldrum sínum og tengdaforeldr- um afar góð, nærgætin og hjálp- söm. Nærgætni og virðing einkenndi hennar framkomu. Ég sé hana fyrir mér sem kennara af lífi og sál sem öllum vildi vel. Og einnig glæsilega flugfreyju sem þjónaði öllum með brosi og hlýju. En umfram allt var það fjöl- skyldan sem hún unni mest. Frá- bæra fjölskyldan, eiginmaðurinn Gunnar Heiðar, Anna Guðbjörg, Guðmundur Ingi, Elín Heiður, barnabörn og tengdabörn sem hafa leitt og stutt Aðalheiði síð- ustu árin og borið á höndum sér þegar heilsan fór að daprast henni. Þannig minnist ég elsku Að- alheiðar Sigvaldadóttur. Innilegar samúðarkveðjur til allra aðstandenda. Minningin lifir. Fyrir hönd fjölskyldu minnar, Álfheiður Guðbjörg Guðjónsdóttir. Mig langar að kveðja Addý frænku mína með fáeinum orð- um að leiðarlokum. Hún var ein af frændfólki mínu sem kennt er við Snorró eða Snorrabraut, þar sem Sigvaldi faðir hennar hafði reist fjölskyldu sinni myndarlegt hús. Móðir Addýjar, Munda, var afasystir mín og mikil tengsl voru á milli heimila systkinanna og alltaf stutt á milli þeirra. Fað- ir minn og hennar börn voru nánast sem systkini og á bernskuárum kom maður oft á Snorró og ævinlega voru mikil tengsl á milli fjölskyldna. Á Snorró var yfirleitt fjöl- mennt á þessum árum – systk- inin voru 6 og 4 enn í föðurhúsum þegar ég man fyrst eftir. Nokkur barnabörn á mínum aldri voru komin til sögunnar og flestra leiðir lágu um Snorró. Addý var yngst af þessum systkinahóp og blandaði kannski meira geði við okkur yngri kynslóðina heldur en þau sem eldri voru. Það var alltaf gaman þegar Addý var heima – alltaf hress og kát. Og þannig minnist ég hennar – æv- inlega áhugasöm og vildi vita hvernig gengi hjá manni, alúð- leg, hress og kát í viðmóti. Með árunum fækkaði ferðun- um á Snorró. Ég fluttist austur á land og lengra leið milli þess að ég hitti þetta frændfólk mitt. Ég held að ég hafi þó oftast hitt Addý og þá ekki síður fyrir henn- ar frændrækni en mína. Hún og maður hennar Gunnar ferðuðust talsvert um landið og eftir að ég settist að á Egilsstöðum komu þau við hjá mér ef þau fóru um Austurland og alltaf var gaman að fá þau í heimsókn. Síðustu skiptin sem þau komu var þó dapurlegt að sjá hvernig elsku Addý, þessi káta og líflega frænka mín, hvarf smám saman inn í óminnið. Þá var líka fallegt að sjá hvað Gunnar og fjölskyld- an þeirra lögðu sig fram um að lífga upp á tilveruna hjá henni og vöfðu hana umhyggju. Fráfall Addýjar kom ekki á óvart og má segja að hvíldin hafi verið tímabær. Engu að síður eru þetta tímamót – tími til að muna, minnast og sakna þess sem var. Ég sendi innilegustu samúðar- kveðjur til Gunnars og fjölskyldu hans og Addýjar. Blessuð sé minning elskulegrar frænku minnar. Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir. Addý var yngst af 6 börnum ömmu og afa sem komust á legg. Hún hafði sérstöðu í barnahópn- um þar sem elstu systur hennar voru 16 og 18 árum eldri og komnar í tölu fullorðinna þegar hún fæddist. Sex ára gömul eign- aðist hún tvo mága og systursyni og þann þriðja ári seinna. Hún var 11 ára þegar ég bættist í hóp- inn á Snorrabraut 69 og varð barnapían mín. Á æskuárum Addýjar mótað- ist stórfjölskylda í húsi sem faðir hennar byggði rétt fyrir seinni heimsstyrjöldina. Addý er fyrsta barnið sem bjó þar frá fæðingu og síðan komum við elstu fimm systrabörnin og bjuggum þar mislengi og á mismunandi aldri. Á þessum tíma fengu yngstu börnin heitið „súkkulaði og rjómi“ í leikjum. Bak við húsin á ofanverðri Snorrabraut liggur Auðarstræti. Þar var leikið á fá- farinni götunni. Haldnar voru keppnir í spretthlaupi og var keppendum raðað á rástíma eftir aldri. Stóru krakkarnir sáu um leikstjórn og dómgæslu. Á sunnudögum var skylda að vera í kjól og ekki þótti kvenlegt að hlaupa og klifra í trjám. Í stað útileikja voru fimleikar stundaðir í stofunni. Addý iðkaði fimleika og sýndi listir sínar í brú, splitti og spíkati á gólfinu og reyndi ég að herma eftir. Við áttum sýning- aratriði. Addý beygði fætur og ég stóð á lærum hennar. Við héld- umst í hendur og hölluðum okkur aftur á bak eins langt niður og magavöðvar þoldu. Þegar tónlist 6. áratugarins heyrðist í útvarpinu gat ekkert stöðvað Addý. Hún iðaði í skinn- inu og hóf að dansa. Best naut hún dansins í stofunni heima hjá okkur „vesturfrá“ þar sem rýmið var meira en á Snorró og grammófónn. Ég fékk einka- kennslu í dönsum sem hétu skrítnum nöfnum. Mér var sveifl- að fram og aftur, í hringi, undir fætur, upp í fang og upp á bak. Þetta hafði þau framtíðaráhrif að ég á auðvelt með að láta að stjórn í dansi, þó það gildi ekki um ann- að, þökk sé danskennslu Addýj- ar. Ég fylgdist vel með þegar Addý fór út á lífið. Á laugardög- um var ég send út í sjoppu að kaupa pilsner sem notaður var sem hárlagningarvökvi. Mér var illa við að kaupa áfengan drykk þar sem ég var í stúku. Fólk gæti haldið að ég ætlaði að drekka pilsnerinn. Ég lagði þetta á mig til að fá að fylgjast með undir- búningnum fyrir kvöldið. Þrjár yngstu systur mömmu höfðu þriggja herbergja risíbúð út af fyrir sig í húsi foreldranna. Henni var breytt í hár-, snyrti- og ljósastofu á laugardagseftir- miðdögum. Í eldhúsinu komu þær fyrir sólarljósaperu og í stærsta herberginu var hár- greiðslustofa þar sem Addý var meistari í túberingum og hey- sátugreiðslum. Málningarstöð var í sérhönnuðu skrifborði Addýjar. Þegar miðhluta borð- plötunnar var lyft birtist stór spegill og skúffa full af snyrtivör- um. Skáparnir í herberginu voru fullir af ballkjólum, skjörtum og hringskornum pilsum. Þær urðu glæsilegar á nokkrum klukku- stundum Snorrabrautarsysturn- ar með bróðurinn sem einkabíl- stjóra. Með söknuði kveð ég Addý. Hún dæmdi engan og vildi ekki láta dæma sig. Blessuð sé minn- ing Aðalheiðar Sigvaldadóttur. Margrét Ásgeirsdóttir. - Fleiri minningargreinar um Aðalheiði Sigvaldadótt- ur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 2021 ✝ Ingunn Hall- dórsdóttir fæddist í Skaftholti í Gnúpverjahreppi 16. september 1925. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Grund 9. júní 2021. Foreldrar hennar voru Stein- unn Jónsdóttir hús- freyja, f. 18. janúar 1891, d. 8. sept- ember 1974 og Halldór Benja- mínsson, bóndi í Skaftholti, seinna starfsmaður Hampiðj- unnar í Reykjavík, f. 23. apríl 1893, d. 24. apríl 1969. Bróðir Ingunnar var Benjamín Hall- dórsson, f. 27. júní 1923, d. 28. nóvember 2001. Um tvítugt stundaði Ingunn nám við Hús- mæðraskólann á Laugarvatni. Hún bjó í foreldrahúsum í Skaftholti til árs- ins 1955 en þá flutt- ist fjölskyldan til Reykjavíkur. Ing- unn vann alla tíð við saumaskap. Sonur Ingunnar er Halldór Ben Jónsson rafmagns- verkfræðingur, f. 6. desember 1948. Faðir hans var Jón Helga- son, bóndi á Miðhúsum, f. 15. október 1919, d. 13. apríl 2004. Útför Ingunnar fer fram frá Langholtskirkju 22. júní 2001 og hefst athöfnin klukkan 15. Einstök – einstök á allan máta. Inga frænka var einstök og þetta orð nær að lýsa henni líklega í mínum huga hvað best. Inga frænka var ekki bara systir afa, hún var mér sem amma alla tíð. Á stundu sem þessari, að sitja og skrifa minningarorð um elsku Ingu, koma að vonum margar minningar upp í hugann. Minn- ingar sem eru allar ljúfar og skemmtilegar. Inga var mikill fagurkeri og fáguð kona. Allt sem hún tók sér fyrir hendur gerði hún vel og vandlega, allt frá upphafi verks til loka. Hvort sem það var að elda góðan mat, vaska upp, hugsa um rósirnar í garðinum sínum, sauma föt, skreyta fyrir jólin eða brjóta saman plastpoka í gott brot. Hún gerði allt vandlega. Enda bar Nökkvavogurinn, garð- ur sem heimili, alltaf þess merki að þar byggi fagurkeri. Heim- sóknirnar í Nökkvavoginn sem barn til þeirra Hadda frænda voru alltaf skemmtilegar. Húsið þeirra var eins og eitt stórt æv- intýri í huga lítillar stúlku. Lítil herbergi og skúmaskot sem gam- an var að laumast í, skoða og fá að máta og prófa. Hálsfestarnar, slæðurnar, veskin, hattarnir, skórnir og laumast í varalitinn sem var aldrei langt undan. Hlut- ir sem flestar litlar stúlkur fá stjörnur í augun við að sjá og handleika. Heimsóknirnar fyrir jólin voru ávallt rúsínan í pylsu- endanum eftir góða bæjarferð. Inga sló þá upp „litlu jólunum“ og búin að skipuleggja vel bæði mat, dagskrá og gjafir. Heimsóknirnar hennar í sveit- ina á sumrin voru eftirminnileg- ar. Biðum auðvitað í ofvæni eftir gjöfum eins og börnum sæmir og það klikkaði ekki að eitthvað ný- saumað kom með og framandi sælgæti. Fyrsta verk þegar hún kom var að raða fötunum sínum vandlega inn í skáp áður en hún gerði nokkuð annað. Í viku- dvölinni gekk hún án efa nokkra tugi kílómetra og blés ekki úr nös. Með hækkandi aldri og flutn- ingum til Reykjavíkur urðu heim- sóknirnar tíðari. Ég var boðin í mat reglulega og aðstoðaði Ingu við hin ýmsu verkefni sem mér þótti afskaplega gaman að leysa. Að snyrta leiði langömmu og langafa var eitt af vorverkunum og á haustin þrifum við upp leg- steininn. Við tókum verslunar- ferðir reglulega og leystum út pening í einum tilteknum hrað- banka því hún kunni bara á þenn- an eina, dásamleg frænka mín. Eitt var þó sem Inga hafði aldrei miklar mætur á þó ég reyndi reglulega að selja henni hug- myndina með vel völdum orðum að síðar meir myndi ég vilja eiga myndir af henni og sýna börnun- um mínum. Mér tókst hinsvegar nokkuð oft eftir að sonur minn fæddist að fanga skemmtileg og dýrmæt augnablik þar sem fag- urkerinn vildi skoða skartið mitt eða hendurnar á litla frænda sín- um. Myndirnar eru dýrmætar minningar. Nú hefur elsku Inga fengið hvíldina komin langt á tíræðisald- ur. Líkaminn orðinn þreyttur enda búinn að fara á tveimur jafnfljótum endanna á milli í höf- uðborginni til margra ára. Hver vill ekki ganga úr Nökkvavogi í morgunkaffi í Setberginu kominn á eftirlaun nú eða vestur í bæ? Ég segi og skrifa einstök. Ég mun halda minningu Ingu á lofti og segja syni mínum sögur af einstakri frænku um ókomna tíð. Kær kveðja, Sabína Steinunn Halldórsdóttir. Ingunn Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.