Morgunblaðið - 25.06.2021, Side 4

Morgunblaðið - 25.06.2021, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2021 Garðatorg 6 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is HEYDUDE Lena 9.990 kr. HEYDUDE Fisléttir og mjúkir skór með foam innleggi í ýmsum litum og gerðum Lyftistöng fyrir starfsmenn - Langir kjarasamningar koma í kjölfar betra rekstr- arumhverfis álversins Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég þekki ekki fortíðina, en þessi samningur er allavega vel yfir meðaltalinu. Þetta er 55 ára gam- alt fyrirtæki og samningurinn sem við höfum und- irritað er númer 23,“ segir Reynhold Richter, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna í álveri Rio Tinto á Íslandi. Hann fagnar samningi sem verkalýðs- félögin gerðu við fyrirtækið og er til fimm og hálfs árs. Samið var við starfsmenn til eins árs í senn Talsverð óvissa ríkti um starfsemi álvers Rio Tinto í Straumsvík, meðal annars vegna aðstæðna á álmörkuðum og óánægju fyrirtækisins með raf- orkusamninga. Því hefur verið samið við starfs- menn til eins árs í senn. „Það er lyftistöng fyrir starfsmenn að fá svona samning. Ekkert er leiðinlegra en að vera í stöð- ugum deilum við vinnuveitandann. Við notum svo stóran hluta af vökutíma okkar í vinnunni að ef það eru vinnudeilur uppi hefur það áhrif á vinnu- andann og fólk er upptekið af því að hugsa um kaupið sitt,“ segir Reynhold. Byrjað var í gær að kynna nýja samninginn. Reynhold segir að hann sé góður og mælir ein- dregið með samþykkt hans. Viðsnúningur hefur orðið á rekstrarumhverf- inu. Landsvirkjun og Rio Tinto á Íslandi sam- þykktu í febrúar viðauka við raforkusamning fyr- irtækjanna frá árinu 2010. Samkomulagið var talið renna styrkari stoðum undir samkeppnishæfni ál- versins við áframhaldandi starfsemi þess. Einnig hefur hækkun álverðs breytt stöðunni. Verðið er nú hærra en það hefur verið frá árinu 2011, að stuttu tímabili árið 2018 frátöldu. „Það er mjög vaxandi eftirspurn eftir áli í heiminum og hefur verið vaxandi í langan tíma. Vöxturinn er sterkari meðal annars vegna þess að álið hefur verið hluti af nýjum lausnum í loftslagsmálum,“ segir Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls. Dregið hafi úr framleiðsluvexti í Kína og verð á hrávörum almennt farið hækkandi. „Það hefur styrkt stöðu álvinnslu um allan heim, meðal ann- ars hér á landi.“ Pétur segir að í áliðnaði sé jafnan horft til langs tíma. Því sé dýrmætt að skrifað hafi verið undir samninga í Straumsvík í febrúar og jákvætt að ný- ir kjarasamningar hafi verið gerðir í kjölfarið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Álver Álverðið hefur ekki verið hærra frá árinu 2011, að stuttu tímabili árið 2018 frátöldu. Eftirlitsnefnd með starfsháttum lög- reglu hefur komist að þeirri niður- stöðu að háttsemi tveggja lögreglu- þjóna, á vettvangi í Ásmundarsal á Þorláksmessukvöld, geti talist ámælisverð og tilefni sé til að senda þann þátt málsins til meðferðar hjá lögreglustjóranum á höfuðborgar- svæðinu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu nefndarinnar um málið, sem Morgunblaðið hefur und- ir höndum. Á upptökunum úr búkmyndavél lögregluþjónanna mátti heyra hluta samskiptanna milli lögregluþjón- anna tveggja. „Hvernig yrði fréttatilkynningin [...] 40 manna einkasamkvæmi og þjóðþekktir einstaklingar [...] er það of mikið eða?“ Þá svaraði hinn lögregluþjónninn: „Ekki fyrir mig, ég myndi lesa það.“ Og einnig: „Ég þekkti tvær stelp- ur þarna uppi og þær eru báðar sjálf- stæðis [...] svona [...] framapotarar eða þú veist.“ Nefndin telur einnig að endur- skoða þurfi verklagsreglur er snúa að samskiptum lögreglu við fjöl- miðla, en fram kemur í skýrslunni að „ekkert tilefni hafi verið til upplýs- ingagjafar af þessu tagi“. Þar er vísað til þess að í dagbók lögreglu hafi komið fram að „hátt- virtur ráðherra“ hafi verið meðal veislugesta. Forráðamönnum Ás- mundarsalar var gert sektarboð þar sem ekki hafði verið tryggt að gestir bæru grímur öllum stundum. Þeir gengu að sektarboðinu, 200 þúsund á hvorn þeirra og er málinu lokið. Háttsemin ámælisverð - Gera athugasemd við háttsemi lögregluþjónanna í Ás- mundarsal - Endurskoða þurfi verklag eftir dagbókarfærslu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Málinu lokið Viðburðurinn á Þorláksmessu dró dilk á eftir sér. Tíðni ung- barnadauða er mjög lág hér á landi, eða þrisvar sinnum lægri en meðaltíðni í lönd- um Evrópusam- bandsins, sam- kvæmt nýjum gögnum Eurostat sem birtust í Morgunblaðinu á þriðjudag. „Það sem mestu máli skiptir varð- andi velferð ungbarna er að hér á landi er mjög gott mæðraeftirlit, fæð- ingahjálp og ungbarnavernd, auk þess sem þjónusta við nýfædd börn er mjög góð,“ segir Þórður Þórkelsson, yfirlæknir nýburalækninga og vöku- deildar Barnaspítala Hringsins. „Það skiptir trúlega einnig máli að bæði mæðraeftirlit og ungbarnavernd eru ókeypis, auk þess sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu hér á landi er al- mennt mjög gott.“ Spurður hvort bólusetningar gegn ungbarnasjúkdómum hafi áhrif segir hann að þó svo að í sumum löndum Evrópu séu hlutfallslega færri börn bólusett en hér á landi skýri það trú- lega ekki þennan mun á dánartíðni milli landa, þar sem börn séu ekki að deyja úr þeim sjúkdómum í sama mæli og hér áður fyrr. Það sem greini hins vegar helst milli Íslands og margra annarra landa sé þessi þjónusta við verðandi mæður og nýfædd börn hér á landi, sem skipti miklu máli því mesta hættan á að eitthvað fari úrskeiðis og að börn veikist alvarlega sé í kringum fæð- inguna og á fyrstu dögum lífsins. Í því sambandi skipti máli nálægð vökudeildarinnar við fæðingardeild Landspítalans, þar sem þrjú börn af hverjum fjórum fæðist hér á landi og allar áhættufæðingar fari fram. Enn fremur sé þar nýburalæknir til staðar allan sólarhringinn. „Þetta er þjónusta sem ekki er boð- ið upp á hvar sem er,“ segir Þórður. Þá tekur hann fram að öll börn sem fæðast á Landspítalanum séu skoðuð af lækni á fyrsta sólarhring lífs þeirra og aftur við fimm daga aldur, auk þess sem þau séu skimuð fyrir með- fæddum hjartagöllum fyrir heimför. Eftir að heim er komið fái móðir og barn heimsókn ljósmóður daglega fyrstu 7-10 dagana, nokkuð sem ekki er almennt boðið upp á í öðrum lönd- um Evrópu. „Ég leyfi mér því að halda því fram að þjónusta hér við nýfædd börn sé að mörgu leyti betri en hún er í flestum öðrum löndum í hinum vestræna heimi.“ ari@mbl.is „Mjög gott mæðra- eftirlit“ Þórður Þórkelsson - Tíðni ungbarna- dauða lág á Íslandi Útför Gunnars Birgissonar, fyrrverandi alþing- ismanns og bæjarstjóra, fór fram í Lindakirkju í Kópavogi í gær. Athöfninni var einnig streymt í beinni útsendingu í Samskipahöllinni, reiðhöll hestamannafélagsins Spretts. Auk þess var hún í beinni útsendingu á netinu. Að lokinni útför var erfidrykkja í Samskipahöllinni. Séra Sigfinnur Þorleifsson stýrði athöfninni og Óskar Einarsson sá um hljómflutning. Þá söng Páll Rósinkranz ásamt bakröddum ýmis lög, til að mynda Whiter Shade of Pale eftir hljómsveitina Procol Harum auk fleiri laga eftir hljómsveitina Queen. Útför Gunnars Birgissonar Morgunblaðið/Arnþór Birkisson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.