Morgunblaðið - 22.06.2021, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 2021
Pepsi Max-deild kvenna
Stjarnan – ÍBV ......................................... 3:0
Valur – Þór/KA......................................... 1:1
Selfoss – Breiðablik.................................. 0:4
Þróttur R. – Fylkir................................... 2:4
Staðan:
Breiðablik 7 5 0 2 27:11 15
Valur 7 4 2 1 16:11 14
Selfoss 7 4 1 2 13:10 13
Stjarnan 7 3 1 3 9:11 10
Þróttur R. 7 2 3 2 16:13 9
Keflavík 7 2 3 2 8:9 9
ÍBV 7 3 0 4 12:15 9
Fylkir 7 2 2 3 8:16 8
Þór/KA 7 2 1 4 7:12 7
Tindastóll 7 1 1 5 5:13 4
Pepsi Max-deild karla
Víkingur R. – KR...................................... 1:1
Staðan:
Valur 10 7 2 1 18:10 23
Víkingur R. 9 5 4 0 15:7 19
KA 8 5 1 2 13:4 16
Breiðablik 9 5 1 3 21:13 16
KR 9 4 3 2 15:10 15
FH 9 3 2 4 13:14 11
Fylkir 9 2 4 3 13:16 10
Stjarnan 10 2 4 4 8:14 10
Keflavík 8 3 0 5 9:15 9
Leiknir R. 9 2 2 5 9:13 8
HK 9 1 3 5 10:17 6
ÍA 9 1 2 6 9:20 5
3. deild karla
Víðir – Elliði .............................................. 0:4
Staðan:
Höttur/Huginn 8 6 1 1 14:10 19
Ægir 8 4 4 0 13:7 16
Augnablik 8 4 3 1 21:9 15
Elliði 8 5 0 3 21:10 15
KFG 7 4 2 1 10:5 14
Dalvík/Reynir 8 3 2 3 14:11 11
Sindri 8 2 3 3 13:15 9
Víðir 8 2 3 3 9:14 9
Einherji 8 2 1 5 11:19 7
Tindastóll 7 1 2 4 11:14 5
ÍH 8 0 4 4 9:19 4
KFS 8 1 1 6 8:21 4
EM karla 2021
B-RIÐILL:
Finnland – Belgía ..................................... 0:2
Danmörk – Rússland ............................... 4:1
Lokastaðan:
Belgía 3 3 0 0 7:1 9
Danmörk 3 1 0 2 5:4 3
Finnland 3 1 0 2 1:3 3
Rússland 3 1 0 2 2:7 3
C-RIÐILL:
Norður-Makedónía – Holland................. 0:3
Úkraína – Austurríki ............................... 0:1
Lokastaðan:
Holland 3 3 0 0 8:2 9
Austurríki 3 2 0 1 4:3 6
Úkraína 3 1 0 2 4:5 3
N-Makedónía 3 0 0 3 2:8 0
Leikir í dag:
D: Tékkland – England............................. 19
D: Króatía – Skotland ............................... 19
Ameríkubikar karla
Kólumbía – Perú....................................... 1:2
Venesúela – Ekvador ............................... 2:2
Bandaríkin
Orlando Pride – Gotham ........................ 1:1
- Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék allan
leikinn með Orlando Pride.
Svíþjóð
Rosengård – Vittsjö................................. 3:1
- Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik-
inn með Rosengård.
>;(//24)3;(
Úrslitakeppni NBA
Austurdeild, undanúrslit:
Philadelphia – Atlanta ....................... 96:103
_ Atlanta sigraði 4:3 og mætir Milwaukee í
úrslitum.
Vesturdeild, úrslit:
Phoenix – LA Clippers..................... 120:114
_ Staðan er 1:0 fyrir Phoenix.
EM kvenna 2021
16-liða úrslit:
Bosnía – Króatía ................................... 80:69
Ítalía – Svíþjóð...................................... 46:64
Rússland – Slóvenía ............................. 93:75
Spánn – Svartfjallaland ....................... 78:51
>73G,&:=/D
KNATTSPYRNA
Mjólkurbikar karla, 32-liða úrslit:
Ólafsfjarðarvöllur: KF – Haukar............. 18
Vodafone-v.: Völsungur – Leiknir F........ 18
SaltPay-völlur: Þór – Grindavík .............. 18
1. deild kvenna, Lengjudeildin:
Vivaldi-völlur: Grótta – HK................. 19.15
Norðurálsvöllur: ÍA – Víkingur R....... 19.15
Kópavogsv.: Augnablik – Haukar....... 19.15
Meistaravellir: KR – Afturelding ....... 19.15
Kaplakriki: FH – Grindavík ................ 19.15
KÖRFUKNATTLEIKUR
Þriðji úrslitaleikur karla:
Blue-höllin: Keflavík – Þór Þ. (0:2) ..... 20.15
Í KVÖLD!
SELFOSS – BREIÐABLIK 0:4
0:1 Agla María Albertsdóttir 10.
0:2 Taylor Ziemer 40.
0:3 Karitas Tómasdóttir 86.
0:4 Birta Georgsdóttir 90.
MM
Agla María Albertsdóttir (Breiðabliki)
M
Emma Checker (Selfossi)
Barbára Sól Gísladóttir (Selfossi)
Telma Ívarsdóttir (Breiðabliki)
Karitas Tómasdóttir (Breiðabliki)
Taylor Ziemer (Breiðabliki)
Kristín Dís Árnadóttir (Breiðabliki)
Áslaug Munda Gunnlaugsd. (Breiðabliki)
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson – 8.
Áhorfendur: Um 80.
STJARNAN – ÍBV 3:0
1:0 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir 14.
2:0 Betsy Hassett 69.
3:0 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir 75.
MM
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (Stjörn.)
Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjörnunni)
M
Jasmín Erla Ingadóttir (Stjörnunni)
Betsy Hassett (Stjörnunni)
Birta Guðlaugsdóttir (Stjörnunni)
Kristjana Sigurz (ÍBV)
Olga Sevcova (ÍBV)
Rautt spjald: Málfríður Erna Sigurðar-
dóttir (Stjörnunni) 90.
Dómari: Ásmundur Þór Sveinsson – 6.
Áhorfendur: 89.
VALUR – ÞÓR/KA 1:1
1:0 Elín Metta Jensen 19.
1:1 Margrét Árnadóttir 46. (v)
M
Elín Metta Jensen (Val)
Mist Edvardsdóttir (Val)
Ída Marín Hermannsdóttir (Val)
Arna Sif Ásgrímsdóttir (Þór/KA)
Hulda Björg Hannesdóttir (Þór/KA)
Margrét Árnadóttir (Þór/KA)
María Catharina Ólafsd. Gros. (Þór/KA)
Dómari: Sigurður Óli Þórleifsson – 7.
Áhorfendur: Um 50.
ÞRÓTTUR R. – FYLKIR 2:4
1:0 Shaelan Murison 5.
1:1 Shannon Simon 12.
1:2 Þórdís Elva Ágústsdóttir 42.
1:3 Bryndís Arna Níelsdóttir 55.
1:4 Sjálfsmark 67.
2:4 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir 90.
M
Sóley María Steinarsdóttir (Þrótti)
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (Þrótti)
Katherine Cousins (Þrótti)
Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir (Fylki)
Þórdís Elva Ágústsdóttir (Fylki)
Shannon Simon (Fylki)
Bryndís Arna Níelsdóttir (Fylki)
Sæunn Björnsdóttir (Fylki)
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson – 8.
Áhorfendur: Um 100.
FÓTBOLTINN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Breiðablik tók stökkið úr þriðja
sætinu í það efsta með því að leggja
Selfyssinga að velli, 4:0, í uppgjöri
toppliðanna í gærkvöld. Leikurinn
var færður á síðustu stundu yfir á
gervigrasvöllinn á Selfossi eftir að
grasvöllurinn var kominn á flot
vegna ausandi rigningar.
„Blikarnir eru komnir aftur á
toppinn og spili liðið áfram eins og
það gerði í kvöld verður erfitt að
taka toppsætið af Kópavogsliðinu.
Liðið verður hinsvegar að vera
stöðugt og ekki láta slysaleg töp
eins og gegn Keflavík og ÍBV fyrr
á tímabilinu endurtaka sig,“ skrif-
aði Jóhann Ingi Hafþórsson m.a. í
grein um leikinn á mbl.is.
_ Agla María Albertsdóttir skor-
aði sitt 50. mark í sínum 100. leik í
efstu deild þegar hún kom Blikum
yfir á 10. mínútu leiksins.
_ Karitas Tómasdóttir skoraði á
sínum gamla heimavelli þegar hún
gerði þriðja mark Blika undir lok
leiksins, eftir sendingu Öglu Maríu.
Sanngjarnt stig Þórs/KA
Valskonur misstu tvö dýrmæt
stig í toppbaráttunni með jafntefli,
1:1, við Þór/KA á Hlíðarenda.
Úrslitin voru sanngjörn. „Vals-
arar voru meira með boltann en
áttu í erfiðleikum með að brjóta
varnarlínu gestanna á bak aftur,“
skrifaði Kristófer Kristjánsson m.a.
í grein um leikinn á mbl.is.
_ Elín Metta Jensen skoraði sitt
fjórða mark í þremur leikjum og
það 118. í deildinni frá upphafi þeg-
ar hún kom Val yfir en Margrét
Árnadóttir jafnaði úr vítaspyrnu á
fyrstu mínútu síðari hálfleiks.
Fylkir úr fallsætinu
Fylkir komst úr fallsæti og sendi
Þór/KA þangað með öðrum sigur-
leiknum í röð, 4:2 gegn Þrótti í
Laugardalnum. Þróttarar misstu
um leið af tækifæri til að komast á
hæla efstu liða deildarinnar.
„Frammistaðan og baráttugleðin
ættu að skila Fylkiskonum sjálfs-
trausti í næsta leik,“ skrifaði Stefán
Stefánsson m.a. um leikinn á
mbl.is.
_ Bryndís Arna Níelsdóttir sem
skoraði tíu mörk fyrir Fylki í deild-
inni í fyrra gerði sitt fyrsta mark í
ár þegar hún kom liðinu í 3:1
snemma í seinni hálfleiknum.
Hildigunnur skoraði tvö
Stjarnan kom sér af botnsvæðinu
og komst uppfyrir ÍBV með 3:0
sigri í leik liðanna í Garðabæ.
„Stjarnan var betra liðið frá upp-
hafi leiks og það vantaði aukna bar-
áttu í lið gestanna sem virtust ekki
hafa mætt af heilum hug í leikinn,“
skrifaði Lilja Hrund Ava Lúðvíks-
dóttir m.a. um leikinn á mbl.is.
_ Hildigunnur Ýr Benedikts-
dóttir skoraði tvö marka Stjörn-
unnar gegn ÍBV og hefur gert
fimm af níu mörkum liðsins í deild-
inni í ár.
_ Birta Guðlaugsdóttir í marki
Stjörnunnar varði vítaspyrnu frá
Delaney Baie Pridham hjá ÍBV.
_ Málfríður Erna Sigurðar-
dóttir, miðvörður Stjörnunnar, fékk
rauða spjaldið á lokamínútum leiks-
ins. Þetta er hennar fyrsti brott-
rekstur á 22 árum í efstu deild en
Málfríður er fimmta leikjahæst í
deildinni frá upphafi með 249 leiki.
Úr þriðja sæt-
inu á toppinn
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Jafntefli Elín Metta Jensen og Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir í viðureign Vals
og Þórs/KA á Hlíðarenda þar sem Elín skoraði mark Valskvenna.
- Stórsigur Breiðabliks í uppgjöri
efstu liðanna - Valur tapaði stigum
VÍKINGUR R. – KR 1:1
1:0 Nikolaj Hansen 10.
1:1 Kristján Flóki Finnbogason 90.
M
Atli Barkarson (Víkingi)
Helgi Guðjónsson (Víkingi)
Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingi)
Nikolaj Hansen (Víkingi)
Sölvi Geir Ottesen (Víkingi)
Kjartan Henry Finnbogason (KR)
Kristinn Jónsson (KR)
Kristján Flóki Finnbogason (KR)
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson – 8.
Áhorfendur: Um 800.
FÓTBOLTINN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Valsmenn voru sigurvegararnir í
jafnteflisleik Víkings og KR í gær-
kvöld. Jöfnunarmark Kristjáns Flóka
Finnbogasonar, 1:1, fyrir KR í upp-
bótartíma styrkti enn frekar stöðu
Hlíðarendaliðsins á toppi úrvalsdeild-
arinnar á meðan báðir keppinaut-
arnir töpuðu tveimur dýrmætum
stigum.
Það var sérstaklega sárt fyrir Vík-
inga að missa af sigrinum en þeir
höfðu verið yfir í 80 mínútur þegar
Kristján Flóki jafnaði eftir sendingu
Kristins Jónssonar.
Með sigri hefðu Víkingar verið
tveimur stigum á eftir Val með leik til
góða og því áfram verið með fæst stig
töpuð í deildinni.
Stigið gerir heldur ekkert alltof
mikið fyrir KR-inga sem sáu fram á
að komast í þriðja sætið með sigri í
Fossvoginum.
„Víkingar fóru illa að ráði sínu með
því að nýta færin ekki betur í fyrri
hálfleik og buðu þar með hættunni
heim þrátt fyrir að hafa varist vel
megnið af leiknum og pressa KR-inga
seint í leiknum skilaði sér að lokum,“
skrifaði Gunnar Egill Daníelsson
m.a. í grein um leikinn á mbl.is.
_ Nikolaj Hansen skoraði í fimmta
leiknum í röð og sitt áttunda mark í
deildinni í ár þegar hann kom Vík-
ingum yfir á 10. mínútu leiksins.
_ Kári Árnason fyrirliði Víkings er
með þessum leik orðinn sjöundi
leikjahæsti Íslendingurinn í sögunni í
deildakeppni heima og erlendis með
466 leiki. Hann fór uppfyrir Arnar
Þór Viðarsson og hefur í síðustu
leikjum farið uppfyrir Rúnar Krist-
insson, Atla Eðvaldsson og Tryggva
Guðmundsson. Kári þarf hinsvegar
15 leiki í viðbót til að ná þeim sjötta
leikjahæsta sem er Ásgeir Sigur-
vinsson með 481 leik.
_ Halldór Smári Sigurðsson er
orðinn þriðji leikjahæsti Víkingurinn
í efstu deild með 146 leiki en hann fór
uppfyrir markvörðinn Diðrik Ólafs-
son í gærkvöld.
Valur vann leik
Víkings og KR
- Kristján Flóki jafnaði í uppbótartíma
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fossvogur Pablo Punyed í baráttu við tvo fyrrverandi samherja í KR, Ægi
Jarl Jónasson og Finn Tómas Pálmason, á Víkingsvellinum í gærkvöld.