Morgunblaðið - 22.06.2021, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 2021
ÁR
1921-2021
Í Y
KKA
R ÞJÓNUSTU
10%
afsláttur
fyrir 67 ára
og eldri
UPPSKRIFTIN VAR AUÐSKILIN – EN HÚN
VAR BARA Í OF MÖRGUM SKREFUM.
„SAGÐISTU HAFA DVALIÐ Í FIMM ÁR Á
NORÐURPÓLNUM?“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að þiggja kaffibolla í
stað þess að fara heim.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
GUTL
GUTL
GUTL
GUTL
GUTL
GUTL
UTL
UTL
UTL
APPELSÍNUSAFINN, MALTIÐ,
MJÓLKIN, KAFFIÐ OG
SÓDAVATNIÐ ER BÚIÐ
ÞÚ ERT
ÓGEÐSLEGUR
ÉG FRÉTTI ÞAÐ AÐ JARLINN Í
KASTALANUM SEM VIÐÆTLUM AÐ
RÁÐAST Á EIGI GULLFALLEGA
DÓTTUR!
ÞAÐ FRÉTTU ÞAÐ
ALLIR!
Noregi 1995 og hann hlaut Múrbrjót
Þroskahjálpar 2001 vegna uppbygg-
ingar sumardvalar á Löngumýri og
starfa að kennslumálum og viður-
kenningu fyrir sjálfboðastarf í þágu
Rauða krossins 2006. Karl segir
þakklæti og vináttu nemenda sinna í
sérkennslunni og foreldra þeirra
samt vera bestu viðurkenninguna
sem hann hafi fengið.
Þegar Karl á lausa stund hefur
hann gaman af ferðalögum og úti-
vist. „Svo samanstendur „golfsettið“
mitt af spjóti, kúlu og kringlu.“
Fjölskylda
Eiginkona Karls er Anna Bára
Sigurjónsdóttir, f. 5.8. 1948. Hún
hefur unnið ýmis störf gegnum tíð-
ina en lengst af sem stuðnings-
fulltrúi með fötluðum bæði í grunn-
skóla og framhaldsskóla og einnig
við Sumarbúðir Rauða krossins á
Löngumýri.
Foreldrar Önnu Báru voru þau
Sigurjón Eðvarð Jóhannsson, f.
22.07. 1923, d. 7.12. 1973, og Árný
Halla Magnúsdóttir, f. 6.2. 1909, d.
12.5. 1996. Börn Karls og Önnu Báru
eru Sigurjón Eðvarð, f. 1967; Sigríð-
ur Anna, f. 1970; Jóhanna, f. 1972,
Theodór, f. 1976, og Lovísa Halla, f.
1980. Karl á fimm barnabörn og tvö
langafabörn. Systkini Karls eru Frí-
mann Lúðvíksson Buch, f. 28.4.
1941; Kristinn L. Buch, f. 15.12.
1944, d. 15.6. 2016, og Kristín Lúð-
víksdóttir, f. 7.9. 1946.
Foreldrar Karls eru hjónin Lúð-
vík Kristjánsson, f. 30.6. 1910, d.
10.2. 2002, bóndi og verkamaður í
Steinholti í Höfðahreppi í A-Hún.,
og Pálína Sigríður Frímannsdóttir
húsfreyja, f. 27.11. 1916, d. 5.7. 1962.
Karl Lúðvíksson
Sigríður Vilhelmína Jóhannesdóttir
húsfreyja á Syðri-Leikskálaá og síðar
í Réttarholti á Skagaströnd
Páll Ólafsson
bóndi á Syðri-Leikskálaá
í Köldukinn, síðar í
Réttarholti á Skagaströnd
Kristín Pálsdóttir
húsfreyja á Jaðri í Höfðakaupstað
Frímann Finnsson
stýrimaður, skipstjóri og
barnakennari á Jaðri í Höfðakaupstað
Pálína Sigríður Frímannsdóttir
húsfreyja í Steinholti,
Höfðahr., A-Hún.
Sólbjörg Jónsdóttir
húsfreyja í Kambakoti
Finnur Magnússon
bóndi í Kambakoti, Höskuldsstaðasókn, Hún.
Hólmfríður Jóhannsdóttir
húsfreyja á Akureyri
Sigurbjörn Sveinsson
trésmiður á Akureyri
Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir
húsfreyja í Salvík og víða á Skagaströnd
Kristján Kristjánsson
bóndi í Saltvík, Þing., síðar á
Bakka og víðar á Skagaströnd
María Kristjánsdóttir
húsfreyja í Heiðarbót í Reykjadal
og síðar á Knútsstöðum í Aðaldal
Kristján Björnsson
bóndi í Heiðarbót í Reykjadal
og á Knútsstöðum í Aðaldal
Úr frændgarði Karls Lúðvíkssonar
Lúðvík Kristjánsson
bóndi í Steinholti,
Höfðahr., A-Hún.
Jón G. Friðjónsson skrifar „Pistilvikunnar“ á laugardögum og
sendir í trússi völdum hópi. Þar
fjallar hann um blæbrigði íslenskr-
ar tungu og nú síðast um orða-
sambandið ef/þegar allt um þrýtur.
Síðan skrifar Jón: „Það merkir ‘ef/
þegar allt annað bregst’, t.d.:
Ef allt um þrýtur og málin tapast
mætti setja minningarstein á
kirkjugarðinn og á hann letra:
Græðgin er eins og græðgin var
og gengur allt úr hömlu.
Töskudragandi túristar
tipla á ömmu gömlu.
(Mbl 20.7. ’17, 46 (ÞM))“
Á 17. júní var júníhret við Eyja-
fjörð. Davíð Hjálmar Haraldsson
yrkir:
Fjörðinn lemja frost og hret,
falla grös á velli.
Beygður tek ég upp og et
útsæðið í hvelli.
Sama dag segir Friðrik Stein-
grímsson frá því, að þá um kvöldið
hafi þrjár sólir sést á lofti í Mý-
vatnssveit:
Bænin mín var ferð til fjár
fljótur brást við himnagæinn,
og setti á loftið sólir þrjár
á sjálfan þjóðhátíðardaginn.
Kristján H. Theódórsson sér
björtu hliðarnar:
Bændur þó að blási í kaun,
og beygðir lifi í vonum.
Þrátt um basl og búmannsraun,
þeir búa vel að konum.
18. júní yrkir Benedikt Jóhanns-
son:
Það létt getur leitt þig til glötunar
ef leggstu gegn ofríki mötunar.
Þig allir þá
þurfa að sjá
festan í gapastokk götunnar.
Sigurlín Hermannsdóttir yrkir:
Ég rakst á hann Jóhannes rakara
sem rausaði að allt væri lakara,
heimur svo snúinn
og hefðunum rúinn;
nú hengdu þeir smið fyrir bakara.
Halldór Guðlaugsson hélt áfram:
Svo var það Sigurður rakari
hann síst var með hnífana slakari
að þunnskrapa kinnar
ja, þónokkuð innar
en þaulvanur grálúðuflakari.
Dagbjartur Dagbjartsson fer
með eina eftir Björn S. Blöndal:
Þegar glettin bölsins brek
byrgja þétt að vonum,
fótaléttan fák ég tek
og fæ mér sprett á honum.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Töskudragandi
túristar og júníhret