Morgunblaðið - 22.06.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.06.2021, Blaðsíða 32
Jón Gnarr mun fara með hlutverk Skugga-Sveins í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á leikritinu sem Marta Nordal, leik- hússtjóri Leikfélags Ak- ureyrar, mun leikstýra. Leikritið Skugga-Sveinn, eftir þjóðskáldið Matt- hías Jochumsson, var fyrst sett á svið árið 1862 en áætluð frumsýn- ing Leikfélags Akureyrar er um miðjan janúar á næsta ári. „Það er hreint út sagt stórkostlegt að fá náttúruaflið og listamanninn Jón Gnarr í hlutverk Skugga-Sveins, einnar frægustu persónu íslenskra leik- bókmennta. Það eru svo sannarlega spennandi tímar fram undan hjá LA og við getum ekki beðið eftir að hefja þetta ferðalag, kveikja í gömlum glæðum þessa verks og enduruppgötva það,“ er haft eftir Mörtu í tilkynningu. Jón Gnarr leikur Skugga-Svein áfram með garðsláttinn, sem gekk svo vel í fyrra. Þeir hafi skapað sér gott orð, fengið marga fasta við- skiptavini og hann búi að því nú ásamt fenginni reynslu. „Það er skemmtilegra að vinna með vini sín- um en það verður allt í lagi að vera einn og pabbi ætlar að hjálpa mér ef á þarf að halda,“ segir hann. Mamma hans sjái svo um bókhaldið og að skrifa út reikninga. Vinnutíminn getur verið langur, frá átta á morgnana til klukkan tíu á kvöldin, en rigningin að undanförnu hefur sett strik í reikninginn. Til þessa hefur mest verið að gera í Kópavogi og Reykjavík en svo er hann með nokkra garða í Garðabæ og Mosfellsbæ. „Þessi vinna fer mik- ið eftir veðri. Það er ekki gott að slá í mikilli rigningu og því er um að gera að nota góðu dagana, hvort sem er um helgi eða ekki,“ segir sláttumað- urinn, sem var að í blíðunni um helgina, einbeitir sér að sumar- vertíðinni og hugsar ekki mikið lengra. „Ég veit ekki alveg hvað ég geri í framtíðinni en ætli ég geri ekki eitthvað gáfulegt eins og að stofna fyrirtæki.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Þegar enga vinnu er að fá verða menn að bjarga sér sjálfir. Það gerir Markús Ingi Hróðmarsson, nemandi í Menntaskólanum í Kópavogi, sem í fyrrasumar stofnaði fyrirtækið „GM garðsláttur“ ásamt Gísla Guðlaugi Sveinssyni, vini sínum. Gísli verður í fiskvinnslu hjá afa sínum á Vopna- firði í sumar og því sér Markús einn um garðsláttinn að þessu sinni. „G og M eru upphafsstafir okkar en þeir geta líka staðið fyrir Garð- sláttur Markúsar,“ segir hann. Sumarslátturinn hófst 1. júní. Markús leggur áherslu á að þjón- ustan sé í boði á öllu höfuðborgar- svæðinu. Hann segist þekkja vel til garðavinnu eftir að hafa aðstoðað fólk frá unga aldri og verið í ung- lingavinnunni, þegar það stóð til boða. Fyrst hafi þetta verið íhlaupa- vinna félaganna sitt í hvoru lagi en þeir hafi tekið málið föstum tökum í fyrrasumar með góðum árangri. Nú sé hann líka kominn með bílpróf og foreldrar sínir hafi aðstoðað sig við að kaupa bíl sem síðan verði seldur í haust. Gísli sé árinu eldri og hafi verið á bíl í fyrrasumar. „Þau hafa líka hjálpað mér með sláttuvélarnar, en við erum með tvær ef önnur skyldi bila.“ Einkarekstur hentar vel Vel hefur gengið að kynna starf- semina. Markús segist fyrst og fremst hafa einblínt á Facebook í því efni, því dreifimiðar í hús hafi ekki skilað miklum árangri. „Kynning- arnar hjá bæjargrúppum á Face- book hafa virkað mjög vel.“ Eitt er að vera í vinnu hjá öðrum og annað að standa í eigin atvinnu- rekstri. „Mér finnst gott að ráða mér sjálfur, kann vel við frelsið og svo er gott að vinna úti,“ segir Markús um garðsláttinn. Hann segir að skóla- félagarnir vinni margir við versl- unarstörf í sumar eða hjá Ung- mennafélaginu Breiðabliki í Kópavogi. „Það er enginn í einka- rekstri nema ég.“ Markús keyrir út pítsur hjá Dom- ino’s í hlutastarfi, byrjaði á því með skólanum í vetur, en hann var að ljúka öðru ári í MK. Hann fékk ekki fullt starf við útkeyrsluna í sumar og því var ekki annað í boði en að halda Slegið á létta strengi - Markús Ingi sláttumaður kann vel við sig í húsagörðum Sláttumaðurinn Markús Ingi Hróðmarsson dregur ekkert af sér í slættinum. www.rafkaup.is ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 173. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Danir unnu magnaðan sigur á Rússum, 4:1, á Parken í Kaupmannahöfn í gærkvöld og tryggðu sér þar með sæti í sextán liða úrslitunum þrátt fyrir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum á Evrópumóti karla í fótbolta. Finnar geta enn komist áfram þrátt fyrir tap gegn Belg- um en úrslit gærkvöldsins þýddu jafnframt að Austur- ríki, England, Frakkland, Svíþjóð, Tékkland og Sviss eru öll komin í sextán liða úrslit. »27 Magnaðir Danir komnir áfram á EM ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.